Tíminn - 24.10.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.10.1991, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 24. október 1991 Tíminn 3 Endanlegum frágangi lokiö á langri bíómynd og fjórum sjónvarpsþáttum: Hvíti vikingurinn tilbúinn í víking Eftir nær þriggja ára starf og 420 milíjóna króna útgjöld er „Hvíti vik- ingurinn" endanlega tilhiíinn að leggja i víking. Um er að ræða 130 mmútna langmynd, sem verður frumsýnd í Háskólabíói þann 1. nðv- ember n.k. og víða í Noregi viku síð- ar, og einnig flóra sjónvarpsþætti, samtals rúmlega 300 mmútur, sem verða sýndir á næsta ári. Mynd Hrafns Gimnlaugssonar, „Hvíti vik- ingurinn", er framleidd af Filmeffekt A/S fyrir norrænu sjónvarpsstöðv- arnar. Þetta er stærsta samstarfs- verkefni Norðurlandanna aOra á þessu sviði og mesta stórvirki ís- lenskrar Kvikmyndagerðar. Hvíti víkingurinn er saga um ástir, valdafíkn og ástríður á tímum mikilla þjóðfélagsbreytinga. Hin foma ásatrú er á undanhaldi og ný trúarbrögð að ryðja sér til rúms, hinn hvíti siður. Leikurinn hefst í Noregi árið 999 f.Kr., á dögum Ólafs TVyggvasonar, og berst síðan til íslands og víða um Norðurlönd. Hvíti víkingurinn er ekki sagnfræðilegt verk eða tilraun til heimildasmíði, heldur skáldverk um einstaklinga og örlög þeirra í ölduróti tímans. Askur og Embla eru peð í valdatafli konungs og fyrir þeim liggja þungar raunir. „Eg hef kosið að nota komunga leik- ara í hlutverk Asks og Emblu, vegna þess að þeir hala eitthvað við sig sem flestir hafa glatað um tvítugt... tryllta glóð í augum ... dulúðugt yfirbragð. Þeir eru nægilega óreyndir til að halda að allt sé mögulegt Um það fjallar Hvíti víkingurinn," segir Hrafn Gunnlaugsson, sem er höfúndur sögu og leiktexta og leikstjóri mynd- arinnar. Hrafn valdi líka alla leikara, sem flestir em íslenskir, sem og töku- staði myndarinnar. Umhverfi, bún- inga og tíðaranda sköpuðu Ensio Su- ominen, Karl Júlíusson og Þór Vig- fússon. Kvikmyndatökumaður var Svíinn Tony Forsberg. Sylvia Inge- marsson klippti myndina í samvinnu við höfund. Hans- Erik Philip og Egill Ólafsson sáu um útsetningu og upp- töku tónlistar, sem er eftir Torgils Moe og leikstjórann, en leikin af Norsku sinfóníuhljómsveitinni. Um þrjú ár em síðan undirbúningur hófst að Hvíta víkingnum. Fullunnið handrit lá fyrir sumarið 1989. Upp- tökur fóm fram haustið 1990. Öll inniatriði vom tekin í myndveri í Noregi. Það, sem gerist á Norður- löndum, er tekið upp á vesturströnd Noregs, en myndin var að öðm leyti tekin á íslandi. Alls var kvikmyndað í um 90 daga. Um 600 manns vom í stærstu atriðunum. Heildarkostnað- Sléttuúlf- arnir fá platínuplötu Það er harla fátítt að fyrsta plata hljómsveitar nái góðri sölu. Þetta gerðist þó með fyrstu plötu Sléttu- úlfanna Líf og fjör í Fagradal, en - hún hefur hlotið frábærar viðtökur og selst í yfir 7500 eintökum. Núna nýverið afhentu Kristinn Sigtryggs- son, framkvæmdastjóri Skífunnar, og Halldór Bachmann, markaðs- stjóri Skífunnar, hljómsveitarmeð- limum platínuplötu rétt fyrir út- sendingu á fýrsta þættinum af Óskastund, en Sléttuúlfarnir