Tíminn - 10.10.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Fimmtudagur 10. október 1991
Tíminn
MALSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FELAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin f Reykjavik
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm.
Ingvar Gíslason
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrfmsson
Auglýsingastjóri: Steingrímur Gfslason
Skrifstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavfk. Sfmi: 686300.
Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verð f lausasölu kr. 110,- og kr. 130,- um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
iftl GARRI
Scandinavian
Airlines System
Stuðningur við sjónarmið nýkapítalismans vefst
ekki fyrir Alþýðuflokksmönnum eins og nú kemur
fram í því að formaður þingflokks krata og málgagn
flokksins ganga harðast fram í því að alþjóðaauð-
hringurinn Scandinavian Airlines System fái óá-
reittur að beita „dumping“-kúnstum til þess að
veikja innlendan flugrekstur.
Eins og við mátti búast af almennum málflutningi
Neytendasamtakanna upp á síðkastið styðja þau inn-
rás útlendinga í íslenskt atvinnulíf með lofsöng um
sýndarlækkunarstefnu Scandinavian Airlines Syst-
em og kalla þjónustu við íslenskan almenning.
Reyndar er ekki annað að sjá en að stefna Neytenda-
samtakanna sé að verða einskonar anarkismi, sem
raunar er lokastig afskiptaleysisstefnunnar laissez-
faire frá 19. öld, og sýnir að öfgarnar snertast og
enda að lokum í einum punkti.
Samgönguráðherra gerði rétt í því að synja Scand-
inavian Airlines System um leyfi til að undirbjóða
Flugleiðir með þeim hætti sem til stóð. Halldór
Blöndal mat stöðu sína skynsamlega, þegar hann
áttaði sig á að hann á ekki að vera neinn forgöngu-
maður þess að ganga gegn ríkjandi reglum um að-
hald að samkeppni í millilandaflugi. íslensk fyrir-
tæki munu eiga nóg með þann vanda sem við blasir
á næstu árum í samkeppni í alþjóðaflugi, þótt ís-
lenskir ráðherrar gerist ekki ísbrjótar fyrir alþjóðleg
auðfélög á borð við Scandinavian Airlines System.
Sænski tónninn
Ekki þurfti að bíða lengi eftir því að hinn nýi for-
sætisráðherra Svía, hægrimaðurinn og evrópski
kapítalistinn Carl Bildt, gæfi tóninn um inntak nor-
rænnar samvinnu.
Hann telur að norræn samvinna myndi ganga í
„endurnýjun lífdaganna" (samkv. frétt í Mbl.) ef sú
raun yrði á, að Norðurlandaríkin öll gerðust aðilar
að Evrópubandalaginu. Er eftir honum haft að nor-
ræn samvinna gæti orðið „enn nánari“ ef Norður-
landaríki sæktu sameiginlega um aðild að EB.
í þessum orðum forsætisráðherra Svía kemur fram
sama skoðun og danskir ráðherrar hafa ítrekað látið
í ljós. í slíkum yfirlýsingum felst tvennt. Hér er fyrst
og fremst um að ræða ódulbúna hvatningu um að
íslendingar, Finnar og Norðmenn gerist aðilar að
EB eins og Danir hafa lengi verið og Svíar ætla sér. í
öðru lagi eru þessi ummæli vísbending um að hefð-
bundin norræn samvinna á vegum Norðurlandaráðs
sé á undanhaldi. Hún gæti veðrast út og gufað upp á
næstu árum. Ef svo ætlar að fara munu Islendingar
litlu ráða um þá þróun. Hitt hafa þeir í hendi sér að
forðast áhrif hins nýtilkomna norræna kapítalisma,
sem m.a. setur stefnuna á Brussel og ætlar að opna
allar gáttir fyrir umsvifum alþjóðlegra auðhringa á
Norðurlöndum.
ALLT TIL SOLU
Þá er farið að boða sölu rðösfyrir-
tælqa af falium kraftí. Því er jafnvel
haidiö fram, að gera eigí Kikisút-
varpiö að hiutaféiagL Aður en það
tekst, þyrftu þeir hjá útvarpinu að
ni vopnum sínum frá Baldvini
Jónssyni á Aðalstöðinni, en haim
augjýsir nú Útvarp Reykjavík h.f,
alþingismaður að vera með þátt
Undanfarið hefar Össur verið að
íeika sóló í sjónvarpsfrettum. Hann
er eins og þingflokkur sér á báti.
Pormennskan í þingflokki Aiþýðu-
flokkins hlýtur að vera eins og hvert
annað aukastarf með öðrum skyld-
um aukastörfum, eins og að fram-
En rfkid gefar maigt selt, enda bef-
ur það safaað að sér stofnunum frá
þvf á faUveldistímanum. og verið á
einskonar eignaiyliirn síðustu
fimmtíu árin eða svo. Fyrir utan að
eiga brennivmssöiu og útvarp, áttí
rfldð fraega jámsmiðju. Það á prent-
stykki I fjalimar. Núverandi þjóð-
leikhússtjóri er kannski ekki orðinn
fokheidur, enda býðst hann ekki til
að veösetja eigur sínar til að fylla
skyldu eftir handa
Kannski vinnur
gáfa. En slflcur bisness þjddr léleg-
ur um þessar mundir, eða alit frá
því að ofröxtur hljóp í skáJdastofa
landsins.
