Tíminn - 19.10.1991, Page 3

Tíminn - 19.10.1991, Page 3
Laugardagur 19. október 1991 Tíminn 3 Einar Hákonarson listmálari harðorður um Kjarvalsstaði, sem hann segir fylgja stöðnunarstefnu: NYGRODUR LISTARINNAR FLUTTUR í HAFNARFJÖRÐ Nú stendur yfír sýning Einars Hákonarsonar listmálara á 96 mynd- um hans á Kjarvalsstöðum og stendur hún til 27. október nk. Þetta er sjöunda stóra sýning Einars í húsinu, en fram kom í spjalli hans við fréttamann Tímans í gær að hún mundi einnig verða sú síðasta — „að óbreyttu ástandi“, eins og listmálarinn komst að orði, þar sem hann er mjög óánægður með stefhu hússins um þessar mund- ir. „Ég hef dvalið í Gautaborg síðustu tvö árin,“ segir Einar, „og endumýjað kynnin við borgina, en þar var ég við nám 1964-1967. Tímann í Svíþjóð notaði ég til kennslu í málverki og grafík við Hovedskous-málaraskól- ann, en hélt auk þess fimm sýningar allt frá Stokkhólmi til Lundar." Einar segir að fiarvistimar frá ís- landi þessi tvö ár hafi skerpt myndina af landinu í huga sér, og gætir þessa í verkunum í miðhluta sýningarsalar- ins, þar sem hann leitast við að túlka landið, tærleik loftslagsins og víðern- ið. Þar á meðal er að finna olíumál- verkið „Upphaf‘, sem er stærsta olíu- málverk Einars til þessa — 2.5x4 metrar að stærð. Um áhrifin af land- inu segir Einar raunar að þau orki nú sterkar á sig en áður, og að hann hafi um það leyti er hann fór til Svíþjóðar áttað sig á að hann mundi framvegis helga sig í verki sínu þeim jarðvegi sem hann er úr sprottinn. „Ég hef tekið margt til endurmats og fundið að fyrir mér er þetta núna leiðin til þess að vera ekta í listinni," segir Ein- ar. í öðrum hluta sýningarsalarins gæt- ir áhrifa frá vemnni í Svíþjóð, og þar skipar trjágróðurinn, sem Einar seg- ir hafa orkað truflandi á sig til að byrja með, sinn sess, svo sem í mynd- inni „Kvöld í Onsala". „Ég finn í skóginum ýmis dramatísk áhrif," segir Einar, „og það er eftirtektarvert hvemig hljóð skógarins breytast frá vori til hausts. En ég þrái þó ekki skóga hér heima á íslandi — auðn- imar, mýramar og víðáttan eiga sér líka sín hljóð, þótt þau séu önnur". Síðasta sýningin á Kjarvalsstöðum? „Já, að óbreyttu verður þetta síðasta sýning mín á Kjarvalsstöðum, því ég hef verið mjög óánægður með hver þróun mála í stefnu hússins hefur orðið að undanfömu. Hér er því nýja bægt frá, og því fylgir stöðnun sem veldur því að fólk hættir að sækja hingað, finnst það sífellt vera að sjá það sama. Það er auðvitað ekki nýtt að því nýja sé bægt frá, sbr. viðbrögð- in við abstraktmálurunum á sínum tíma, en mér rennur til rifia að sjá þessi verða örlög hinnar rausnarlegu gjafar Kjarvals til hússins og Reykja- víkurborgar. í>að gerist annars víða um heiminn þessi árin að ráðríkir og áhrifamiklir listfræðingar segja mönnum fyrir um hvað er rétt í list Fýrir vikið verða listasöfnin eins og vömmark- aðir í stórborgum. Þeir em allir eins. Ég veit ekki hve marga Iistsagnfræð- inga ríki og borg hefur ráðið undan- farin ár. Fyrir svosem tveimur ára- tugum vom þeir aðeins sagnfræð- ingar, eins og þeir hlutu menntun til, en nú vilja þeir gerast yfirvald og allt- af verða nógu margir til að hlýða þeim, því annars passa þeir ekki inn í myndina. Þetta er mjög hættulegt Eins og sakir standa virðist mér að miðstöð alls nýgróðurs í listum hafi flust í Hafnarborg í Hafnarfirði, en þar em menn opnir fyrir nýrri og frjórri list En sem betur fer er það svo að sé listin lögð í bönd á einum stað, skýtur hún bara upp kollinum annars staðar. Ég mun í framtíðinni að óbreyttu ástandi leita þangað sem nýir vindar blása og sniðganga það andrúmsloft stöðnunar sem ríkir á Kjarvalsstöðum nú. Ég man vel hve listamenn lögðu mikið á sig og sóttu það fast að húsið yrði reist, en þetta var ekki það sem þeir vildu," sagði Einar Hákonarson. Einar Hákonarson viö mynd sína, „Kvöld (Onsala“, (gær. Vald list- fræöinga er honum þymir í augum. Kanaríeyjar eru sumarparadís á veturna. Þess vegna bjóðum við í vetur fleiri ferðir í sólina á Kanarí- eyjum en nokkru sinni fyrr. t/mjólin: Tvær ferðir: 19. des.-2.jan. 2 vikur. Verð frá 74,600 kr. á mann m.v. tvo í íbúð á Broncemar. 19. des.-9. jan. 3 vikur. Verð frá 84.000 kr. á mann m.v. tvo í íbúð á Broncemar. Aðrnr 23. jan. brottfnrir: 30. jan. 13. feb. 20. feb. 13.feb. 3 vikur. 20. feb. 3 vikur. 5.mars 3 vikur. 12.mars 3vikur. Brottfór 2. og 9. jan. í 3 vikur ú sérlega hagstœdu verði, frá 59.300 m.v. 2 í íbúð, frá 43.940 m.v. 3 í íbúð (hjón með 1 barn 2-11 ára á Los Tunos). 393 steti seld. Bráðum uppselt í margar ferðir. Hafðu strax samband við þína ferðaskrif- stofu, söluskrifstofur okkar og umboðsmenn um allt land eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar). TTVTAD Jtl/ Jl JxaXV. Allt verð m.v. staðgreiðslu ferðakostnaðar og gengi 26. sept. 1991. Flugvallarskattur og forfallatrygging ekki innifalin. M ÚRVAL ÖTSÝN Simi 60 30 60 i Mjódd. 2 6900 við Austurvöll 5. mars - 26.mars 3 vikur. 26. mars - lO.apr. 2 vikur. 12. mars - 2. apr. 2 vikur. llmpáskana: 2. apr. - 23. apr. 3 vikur. 10. apr. - 24. apr. 2 vikur.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.