Tíminn - 02.11.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.11.1991, Blaðsíða 9
Laugardagur 2. nóvember 1991 HELGIN 9 og þeir höföu ráö möglandi vinnulýðs- ins í hendi sér, eins og var í Bretlandi á síðasta áratug. Veggir voru hlaðnir umhverfis verksmiðjur og vörður haföur við hliðin og leitað á starfs- mönnum. Verkamenn urðu að ganga í aðskomum buxum til þess að koma í veg fyrir að þeir feldu eitthvað niðri í hólkvíðum brókum. Hér er líka komin ástæðan fyrir því að mannvirkin við höfnina í Lundúnum voru hönnuð eins og raun bar vitni með milljóna punda tilkostnaði í byrjun 19. aldar, sbr. veggina háu umhverfis Wapping- hverfið. Með þessum hætti átti að verj- ast þeim fingralöngu, er stunduðu iðju sína úti á fljótinu, og á sama tíma var Thames-lögregluliðinu komið á fót. Frá silkivefurum til sögunarmanna og frá klæðskerum til sjómanna liggur vegur athugana Linebaughs í bók hans er hann skoðar ensku verkalýðsstétt- ina í mótun hennar. Á öldinni var reglu komið á vinnutímann, eftirliti komið á í verslunum og endurbætur gerðar á lögreglu og fangelsum. Þessi þvingaða sköpun öreigastéttar fór fram með tárum og blóði að vísu, en hún bar ríkulegan ávöxt. Kannanir hafa leitt í ljós að draga fór úr þjófnað- armálum er á öldina leið og á Viktoríu- tímanum þurftu engir að óttast múg- uppþot og götuvígi, eins og gerðist víða annars staðar í Evrópu. „Lögin mala og merja þann snauða en ríkir setja lögin," kvað Oliver Goldsmith. Linebaugh fellst á að lögunum hafi verið beitt sem vopni í stéttastríðinu og að kapítalisminn hafi þurft á dauða- refsingu að halda. Þó er þetta ekki rétt nema að takmörkuðu leyti. Að vísu fjórfaldaðist fjöldi þeirra afbrota, sem refsa mátti fyrir með hengingu. En fjöldi þeirra, sem sendir voru inn í ei- líföina með þessum hætti, fór sí- minnkandi. Þótt hinar opinberu aftök- ur að viðstöddum manngrúa í TVbum ættu að hrella fólk til löghlýðni (við af- tökumar vom vasaþjófar þó iðjusam- ari en nokkm sinni), þá fór það svo að árið 1783 vom opinberar aftökur af- lagðar. Höföu hengingar því einhverja þýð- ingu fyrir efnahagslífið? Hér er þörf á að greina í milli staðreynda og mælgi, raunvemlegra glæpafaraldra og ótta við glæpi, sem kannski gerði úlfalda úr mýflugu. Voldugir og efnaðir menn gerðu ef- laust mikið úr hnupli og þörfinni á að halda uppi lögum og reglu. En eins og John Gay lætur að liggja í Betlara- ópemnni: var þama ekki um ágæta aðferð að ræða til að beina athyglinni frá glæpum hvítflibbaliðsins í City? Meðan refurinn Robert Walpole inn- heimti skatta til að efla baráttuna gegn óráðvöndum, gein hann yfir bit- lingum ráðherraembættis síns og notaði báta flotamálaráðuneytisins til þess að ferja smyglað franskt koníak upp Tempsána. Því var það ekki svo að glæpir og refsigleði færðust f aukana á öldinni, heldur ríkti ákafúr ótti við glæpi. Nú á dögum er fólk mjög hrætt við glæpi vegna þess að mörg höfum við seint og um síðir eignast sitthvað sem umtalsverður missir eða tjón gæti verið að. Eins var það á 18. öld- inni, en þá vom silfúrskeiðar og vasa- úr ígildi kreditkortanna og fríðind- anna. Ekki leikur á tveim tungum að vinnulýðurinn var arðrændur með hraksmánarlegum hætti. En böðull- inn getur þó ekki kallast að hafa verið helsta tákn kapítalismans eða fómar- lömb hans dæmigert úrtak verkalýðs- stéttarinnar. Nokkrir vom hengdir en milljónir komust hjá hengingu, ýms- ir spjömðu sig vel og stöku urðu rík- ir. Margir vom þeir iðnu og varkáru borgarar, sem héldu sig réttu megin við lögin og vegnaði vel. Sagan af þeim hengdu er samt sem áður gagn- leg upprifjun um hyemig fór fyrir mörgum þeim sem kvöm iðnbylting- arinnar og kapítalismans varð að fjör- tjóni með margvíslegu móti. SAMA LÁGA VERDID NÝ SENDING ZETOR VÉLIN - SEM BÆNDURNIR ÞEKKJA Eftirtalinn búnaður innifalinn í verði: • Rúmgott hljóðeinangrað ekilhús • Öflug miðstöð • Stiilanlegt ökumannssæti með tauáklæði • Útvarp og segulband • Tveir baksýnisspeglar • Rafdrifnar rúðuþurrkur að framan og aftan • Rúðusprauta að framan • Inniljós • Ljóskastarar að framan og aftan • Verkfærasett • Tectylryðvörn í hólf og gólf • Aurhlífar að framan • Hliðarsláttustífur • Lyftutengdur dráttarkrókur og sveifludráttarbeisli • 150 amperastunda rafgeymir • Leiðbeiningarsnælda um viðhald og hirðingu vélarinnar • Vélatengd loftdæla • Tveggja hraða aflúrtak 540/1000 snún. mín. ZETOR 5211 47 DIN ha....................................... kr. 699.000 ZETOR 6211 59 DIN ha....................................... kr. 781.000 ZETOR 7245 65 DIN ha. 4x4..................................kr. 954.000 ZETOR 7245 65 DIN ha. 4x4 m/Hydrostatic vökvast............kr. 1.010.000 ZETOR 7711 70 DIN ha. m/Hydrostatic vökvast............... kr. 920.000 ZETOR 7745 70 DIN ha. 4x4 m/Hydrostatic vökvast............kr. 1.110.000 ZETOR 7711 79 DIN ha. m/Hydrostatic vökvast............... kr. 1.019.000 ZETOR 7745 79 DIN ha. Túrbó m/öllu ........................kr. 1.197.000 Verðin eru án virðisaukaskatts og skráningar Bændur athugiö: Endursala á notuðum ZETOR-dráttarvélum er örugg. Tökum ávallt notaðar ZETOR-vélar upp í nýjar. Hafið samband við sölumenn okkar, sem gefa allar nánari upplýsingar. umboðið w íslensk-tékkneska verslunarfélagið hf. Lágmúla 5, sími 84525, Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.