Tíminn - 10.10.1991, Síða 3

Tíminn - 10.10.1991, Síða 3
Fimmtudagur 10. október 1991 Tíminn 3 Heimilin slógu 26 milljarða kr. ný lán á aðeins hálfu ári: kr. nýtt lán á „Athyglisvert er að háir raunvextir lánsfjár virðast lítil áhrif hafa haft til að draga úr eftirspum heimilanna eftir lánsfé, enn sem kom- ið er að minnsta kosti,“ segir í grein í Hagtölum Seðlabankans. Þar er nánast undrast yfir mikiili aukningu á iánum til heimila (einstak- linga) — um 15% á íyrstu sex mánuðum þessa árs. Auk mikillar eftirspuraar eftir húsnæðislánum hafi heimilin einnig tekið mikil lán í bankakerfinu. Á þessu hálfa árí hafa heimilin tekið að láni um 40% allra nýrra lána í lánakerfinu, eða samtals alls um 26 milljarða króna. Sú upphæð svarar til rúmlega 100.000 kr. á hvert manns- bam í landinu. Þannig að segja má að hver fjölskylda í landinu hafi hækkað skuldir sínar um 400.000 kr. að með- altali á aðeins hálfú ári. Greiðslubyrði fólks eykst því ekki aðeins vegna þeirrar miklu vaxtahækkunar, sem orðið hefur, heldur einnig af hraðvax- andi hækkun á skuldum heimilanna. Samkvæmt bráðabirgðatölum Seðlabankans stækkaði lánamarkað- urinn á fyrri helmingi ársins úr 531 upp í 596 milljarða króna, þ.e. um 65 milljarða. Þar af jukust skuldir ríkis- sjóðs um 13 milljarða (18%), at- vinnuveganna um 25 milljarða (10%) og skuldir einstaklinganna mest, eða um 26 milljarða króna, 15% sem fyrr segir. Raunhækkun 10 þús. kr. á viku á meðalheimili Sé verðbólgan tekin með í myndina, kemur í ljós að af þessum 65 milljarða viðbótarlánum eru 38 milljarðar raunaukning, þ.e. aukning skulda umfram verðbólgu. Þar af eiga heimil- in hátt í helming eða 17 milljarða króna. Það samsvarar 265.000 krón- um að meðaltali á hverja fjögurra manna fjölskyldu á hálfú ári (rúmlega 10 þúsund krónum á hverri viku). Skuldir atvinnuveganna hafa hins vegar aðeins hækkað um 4% að raun- gildi, eða um 11 milljarða króna. Seðlabankinn segir aukninguna að langmestu leyti eiga rætur að rekja til lántakna opinberra fyrirtækja, en lítil aukning sé aftur á móti á lánum einkafyrirtækja Virðist því sem háir vextir virki til að draga úr lántökum atvinnurekenda, þótt einstaklingar láti þá í engu aftra sér frá „slætti" og stórri skuldasöfnun. Skuldir heimilanna hækkuðu m.a.s. hraðar en erlendar lántökur á fyrra misseri ársins. Af 531 milljarða króna lánamarkaði í ársbyijun voru erlend lán, nettó, 172 milljarðar, eða sama upphæð og skuldir heimilanna. Síðan hafa erlendu skuldimar hækkað í 194 milljarða, en skuldir heimilanna í 198 milljarða króna (rúmlega þrjár millj- ónir á hvert meðalheimili). Ástæðumar óljósar í þróun spamaðar segir Seðlabank- inn hafa orðið straumhvörf á síðasta ári. Spamaður hafi þá allt í einu farið þverrandi og viðskiptahalli að vaxa. „Skýringar þessarar þróunar em ef til vill ekki að fúllu ljósar, en nefna má al- mennar væntingar um þær mundir um batnandi hagvöxt, viðskiptakjör og kaupmátt Þessar væntingar virð- ast hafa hleypt af stað skriðu neyslu- fjárfestinga, sérstaklega kaupum á varanlegum neysluvömm." Til varan- legra neysluvara teljast td. bflar, heimilistæki og húsgögn, svo dæmi sé tekið. Miðað við núverandi útlit í atvinnu- og launamálum virðist ástæða til að óttast að ýmsum geti reynst erfitt að standa í skilum með afborganir og „okurvexti" af einhveijum þeirra „bjartsýnislána" sem slegin vom í von um bættan hag. Meðalskuldin úr 2,1 upp í 3,1 milljón á átján mánuðum Þessi mikla skuldahækkun heimil- anna f ár er raunar framhald á mikilli aukningu á síðasta ári. Frá ársbyrjun 1990 hefúr lánamarkaðurinn í heild vaxið um 27%. Skuldir heimilanna hafa á sama tíma hækkað úr 134 upp í 198 milljarða. Þetta þýðir með öðmm orðum að meðalfjölskyldan, sem þurfti að standa undir 2,1 milljóna króna láni í byrjun sfðasta árs, þurfti orðið að standa undir greiðslum af 3,1 milljóna króna láni á miðju þessu ári. Hækkunin er 48%, eða margfalt um- fram launahækkanir sem orðið hafa á samatíma—auk þess sem vextir hafa hækkað vemlega á tímabilinu. -HEI Haustþing Kennarafélags Reykjavíkur: Enga einkaskóla „Haustþing Kennarafélags Reykja- víkur mótmælir stofnun einkaskóla á grunnskólastigi og hvetur skólayfir- völd ríkis og Reylq' avíkurborgar tíl að hverfa frá hugmyndum um einka- væðingu gmnnskóla," ályktar Kenn- arafélag Reykjavfkur. Og bætir við: „í skólastefnu Kenn- arasambands íslands segir: „Kennara- samband íslands leggur áherslu á að hvorki stétt né efnahagur hafi áhrif á möguleika einstaklings til náms. Kennarasamband íslands varar jafh- framt við stofnun einkaskóla sem ein- ungis em kostaðir af foreldrum og fyrirtækjum. Slíkir skólar verða fyrst og fremst sérskólar hinna efnuðustu í landinu.