Tíminn - 09.10.1991, Side 16
RfKISSKIP
NÚTÍMA FLUTNINGAR
Halnarhusinu v Tryggvagotu
2Í 28822
AUÐVITAÐ Suðurlandsbraut 12
uoruvisi Diiasaia BÍLAR • HJÓL • BÁTAR • VARA- HLUTIR. MYND HJÁOKKUR SÍMI 6
-BlLLHJÁÞÉR 79225
Áskriftarsími
Tímans er
686300
MHDVIKUDAGUR 9. OKT. 1991
Vinnuveitendur draga upp dökka mynd af efnahagslífinu á næsta ári:
ATVINNULEYSI, TAP OG
SAHDRÁTTUR FRAMUNDAN
Vinnuveitendasambandiö telur að útflutningsverðmæti minnki
á næsta ári um 10 milljarða, eða sem svarar 150 þúsund krón-
um á hverja fjögurra manna ijölskyldu. Þetta er meiri samdrátt-
ur en Þjóðhagsstofnun spáir. VSÍ telur að landsframleiðsla drag-
ist saman um 4,5% og þjóðartekjur um 6%, en það er helmingi
meiri samdráttur en þjóöhagsáætlun gerir ráð fyrir.
Ástæðan er sú að VSÍ telur að
engar framkvæmdir verði á næsta
ári vegna álvers og að tekjur flutn-
ingsaðila og tryggingafélaga
minnki. Þessar upplýsingar komu
fram á sambandsstjómarfundi VSÍ
í gær. Á fúndinum kom fram, að
áætlað er að viðskiptahallinn í ár
verði allt að 16 milljörðum, sem er
rúmlega tveimur milljörðum
meira en þjóðhagsáætlun gerir
ráð fyrir, og að hallinn á næsta ári
verði nærfellt 20 milljarðar. Fram
kom að greiðslubyrði af erlendum
skuldum þjóðarinnar sé um þessar
mundir nálega 20% af útflutn-
ingstekjum, en ef hliðstæðri
skuldasöfnun og hér er lýst verður
haldið áfram næstu 5 ár, verði
þetta hlutfall komið í um 30% að
þeim tíma liðnum.
í ályktun sambandsstjórnar kom
fram að ljóst er að flest bendir til
þess að miklir erfiðleikar séu
framundan í atvinnulífi lands-
manna. Hætta er á verulegum at-
vinnubresti að óbreyttu og er
áætlað að allt að 5.000 störf kunni
að tapast.
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ, sagði mikil-
vægt að ríkið, opinberir sjóðir,
húsnæðiskerfið og sveitarfélögin
dragi úr útgjöldunum og stuðli
þannig að því að vextir lækki.
Hann sagði vinnuveitendur þeirr-
ar skoðunar að raunvextir væru of
háir í dag.
Þeir standi í vegi fyrir fjárfest-
ingu í atvinnulífinu.
-EÓ
Mikil aösókn að ostadögum
U.þ.b. sex þúsund manns sóttu Ostadaga Osta- og smjörsölunnar um helgina, sem þóttu heppn-
ast mjög vel. Kynntir voru ýmsar gerðir osta, en í upphafi Ostadaganna var útnefndur sérstakur
ostameistari.Aöalverðlaun hlaut Elsabet Svansdóttir, Mjólkursamiaginu Búðardal, fyrir dalabrie,
sem hlaut einkunnina 13.10. Elsabet er hér á miðri mynd ásamt öðrum verðlaunahöfum, fyrir-
mönnum Osta- og smjörsölunnar sf. og Halidóri Blöndal landbúnaðarráðherra.
Timamynd: Ámi Bjarna
Saltsíldarsala til Norðurlanda á næsta ári virðist vera í höfn:
Óvíst með samninga
Sfldarútvegsnefnd hefur í öllum að-
alatriðum lokið gerð samnings við
kaupendur í Finnlandi um fyrir-
framsölu á 24-25 þúsund tunnum
af saltsfld. Er þetta svipað magn og í
fyrra. Fastlega er búist við að samn-
ingar takist við sænska og danska
kaupendur í þessari viku.
Þá er reiknað með að staðan í samn-
ingum um sfldarsölu til Póllands
skýrist í næstu viku, en óvæntur
dráttur hefur orðið á þeirri samn-
ingsgerð.