gerðu á dögunum samning við Stöð 2 um að vera húshfjómsveit í þáttunum. Sléttuúlfana skipa þeir Björgvin Halldórsson, BJ. Cole, Gunnar Þórðarson, Gunnlaugur Briem, Magnús Kjartansson og Tómas M. Tómasson. -js ur við kvikmyndina og þáttaröðina var um 42 milljónir sænskra króna, þ.e. um 420 milljónir íslenskar. Verk- ið er að hluta til fjármagnað af einka- fyrirtækjum og sjónvarpsstöðvum ut- an Norðurlanda. Hvíti víkingurinn er leikinn á ís- lensku. Askur og Embla eru leikin af 16 ára ungmennum, Gottskálk Degi Sigurðarsyni og norsku stúlkunni Maríu Bonnevie. Aðrir íslenskir leik- arar eru m.a. Helgi Skúlason, Egill Ólafsson, Þorsteinn Hannesson, Bríet Héðinsdóttir, Sveinn M. Eiðsson, Gunnar Jónsson, Róbert Amfinns- son, Flosi ólafsson, María Sigurðar- dóttir, Edda Björgvinsdóttir, Þráinn Karlsson og Ámi Tryggvason. Þessa auglýsingu skaltu lesa vandlega Allan sólarhringinn, 365 daga ársirisrfeta börn og unglingar hringt í símaþjónustu Rauðakrosshússins til að leita aðstoðar eða ráðlegginga... Áttu í erfiðleikúm V . Hefurðu áhyggjur vegna einhvers? Vantar þig einhvem til að tala við ? £r þér stritt ? Skilja félagar þínir þig útundan ? Líður þér ia vegna feimni ? Viltu ræða viðkvæm mál ? Vantar þíg upplýsingar um getnaðar- varnir, kynsjúkdóma, blæðingar, þungun'eðá fóstureyðingu ? Nærðu engu sambándi víð foreldra þína ? Hefurðu orðið að þola ofbeldi ? Hefurðu orðið fyrir kynferðislegri áreítni eða kynferðislegu oíbeldi ? Ertu að gefast upp á drykkjuskap eða annarri óreglu heima hjá þér ? Hefurðu ekki lengur stjóm á áfengisneyslu eða notkun annarra vímuefha ? Finnst þér þú ekki eiga neitt heimi lengur ? Átt þú ekki í önnur hús að venda ? Áttu í erfiðleikum í skóla ? Svariröu eínhverri spumingu játandí, gæti þaö breytt miklu fyrir þíg að hringja í okkur. ViÖ erum reiðubúín aö hlusta, ræöa viö þig og reyna aö leysa úr vanda þínum. SÍMAÞJÓNUSTA RAUÐAKROSSHÚSSINS hefur veríð starfrækt frá 14. desember 1985 og á þeim tíma hafa yfír 8.000 símtöl átt sér stað á míllí barna eða unglínga og starfsmanna hússíns. Símhríngíngarnar koma allsstaðar að á landínu og er SÍMAÞJÓNUSTA RAUÐAKROSSHÚSSINS fyrst og fremst ætluð ungmennum að 20 ára aldri. Æjp Nú hefur svokallað grænt númer verið tekið í notkun. Það er fyrir þá sem hringja frá öðru svæðisnúmeri en 91 og kostar nú jafn mikið að hringja í það og uigÆjyjj ínnanbæjarsímtal væri að ræða og það skráist ekki á sundurliðaða símreíknínga3^® og athugíð að ekki þarf að gefa upp nafn eða aðrar upplýsíngar þegar hringt er. W Grænt númer Hverjir hringja í SÍMAÞJÓNIJSTII RAUÐAKROSSHÚSSINS 1 10%- n//v a?cz>c? <— a/r? a?a>c? <— cvcvc? r-r-r-r-w-r-r-r-r- r-SVn/n/O/C? Hvenær sólarhringsins var hringt í símaþjónustuna árið 1990 Kíwanísklúbburínn KATLA styrkír þessa auglýsíngu Alþjóðamarkmíð Kiwanishreyfingarinncir árin 1990 - 1993: „Bömin fýrst og fremst“ RAUÐAKROSSHUSIÐ TJARNARGOTU 35,101 REYKJAVIK Þeir sem búa á höfuöborgarsvæöinu hringi í síma: 62 22 66 Þeir sem hringja utan af landi hringi í síma: 99-66 22 (Ekki svæöisnúmer 91)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.