Tíminn - 19.10.1991, Side 8
8 Tíminn
Laugardagur 19. október 1991
..—
.
Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, segir að vegna
uppbyggingar fiskvinnslu í Evrópu verði ekki hjá því komist að
sameina mörg frystihús hér á landi og loka öðrum:
Við eigum ekkert val
Byggðastofnun hefur verið í fréttum undanfamar vikur, meira en venjuiega, og er
þá langt til jafnað. Margt kemur til: fjárhagsstaða stofnunarinnar til dæmis og
þeirra sjóða sem nú hafa verið gerðir að deildum hennar. Um leið hafa menn tekist
á um byggðastefnu og hlutverk Byggðastofnunan hvort hún eigi að hafa fjárveiting-
arvald, eða aðeins vera til ráðgjafar.
Forstjóri Byggðastofnunar, Guðmundur
Maimquist, hefur einnig verið í fréttum. Á
honum hefur mætt að svara fyrir stofnunina
og það starf sem hún vinnur. Guðmundur
Malmquist er í helgarviðtali Tímans.
— Þarf heila stofnun til þess að viðhalda
byggð á landinu?
„í flestum löndum Vestur-Evrópu eru starf-
ræktar stofnanir sem hafa það hlutverk að
styðja við veikari byggðir í viðkomandi lönd-
um. Það gera þær með ýmsu móti: fjárfest-
ingarstyrkjum, flutningsstyrkjum og sjálf-
sagt í einhverjum rekstrarstyrkjum.
Það hefur verið lítið um styrki hér. Það hef-
ur þó verið unnið að byggðamálum og
vandamálum atvinnulífsins í mjög mörg ár.
Það var fyrst árið 1985 sem þau voru sett
undir sérstaka stofnun, Byggðastofnun.
Hennar meginmarkmið er eins og segir í
lögum um stofnunina....að stuðla að þjóð-
hagslega hagkvæmri byggð í Iandinu.“
Menn deila um leiðir til að ná þessu marki.
Upp á síðkastið hefur orðið áherslubreyting.
Horft er til svokallaðra vaxtarsvæða, til að
efla samgöngur innan ákveðinna svæða
þannig að þau eigi möguleika á meiri sam-
vinhu og geti þannig vaxið upp. Á þetta
benti ég árið 1986.
Auðvitað er það ósk manna að viðhalda
megi byggð í öllu landinu. En það er ósk-
hyggja, raunveruleikinn er annar. Ég held
að í dag geri flestir sér grein fyrir því að það
verður einhver breyting á byggðinni í land-
inu. Hún kemur af sjálfri sér. Það þarf hins
vegar að skjóta fleiri stoðum undir atvinnu-
lífíð á landsbyggðinni. Það er svo einhæft
víða. Víða er erfitt fyrir bæði eiginkonu og
eiginmann að fá vinnu við sitt hæfi; um leið
er það viðurkennt að það þarf tvo til að sjá
fyrir heimili.
Við erum að breyta starfi stofnunarinnar í
þá átt að hún sinni undirbúningi og þróun-
arverkefnum frekar en að vera stór lána-
stofnun eins og hún hefur verið. Stofnunin
þarf hins vegar alltaf að hafa undir höndum
lánsfjármagn til að geta sinnt hlutverki
sínu.
Það skiptir hins vegar miklu hvaðan hún
fær þetta fjármagn. Ég viðurkenni það, eins
og margir aðrir, að það gengur ekki að reka
stofnunina á lánsfé einu saman. Við höfum
bent á það í ársskýrslum Byggðastofnunar
að hún þarf verulega á því að halda að fá fjár-
framlag beint frá ríkinu."
— Hvernig lýst þér á stefnu núverandi rík-
isstjórnar í byggðamálum, sem sumir vilja
kenna viö afskiptaleysi?
„Núverandi ríkisstjórn hefur tekið þá
ákvörðun að ekki skuli gripið til neinna sér-
tækra aðgerða í atvinnumálum, eins og gert
var með atvinnutryggingarsjóðum útflutn-
ingsgreina. Byggðastofnun vill að kvótasam-
drætti verði mætt þannig að fundin verði
leið til að gera öllum jafn hátt undir höfði.
