Tíminn - 02.11.1991, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.11.1991, Blaðsíða 1
Sagt frá máli Þórar- ins Hall- dórssonar í Ögursveit vestra, sem var fyrsti galdramað- urinn er brenndur var hérlend- is, en sú af- taka fór fram á Þingvöllum 1667 Galdramaður með rauðgult skegg og læðulegur í máli Ögur vestra, heimaslóðir Þórarins Halldórssonar, sem bjó á Bimustöðum í Laugardal, skammt frá Laugabóli. Þórarinn er maður nefndur. Hann var Halldórsson og bjó á Birnu- stöðum í Ögursveit vestra. Hann var kvæntur maður og átti börn. Honum er svo iýst að hann hafí verið meðalmaður í minna lagi að vexti, vel á fót kominn, fótaþykkur nokkuð, fallega vaxinn, þunnleit- ur með litlu blóði í andliti, smáeygur, nokkuð þungur undir brún, hrokkinhærður, mjótt skegg, rauðgult hár og skegg, nokkuð læðu- legur í máli. Um þessar mundir, 1664, var galdra- trúin í almætti sínu og hræðsla al- mennings við galdramenn afarmikil. Þó gátu menn ekki setið á sér að leita til þeirra, er eitthvað þóttu kunna meira fyrir sér en aðrir, ef þeim þótti eitthvað við liggja. Nú mun sá orðrómur hafa legið á vestra að Þórarinn Halldórsson vissi jafnlangt nefi sínu. Lék það orð á að hann færi með óvenjulegar stafa- myndir og hefði við einar og aðrar óvenjulegar lækningar (handayfir- lagningu). Þess vegna er það að bóndinn á Laugabóli, Jón Þorkelsson, leitar til hans og biður hann að hjálpa sjúkri stjúpdóttur sinni. Hún hét Hallfríður Sveinsdóttir. Þórarinn brást vel við þessari mála- leitan og fékk Jóni eikarspjald sem hann hafði útskorið. Sagði Þórarinn svo síðar, að öðrum megin hefði hann skorið tvo stafi, Ægishjálm hinn meiri og þann minni. En annars vegar á spjaldið var skorin signing og kvað hann konu sína hafa kennt sér þá stafi. Á blaði, sem fylgdi með spjaldinu, voru þessi orðskrípi: Agala Voya Uneus Akon Sy. Hafði hann sjálfur mikla trú á stöfum þessum, því að með þeim hafði hann læknað tvær kýr og vetr- ung, að hans eigin sögn. En nú vildi svo illa til, að þótt þetta ráð væri óbrigðult við veikindum í nautpeningi, þá gagnaði það ekki Hallfríði Sveinsdóttur. Má líka vera að signingamar, sem Þórarinn lét fylgja, hafi gleymst eða handaálagning Jóns á Laugabóli hafi ekki haft þann kraft sem handaálagning Þórarins. Svo mikið er víst að Hallfríði versnaði stöðugt og leiddi veikin hana til bana. Þá var nú snúið við blaðinu og Þórami kennt um það að hann væri valdur að dauða hennar. Þá var prestur í Ögurþingum síra Sigurður Jónsson, Bergssonar í Fljótsþingum. Mun hann hafa átt heima á Eyri í Seyðisfirði hjá Magnúsi Magnússyni sýslumanni. Var Sigurður fróðleiksmaður og vel látinn sem prestur, eins og sést á því að tveir söfn- uðir kusu hann sér til prests, þótt þeir fengju hann ekki. Jón á Laugabóli sneri sér nú til síra Sigurðar, sennilega með kæru á Þór- arin, og afhenti honum eikarspjaldið fræga, en prestur innsiglaði það. Þetta gerðist 29. janúar 1665 og þá má telja að galdramál Þórarins hefjist. Sunnudaginn næstan þar á eftir messaði síra Sigurður í Ögurkirkju. Var Þórarinn við messu. Prestur hélt alvarlega áminningarræðu yfir söfn- uðinum um galdur og fordæðuskap og skoraði á menn að „afsníða þvfiíka lesti fyrir guðs aðstoð". Var þá haft eft- ir Þórami að hann hefði sagt um prest eftir messu að „harðtalaður hefði hann verið í dag til galdramanna, en óvíst hvort hann yrði jafnhvatvís næsta sunnudag." Mun þetta þó sennilega uppspuni einn. En nú brá svo við fáum dögum seinna að Sigurður prestur veiktist hastarlega og með „undarlegum hætti". Lá hann þungt haldinn í 10 vikur og andaðist 10. aprfl 1665, ókvæntur og bamlaus. Þórarinn flýr Þórarni mun nú ekki hafa þótt frið- legt að búa á Bimustöðum, því að hann strýkur þaðan á brott með konu og börn. Verður nú ekki séð hvar hann eða þau hafa hafst við um sumarið, en komin er konan með bömin til fsa- fjarðar um haustið. Hinn 21. nóvember er réttarhald á Eyri út af galdramáli Þórarins, þar sem honum var kennt um dauða Hall- fríðar Sveinsdóttur. Er svo að sjá sem Magnús sýslumaður hafi þá líka viljað kenna honum um veikindi og dauða síra Sigurðar, því að fyrirspum kom fram um það, hvort nokkurt af vitnum þeim, sem þar voru, hefði heyrt Þórar- in víkja nokkmm orðum að því að hann væri valdur að veikindum prests. Þóttist enginn það hermt geta, en sýslumaður kvað þennan orðróm vera kominn í aðrar sveitir, en ekki er þessa þó framar getið. Mun sýslumað- ur þar hafa átt við það sem haft var eft- ir Þórarni við messuna. En fróðlegt er að lesa þær kærur, sem þar komu fram á hendur Þórarni fyrir galdur. Það var nú fyrst að tveir nágrannar Þórarins lofuðu að sanna með eiði að galdraorð hefði leikið á honum þau fjögur ár sem hann hafði verið á Birnustöðum, en ekki vissu þeir sann- indi á orðrómnum. Þá var lýst yfir vitnisburði fjögurra manna úr Vatnsfjarðarsveit, þar sem Þórarinn hafði áður verið, og kom þar fram sami grunurinn: „vildi enginn þar gefa Þórami vottorð um gott framferði.“ Lækningar Þórarins Jón Einarsson, bóndi í Eyrardal í Álftafirði, bar það að „anno 1664, mið- vikudaginn næsta eftir Allra heilagra messu segist hann eftir Þórami sent hafa, á sinni veikri stúlku tak að taka, en sem stúlkunni nokkuð létti af hans handaátekt, þá hafi komið nokkurs konar veikleiki á kú Þórarins, en eftir það hann hefði sína kú læknað, þá hafi hent veikleika þennan stúlku, úr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.