Tíminn - 10.10.1991, Qupperneq 4
4 Tíminn
Fimmtudagur 10. október 1991
■81 ÚTLÖND
Vopnahléð í Króatíu heldur ennþá:
HAFNBANNI AFLÉTT
í HÖFNUM KRÓATÍU
Embættismenn í Króatíu og yfirmenn í júgóslavneska hemum sam-
þykktu í gær að aflétta hafnbanni við Adríahafsströndina þegar í
stað. Þeir samþykktu einnig að umsátri við aðalstöðvar júgóslav-
neska hersins í Zagreb, höfuðborg Króatíu, yrði aflétt. Þá var sam-
þykkt að umsjónarmaður Evrópubandalagsins með nýjasta vopna-
hlénu myndi slást í for með hjálparstarfssveitum, sem halda af stað
til hernuminna bæja í austurhluta Króatíu.
Tilkynnt var strax seinnipartinn í
gær að hafnbanni hefði verið aflétt í
Zadar. Útvarpið í Króatíu greindi frá
því að fljótlega eftir að hafnbanninu
þar var aflétt, hefði umferð skipa og
báta hafist á ný. Ekki höfðu borist
neinar staðfestar fréttir frá öðrum
höfnum.
Að frátöldum skothvellum á stöku
stað í norðurhluta Króatíu í gær var
nokkuð rólegt í Króatíu.
Júgóslavneski herinn setti hafn-
bann á í sjö borgum í Króatíu, þar á
meðal í hinni sögufrægu borg Du-
brovnik, en Króatar hafa aftur á
móti setið um aðalstöðvar hersins í
Zagreb.
Simon Smiths, talsmaður vopna-
hlésnefndar Evrópubandalagins,
segir að ákveðið hafi verið að aflétta
hafnbanninu klukkan 15:00 í gær,
og það væri liður í allsherjar vopna-
hléi, sem komið hefur verið á í
Króatíu.
Smiths var bjartsýnn á að vopna-
hléð muni halda í þetta sinn. „Ég
held að vopnahléð eigi eftir að halda
í þetta sinn,“ sagði hann í gær.
Vopnahléð tók gildi á þriðjudag eft-
ir að Andrija Raseta yfirmaður hers-
ins, Imra Agotic ofursti og Stepjan
Adamic aðstoðarmaður varnarmála-
ráðherra Króatíu áttu með sér fund.
Bardagar hættu að mestu, fljótlega
eftir að tilkynning barst um að
vopnahlé hefði verið samþykkt. Þó
bárust fréttir af átökum í norður-
hluta Króatíu, en þangað fara nú
hjálparstarfssveitir. Útvarpið í Króa-
tíu tilkynnti um skothvelli á stöku
stað í gæmótt í Osijek. Sjónvarpið
greindi frá árásum nálægt Vinkovci.
Eftir að Króatía lýsti yfir sjálfstæði
snemma í sumar, hafa rúmlega
1.000 manns látið lífið í átökum
milli Króata og Serba.
Roland Dumas, utanríkisráðherra
Frakklands, sagði í gær að Júgóslav-
ía væri ekki lengur til í þeirri mynd
sem hún var áður. „Við verðum að
hjálpa júgóslavnesku þjóðinni, sem
óskar eftir lýðræði og fullveldi,"
sagði Dumas í gær. reuter-sis
Rúmlega 1.000 manns hafa týnt
lífi í átökunum í Júgóslavíu og
fjöldi manns er særöur.
Norðmenn ætla að vísa 8 sovéskum
diplómötum úr landi:
Eru grunaóir
um njósnir
Norðmenn ætla að vísa úr Iandi
allt að 8 sovéskum diplómötum
vegna njósna. Þetta kemur fram í
frétt norska dagblaðsins Aften-
posten í gær.
Aftenposten vitnar í ónafngreinda
heimildarmenn, sem segja að
Norðmenn vilji diplómatana úr
landi vegna upplýsinga sem þeir
hafa fengið frá meintum KGB-full-
trúa, sem fór frá Noregi til að
sækja um pólitískt hæli á Vestur-
löndum í maí sl.
Aftenposten segir að Mikhaíl
Butkov, 33 ára, hafi sagt norsku
leyniþjónustunni að nokkrir sov-
éskir diplómatar, sem starfa við
sendiráðið í Ósló, misnoti sér að-
stöðu sína.
Norska utanríkisráðuneytið vill
hvorki játa né neita þessari frétt
Aftenposten. Bjorn Blokhus, tals-
maður ráðuneytisins, sagði aðeins:
„Við höfum ekkert um málið að
segja."
