Tíminn - 02.11.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.11.1991, Blaðsíða 6
6 HELGIN Laugardagur 2. nóvember 1991 „Ég ætla samt ekki að breyta einum staf í þessu“ iLnan skamms kemur út hjá bókaútgáfunni Hildi bókin „Þá rauð- ur loginn brann“ eftir Harald Jóhannsson hagfræðing. Hér er um að ræða viðtöl er höfundur tók við ýmsa framámenn í verkalýðs- málum á fyrri árum og er þar margt forvitnilegt að finna er kemur á óvart. Þess á meöai er viðtal við Finnboga Rút Valdimarsson, sem Haraldur tók á efri árum viðmælandans. Þaö er síðari hluti viðtals- ins er hér birtist og er þar varpað nokkru ljósi á það, hví Alþýðu- flokkurinn stóð gegn því að Jónas Jónsson yrði forsætisráðherra í stjórn þeirrí er Framsóknar- og Alþýðuflokkur mynduðu 1934. — Þú varst kominn f skóla á Akureyri, þegar við hurfum síðast frá. ,Á Gagnfræðaskólanum á Akureyri var ég veturinn 1921-1922.“ — Og síðan á Menntaskólanum í Reykjavík? „í þrjá vetur, en efsta bekkinn las ég utan skóla, því ég var þá illa haldinn af brjósthimnubólgu og varð ég stúdent 1927, en ekki fyrr en um haustið. Að prófum loknum kallaði Geir gamli Zoéga rektor mig til sín til að taka við prófskírteininu, og sagði hann mér að ég hefði tekið eitt haesta prófið frá 1904. Að lyktum sótti hann portvíns- flösku og sagði: „Eigum við ekki að fá okkur eitt portvínsglas?" Var það síð- asta sinn sem hann útskrifaði stúdent, hann dó um veturinn. Hvort sem sú var ástæðan var prófs míns ekki getið í ársskýrslu Menntaskólans í Reykjavík. Mörgum árum síðar, þegar eftir því var tekið, vildi Einar Magnússon rektor leiðrétta það, en ég bað hann að láta það eiga sig.“ — Bjami Benediktsson forsætisráð- herra mun hafa verið í bekk með þér? „Við vorum miklir kunningjar og við Sveinn líka." — Hafði Bjami Benediktsson þá mót- aða skoðun á stjómmálum? „Nei, hann var enn óráðinn. En hann var mikill aðdáandi Bismarcks, sem fylgdi nú ekki einvörðungu fram aftur- haldsstefnu heldur beitti sér líka fyrir ýmsum félagslegum umbótum." — Dáði Benedikt faðir hans ekki Þýskaland? „Jú, það gerði hann og Bjami frá Vogi líka. Ég vil rifja það upp að við Bjarni Benediktsson stóðum fýrir dálitlu upp- þoti í 5. bekk 1925. Áður fyrr hafi það verið hefð að gefa skólapiltum frí á setningardegi Alþingis. Sennilega frá þeim tíma er fundir Alþingis voru haldnir í húsi skólans. Þá hefð vildum við endurvekja, en beiðni okkar um skólafrí var synjað. Við Bjami skrópuð- um samt og fómm á áheyrendabekki Alþingis. Var okkur hótað brottrekstri og hafði jafnvel verið tekin ákvörðun um það, en við fómm til Bjarna frá Vogi. Hann var gamall kennari og skildi okkur vel. Talaði hann við Jón Magnússon forsætisráðherra, en hann átti nú mikið undir stuðningi Bjarna." Haraldur Jóhannson hag- fræðingur. — Þetta er skemmtileg saga. „Ég varð heimilisvinur hjá þessu fólki og vei kunnur Baldri Sveinssyni, bróð- ur Benedikts, en Pétur Benediktsson var hálfgerður uppeldissonur hans. Baldur var eiginlega ritstjóri Vísis, þótt hann skrifaði fremur lítið. En þegar hann var reiður skrifaði hann manna Hluti viðtals við Finnboga Rút Valdimarsson úr nýrri bók Haraldar Jóhannsson- ar hagfræðings „Þá rauður loginn brann“ best. Hann var guðfræðingur að mennt. í Kanada hafði hann verið nokkur ár og kynnst vel Stephani G. Stephanssyni. Baldur bjó á Laugavegi 66, en Benedikt á Skólavörðustíg 11, þar sem Þorbjörg Sveinsdóttir, systir Benedikts þingskömngs nafna hans, hafði áður búið.