Þegar taidar eru upp stofaanir,
sem rfldð viil seija, gleymist að geta
um heilagar kýr í opinbera geiran-
um. Miðað viö stórútsöiu á rfldsiýr-
rrtækjum, zetti ekki að fella undan
stofnanir eins og I^jóðJeikhúsið.
Þjóðieikhúsið h.f. yrði strax mynd-
ariegt fyrirtæki hvað starfslið snert-
Ir. Að vísuhefurþað alltaf haft líönn
kassa. Eitt sinn var meira að segja
til siðs að þjóðleikhússtjóri veðsctti
íbúðarhús sitt til að koma kassa-
hann gæti skrifað það sjáifur. Að
öðrum feostí virðist eidd önnur leið
faer en að gera musteriö að hlutafé-
lagL Það þarf bara að passa að Baid-
vin Jónsson verði ekki fyrri til og
stofai ÞjÓðkfldiúsið h.f. utan um
nektarsýningar, fegurðarsamkeppn-
ir og þann sjöunda himin, sem
hann kýs sér að verustað, hvort sem
faann dvelur á Stöð 2 eða AðaJstöð-
Blaölús i Dimmu-
borgum
Jón Sigurðsson viðsldptaráðherra,
sem nuer staddur í Washington við
að afhenda Leif heppna, er taiinn
vera að missa álverið á Keilisnesi á
altari friðar og afvopnunar. Það er
laglegur skrattí ef friðurinn, þá
loksins að hann kemur, á eftír að
kosta ofekur stórfé. Ber þar alit upp
á sama daginn. Búið er að panta
brottrekstur fa'silgúrveritsmiðjunn-
arvið Mývatn, en gúrinn hefar sest
illilega í vit Mývetninga, sem um
þessar mundir láta höggva allan
skóg í Dimmuborgum vegna blað*
íúsar. Þelr eru fúsfr tfl stótiraeðanna,
Mývetnlngar. Aftur á móti blómstra
vötn í Kelduhverfi, svo þar dtýpur af
öndá hveijum polli. Td að hamla á
móti þessum töpum er eðlilegt að
rítóð vilji seija eitthvað af eignum
sínum. Iflðstóptaráðherra hefar
maiglýst því yfir að nauðsynlegt sé
að selja rfldsbankana tvo, Lands-
bankann og Búnaðaihankann. En
gangi hins vegar eins ilia í flughiu
og spár benda til, eru allar Kkur á
því að ritóð verði að kaupa Flugleið-
ir að nýju á nœsta ári, eða efla stór-
ferðlr kansellflsta tii funda á
Norðuríöndum á fargjöidum sem
Eitt er það meistarans verk í dgu
ríkisins, sem aldrei heyrist nefnt að
ástæða sé til að selja, og það er
Seðlabankinn. Að vísu er hann tölu-
vert öðnivísi banki en Landsbank-
ar engum nema rfidnu. Hann hefar
nefnist það bindifé. Þannig er talið
að seðiabankar ráði emhverju um
framvindu efnahagsmála. En Seðia-
bankinn ræður auðvitað sáraHtlu.
Hjá rfld, sem er skuldum vaflð, og
þar sem ráðherrar Íétu sér detta í
hug að gefa út húsbréf upp á fimm-
tán tii sextán milljarða, er þetta ektó
lengur oiðin spuming um Seðla-
myndi jafnvel verða edrú um stund,
stæði það frammi fyrir stofhun,
sem nefndist Seðlabantónn hJ. En
auðvitað verður Seðlabanldnn ektó
seldur. hvorki fétögum Hannesar
Hóhnsteins eða öðrum. Rfldð tímir
etóri að missa þessa hjástoð sfna.
Einhver veiður að táka að sér
óhreina þvottínn, þegar aðrar
vinnukonur hafa verið reknar úr
vistínni.
VITT OG BREITT
A SKA OG SKJON
Ekki er alltaf gott að átta sig á
hvar hnífurinn stendur i kúnni
þegar við erum að kvarta og kveina
út af því sem miður kann að fara í
þjóðlífmu. Oft er jafhvel auðveldara
að opinbera leiðir til úrbóta en að
komast að því hvað amar eiginlega
að.
Atvinnumál landsbyggðarinnar
hafa löngum verið mikið áhyggju-
efni og er mikið um þau skeggrætt
í ræðu og riti. Það er viötekin skoð-
un að ónóg atvinnutækifæri hér og
þar valdi voðalegri búseturöskun
og er alltaf verið að finna leiðir til
að koma í veg fyrir þær hrellingar.
