Tíminn - 24.10.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.10.1991, Blaðsíða 16
AUGL.YSINGASIMAR: 680001 & 686300 r RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Halnartiusmu v Tryggvogotu S 28822 AUÐVITAÐ Suðurlandsbraut 12 Ööruvísi bíiasala BÍLAR • HJÓL • BÁTAR • VARA- HLUTIR. MYND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR SÍMI 679225 Áskriftarsími Tímans er 686300 TVÖFALDUR1. vlnnlngur FIMMTUDAGUR 24. OKT. 1991 Hve margir ætli lesi 30.000 blaösíðna þýöingu á EES- og Evrópubandalagsskjölum? Lengd EES-samningsins hálf íslenska alfræðibókin Draga veröur í efa að margir þingmenn, eða aðrir landsmenn, komi nokkru sinni til með að lesa orði til orðs allan EES-samninginn ásamt fylgiskjölum. Hjá Orðabók Háskólans er búist við að þýðing- ar þessara skjala gfeti farið í allt að 30.000 vélritaðar síður. Eðlilegt er talið að maður þurfi 2 mínútur til að lesa hvetja síðu. Maður, sem sæti við iestur í 40 stundir á viku, þyrfti því allt að hálfu ári til þess að iesa sig í gegnum allan texta EES- og EB-skjalabunkans. „Ég býst við að þýðingu allra þeirra skjala, sem mikilvægust eru, verði lokið núna fyrir áramótin. Þá er um að ræða kringum 300 skjöl af lík- lega um þúsund til tólf hundruð skjölum allt í allt. Sjálfur EES- samningurinn hefur að verulegum hluta verið þýddur gróflega. Nú þarf að fara yfir þær breytingar, sem orð- ið hafa, og bera saman og síðan að ganga frá endanlegri þýðingu. Samningurinn er það langur, 700 til 800 blaðsíður, að það tekur dálít- inn tíma að koma honum yfir á góða íslensku," sagði Jörgen Pind, forstöðumaður Orðabókar Háskól- ans. Tíminn leitaði hjá honum upp- lýsinga um það hvað liði þýðingu þess gífurlega magns af skjölum sem fylgir EES-samningnum. Sem nokkra viðmiðun um umfang EES-samningsins eins og sér, má t.d. benda á að hann nálgast að vera helmingur nýju íslensku alfræði- orðabókarinnar, sem samtals er um 1.800 blaðsíður í þrem bindum. Samningurinn er þó ekki nema brot af því sem þýða þarf. Hver síðu- fjöldinn verður endanlega segir Jörgen nokkuð á reiki, enda ráðist það m.a. af því hvaða skjöl eru til- nefnd í samningnum sem fylgiskjöl. Áætlað er að allt í allt verði þetta eitthvað innan við 10 þúsund síður. Þar er hins vegar um að ræða stórar síður með tveim dálkum þéttprent- uðum, líkt og lagasafnið okkar. Þannig að þessar tíu þúsund síður verða í þýðingu einhversstaðar á bilinu 20-30 þúsund vélritaðar síð- ur. Þýðingu á Rómarsáttmálanum, sjálfu grunnplagginu sem allt hitt byggist á, segir Jörgen lokið. Síðan eru það lög og reglur Evrópubanda- lagsins, sem eru fylgiskjöl með samningnum sjálfum. Skjölin segir Jörgen þó talin mjög misjafnlega merkileg. Sum þeirra hafa verið talin mjög mikilvæg fyrir ísland, skjöl varðandi fólksflutninga milli landa, fjármagnsflutninga, samkeppni og neytendavernd svo nokkur séu nefnd. Viðræðurnar í Brussel fóru fram í fjórum samn- ingahópum. Frá þrem þeirra koma skjöl sem æskilegt þykir að verði flest eða öll þýdd á íslensku. En skjöl frá fjórða hópnum megi frekar sitja á hakanum. En úr hvaða máli er þýtt? Vegna þess að enska er hið opinbera mál EFTA, segir Jörgen að opinberlega sé þetta þýtt úr ensku. Og sjálfur EES- samningurinn sé líka enn sem komið er aðeins til