Óvissa ríkir þó enn með stærsta
markað íslendinga fyrir saltsfld, Sov-
étríkin. Um skeið hefur verið unnið
að sölutilraunum beint til Rússneska
lýðveldisins, og hafa viðsemjendur
sfldarútvegsnefndar margsinnis látið
í ljós áhuga á að kaupa mikið magn af
saltaðri sfld af íslendingum, svo
framarlega sem hún bjóðist á sam-
bærilegu verði og saltsfld frá Kanada
og öðrum samkeppnisþjóðum okkar
á markaði. Slíkt hefur hingað til ekki
verið talið koma til greina, enda ís-
lensk saltsfld álitin meiri gæðavara
en gengur og gerist. Þá hefur gjald-
við Rússa
eyrisskortur Rússa sett mark sitt á
þessar þreifingar og gert mönnum
erfiðara fyrir að meta stöðuna. Sfld-
arútvegsnefnd vinnur nú að könnun
á viðskiptamöguleikum í Eystrasalts-
ríkjunum. í þessum löndum var all-
mikil saltsfldameysla á árunum milli
stríða, þegar þessi ríki nutu sjálf-
stæðis. Hins vegar hefur ekki tekist
að fá upplýsingar um neysluna þar
eftir seinni heimsstyrjöldina. Þannig
var saltsfldarneysla í Litháen Ld. tal-
in nema á annað hundrað þúsund
tunnum.
Almannavarnanefnd Kópavogs á verði gegn
hugsanlegri lengingu norður- suður flugbraut-
ar Reykjavíkurflugvallar út í Fossvog. Flug-
vallarstjóri Reykjavíkurflugvallar segir:
EKKIÆTLUNIN,
ENDA ER KÁRS'
NESIÐ
„Þetta hefur af og til veríð á dag-
skrá. Við höfum fengið sendar ýms-
ar hugmyndir um úrbætur við
Reykjavíkurflugvöll til athugunar,
svo sem um að hætt verði ferjuflugi
um völlinn. Ég hef látið þær liggja
efnislega milli hluta, en bent á að
allar lagfæríngar stefndu í þá átt að
festa Reykjavflcurflugvöll í sessi þar
sem hann er,“ segir Sigurður Geir-
dal, bæjarstjórí í Kópavogi, við
Tímann.
Á fundi almannavarnanefndar
Kópavogs 30. september sl. var fjall-
að um bréfaskipti formanns nefnd-
arinnar og samgönguráðuneytisins
um Reykjavíkurflugvöll. Bæjarverk-
fræðingur Kópavogs vakti athygli á
hugmyndum um lengingu norður-
suður flugbrautar Reykjavíkurflug-
vallar og „kvað nauðsynlegt að
kanna nánar afleiðingar slíkrar
framkvæmdar fyrir byggðina á Kárs-
nesi", eins og segir í fundargerð
nefndarinnar.
Sigurður Geirdal bæjarstjóri sagði
að varðandi Reykjavíkurflugvöll
væri grundvallarspurningin sú
hvort flugvöllurinn ætti að vera
áfram á þessum stað eða ekki. Hann
kveðst hafa skilið hugmyndir um
lengingu norður-suður brautar
Reykjavíkurflugvallar þannig að ver-
ið væri að auka öryggi við flugtak og
lendingu, en ekki að opna hann
stærri vélum. „Við vildum því bóka
um málið á fundi almannavama-
nefndar og gefa þannig í skyn þann
vilja okkar að fá að fylgjast með öll-
um fyrirætlunum um framkvæmdir
FYRIR
við brautina og út af fyrir sig tæki
það ekki langan tíma að lengja hana
út í Fossvoginn um einhverja tugi
metra,“ sagði Sigurður Geirdal.
Ásgeir Pétursson, bæjarfógeti í
Kópavogi, er formaður almanna-
varnanefndar bæjarins. Hann sagði í
gær að til stæði að afla nánari og
fyllri upplýsinga frá flugmálayfir-
völdum um hugsanlega lengingu
brautarinnar, en að öðm leyti væri
ekkert um málið að segja.
„í fyrsta lagi eru engar fjárveitingar
til slíkra framkvæmda í augsýn. í
okkar huga hefur frekar verið um
það að ræða að lengja austur-vestur
brautina út í Skerjafjörðinn og setja
Suðurgötuna í göng undir braut-
ina,“ sagði Jóhann H. Jónsson flug-
vallarstjóri. Hann sagði að lenging
norður-suður brautarinnar út í
Fossvog gerði lítið gagn, þar sem
Kársnesið og hæð þess stæði þar í
vegi.
„Það er eitthvað um þetta í skýrslu
frá Flugmálastjórn, en ég hef ekki
kynnt mér það nægilega ennþá,"
sagði Sigurður Björnsson, bæjar-
verkfræðingur í Kópavogi. Hann
sagði að ef lengja á norður-suður
brautina eitthvað til suðurs þá geti
það verið áhyggjuefni, vegna byggð-
ar á Kársnesinu. Hins vegar væri
ekkert hægt um þetta mál að segja
meðan óvíst væri um fyrirætlanir
flugmálayfirvalda. „Ég bara benti á
að um þetta hefur verið varpað fram
einhverjum hugmyndum, en engin
ákvörðun hefur verið tekin,“ sagði
Sigurður. —sá