Ríkisstjórnin ætlast til þess að heimild í lög-
um frá í vor um eftirgjafir lána hjá atvinnu-
tryggingardeild Byggðastofnunar verði ekki
notuð til þess að rétta af fjárhag einstakra
fyrirtækja. í staðinn er talað um að fresta af-
borgunum af Iánum deildarinnar á næsta
ári, vegna þess hve kvótaskerðingin er mik-
il.
Það er auðvitað skylda stjórnvalda að skapa
almennan og góðan grunn undir atvinnulíf-
ið. Það sem þarf er góður rekstrargrundvöll-
ur.
Ég hef hins vegar verulegar áhyggjur af því
að sjávarútvegsfyrirtækin í landinu lendi í
erfiðleikum vegna gengismála, kvótaskerð-
ingar og eins eru blikur á lofti um að fisk-
verð muni senn lækka. Og ef svo fer, þá held
ég að tekjur margra íyrirtækjanna hrökkvi
illa íyrir skuldum.
Kvótaskerðingin hefur leitt til þess að for-
ráðamenn fyrirtækja víða um land hugleiða
nú alvarlega sameiningu og hagræðingu. Ég
get nefnt sem dæmi að Útgerðarfélag Dal-
víkinga gerði tilboð í hlutafé Hlutafjársjóðs í
Meitlinum í Þorlákshöfn út frá því sjónar-
miði eingöngu að hægt væri að hagræða
verulega með því að flytja kvótann norður.
Vegna byggðarsjónarmiða féllst stjórn
Byggðastofnunar ekki á þetta.
Ég get einnig nefnt frystihúsin á Árborgar-
svæðinu. Byggðastofnun hefur ákveðið að
stefna að sameiningu Hraðfrystihúss
Stokkseyrar og Glettings í Þorlákshöfn.
Kvótinn hefur dregist svo mikið saman á
síðustu árum að á mörgum stöðum mætti
leggja heilu togurunum án þess það bitnaði
á aflanum. Það eru nóg skip til að veiða þann
kvóta sem má. Það eru margir að skoða
þetta. Nýjasta dæmið er tilboð Norðurtang-
ans og Frosta í Freyjuna á Suðureyri. Þar
mun ætlunin að leggja togaranum Elínu
Þorbjarnardóttur. Það, sem ég er að segja, er
að menn bregðast við þeim vanda, sem við
blasir, með því að skoða aðstæður og mögu-
leika heima fyrir og í næsta nágrenni."
— Hvemig tókust stórfelldar björgunar-
aðgerðir síðustu ríkisstjómar?
„Ég hefi nú starfað við þessi mál ansi lengi.
Fyrst sem lögfræðingur Framkvæmdastofn-
unar sem Byggðasjóður heyrði undir, og síð-
an sem forstjóri Byggðastofnunar. Ég hefi
mörgum sinnum tekið þátt í því að endur-
skipuleggja fjárhag margra fyrirtækja. Það
verður að segjast að síðasta lota með At-
vinnutryggingarsjóði útflutningsgreina og
Hlutafjársjóði Byggðastofnunar er stærsta
og mesta verkefni af þessu tagi sem ráðist
hefur verið í. Einhver þessara fyrirtækja
standa undir skuldum sínum. Sum þeirra
gera það ekki. í mörgum tilvikum tókst að
endurskipuleggja fjárhag þeirra, sem var af
hinu góða.
Það þýðir hins vegar ekki að halda áfram
endalaust að endurfjármagna fyrirtækin
með frekari lánveitingum; það þýðir ekki að
fara aftur af stað með slíkar björgunartil-
raunir.
Stjórnendur góðu fyrirtækjanna, þeirra
fyrirtækja sem hafa gengið á þeim rekstrar-
grundvelli sem verið hefur, sætta sig ekki
við að hið opinbera sé alltaf að bjarga ein-
stökum fyrirtækjum. Það er ætlast til þess
að ráðist sé að uppruna vandans, sem stund-
um liggur hjá stjórnendum fyrirtækjanna."
— Hver er staða byggðamála í dag? Þú
hefur sagt að Vestfirðir standi illa?