á ensku. Laga- gerningar EB séu hins vegar til á öllum opinberum tungum Evrópu- bandalagsins. „Við höfum haft ensk- an, danskan og franskan texta til að vinna með,“ segir Jörgen. En er við því að búast að nokkur einstaklingur komi nokkru sinni til með að lesa þessar 30 þúsund blað- síður? „Ég reikna með að þingmenn, a.m.k. einhverjir þeirra, t.d. utan- ríkismálanefnd, muni skoða þetta mjög vandlega. Síðan hafa sérfræð- ingar á vegum ráðuneytanna lesið yfir þessar þýðingar og verið okkur innan handar með það. Þetta hefur því nánast allt farið í yfirlestur hjá sérfræðingum á viðkomandi efnis- sviðum. En sennilega hefur enginn einn maður lesið þetta allt, enda tæki það mjög langan tíma. Menn verða svona að skipta þessu á milli sín,“ segir Jörgen Pind. En hvað skyldi það þá taka langan tíma fyrir mann að lesa hátt í 30 þúsund vélritaðar síður? Til að nálgast svar við því leitaði Tíminn liðsinnis Ólafs Johnson í Hraðlestr- arskólanum. „Venjulegur alþingismaður er svona tvær mínútur að lesa eina blaðsíðu, meðan sá, sem hefur verið í skóla hjá mér, les svona tvær blað- síður á mínútu," sagði Ólafur. Þar miðar hann við blaðsíðu í dæmi- gerðri skáldsögu. Miðum hér við að lesmál á vélrit- uðum síðum þýðendanna samsvari nokkurn veginn slíkri blaðsíðu. Þá verður sú niðurstaðan að það tæki „meðaljóninn" um 60.000 mínútur, eða nær hálft ár, að lesa 30.000 vél- ritaðar síður af EES- og EB-skjöl- um, ef miðað er við að setið væri við lesturinn 40 stundir í viku. - HEI 16. þing Verkamannasambands (slands. Umræða um kjara- og atvinnumál: Vilja sjómannafrádrátt „Þetta eru undirskriftir frá um fjögur þúsund fiskvinnslukonum sem safnað var á 37 stöðum um allt land. Við fÖrum fram á allveru- lega skattaívilnun, jafnvel á við sjómenn. Málhildur Sigurbjörnsdóttir frá verkakvennafélaginu Framsókn af- hendir Guómundi J. Guömundssyni formanni VMSÍ, og Snæ Karls- syni fyrrv. formanni Samtaka fiskvinnslufólks innlegg 4000 fisk- vinnslufólks í komandi kjarasamninga: kröfu um aö fiskvinnslu- fóik njóti skattaafsláttar sambærilegum sjómannaafslætti. Tímamynd: Árni Bjarna Okkur finnst það ekkert óeðlilegt, þar sem við störfum í sömu at- vinnugrein og þeir,“ sagði Málhild- ur Sigurbjörnsdóttir, formaður verkakvennafélagsins Framsóknar, á þingi VMSÍ í gær þegar hún af- henti Guðmundi J. Guðmundsyni formanni VMSÍ, Snæ Karlssyni fyrrv. formanni Samtaka fisk- vinnslufólks, eftirmanni hans Sig- urði Ingvarssyni, og Ásmundi Stef- ánssyni forseta ASÍ undirskriftalist- ana. Fyrri umræða um kjara- og at- vinnumál hófst á VMSÍ-þinginu í gærdag, en áður en hún hófst af- henti Málhildur undirskriftalistana. Málhildur sagði að í þessari kröfu fælist ekki það að fiskverkafólk sæi ofsjónum yfir tekjum sjómanna, en „... við viljum fá það sama í vasann og þeir fyrir sama fiskinn og þeir draga upp úr sjó. Ég treysti því ykk- ur fyrir þessum lista. Hann er vega- nesti, í komandi kjarasamningum og ég vona að hann verði tekinn al- varlega til greina,“ sagði Málhildur. Guðmundur J. Guðmundsson sagði við þetta tækifæri að hann væri ekki undrandi á þessari kröfu fiskvinnslukvenna, sem erfiðuðu og ynnu hvað lengstan vinnudag á ís- landi. Hann sagði síðan að ef Verka- mannasambandið og fiskvinnslu- fólk stæðu af