“ — Fórstu í Háskóla íslands? „í lögfræði, en þá tvo vetur sem ég las lög var ég Ifka þingskrifari." — Þú hefur þá kynnst þingmönnum? ,Já, nær öllum. Mér er minnisstæður Tryggvi Þórhallsson, síðar forsætisráð- herra. Hann var aðsópsmikill og góður fræðimaður. Eitt sinn er ég hafði ritað upp ræðu eftir Jóni Þorlákssyni, fékk ég þau boð frá honum að koma og tala við hann. Ég bjóst við illu, en hann sagði: ,Ja, ég er nú ekki alveg viss um að ég hafl komist nákvæmlega svona að orði eins og þú hefur skrifað, en ég ætla samt ekki að breyta einum staf í þessu." Jón Þorláksson var hægur í öllu sínu fasi og bar ég mikla virðingu fyrir honum." — Skrifaðir þú blaðagreinar á þessum ámm? „Stundum lék ég mér að taka saman greinar um innlend efni, m.a. íslands- banka. Ég kynnti mér dálítið rekstur bankanna frá 1904 — og ég vil bæta því við að all nokkmm ámm síðar setti ég reikning bankanna fram til 1930 í form sem Þjóðabandalagið hafði látið gera og fannst mér þá um of hafa verið hallað á íslandsbanka. Sannleikurinn er sá að gengishækkun Jóns Þorláks- sonar var komin langt með að setja togaraflotann á hausinn." — Þar kann hann að hafa fetað í fót- spor Winstons Churchill. „Eiginlega áttaði TVyggvi Þórhallsson sig einn manna á gengismálunum, hafði til þess vit og kjark. Ég bauð hon- um að skrifa um þau í Alþýðublaðið, en hann þáði það ekki. Eins og þú veist hefur hlutunum verið komið svo fyrir í verkalýðshreyfingunni að ekki má nefna orðið gengislækkun. En lækkaði Roosevelt ekki gengið um 25% 1934?“ — Þú fórst til Genfar til náms 1928? ,Já, í alþjóðarétti og fékk til þess heið- ursstyrk bundinn hæstu einkunnum. Það var óhemjulega dýrt í Genf, en ég átti þar fróðlega dvöl og kynntist starf- semi Þjóðabandalagsins.“ — Lagðir þú líka stund á alþjóðamál? ,Já, ég lagði mig eftir þeim. Að nokkm þess vegna las ég á næstu ámm í nokkmm helstu höfúðborgum álf- unnar, París, Róm og Berlín." — Þú hefur orðið sjónarvottur að uppgangi nasismans í Þýskalandi? „f síðari umferð forsetakosninganna 1932 í april hlaut Hitler hálfa fjórtándu milljón atkvæða, þótt Hindenburg væri kosinn, og þremur mánuum síð- ar, í júlí, var stjóm sósíaldemókrata í Prússlandi steypt og varð þá ekki um villst hvert stefndi. í kosningunum í janúar 1933 fékk Hitler þó ekki hrein- an meirihluta, heldur þurfti að styðjast við þjóðemissinna." — Kynntist þú nokkmm mönnum í þeim hræringum? „Ég varð vel málkunnugur Hans Frit- sche, þá þýskum þjóðemissinna, þó ekki nasista, en hann skrifaði mjög vel um alþjóðamál. Nasistum varð hann síðar handgenginn og varð forstöðu- maður útvarpssendinga útbreiðslu- málaráðuneytisins undir Göbbels og loks einn sakbominganna í Númberg, en var þar sýknaður af öllum ákæmm." — Komstu heim 1933? „Já, og þá um haustið beittum við Sig- fús Sigurhjartarson okkur fyrir stofn- un Alþýðuskólans, sem starfaði fram til 1942.“ — Og þú tókst við ritstjóm Alþýðu- CAB bensin kr. 1.782.000 dísil kr. 1.875.000 Stgr.verð með ryðvðrn og skráningu SPORTSCAB bensín kr. 1.641.500 » án vsk. kr. 1.318.500 h » dísil kr. 1.750.000 an vsk kr. 1.405.000 rr».ed rydvörn í samvinnu við Bílabúð Benna bjóðum við næstu daga upphækkaða Isuzu bíla með skemmtilegum sérbúnaði á kr. 130.000 kynningarafslætti LE Li _ ISUZU er hörkufínn jeppi, aflmikill með fjórhjóladrifi, mjúkri fjöðrun og einstaklega rúmgóðu og vönduðu farþegarými. Komdu strax og prófaðu gripinn og finndu muninn. j Sérbúnaður: — 5" upphækkun — Brettakantar úr gúmmíi — Gangbretti úr áli — B.F. Goodrich 32" dekk — 15x10“ álfelgur — Ljósabogi á topp með 2 Ijóskösturum — Grind með 2 Ijóskösturum að framan — Slökkvitæki og sjúkrakassi — Warn M6000 spil s: 67 00 00 / 67 43 00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.