Svo koma allt í einu fréttir um að
það sé ekki atvinnu sem skortir á
mörgum þeim stöðum þar sem
fækkunin er hvað mesL heldur
vinnuafl.
Kvótinn er oft blóraböggull fólks-
flóttans á síðari árum, en svo
bregður allt í einu svo við að for-
maður Samtaka fiskvinnslustöðva
lýsir því yfir í blaðaviðtali, að á
smærri stöðum væri meiri kvóti en
svo að íbúunum tækist að ráða við
að nýta hann.
Sami maður staðhæfir að ekki sé
viðlit að fá fólk til að aka í svo sem
tíu mínútur á vinnustað á milli út-
gerðarstaða til að vinna fisk.
íþyngjandi fram-
leiðsla
Ljóst má vera að hér er eitthvað
meira en lítið að. Á því hefur verið
tæpt í þessu horni, að laun fisk-
vinnslufólks væru svo lág að það
taki því ekki að vera að ómaka sig á
vinnustað fyrir þá hungurlús.
Ef þessi getgáta á við rök að styðj-
ast, þá er auðvitað engin glóra í því
að vera að landa fiski og verka. Ef
vinnslan stendur ekki undir laun-
um á borð við önnur störf á vinnu-
markaði, á hún engan rétt á sér.
Þá geta líka allir farið að vinna fyr-
ir góðu laununum í þjónustugeir-
anum sem ávallt vegur þyngra og
þyngra í þjóðartekjunum og hag-
vextinum.
En þar sem enn er eitthvað verið
að fást við fiskvinnslu eru einfald-
lega ráðnir útlendingar til starfans
og er t.d. greinilega góður bisniss
að útvega Pólverjum störf á íslandi.
Þeir borga vel í alvörudollurum
fyrir þá fyrirgreiðslu.
Sem sagt: til þess að viðhalda jafn-
vægi í byggð landsins og nýta þá
bjargræðisvegi, sem til falla á
ströndum fjarri Þjóðleikhúsi og
Periu, verður að fylla upp í íbúatöl-
una með útlendu fólki.
Haft er fyrir satt að meðal fisk-
vinnslufólksins, sem m.a. kemur
hingað frá grónum menningar-
samfélögum Evrópu, séu spren-
glærðir verkfræðingar, málvísinda-
menn, tölvusnillingar miklir og
jafnvel hagfræðingar.
Fiskvinnsla í íslenskum sjávarp-
lássum er vænlegra Iifibrauð fyrir
pólska menntamenn en marglofuð
þjónustustörf, sem einhver skortur
virðist á í heimalandi þeirra, ef
marka má þau störf og kjör sem
þeir sækjast eftir allt norður undir
Dumbshaf.
Valdníðsla eða
samlyndi
Þegar einhvers konar röskun
verður á svokölluðu byggðajafn-
vægi eru einhverrarstefnumenn
ávallt boðnir og búnir að útskýra
að allt sé að fara fjandans til og vita
ofurvel hvers vegna.
En þrátt fyrir mikla og stöðuga
umfjöllun er eins og aldrei fáist
skiljanlegar skýringar á „fólks-
flótta" og „byggðaröskun" og vond-
um afleiðingum breytinganna.
í fyrrakvöld ræddi málglaður
sjónvarpsmaður við alla íbúa á
Fjöllum. Ástæðan var að búið er að
leggja af sauðfjárbúskap til að
freista þess að verja gróurlendi.
Auk þess talaði sá málglaði við
nokkra embættismenn sem er mál-
ið skylt.
Embættismennimir sögðu allir
með tölu að búháttabreytingamar
séu gerðar í sátt og samlyndi við
Hólsfjallamenn, og allir séu þeim
samþykkir og fullur skilningur ríki
um nauðsyn þess að verja landið
ágangi sauðljár.
íbúarnir, allir með tölu, voru á
gagnstæðu máli. Valdníðsla að
sunnan, sögðu þeir, sauðfé ekki of
margt, gróðurinn í uppgangi og
gróðureyðing lygi að sunnan. Allir
vom þeir voðalega sárir yfir því að
eini atvinnuvegurinn, sem hægt er
að stunda á Fjöllum, er bannaður,
og ekkert annað að gera en að flytja
á brott.
Engin tilraun var gerð til að út-
skýra þessar þversagnir, eða jafnvel
að spyrja nánar um þær.
Menn tala út og suður um byggða-
stefnur og atvinnutækifæri og em
þvers og kmss í málflutningi sín-
um.
Em Fjallamenn beittir valdníðslu
og eyðir sauðkindin eða bætir
gróðurlendi? Er of mikil vinna í
sjávarplássunum eða atvinnuleysi?
Er kvótinn íþyngjandi eða er hann
of lítill til að halda uppi eðlilegu at-
vinnulífi? Og er útlent vinnuafl for-
senda íslenskrar byggðastefnu?
Spyr sá sem ekki veit. OÓ