Tíminn - 02.11.1991, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.11.1991, Blaðsíða 11
Laugardagur 2. nóvember 1991 HELGIN 11 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Scotland Road áríð 1936. Þar keypti Haslam morðvopnið og reyndi einnig að losa sig við sönnunargögn. unnar þegar þeir mættu til að gefa yfirlýsingar sínar. Sönnunargögnin hrúgast upp Þegar Haslam var beðinn um að tæma vasa sína kom ýmislegt í ljós. Innsiglishringur úr silfri, gullkeðja, næla og gleraugu, sem allt tilheyrði frk. Clarkson. Haslam hékk eins og hundur á roði á þeirri staðhæfingu að skartgripirnir væru hans lögmæt eign. En fleira kom til, sem sakfelldi hann. Lykill, sem hann var með og hann hélt fram að gengi að bakdyr- um að húsi föður síns, gekk að skránni í hurðinni hjá frk. Clarkson. Hundshár fundust á stígvélunum og sólar þeirra pössuðu við skóförin sem fundust á óhreinum tröppum frk. Clarkson. Eftir að hann var kærður fyrir morðið á gömlu kon- unni, sagði Haslam: „Ég er saklaus, hef ekkert meira um það að segja.“ Réttarhöldin yfir Max Mayer Has- lam hófust í desember 1936. Hinn ákærði stóð sperrtur í vitnastúkunni þegar dómarinn gekk í salinn og mátti hafa sig allan við að sjá yfir grindurnar. Barnslegur vöxtur hans varð enn meira áberandi vegna hinna hávöxnu lögreglumanna sem stóðu hvor sínum megin við hann. Máttlaus vöm Vömin mátti sín lítils gegn þeim yf- irþyrmandi sönnunargögnum sem ákæmvaldið hafði undir höndum. Sést hafði til hans berja að dyrum hjá frk. Clarkson skömmu áður en fjárhagur hans breyttist til hins betra. Veðmangari vottaði að Haslam hefði veðsett brúna skó þann 19. júní. Hvers vegna var maður, sem átti dýrmæta skartgripi, að veðsetja skóna sína? Haslam gaf þá skýringu að hann hefði verið kominn í vanskil með húsaleiguna. En það, sem gerði þó gæfumuninn, var að felgujárnið var rakið til versl- unarinnar við Scotland Road. Kaup- maðurinn mundi vel hver keypti það, enda var Haslam maður sem ekki hvarf í fjöldann. Einnig kom fram vitni sem bar að hafa séð dvergvaxinn mann henda einhverju niður um niðurfallsrist við Scotland Road. Ristin var fjar- lægð og þá kom í ljós kassi undan úri. Frk. Clarkson hafði átt slíkan kassa og geymt í honum silfurúr. Þann 25. júní hafði lögreglunni í Nelson tekist að safna saman níu mönnum sem svipaði til Haslam í útliti, sem var ekki svo lítið afrek. Og fimm af níu vitnum, sem beðin voru að bera kennsl á Haslam við sak- bendingu, þekktu hann án þess að hika. Það tók kviðdóm aðeins klukku- stund að komast að niðurstöðu um að Haslam væri sekur og fullfær um að berja gamla konu til bana, þrátt fyrir smæð sína. Kröftugur efri bol- urinn bætti upp snúna fótleggina og lágan vöxtinn. Haslam var dæmdur til dauða og hengdur í Strangeways-fangelsinu þann 4. febrúar 1937, aðeins átta mánuðum eftir að honum hafði ver- ið sleppt úr því sama fangelsi. Bárulaga ál utan og innan á fjósið MEGA bárulaga álið ryðgar ekki né terisL Auðvett að þrffa. Langtímalausnin sem þú leitaðir að. Fæst bæði litað og ólitað. Mjög gott verð. Tækninni fleygir fram og Fendt ryður brautina með sínum frábæra tæknibúnaði, meðal annars: Nýjum og byltingarkenndum jafnorkuhreyflum, sem halda fullum afköstum við lækkandi snúningshraða. T.d. afkastar 309 Turbo enn sínum 90 hö þó að snúningshraðinn lækki úr 2350 snún/mín. niður í 1850 snún/mín. við álag (26% vægisaukning). Kostirnir eru: Færri gírskiptingar = vinnuléttir fyrir stjórnandann. w Sparneytni = betri brennsla - minni mengun. w- Hljóðlátur gangur = aðeins 75 dB (A) inni í ekilshúsi. ■*- Viðbragðsfljót kaldræsing. Mýkra og kröftugra spyrnuátak drifhjóla. FENDT 300, 70—120 hö, eru með vökvatengsli og aksturseiginleikum sjálfskipts bíls. Allir með tölvustjórnpúlti, nema 304 Turbo og 305. Vökvakerfi með 75 l/mín afkastagetu frá tveimur dælum. Veltistýri með hæðarstillingu. 40 km/klst aksturshraði, hemlar á öllum þjólum. Vökvalyfta með eins metra lyftisviði. FENDT 200, 40—75 hö, eru með loftkældum hreyfli og lægra ekilshúsi. Ýmis aukabúnaður fáanlegur, svo sem aflúttak og beisli að framan, ámoksturstæki með tveggja tonna lyftigetu og 3,8 metra lyftihæð, lyftutengdur dráttarkrókur o.fl. Hágæða vélar á hóflegu verði. Fullkomnir myndbæklingar fyrirliggjandi. ^^búvólar SlMI: 91 -687050 SlÐUMÚLA 27, REYKJAVlK 1070- Mega h/f, Engjateigi 5, 105 Reykjavík á ALCAN Pósthólf 1026, 121 Reykjavík. Sími 91-680606. Fax 91-680208. SPARAÐU VIÐHALD NOTAÐU ÁL KRONE rúllubindivélar SÉRSTAKT HAUSTILBOÐ Verð frá kr. 720.000 Erum með örfáar vélar á þessu frábæra verði Með öllum nauðsynlegum búnaði Járnhálsi 2 . Sími 91-683266 110 Rvk . Pósthólf 10180

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.