Tíminn - 02.11.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.11.1991, Blaðsíða 4
 4 HELGIN Laugardagur 2. nóvember 1991 Risaísjaki ógnar siglingum sunnan Falk- landseyja '*Buenos An Suður- Ameríka Falklandseyjar ^Suður-Georg Fiskiskfoaslóðii $0 Sprungur sem leitt geta til myndunar 'fjölda minni ísjaka Wightréyja Stærð ísjakans er |^kk$|ítÉM Gary Cook and lan Mootes u| B Fai ifv S eyj BHl . 7\ . \ ' yagaT . .\.v' '* y\ ** 4l ALL PURPOSE GRINt' Breskir vísindamenn fylgjast nú með risaísjaka, sem er þúsund sinnum stærri en ísjaki sá er sökkti Titanic. Jakinn er nú á reki suður af Falklands- eyjum. Jakinn er átta sinnum stærri en VVight-evja eða nægiiega stór til þess að um hann myndast sérstakur lotfs- lagshjúpur og er hann hulinn þoku- möttii er veldur mikilU hættu fyrir skipaumferð. Nú í vikunni var skipum, er um svæðið ferðast, því gefin viðvör- un um að hafa gát á sér. Breskir vísindamenn á suðurskautinu, er hafa fylgst með flikkinu á myndum sem veðurathuganagervitungl hefur tekið, leggja til að skip haldi sig í 50 mflna fjarlægð frá jakanum. Telja þeir Líkur á vaxandi ísreki á þessum slóðum, þar sem hitastig hefur hækkað um 2 gráður á 40 árum að einkum fiskiskipum kunni að vera hætt. Losnaði 1986 Þótt jakinn hafi eiginlega byrjað ferða- lagið árið 1986, er hann losnaði frá meginísnum, hefur lítið magn náð að bráðna af þessum ógurlega ísmassa, sem er 5000 ára gamall. Þótt 200 billj- ón lestir hafi bráðnað þá eru samt sem áður 1000 billjónir eftir. Ofan á jakan- um er heimskautabækistöð sem Sir Vivian Fuchs reisti á sínum tíma, með- an jakinn var enn tengdur meginísn- um. Þúsundir smájaka Þegar jakinn tekur að molna, en það mun gerast á næstu vikum er hann kemur í sjó sem er einnar gráðu heitur, er gert ráð fyrir að þúsundir smájaka verði til. I slæmu skyggni gætu þeir orðið stórhættulegir skipum. Jakinn er meðal vísindamanna nefndur Atlantic- 24, en það þýðir að hann er 24. stóri ís- jakinn er farið hefur á rek frá Suður- skautslandinu frá 1985. Mun breskt rannsóknaskip, Bransfield, reyna að kanna hann nánar nú f nóvembermán- uði, en skipið lagði af stað frá Grimsby fyrir um hálfum mánuði. Leið þess mun liggja fram hjá jakanum á för þess til suðurskautsins með vísindamenn til bresku Halley- rannsóknastöðvarinnar. Leiðangursstjórinn á Bransfield, Stu- art Lawrence, komst í um 500 metra nánd við jakann í fyrri för skipsins, og sagði hann að nokkur brot úr honum, sem radar mundi ekki geta greint, gætu hæglega gert gat á síður skipa. „Þegar þessi brot rekur út á siglingaleiðir verð- ur um beina hættu að ræða,“ segir hann. Radarskjárinn er allur á rúi og stúi í hafís og menn verða að sigla í krákustigum. Þegar þessi jaki brotnar í sundur, verður vissast að sniðganga svæðið algjörlega." Nýtt sjóslys? Margir óttast að Atlantic-24 muni valda nýju alvarlegu sjóslysi af völdum hafíss, en það síðasta varð er skemmti- ferðaskipið Maxim Gorki fékk gat á síð- una nærri norðurskautinu fyrir tveim- ur árum með 600 farþega innanborðs. Árið 1912 sökk Titanic í jómfrúrför MjmL msrmsm mmw London Regency Hotel 6 dagar/5 nætur og 8 dagar/7 nætur. Brottför29. nóvember frá Keflavíkurflugvelli kl. 9:0$. Komutími til London kl. 12:00. Akstur frá flugvelli að hóteli þar sem dvalið verður. Gist er á Regency hótelinu, sem er fjögurra stjörnu hótel i Kensington, skammt frá Kensington High Street. Þar er m.a. að finna hið heimsþekkta vöruhús Harrods, auk fjölda veitingastaða. Flug heim 4. og 6. desember. VerO pr. mann itvibýli ifimm nætur 45.500,- Verö pr. mann í einbýli i fimm nætur 52.400.- Verð pr. mann i tvibýli ísjö nætur 52.700.- Verð pr. mann i einbýli i sjö nætur 64.600.- Innifalið í verði: Flug og gisting með morgunveröi, akstur milli flugvallar og hótels erlendis. Ekki innifalið: Flugvallarskattur, kr. 1.250.-, forfallatrygging kr. 1.200.- Verð miðað við gengi 10. september og staðgreiðslu. /Ö ■y&íöi, ■ SamvhimilerúirLaiiilsfii Reykjavik: Austurslræti 12. s 91-691010. Innanlandsferðir. s 91 -691070 postfax 91-27796. telex 2241 Hotel Sogu vióHagatorg. s 91 -622277 postfax 91 -623980 Akureyri: Skipagotu 14. s 96 27200 postfax 96-27588 telex 2195

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.