Aftenposten segir að norska leyni-
þjónustan hafi lagt til að þessum
átta stjórnarerindrekum skyldi vís-
að úr landi, en utanríkisráðuneytið
óttast að Sovétmenn grípi til sömu
ráða og reki norska stjórnarerind-
reka úr Iandi.
í Noregi eru 32 stjórnarerindrek-
ar frá Moskvu. Árið 1987 vísuðu
Norðmenn fjórum stjórnarerind-
rekum úr landi fyrir njósnir. Alls
hefur 39 sovéskum diplómötum
verið vísað frá Noregi síðan heims-
styrjöldinni síðari lauk. Sjö norsk-
ir diplómatar starfa í Moskvu.
reuter-sis
FRÉTTAYFIRLIT
WASHINQTON - Samtök Am-
eríkjuríkja segja að nýja ríkisstjóm-
in é Haftí $é ólögleg og skora á
meðlimi samtakanna að frysta
innistæður Haítl og hætta öllum
vlðskiptum við eyríkið I Karibahaf-
inu. Samtök Amerfkurlkja tilkynntu
þetta klukkutíma eftir að þingið á
Haítf setti Joseph Neretta f emþ-
ætö forseta. Samtökin vilja að Ar-
istide, iyrrum forseti landsins, verði
settur I embætti aftur.
JÓHANNESARBORG - Þrett-
án manns í viöbót létust I pólitlsk-
um hræringum f Suður-Afirfku í
gær. Þar með hafa 31 manns týnt
Iffi undanfama þgá daga, en óetrð-
imarbyrjuðu I kjölfarjarðarfararfé-
laga f Afríska þjóðarráðinu. Afrfska
þjóðarráðið hefur sakaö logregl-
una um morð, en lögreglan vfsar
þvf harðleqa á bug.
WASHINGTON - Öldungadeild
Bandarfkjaþings hefur ákveðið að
fresta um eina viku atkvæða-
greiðslu um staðfestingu á skipun
Clarence Thomas í embætti
hæstaréttardómara, vegna stað-
hæfinga um að hann hafi gerst
sekur um kynferðislega áreitni við
fyrrum samstarfskonu sína.
NÝJA DELHÍ - Rúmenska
sendiherranum I Nýju Delhf var
rænt f gær. Hann heitir Liviu Rado.
Honum var rænt nokkrum mfnút-
um eftir að hann för frá heimili sfnu
í gærmorgun. Lögreglan telur að
sveitir Shika, sem berjast fyrir sjálf-
stæði Punjabhéraðs, standi að
baki ráninu.
BANGLADESH - Skæð farsótt,
sem geisar I Bangladesh hefúr,
Ungur maður handtekinn í Tælandi fyrir heróínsmygl:
Meö 4,3 kg af heróíni
Lögreglan í Bangkok í Tælandi
hefur sakað ungan mann frá Hong
Kong um að hafa reynt að smygla
4,3 kg af heróíni frá Tælandi.
Bamrung Kh'ew-urait, yfirmaður
fíkniefnalögreglunnar í Bangkok,
segir að Ho Man Kit Ray sé 14.
maðurinn frá bresku nýlendunni
sem er handtekinn fyrir heróín-
smygl í Tælandi það sem af er ár-
inu. Ho er ekki nema tvítugur að
aldri. Bamrung sagði ennfremur að
lögreglan hefði miklar áhyggjur af
vaxandi fíkniefnasmygli frá Hong
Kong.
Ho var handtekinn á þriðjudags-
nótt. Hann er 74. Hong Kongbúinn
sem er handtekinn í Tælandi fyrir
fíkniefnasmygl. Og í fangelsum í
Tælandi eru Hong Kongbúar næst-
flestir útlendinga. Aðeins Nígeríu-
menn eru fleiri, eða 154.
Lögreglan handtók Ho á flugvell-
inum í Bangkok þar sem hann var á
leið til Amsterdam með viðkomu í
Kaupmannahöfn. Lögreglan fann
10 poka af heróíni undir fölskum
botni í ferðatösku hans.
Bangkok er aðal flutningamiðstöð
heróíns frá Gullna þríhyrningnum,
þar sem það er flutt til Burma og
Laos. reuter-sis
Nokkuð óvenjulegt höfuð til sýnis á listsýningu í Lundúnum:
Skúlptúrhöfuð úr blóði
Breskir listunnendur með magann
í Iagi geta í þessari viku farið á alló-
venjulega listasýningu þar sem höf-
uð úr frosnu blóði er til sýnis.