festu og hörku á bak við þessa kröfu, þá færi hún í gegn. „Hvort sem maðurinn heitir Jaki, Snær eða Ásmundur sem hana ber fram, þá fer hún ekki í gegn nema ef hið góða fólk, sem í fiskvinnslunni er, fylgir henni eftir. En þá skulum við líka sjá til,“ sagði Guðmundur. Ásmundur Stefánsson var ekki til staðar þegar Málhildur afhenti und- irskriftirnar fjögur þúsund, en kom nokkru síðar og þá var afhendingin endurtekin sérlega fyrir hann. Ás- mundur þakkaði fyrir listana og það framtak sem fiskvinnslufólk sýndi í þessum efnum á liðnum vetri, sem skipti miklu máli í þjóðfélagsum- ræðunni þá. „Þeir voru margir stjórnmálamennirnir, sem stilltu sér upp og gáfu stór loforð um það að persónuafslátturinn yrði hækk- aður, og ég tek eindregið undir að það er full ástæða til að gefa þeim tækifæri til að standa við það sem þeir lofuðu fyrir kosningar. Ég mun koma þessu áfram á framfæri," sagði Ásmundur. I frumdrögum að ályktun VMSÍ um kjara- og atvinnumál segir að reynslan af þjóðarsáttarsamning- unum sé launafólki dýrmæt, því hún færði heim sanninn um að hægt er að halda verðbólgu og kostnaðarþáttum í skefjum, sé um það samstaða í þjóðfélaginu. Jafn- framt sýni þessi reynsia að aðrir þættir en laun hafa afgerandi áhrif á þróun verðlags og verðbólgu. T.d. hafi vaxtahækkanir að undanförnu kallað fram aukna verðbólgu, sem riðlað hefur þeim stöðugleika sem þjóðarsáttarsamningarnir sköpuðu. Næsti kjarasamningur verði því að vera byggður á því að allir samn- ingsaðilar, ekki aðeins aðilar vinnu- markaðarins, heldur einnig samtök bænda, ríki og sveitarfélög, taki ábyrgð á að standa vörð um mark- mið hans. Telji einhver aðili að slík- um kjarasamningi að einn eða fleiri aðilar hafi hlaupið frá markmiðum samningsins eða hafi rofið friðhelgi hans, getur sá krafist viðræðna um ágreininginn án samráðs við önnur heildarsamtök. Þá skuli reyna til þrautar að við- halda þeim markmiðum, sem sett voru í febrúarsamningunum, og var þáttur í því að varða þá leið að auka kaupmátt með raunhæfum hætti. —sá Ftiðrik Sophusson fjármála- ráðherra segir að samningurinn um cvrópska cfnahagssvæðið (EES) hafl engin áhrif á tolla- eða skatttekjur íslenska rflds- ins. Talið er lfldegt að EES hafl í for með sér að erlent vinnuafl, sem hingað kemur, þurfi ekki að vera aðili að verkalýðsfélög- um. Friðrik sagði hugsanlegt að það þurfl að breyta heitum á einhverjum tollum og vöru- gjöldum. Samningurinn sjálfur breyti hins vegar engu um tolia- eða skatttekjur ríkissjóðs. Hann sagði rangar þær fréttir að rðds- sjóður verði af milljaröa tolla- tekjum eftir að EES-samning- urinn hefúr tekið giidi. Steingrfmur Hermannsson varpaði því fram á Alþingi í gær hvort erlent vmnuafl, sem hing- að flyst eftir að vinnumarkaður- inn er orðinn frjáls, þurfl að ganga í verkalýðsfélög til að fá hér vinnu. Hann sagði að sér skildist áð EES-samningurinn þýddi að skylduaðíld eriendra manna að verkaiýðsfélögum verði afnumin. Á skrifstofu ASÍ var mönnum ókunnugt um hvemig þessum málum verði háttað í EES. Það er hins vegar skýrt í samningn- um að útlcndingar, sem kjósa að vinna hér, mega ekki þiggja lægri laun fyrir vinnu sína en gengur og gerist á vinnumark- aði hér á landi. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.