Tíminn - 01.11.1991, Page 5

Tíminn - 01.11.1991, Page 5
Föstudagur 1. nóvember 1991 Tíminn 5 Sigurður Geirdai, bæjarstjóri í Kópavogi, segir Kópavogsbúa vilja byggja handboltahöll, en þeir geri það ekki í andstöðu við ríkisvaldið: Getum þetta ekki án stuðnings stjórnvalda „Með rfldsvaldift í andstöðu vift þessa byggingu væri ófts manns æði að fara út í hana,“ sagði Sigurður Ceirdal, bæjarsfjóri í Kópavogi, þegar hann var spurður um iflcur á því að Kópavogsbær standi að byggingu íþróttahallar í Kópavogi vegna heimsmeistarakeppninnar í handknattleik árift 1995. Sig- urður sagði að Kópavogsbær geti ekki einn tekið á sig alla óvissuþætti í sam- bandi við bygginguna. Málið var rætt á bæjarráðsfundi í gær. Sigurður sagði að stjórnendur Kópavogsbæjar hafi undanfarnar vikur átt í viðræðum við stjómvöld um framkvæmd samnings, sem Kópavogsbær og ríkisvaldið gerðu í fyrra um byggingu íþróttahallar í Kópavogi. Með yfirlýsingu Davíðs Oddssonar á fundi hjá sjálfstæðis- mönnum í Kópavogi, um að ríkið muni ekki láta krónu í bygginguna umfram 300 milljónir, hafi þessar viðræður komist í sjálfheldu. „í umræðum síðustu daga er búið að snúa dæminu við og stilla því þannig upp að Kópavogsbúar hafi boðist til að halda heimsmeistara- keppnina og sé að sækja um styrk til ríkisins til þess. Málið er ekki aldeil- is þannig vaxið,“ sagði Sigurður. „Við eigum einfaldlega erfitt með að kyngja því að allir óvissuliðir við þessa byggingu, sem eru margir, skuli lenda á Kópavogsbúum. Ríkis- valdið virðist ekki vera til viðræðu um að hækka sitt framlag, þrátt fyrir að allir séu sammála um að kostnað- ur við bygginguna verði mun meiri en upphaflega var gert ráð fyrir.“ Sigurður sagði að í samningnum felist engin trygging fyrir því að rík- ið láti margumræddar 300 milljónir í bygginguna. í samningnum stend- ur: „Ríkisstjórnin mun fara þess á leit við Alþingi að það veiti 300 millj- ón króna styrk" til verksins. Alþingi fer með fjárveitingarvaldið og óvíst er hver afstaða þess er til samnings- ins. Samkvæmt samningnum átti ríkið að leggja fram 75 milljónir á þessu ári, en samkvæmt fjárlögum er ekki gert ráð fyrir fjárveitingu til verksins í ár. í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár er ekki heldur gert ráð fýrir fjárveitingu til byggingarinnar. „Það þorir ekkert sveitarfélag að fara út í framkvæmd af þessari stærðargráðu með þessa afstöðu rík- isvaldsins. Það fær ekkert sveitarfé- lag út úr ríkinu meira en það vill láta af hendi. Það er auðvitað búið að snúa hlutunum við, þegar Kópa- vogsbær er farinn að berjast í því að fá þessa peninga frá ríkinu. Að það skuli ekki vera veitt fjárveiting til byggingarinnar í fjárlagafrumvarp- inu sýnir áhuga stjórnvalda á mál- inu.“ Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, hefur lýst því yfir að hann verði að fá ákveðið svar frá Kópavogsbæ um það hvort hann ætli að byggja höllina. „Hann er margoft búinn að fá svar. Svarið er: Við erum í viðræð- um við ríkisstjórnina. Við viljum fá að vita hvort hún ætli að standa við samninginn og í öðru lagi hvort hún sé ekki fáanleg til að taka þátt f óvissuþáttunum. Meðan þetta fæst ekki á hreint er málið í óvissu." Sigurður sagðist álíta að málið félli á tíma, ef ekki verður hægt að bjóða verkið út upp úr áramótum. Hann sagðist gera ráð fyrir að afstaða ríkis- valdsins og þar með Kópavogsbæjar verði ljós innan nokkurra daga. -EÓ Hagræðingar sjóður verði lagður niður Ályktanir nefnda voru afgreiddar á Fiskiþingi í gær. Hæst ber ályktanir um að hagræðingarsjóður og verð- jöfnunaijóður verfti lagðir niður og ályktun um EES-samninga. Þingið samþykkti samhljóða ályktun gegn auðlindaskatti, eða veiðigjaldi, um- ræðulaust með öllu. Sumir þing- menn sáu ástæðu til að fetta fingur út í það sem þeir kalla afskiptasemi og jafnvel árásir, iðnaðarmanna og Iðnþings á það sem þeir sjálfír kalla einkamál sjávarútvegsins. Það var hagræðingarsjóðurinn sem mestum deilum olli. Fjárhagsnefnd lagði þrjár ólíkar tillögur fyrir Fiski- þing. Sú fyrsta er samhljóma álykt- un 49. Fiskiþings. Þar er skorað á stjórnvöld að leggja sjóðinn niður. í þeirri næstu er því hafnað að hag- ræðingarsjóður fjármagni hafrann- sóknir, en hann gegni í staðinn því hlutverki sem honum var ætlað. Sú þriðja gengur út á að sjóðurinn verði notaður í sama tilgangi og at- vinnutryggingarsjóðurinn gamli, til að endurreisa þau sjávarútvegsfyrir- tæki á landsbyggðinni sem verða gjaldþrota. Á endanum samþykkti Fiskiþing ályktun eitt: áskorun til stjórnvalda um að leggja sjóðinn niður. Eftir nokkrar umræður ítrekaði Fiskiþing fyrri áskoranir til stjórn- valda um að leggja verðjöfnunarsjóð niður. Umræður snérust fyrst og fremst um hverjir eigi í sjóðnum. Fram kom að þegar lög um sjóðinn voru sett, hugsaði enginn um hlut sjómanna og engar reglur eru til um hvemig hlutur þeirra verður færður þeim, ef til útgreiðslna kemur. Eins og áður sagði var ályktun gegn veiðileyfagjaldi, eða auðlindaskatti, samþykkt samhljóða og án um- ræðna. Fiskiþing treysti sér ekki að svo stöddu til að fagna samningum um EES. Það skoraði þess í stað á sjávar- útvegsmenn að kynna sér samning- ana rækilega. Fiskiþing hafnar aðild að Evrópubandalaginu. Þá var og samþykkt ályktun um lágmarksmenntun smábátamanna og þess krafist að sjávarútvegsráðu- neytið krefji alla þá um lágmarks- réttindi, sem leyfi vilja fá til veiða á smábátum innan íslenskrar lög- sögu. í greinargerð segir að ótrúleg- ustu uppákomur hafi orðið á miðum allt í kringum Iandið, sumir smá- bátamenn hafi vegna vanþekkingar stofnað sjálfum sér í stórhættu og valdið ómældum vandræðum. Þá liggja fyrir Fiskiþingi ályktun um að hvalveiðar verði leyfðar á ný, gagnrýni á þær mótsagnir sem birt- ast í lögum um fiskveiðistjórnun, sem væntanlega verður umdeild, til- lögur um skipulag Fiskifélagsins og viðbrögð við hugmyndum sjávarút- vegsráðherra um breytta stjómsýslu sjávarútvegsins. Þær verða afgreidd- ar í dag. -aá. Sendlherra Dana, Villads Villadsen, opnar formlega danska viku í Miklagaröi I gær ásamt borgarstjór- anum í Reykjavík og framkvæmdastjóra Mlklagarós. Tímamynd: Áml Bjama Rósa Ingólfsdóttir lætur sig dreyma í dönsku sængurlíni á danskri vörukynningu í Miklagaröi: Danskir dagar í Miklagarði Næstu