“ Haustþing Kennarafélags Reykjavíkur skorar á ríkisstjóm og al- þingismenn að standa vörð um nýsett gmnnskólalög. Haustþingið krefst þess að Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra hætti þegar í stað við þá ákvörðun sína að fresta ákvæðum gmnnskólalaga um fækkun í bekkj- um og lengingu skóladagsins, en hvort tveggja em gmndvallaratriði þess að grunnskólinn geti sinnt hlut- verki sínu. Jafnframt skorar þingið á alþingismenn og skólafólk að standa vörð um óbreytt og bætt 120 eininga nám við Kennaraháskóla íslands. Haustþing Kennarafélags Reykja- víkur krefst þess að yfirvöld mennta- mála sjái til þess að stærsti vinnustað- ur þjóðarinnar, skólinn, verði vel bú- inn heilsdagsskóli fyrir öll böm þar sem jafrit gildi allra, virðing fyrir ein- staklingnum og samábyrgð ráði ríkj- um.“ -aá. Pöntun Bónus flutt til Sólar hf. í gegnum gagnahólf Pósts og síma. Tímamynd: Áml BJama PAPPÍRSLAUS VIÐSKIPTI í vikunni fóm fyrstu pappírslausu riðskiptin á íslandi fram. Bónus sendi pöntun til Sólar hf. í gegnum gagnahólfaþjónustu Pósts og síma. Það em EDI-félagið á íslandi, fjár- málaráðuneytið, ICEPRO-nefndin, Nefverk hf., Póstur og sími, Skýrr, Strikamerkjanefnd og viðskipta- ráðuneytið sem standa að verkinu. Stefnt er að því að gera pappírslaus viðskipti að reglu hér, enda em þau ódýrari og fljótlegri en pappírsvið- skipti. Tollurinn ætlar fljótlega að taka upp pappírslaus viðskipti. 7. nóvember verður haldin ráðstefna þar sem sýna á hvemig samskipti Tollsins og innflytjenda verða eftir væntanlegar breytingar. -aá. f f' í ■ ■ íwsá&': ■■':' •: ■■- : ■- is ■ ■ Tfmamynd Áml Bjama HAT/FAT-búnaðurinn kynntur fjölmiðlum í gær. Iðntæknistofnun: Fulikominn tækjabúnaður til hönnunar og framleiðslu Iðntæknistofnun hefur í samvinnu við Háskóla íslands og Tækniskóla íslands smíðað fúllkominn búnað til hönnunar og framleiðslu, sem kall- ast HAT/FAT. Búnaðurinn skiptist í tvennt Annars vegar er hönnunarbúnaður. Með honum má hanna hluti um leið og þeir em skoðaðir í þrívfðri mynd á tölvuskjá, þeim má velta fram og aft- ur og fá þannig öll sjónarhom. Tölv- an reiknar út hversu mikið efni þarf í framleiðsluna, burðarþol og annað sem máli skiptir. Framleiðsluhlutinn er róbót fræsari og rennibekkur. Hann er tengdur við hönnunarbún- aðinn, tekur við skipunum frá hon- um. Hægt er að tengja fleiri fram- leiðsluvélar við þær sem fyrir em. Ró- bótinn færir framleiðsluhlutina á milli véla. Megintilgangur Iðntæknistofnunar með því að koma sér upp þessum búnaði er að gefa stjómendum fram- leiðslufyrirtækja tækifæri til að kynn- ast þeim möguleikum sem fyrir hendi em; þeirri tækni sem keppinautar okkar hafa tileinkað sér. Þá ætti að vera auðveldara fyrir þá að sjá hvort svona nokkuð hentar þeim. Þeim verður boðin leiðsögn í notkun bún- aðarins. Iðntæknistofnun vinnur nú að því í samvinnu við Marel hf., fiskvinnslu Kaupfélags Austur-Skaftfellinga Höfin Homafirði og nokkra evrópska aðila að útfæra þessi tæki, svo þau geti matað hausara á fiski. Þar er óplægð- ur akur, tækin hafa ekki fyrr verið notuð í fiskvinnslu. Ef íslendingar verða fyrstir, gæti það þýtt að íslensk fyrirtæki fengju það verkefhi að fram- leiða fiskvinnsluróbóta. -aá. Glit hf. hefur hafið útflutning á óunnu hrauni tíl Þýskalands í gámatali. Þegar hefur einn gámur verið fluttur tíl reynslu og líkar GUt hf. hefur og auldð útflutn- Íng sinn á hraunkeramik. Mest er flutt út til Nýja-Sjálands ogÁstr- alíu, Vlötökur hafa verið mjög

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.