„Vestfirðir hafa, held ég, farið verst út úr
kvótaskerðingu undanfarinna ára. Líklega
vegna þess að kvóti þeirra er meira samsett-
ur af þorski en annars staðar. En það er líka
eins og vinnslan á sumum stöðum á Vest-
fjörðum skili ekki eins miklu og annars
staðar. Hvernig á því stendur vitum við ekki.
Þetta veldur miklum erfiðleikum á þessu
svæði. Það er líka erfitt að eiga við þetta,
vegna þess að þarna eru samgöngur slæmar
og erfiðara að koma á samvinnu milli svæða
en víða annars staðar.
En málið er miklu stærra. Mynstrið togari-
frystihús gekk vel hér fyrr á árum, þegar afli
var nægur allan ársins hring. Svo er ekki
lengur. Víða úti um land liggja togarar við
bryggju í lengri eða skemmri tíma og frysti-
húsin standa ónotuð heilu og hálfu dagana.“
— Stöndum við frammi fyrir því að þurfa
að ákveða hvort hér eigi að viðhalda byggð
með óhagkvæmri fiskvinnslu, eða reka hag-
kvæma fiskvinnslu þó það komi ýmsum
byggðarlögum illa?
„Við getum ekki sætt okkur við að reka
óhagkvæma fiskvinnslu. Evrópubandalagið
er að byggja upp fiskvinnslu af fullum krafti
með styrkjum. Ef allt verður gefið hér
frjálst, verður aðstaða skuldsettra íslenskra
frystihúsa í samkeppni við ný og styrkt evr-
ópsk frystihús sem auk alls eru nærri mark-
aðnum, mjög slæm. Það verður mjög erfitt
fyrir íslenska fiskvinnslu að keppa við evr-
ópska; önnur er mjög skuldsett, hin styrkt.
Á þetta hefur Byggðastofnun bent. Hér
verður að hagræða eins og hægt er. Þau eru
mörg frystihúsin hringinn í kringum land-
ið, sem eru með litla sem enga framleiðslu,
standa auð heilu og hálfu dagana.
Frystihúsin eiga undir högg að sækja.
Sjáðu vinnsluna á sjó, frystitogarana. Þar
gilda ekki sömu reglur og frystihúsin verða
að hlýða. Vinnutíminn miklu lengri. Af-
raksturinn, tekjurnar, er auðvitað meiri. Og
ég hef það á tilfinningunni að nú stefni í
nýja bylgju af frystitogurum. Þeir eru marg-
ir sem eru að skoða þann kost.“
— Það er ekkert val?
„Nei. Frystihúsin verða að sameinast. Um
annað er ekki að ræða. Við megum heldur
ekki láta eins og það sé alslæmt. Þegar það
gerist má oft skipta liði og verkum. Sérhæfa
vinnsluna í hverju húsi. Ég held að nú gangi
mjög vel í frystihúsinu á Hofsósi. Það skipt-
ir verkum við Fiskiðjuna á Sauðárkróki. Ef
af sameiningu verður á Stöðvarfirði og
Breiðdalsvík, verður gripið til sama ráðs
þar.“
— Forsætisráðherra hefur sagt að taka
beri fiárveitingarvaldið af Byggðastofnun
og færa það til Alþingis. Hvernig vilt þú að
Byggðastofnun sé uppbyggð?
„Ég hefi nú sem bttur fer ekki neitt alræð-
isvald. En ég er alveg sammála því að færa
eigi Byggðastofnun meira í átt til þess að
vera undirbúnings- og þróunarstofnun.
Hún leiti nýrra atvinnutækifæra.
En eins og ég sagði áðan, þá verður stofn-
unin lítils megnug ef hún hefur ekki líka
möguleika á því að stunda lánastarfsemi.
Auðvitað er hóf best í öllu, eins og sést af
fjárhag Byggðastofnunar. Það hefur verið
lagt á hana að taka erlend lán til endurút-
lána. Henni hafa ekki verið tryggðir þeir
fjármunir, sem hún þarfnast, á fjárlögum. í
vor var eiginfjárstaða hennar bætt um 1.200
milljónir, sem stofnunin varð að setja allar á
afskriftareikning. Þau voru endalok baráttu
okkar fyrir bættum fjárhag, sem staðið hafði
í eitt ár.
Ég held að það sé best að saman fari undir-
búnings- og þróunarstarf og lánveitingar.