Listamaðurinn March Quinn hellti
blóðinu í gúmmímót, sem hann
hafði gert af höfði sjálfs sín, og setti
það síðan í frost. Listamaðurinn
segir að blóðhöfuðið eigi að sína
hversu tilviljunarkennt jafnvægið er
á milli lífs og dauða.
Höfuðið er haft í sérstökum frysti-
skáp til að það þiðni ekki. Quinn gaf
átta hálfpotta af sínu eigin blóði í
nokkra mánuði til að hafa nægilegt
efni í þennan skúlptúr, sem hann
hefur nefnt „Sjálf'.
„Listaverkið er hér, en ef það væri
ófrosið væri það bara blóðpollur.
Eins er það þegar einhver er á lífi þá
er hann hér, en þegar hann deyr þá
er hann ekki hér lengur og þá getur
þú ekki sagt hvert hann hefur farið,"
segir Quinn.
Verkið er í eigu Saatchi- listasafns-
ins í Lundúnum, en á föstudaginn
verður opnuð almenningssýning
þar sem frosna höfúðið verður m.a.
til sýnis.
reuter-sis
leitt tii dauða að minnsta kosti
1300 manns. í gær vartBkynnt um
dauða rúmlega 200 manns af
völdum sjúkdómsins, sem lýsirsér
helst með áköfum niðurgangi.
SEÚL - Suður-Kórea vBI hefia við-
raeður við Norður-Kóreu um fækk-
un i herjum og um friðaráætlun tii
að binda enda á Ijandskap ríkj-
anna. Þetta er haft eftir forseta
Suður- Kóreu. „Fundur forsætis-
ráðherra ríkjanna siðar i þessum
mánuði eetti að geta lagt gnjndvöll
að betra sambandi,” sagði Chung
Wong-shik i ræðu í þinginu i gær.
KUALA LUMPUR - Mahathir
Mohamad, forsætisráðherra Mal-
asiu, setti fund fjármálaráðherra
bresku samveldisrikjanna í gær.
Hann varaði veitendur fiárhagsað-
stoðar við að tengja ekki hjálp við
framleiðslu saman við mannrétt-
indamál og umhverfismái.
MOSKVA - Borís Pankin, utan-
rikisráðherra Sovétrfkjanna, sagði
í gær að hann ráðgerði ferð tii Mið-
austurlanda lyrir 23. október til aö
ræða fýrirhugaða friðarTáðstelhu.
Pankin sagði að hann færi tfl ísra-
els, Jórdaníu og Sýrlands. Hann
sagðist vonast tii að ráðstefnan
yrði sett fyrir lok október.
DAMASKUS - Sýrtendingar
saka Israela um að spilla fyrirfýrir-
hugaðri ffiðarráðstefnu um málefni
Miðausfurtanda og segja ísraela
undirbúa sig fyrir stríð. Dagblað
hins opinbera (Sýriandi, Daily Syr-
ia Times, hvafti Bandaríkin ffl að
nóa ísraefa og þvinga þá tfl þátt-
töku.
BEIRÚT - Örfög ísraelsks her-
manns, sem týndist I Libanon, er
aðaldeiluefhi þeirra sem vlnna að
lausn gíslamáisins I Miðaustur-
löndum. Múslimskir bókstafstrúar-
menn segjast ekki hafa neina hug-
mynd um hvað varð um haim.
MANILA - Corazon Aquino FB-
ippseyjaforseti hefur ieyft að fyrr-
um forseti landsins, Ferdinand
Marcos, verði jarðsettur á Filipps-
eyjum. Hún segir að það eigi að
fijúga með lík hans beint tii heima-
borgar hans og jaröa það þar.
BUENOS AIRES - Embættis-
menn við heflbrigðisráðuneytið i
Argentfnu hafa gefið út skipun
þess efnis að eyðnismitaðir fangar
í fangelsum landsins verði hfekkj-
aðir við njm sía Þetta var birt í
dagbtaðinu Clarfa í gær, sem birti
myndir af föngum hlekkjuðum viö
rúm sín. Yfirvöld á sjúkrahúsi einu
þar I landi segja þetta nauðsyn-
iegt, þar sem þessir fangar væru
hættulegir umhverfi sínu og þetta
vasri gerttil öryggis öðai föiki. f við-
tali við útvarpsstöð f Argentínu
segir kona ein að örlög sonar síns
séu dapurieg. Hann er kókaínsjúk-
lingur sem bíður dóms fyrir ráa
Hann er smitaður af eyðni og
htekkjaður við rúmið sitt