Tíminn - 19.10.1991, Page 5
Laugardagur 19. október 1991
Tíminn 5
Forsætisráðherra segir koma til greina að hjálpa fólki að flytjast
frá stöðum þar sem byggð eigi „tæpast lengur rétt á sér“:
Launþegar hafa þegar tekið
út innleggið af þjóðarsátt
Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði á flokksráðsfundi Sjálfstæð-
isflokksins að launþegar væru þegar búnir að fá afrakstur þjóðar-
sáttarinnar, og hvatti atvinnurekendur og launþegasamtök til að
sameinast um það við gerð nýrra kjarasamninga að koma í veg fyrir
að sá afturkippur, sem framundan, er bitni sem minnst á launþeg-
um. Davíð gagnrýndi harkalega atvinnu- og byggðastefnu fyrri rík-
isstjómar og boðaði þéttingu byggðar og sameiningu sveitarfélaga.
Hann sagði koma til greina að hjálpa fólki að flytja burt frá stöðum
þar sem byggð er óhagkvæm.
Davíð sagði við upphaf ræðu sinn-
ar að samstarf flokkanna, sem
mynda ríkisstjómina, hafi verið far-
sælt til þessa. Hveitibrauðsdagar
stjómarinnar hefðu verið fáir, en
hann sagði það jafnframt skoðun
margra að því harðar, sem stjórnin
gangi fram, og því færri, sem henn-
ar fyrstu friðardagar hafi reynst, því
betur endist sambúð hennar við
þjóðina. Hann sagði að ný hugsun
og ný stefna væri að koma til á flest-
um sviðum þjóðlífsins. Davíð sagð-
ist gera sér grein fyrir að fyrstu að-
gerðir stjómarinnar væm lítt falln-
ar til vinsælda, en taldi víst að þjóð-
in kunni að meta þær, þó síðar verði.
Davíð sagði ríkisstjómina hafa vilj-
að gera hreint borð við upphaf síns
stjómarferils, þannig að skilin yrðu
glögg. Hann gagnrýndi harðlega
„hina sérkennilegu atvinnustefnu"
fyrri stjómar og rakti, eins og hann
hefur áður gert, erfiða stöðu sjóða-
kerfisins. Hann sagði það alrangt,
sem fyrri ríkisstjórn hefði haldið
fram, að atvinnulífið stæði nú sterk-
um fótum. Davíð gagnrýndi vaxta-
stefnu Steingríms Hermannssonar
og sagði að hann hefði ekkert gert
til að lækka vexti annað en að tala
um að það þyrfti að lækka þá.
Forsætisráðherra vék að ftumvarpi
til fjárlaga og sagði eðlilegt að skipt-
ar skoðanir væm um hversu hart
eigi að ganga fram í því að skera nið-
ur, nú þegar afli dregst saman.
„Segja má, og með nokkrum sanni,
að árangur ríkisstjómarinnar við
fjárlagagerð hefði mátt vera meiri.
Við vitum þó öll að þó að slegið sé af
stóm skipi á miklu skriði, þá tekur
tíma að fá það til að stöðva og stýra
því inn á rétta braut,“ sagði Davíð.
Davíð gagnrýndi harðlega fyrri rík-
isstjórn fyrir að skrifa undir búvöm-
samninginn skömmu fyrir kosning-
ar og binda þar með hendur næstu
stjómar. Hann sagði furðulegt að
hægt væri að gera slíkan samning,
sem fæli í sér milljarða útgjöld fyrir
ríkissjóð, án þess að starfandi ríkis-
stjóm sé um það sammála og án
þess að bera það undir Alþingi.
.AHmargir stjórnmálamenn úr
flestum flokkum héldu því fram fyr-
ir kosningar að nú væri kominn
tími til að launamenn uppskæm ár-
angur þjóðarsáttar. Þessi orð vom
ekki rökstudd á einn eða annan hátt,
en féllu auðvitað í góðan jarðveg,
vom þægilegur umbúnaður um fag-
urlega skreytt kosningaloforð flokk-
anna.
í rauninni höfum við þegar öll not-
ið árangurs af fyrsta hluta þjóðar-
sáttar. Þjóðarsáttin kom í veg fyrir
að sú verðbólga, sem vinstri stjómin
stefndi að með fjárlögum sínum fyr-
ir árið 1990, gengi eftir. Þjóðarsáttin
stöðvaði kaupmáttarhmnið sem
orðið hafði gríðarlegt á valdatíma
vinstri ríkisstjórnarinnar, eitt mesta
kaupmáttarskerðingatímabil sem
þjóðin hefur gengið í gegnum á
skömmum tíma. Á þessu ári sýna
opinberar tölur, tölur sem ekki er
ágreiningur um, að kaupmáttur
mun halda og jafnvel aukast nokkuð
í allflestum tilfellum. Þegar við blas-
ir að verðbólgan er á hraðri niður-
leið, vextir fara lækkandi, en um leið
að nokkuð þyngra verður fyrir fæti á
næstunni vegna minnkandi afla og
annarra þrenginga, þá held ég að
þjóðarsáttarhugsunin eigi greiða
leið að hjörtum og höfðum flestra
manna. Það er keppikefli allra að
halda þessari lágu verðbólgu, jafnvel,
þannig að hún megi verða lægri en í
löndum í kringum okkur. Flestir
vilja líka að dregið verði úr ríkisút-
gjöldum og lánsfjáreftirspum hins
opinbera og þar með að vaxtastigi sé
haldið niðri. í þriðja lagi hlýtur að
vera rík samstaða um að forðast
kaupmáttarhrap, þótt á móti blási í
efnahagsmálum um sinn.
