Tíminn - 02.11.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.11.1991, Blaðsíða 2
2 HELGIN Laugardagur 2. nóvember 1991 95 SERÍAN FJÖLHÆF DRÁTTARVÉL C' ÁSl m Járnhálsi 2 . Sími 91-683266 110 Rvk . Pósthólf 10180 Kröfur til vinnu með dráttarvélum eru fjöl- breyttar og þú munt sjá að CASE International 95 sería getur ráðið við flest verk. Dráttarvélarnar eru frá 45 til 90 hestafla, 2 gerðir af húsi, 2 eða 4 hjóla drif, 2 hraðar á vinnu- drifi og 4 gerðir af gírkössum, m.a. vendigír og skriðgír. Ræöiö valbúnaö við okkar menn á þessa gæðadráttarvél sem fæst á heimsins besta verði og fylgt úr hlaði með okkar góðu þjónustu! k:i:iii HEILSUGÆSLAN í REYKJAVlK Læknaritari óskast í 50% starf við heilsugæslustöð- ina í Mjódd, Álfabakka 12. Upplýsingar um starfið gefur hjúkrunarforstjóri í síma 670440. Umsóknareyðublöð liggja frammi á viðkomandi heilsugæslustöð og á afgreiðslu Heilsuverndarstöðv- ar Reykjavíkur, Barónsstíg 47. Umsóknum skal skila til hjúkrunarforstjóra eða starfsmannastjóra heilsugæslustöðva í Reykjavík fyrir kl. 16 föstudaginn 8. nóv. n.k. GALDRA- MAÐUR hverjum hún síðan burt sofnaði. En tveim nóttum þar eftir hafi kýr hjá fyrrgreindum Jóni dáið og ekki hafi hann séð annað tilefni til hennar dauða en svartan blett í gegn um skinnið, holdið og mörinn og inn til vambar. En ei segist fyrr greindur Jón vitað hafa, eður vita, hvort það sé af áður greinds Þórarins völdum eður ei.“ Sambýlishjón Þórarins, Bjami Jóns- son og Brit Eysteinsdóttir, báru það að orðasenna hefði orðið út af hundi, og hafi þá Þórarinn sagt að Brit „skyldi ei sér til óvilja taka þó eitthvað hennar bam yrði málstamt." Brá svo við þann sama dag að barn þeirra Britar og Bjarna „missti málið og þar eftir var allur hálfur líkaminn, fóturinn, hönd- in og hálfur munnurinn dauður, hvar eftir þetta barn lifði þrjú dægur, og eftir þessum fyrirfram skrifuðum lík- indum þá segjast þau hér helst grun- semd á hafa að Þórarinn Halldórsson hafi þessum barnsins veikleika ollað.“ Halldóra Aradóttir á Laugabóli bar það að sex vikum fyrir jól 1664 hafi „leigukýrin af uppblásningi kreinkst, hvar fyrir hún segist sent hafa á tvo næstu bæi eftir mönnum, greinda kú að skoða, og hafi komið Jón Einarsson á Hrafnabjörgum, Bjami og Þórarinn frá Bimustöðum og hafi áður greinda kú skoðað, hvar til Þórarinn hafi þá svarað að hann hefði þær lækningar, ef glettingar væri á kúm, mundi henni batna, takandi pappírsblað úr bók og fór út í fjós og skrifaði þar nokkuð á, en hvað verið hafði, segist hún ei vita, og hafi hann það í trefli bundið um háls á fyr greindri kú, svo henni þess krankleika að þremur nóttum liðnum batnaði." Framsóknarvist veröur spiluö n.k. sunnudag 3. nóvember kl. 14.00 I Danshúsinu Glæsibæ, Álfheimum 74. Veitt veröa þrenn verölaun karta og kvenna. Haraldur Ólafsson lektor flytur stutt ávarp I kaffihléi. Aðgangseyrir kr. 500. Kaffiveitingar innifaldar. Framsóknarfélag Reykjavlkur. Garöabær og Bessastaöahreppur Aðalfundur Framsóknarfélags Garðabæjar og Bessastaðahrepps veröur haldinn mánudaginn 4. nóvember aö Goöatúni 2 kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf, kosning fulltrúa á kjördæmisþing, önnur mál. Kópavogsbúar — Nágrannar Spiluö veröur framsóknarvist að Digranesvegi 12 n.k. sunnudag 3. nóv- ember kl. 15.00. Góö verölaun. Kaffiveitingar. Freyja, félag framsóknarkvenna. Reykjavík - Létt spjall á laugardegi Laugardaginn 2. nóvember veröur léttspjallsfundur. Umræöuefni: Borgarmálefni I vetrarbyrjun. Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi mun innleiöa spjalliö. Fundurinn veröur haldinn aö Hafnarstræti 2, Sigrún 3. hæð, og hefst kl. 10.30. Fulltrúaráðlð. Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Aðalfundur miðstjómar Framsóknarflokksins veröur haldinn I Borgartúni 6 Reykjavík, laugardaginn 16. nóvember n.k. Dagskrá nánar auglýst síðar. Framsóknarflokkurinn Nokkru seinna veiktist svo dóttir hennar Hallfríður Sveinsdóttir „með veikleika dofa um sig alla upp undir brjóst, með velgju eður klígju, hvar eftir hún strax lagðist." Tveim nóttum seinna var sent eftir Þórami og kom hann þegar og strauk um „líkama greindrar stúlku með lesningum eður bænum og síðan skrifaði nokkuð á blað, en hvað verið hafi segist greind Halldóra ei vita og hafi Þórarinn sér skipað það með trefli fyrir stúlkunnar brjóst að binda, hvert blað hún segir að ónýst hafi; þar eftir hafi hann um eik beðið, hverja hann hafði með sér haft og skipað Jón son sinn eftir að senda, og að liðinni þeirri nótt hafi pilturinn það sótt og segir hann Þór- arinn hafi sér svo fyrir sagt, að snúa þeim stóra staf upp en þeim smáa nið- ur og bannað að láta koma undir ber- an himin, og hafi skipað að láta heita við eld og láta hvorki brenna né brotna og hvorki við þau hafa spott né spé, því gott væri á spjaldinu. Síðan skyldi það um dragast stúlkunnar lík- ama, þar hún veikust væri. Þar eftir Þorláksmessu fyrir jól hafi Þórarinn aftur komið og skoðað greinda stúlku og sagt að hennar veikleiki væri af manna völdum, með brennugaldri gert, meinandi þetta að einum manni í þessari sveit. í fimmta sinni, milli áttadags og þrettánda, kom greindur Þórarinn og var þá reiðulegur og byrstur og fór svo aftur af stað. í sjötta sinn kom Þórarinn um Þorraleyti og heimti þetta spjald aftur, en Jón Þor- kelsson vildi það ei af höndum láta, og fór svo Þórarinn af stað með þungu geði og nógum hugmóð. Og eftir þessu öllu segist greind Halldóra hafa fullan og allan grun um að áður téður Þórarinn hafi valdur verið í veikleika þessarar sinnar dóttur, Hallfríðar Sveinsdóttur, og gefur honum fulln- aðar áburð hér um það framast hún má að lögum og með góðri samvisku gera.“ Dómsmenn fundu og Þórarni það til foráttu að hann hefði strokið úr sýsl- unni og klippt af sér hár og skegg svo að hann yrði torkennilegri og að hann hefði tekið hest af fátækri ekkju og ekki skilað honum aftur. Að lokum dæmdu þeir að Þórarinn væri rétt tækur „hvar sem hittist, undir jám og fjötur, til síns máls frekari prófún og rannsaks", en skutu þó málinu undir úrskurð Þorleifs lögmanns Kortsson- ar. Stóð ekki á honum að samþykkja þetta. Þórami var lýst á Alþingi 1666 og „heiðurs verður yfirvaldsmaður" Kristófer Rön tók hann fastan í Mið- görðum í Staðarsveit 10. nóv. sama ár. Var hann þá sendur milli sýslumanna þangað til hann kom að Eyri í Seyðis- firði. Sat hann þar nú í fangelsi þang- að til annan í jólum, að kunningi hans hjálpaði honum til að strjúka. Fór Þórarinn nú huldu höfði suður á land og nefndist Þorsteinn Þórólfsson. Komst hann þá alla leið suður í Rang- árvallasýslu, en „erlegur heiðursmað- ur“, Gísli Magnússon á Hlíðarenda, náði honum „fyrir herrans náðarsam- lega tilhlutan" (eins og stendur í málsskjölunum) 1. febrúar 1667. Var hann nú fluttur vestur sýslumanns- flutningi og kom til Eyrar mánuði seinna. Sat hann þar í „varðhaldi og fangelsi".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.