En það þarf að efla fyrrnefnda þáttinn. Eins
og málum er nú háttað, er oft búið að byggja
fyrirtækið upp áður en í ljós kemur hvort
það gengur. Þetta er landlægt. Þau eru mörg
málin sem þannig koma inn á borð Byggða-
stofnunar. Það er búið að ráðast í þau, búið
að skrifa undir samninga, búið að skuld-
binda svo er komið til okkar og beðið um
hjálp, þegar allt er komið í vandræði. Þessu
þarf að breyta og það má gera með því að efla
undirbúnings- og þróunarstarf Byggða-
stofnunar."
— Hvemig líst þér á þann ásetning ríkis-
sfióraarinnar að fiytja Byggðastofnun út á
land?
„Við fórum í gegnum þessa umræðu árið
1985 og 1986 og það er mitt mat að það sé
mjög erfitt, ef stofnunin á að sinna því hlut-
verki sínu að vera undirbúnings- og þróun-
arstofnun fyrir ríkisvaldið í heild. Slíkur
flutningur væri líka mjög erfiður. Stofnunin
er mjög tengd miðstjórnarvaldinu í Reykja-
vík. Það er hluti af eðli hennar að vera það.
Auk þess verðum við að hafa í huga að stofn-
un er starfsfólkið. Það er til lítils að flytja
stofnun út á land ef starfsfólkið fylgir ekki
með. Það yrði þá ný stofnun.
Við höfum markað okkur þá stefnu að öll
aukning í starfi Byggðastofnunar verði úti á
landi. En ég held að Byggðastofnun væri lít-
ils megnug, ef hvort tveggja yrði gert: hún
flutt út á land og tekið af henni fjárveiting-
arvald.“
— Að Iokum: Fjárveitingar ykkar til
tveggja fiskeldisfyrirtækja nú í vikunni
vöktu mikla athygli, í Ijósi þess að ríkis-
sfiórain hefur lýst því yfir að ekki verði
veitt meiru í þá starfsemi. Vinnið þið gegn
stefnu ríkisstjómarinnar?
„Byggðastofnun var að gæta hagsmuna
sinna, þegar ákveðið var að veita Miklalaxi
og Silfurstjörnunni styrki. Það var ekki ann-
að að gera við Miklalax en veita honum styrk
— ekki þýðir að veita lán. Gjaldþrot hefði
komið í sama stað. Bústjóri hefði komið til
Byggðastofnunar og sagt: Hvað vill stofnun-
in gera? Og stofnunin hefði orðið að taka við
þrotabúinu. Stofnunin á fyrirtækið.
Niðurstaðan varð sú að gera þetta frekar og
með heimamönnum, reka stöðina áfram og
gera úrslitatilraun til að bjarga Miklalaxi.
Silfurstjarnan var byggð mjög seint á þess-
um fiskeldisuppbyggingartímum. Hún er
tæknilega fullkomnari en flestar aðrar
stöðvar. Ef eitthver þeirra gengur, þá gengur
hún. Rétt þótti að veita styrk til þess að end-
urbyggja fóðurkerfið. Því fylgir sparnaður
upp á eina milljón á mánuði og helminginn
af því ætlar Silfurstjarnan að nota til að
greiða niður skuldir sínar við Byggðastofn-
un.
Staðan þarna er allt önnur en hún var hér
fyrir sunnan. Þar voru margir hluthafar,
bankar og sjóðir, sem allir hlupu undan þeg-
ar illa gekk. Byggðastofnun er ein í þessum
fyrirtækjum. Byggðastofnun er að vernda
hagsmuni sína með þessu og forsætisráð-
herra hefur fullan skilning á því og þeirri
erfiðu stöðu sem stofnunin er í.
Og það er ekki nóg með það. Sjáðu stöðuna
í Fljótunum, þar sem landbúnaður hefur
dregist heilmikið saman. Það er ekkert gam-
anmál að loka Miklalaxi. Þú segir ekki fólk-
inu þarna að fara að gera eitthvað annað;
það hefur ekkert annað að gera. Og lái
Byggðastofnun hver sem vill fyrir að leggja
50 milljónir nú í úrslitatilraun til að bjarga
Miklalaxi eftir öll þau ósköp sem þegar hafa
farið í hann.“ Araar Áraason