viku, eða til 9. nóvember, verða „Danskir dagar“ í öllum verslunum Miklagarðs og Kaupstað í Mjódd. Sendiherra Danmerkur á íslandi, Vill- ads Villadsen, opnaði dagana með formlegum hætti í gær í Miklagarði við Sund og Markús Öm Antonsson, borgarstjóri í Reykjavík, flutti stutt ávarp. Meðan á „Dönskum dögum“ stendur gefst viðskiptavinum kostur á að kaupa á annað hundrað danskar vörutegundir á sérstöku kynningarverði. Nokkrar vörur verða meira að segja á því verði, sem algengast er í Kaupmannahöfn um þessar mundir, þar á meðal kjötvörur unnar úr svínakjöti á sérlega danskan hátt, s.s. „spegepölse", svínasulta og danskunnin medisterpylsa, sem er mat- reidd er þannig að hún fer beint á pönnuna, án þess að vera soðin fyrst. Svo verða þar danskunnar „frikadeller", sá sjálfsagði aldanski heimilismatur. Dönskum dögum er ætlað að þjóna hag neytenda, í samræmi við kjörorð daganna: „Danskir dagar — þér í hag“. Þeir standa fram á laugardaginn 9. nóv- ember. Margvíslegar uppákomur verða á dönskum dögum og má meðal annars nefna að hin kunna danska fröken Inga Rassmusen kemur í Miklagarð við Sund og svipast þar um eftir Dengsa. Danskur kjöthöggsmaður sýnir hvem- ig frændur vorir hluta svínakjöt og gef- ur góð ráð um meðferð þess og mat- reiðslu, og Rósa Ingólfsdóttir lætur sig dreyma í dönsku sængurlíni. Ýmislegt verður í boði fyrir bömin. Fóstmnemar lesa ævintýri H.C. Andersens, glæsilegt Legohús, hingað komið beint frá Lego- landi, verður til sýnis bæði að utan og innan og „lífverðir Danadrottningar" bregða á leik. Megináhersla verður þó lögð á mikið og gott úrval af danskri vöru á sérstöku kynningarverði. Ný lög um mannanöfn ganga í gildi í dag taka gildi ný lög um manna- nöfn, sem samþykkt voru á síðasta þingi. Jafnframt falla úr gfldi 66 ára gömul lög um sama efni. Samkvæmt nýju lögunum hefur ver- ið stofnuð mannanafnanefnd, en verk- efni hennar er m.a. að semja skrá um heimil mannanöfn — mannanafna- skrá — en skrána skal endurskoða eft- ir því sem þörf er á. Þá á að gefa hana út í heild ekki sjaldnar en á þriggja ára fresti. Fyrsta mannanafnaskráin kom út nú í morgun. Mannanafnaskrá um heimil eigin- nöfn hefur aldrei verið áður gefin út á íslandi. Mannanafnanefnd hefur við samningu fyrstu skrárinnar að mestu stuðst við nöfn manna sem nú eru á þjóðskrá. Nefndin hefur látið þess get- ið að skráin sé til viðmiðunar við nafn- gjafir, en á engan hátt tæmandi og sæti sífelldri endurskoðun. Því komi vissulega fleiri nöfn til álita en þau sem nú standa í skránni. Mannanafna- nefnd minnir því sérstaklega á að for- eldrum barna, prestum og forstöðu- mönnum skráðra trúfélaga ber sam- kvæmt lögunum að snúa sér til nefnd- arinnar ef íyrirhugað nafn er ekki á skrá. —sá Sólveig Eyjólfs- dóttir átta- tíu ára á morgun Áttatíu ára er á morgun, laugar- dag 2. nóvember, Sólveig Eyjólfs- dóttir, Miðleiti 7, Reykjavík. Sólveig og eiginmaður hennar, Eysteinn Jónsson fyrrv. ráðherra, taka á móti gestum á afmælisdag- inn á heimili þeirra hjóna að Mið- leiti 7, 1. hæð, milli kl. 15.00 og 18.00. Fiskiþing:

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.