Eftir þann mikla og góða skilning,
sem skapaðist um þjóðarsátt, er af-
skaplega áríðandi að ríkisvaldið, at-
vinnurekendur og launþegasamtök
geri sitt ýtrasta við gerð þeirra kjara-
samninga sem nú em lausir, til þess
að sá afturkippur, sem nú er, bitni
eins lítið á launþegum og verða
kann. Stöðugleiki, lág verðbólga og
lækkandi vextir ættu að vera okkar
bestu vopn í þessum efnum," sagði
forsætisráðherra.
Davíð sagði að fyrrverandi ríkis-
stjóm hefði komið óorði á byggða-
pólitík, þannig að orðið byggða-
stefria væri nánast orðið að skamm-
aryrði. „Margir stjórnmálamenn
hafa haft tilhneigingu til þess, þegar
þeir hafa kosið að úthluta fé, jafnvel
með ólögmætum hætti, að vitna til
byggðastefnu í því sambandi. Ekki
síst er þetta árátta framsóknar-
manna. Eg get ekki ímyndað mér að
byggðimar kunni að meta stimplun
af þessu tagi. Ég hygg á hinn bóginn
að það sé enginn vafi á að allur þorri
þjóðarinnar vill að framfylgt sé far-
sælli byggðastefnu, ekki byggða-
steftiu sem hvfli á sjóðakerfi hér
syðra, heldur heilbrigðri byggða-
stefnu sem eflir byggðakjarna, sem
vinnur að sameiningu sveitarfélaga
og gerir byggðirnar vítt um landið
færar um að axla sameinaða þjón-
ustu, og gerir fyrirtækjunum út um
landið kleift að stækka, eflast og
koma á hagræðingu. Við getum ekki
mælt með þeirri byggðastefriu sem
felst í því að sérhverju fyrirtæki
skuli hjálpað, hvernig svo sem því
fyrirtæki er stjórnað og hvernig svo
sem tilvemmöguleikar þess, án eig-
inlegra styrkja og stuðnings, geti
verið til frambúðar."
Davíð sagðist stundum furða sig á
að fólksflótti skuli vera frá byggðum
þar sem atvinna er næg og laun með
Sauðfjárslátrun að Ijúka á Sauðárkróki:
MEDALFALLÞUNGI
MEIRI EN 1990
Frá Guttormi Óskarssyni Sauðárkróki
Slátrun sauðfjár lauk hjá Kaupfélagi
Skagfirðinga þriðjudaginn 8. októ-
ber. Alis var slátrað 30.663 kindum:
28.017 dilkum og 2.646 fullorðnu
fé, þar af 1.568 vegna samninga um
fækkun sauðfjár.
Meðalþungi dilka reyndist 15,5 kg,
sem reyndist 450 g meira en í fyrra.
Vel gekk að manna sláturhúsið, 90
manns unnu við slátrunina og gekk
vinrian prýðilega. Kjötið reyndist
nokkuð feitt og 15,3% fóm í fitu-
flokk, en tiltölulega lítið í úrvals-
flokk.
Sauðfé heldur áfram að fækka hér í
héraðinu. Kemur þar til bæði sala á
fullvirðisrétti og niðurskurður vegna
riðu. því að nú stendur til að skorið
verði niður 800-900 fjár á 12 bæjum í
Óslandshltð, Deildardal og í Hofs-
hreppi, ef samkomulag næst meðal
bænda, en riða kom upp á bænum
Melstað í Óslandshlíð í haust.
Slátmn stórgripa hefst hjá KS upp
úr 20. október, og um næstu mán-
aðamót verður 30 hrossum slátrað
fyrir Japansmarkað og þaðan í frá
tvisvar í mánuði til áramóta. Það er
svokallað pístólukjöt sem sent er til
Japan — afturlæri og partur af
hrygg. í sumar var slátrað hjá KS 60
hrossum á þennan Japansmarkað.
Hjá Slátursamlagi Skagfirðinga lýk-
ur sauðfjárslátmn um næstu mán-
aðamót, og verður slátrað þar milli
16 og 17 þúsund fiár. Meðalfallþungi
dilka hjá Slátursamlaginu er 14,8 kg.
Hjá Slátursamlaginu er einnig slátr-
að hrossum á Japansmarkað. Þegar
hefur verið lógað 120 hrossum og
Ioforð liggja fyrir um 240 hross til
viðbótar. Kjötið frá Slátursamlaginu
er flutt út í neytendaumbúðum, sem
er nýmæli. Bændur fá 22 þúsund kr.
fyrir hrossið 10-12 dögum eftir af-
hendingu.
því hæsta sem gerist á landinu, og
nefndi Vestfirði sem dæmi um þetta.
„Óhjákvæmilegt er að fara nákvæm-
lega ofan í þessa þætti og skoða hvað
er að gerast; skoða hvort það geti
verið að víða um landið sé launum
manna og þjónustu haldið niðri
vegna þess að fyrirtækin eru óhag-
kvæm og byggðir of smáar; vegna
þess að sameining og hagræðing
hefur ekki átt sér stað og vegna þess
að tilteknar byggðir geti tæpast
lengur átt rétt á sér og verði að finna
úrræði til að hjálpa fólki til að finna
sér búsetu annars staðar á viðkom-
andi svæði, sem þá mundi efla en
draga úr úthlutun peninga í óarð-
bæra hluti ár eftir ár, jafnvel áratug
eftir áratug,“ sagði forsætisráð-
herra. -EÓ