Tíminn - 02.11.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.11.1991, Blaðsíða 10
10 HELGIN Laugardagur 2. nóvember 1991 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Dvergur, einsetukona og hengdur hundur Nelson var fríðsæll lítill iðnaðarbær þar sem allir þekktu alla og treystu öllum. En þá kom til bæjaríns vanskapaður dvergur, sem var reiðubúinn til að myrða gamlar konur fyrir peninga. Ruth Clarkson ásamt eina vini sínum, hundinum Roy. Bærinn Nelson hvílir í botni Ribbledals í skugga Pendlehæðar í Lancashire á Bretlandi. Skorstein- amir á spunaverksmiðjunum gnæfa þar til himins. Verkamennirnir, sem bjuggu þarna árið 1936, unnu hörð- um höndum fyrir lifibrauði sínu, en voru glaðlyndir og heiðarlegir. Rán voru óþekkt fyrírbrigði, þrátt fyrir að fæstir hefðu fyrir því að læsa úti- dyrunum hjá sér. Nágrannarnir röltu við hjá hver öðrum til að skipt- ast á slúðursögum, öllum var treyst. Enda áttu fáir nokkuð sem hægt var að öfunda þá af, hvað þá eitthvað sem var þess virði að stela því. Auðug tötrughypja Þar var fröken Ruth Clarkson und- antekning, þótt varla væri hægt að leiða að því getum eftir útliti henn- ar. Hún gekk eins og beiningamaður til fara, en samt sem áður átti þessi sjötuga piparjómfrú eignir við Tóm- asarstræti og „antik“ skartgripi sem voru nægilega dýrmætir til að fyrir andvirði þeirra hefði hún getað keypt húseignir nágranna sinna mörgum sinnum. Þessi gamla arg- intæta hafði litla þörf fyrir mannleg- an félagsskap og lét sér nægja vin- áttu hundsins síns Roy. En einhver hlýtur að hafa vitað af eignum henn- ar, því einhvern tíma á milli föstu- dagsins 19. júní og mánudagsins 22. sama mánaðar 1936 var gamla kon- an barin til bana á heimili sínu og eigum hennar rænt. Dvergurinn kemur til sögunnar Fyrsta vísbendingin um að ekki væri allt með felldu í Iitla bænum kom á mánudeginum þegar Bracewell Morville kom á lögreglustöðina og skýrði frá því að vanskapaður dverg- ur væri að falbjóða stolna skartgripi í bænum. Og hann bætti því við að dvergurinn hefði kálað hundi þegar hann var að stela skartgripunum. Lögreglan fékk vitanlega strax áhuga á málinu og þegar voru send- ir menn út af örkinni til þess að fá staðfestingu á sögu Morvilles. Veðmangarar bæjarins könnuðust strax við að einkennilegt „smá- menni" hefði verið að reyna að losa sig við verðmæta skartgripi. Þeir sýndu lögreglunni þá gripi sem þeir höfðu keypt af dvergnum. Augljóst var að seljandinn hafði ekki kunnað að meta hversu dýrmæta gripi hann hafði undir höndum, en sumir þeirra voru afar fágætir. Tveir óeinkennisklæddir lögreglu- menn héldu nú til Claytonstrætis nr. 56, eftir að fyrirspurnir höfðu leitt í ljós að líklegasta fórnarlamb ráns eins og hér var um að ræða væri frk. Clarkson. Þeir komust aö því að gamla frökenin hafði ekki sést á göngu með hundinn frá því föstu- deginum áður. Konan, sem bjó við hliðinni á frk. Clarkson, sagðist þó hafa séð hana, þó svo að hún hefði ekki talað við hana. Sú gamla var lít- ið fyrir að standa í kjaftatörnum við nágrannana. Það haföi þó vakið at- hygli nágrannakonunnar að um hálsinn hafði hún haft úr í langri keðju sem stungið var undir streng- inn á pilsinu hennar. Hún sagði líka að hundurinn, sem yfirleitt gelti að öllu sem hreyfðist, hefði verið óvenjulega þögull. Hún sagðist ennfremur nýlega hafa sagt við eina nágrannakonu þeirra: „Ég heyri Ruth iðulega hósta á nótt- inni. Hún gæti dáið án þess að nokk- ur hefði minnsta grun um það.“ Lögregluna fór nú að gruna margt þegar þessar upplýsingar voru fengnar. Þeir héldu til heimilis gömlu konunnar, börðu þar að dyr- um og kölluðu á hana, en fengu ekk- ert svar. Bakdyrnar voru að vísu læstar, en báru merki um innbrot. Nágrannar gömlu konunnar, sem höfðu fylgst með árangurslausum tilraunum lögreglumannanna, gáfu þeim nú upp nafn og heimilisfang frænku hennar, Edith Edmondson. Sérvitur í meira lagi Edith Edmondson staðfesti það að frænka hennar hefði átt talsvert af dýrmætum skartgripum, en sagði jafnframt að gamla konan opnaði ekki fyrir neinum, ekki einu sinni ættingjum sínum. Hún sjálf hefði til að mynda ekki komið inn á heimili frænku sinnar í 15 ár, þó svo að þær hefðu alltaf haldið sambandi. Hún sagði að frænka sín hefði komið að heimsækja sig fyrir um það bil tveimur vikum og þá virst vera við góða heilsu. Það, sem henni fannst einkennilegast, var að hundurinn skyldi ekki hafa gelt þegar lögreglan barði að dyrum. Edith Edmondson hélt áfram að lýsa sérvisku frænkunnar: „Hún hef- ur alla tíð verið sérviskuleg í háttum og það hefur aukist frekar en hitt eftir að vinkona hennar, Jane Riley, féll frá. En vera kann að hún hafi ekki opnað fyrir ykkur af því þið er- uð ekki einkennisklæddir." Nú var ákveðið að Edith Edmond- son færi með lögreglunni heim til frk. Clarkson til að reyna að lokka gömlu konuna til að koma til dyra. Þegar lögreglumennirnir og Edith komu til baka sást engin hreyfing, nema hvað gardínur nágrannanna hreyfðust þegar þeir voru að fylgjast með gangi mála. Lögregluforinginn hikaði nú ekki lengur, en gaf liðs- mönnum sínum fyrirskipun um að sparka upp bakhurðinni. Rotinn ruslahaugur Lögreglumennirnir voru engan veginn undirbúnir undir það sem mætti þeim inni í húsinu. Fjallháir staflar af gömlum fötum og tuskum huldu nær allan gólfflötinn. Tómar niðursuöudósir, ónýt húsgögn og bunkar af gömlum dagblöðum voru út um allt og allt var ólýsanlega óhreint. Mýs nutu lífsins í rotnandi matarleifum sem voru alls staðar í eldhúsinu. Lögreglumennirnir gengu um hrasandi í draslinu og gengu loks fram á lík frk. Clarkson í miðri óreiðunni. Hún var klædd í slíka larfa að erfitt var að greina hana frá draslinu umhverfis hana. Einn lögreglumannanna fann blóð- ugt felgujárn við hlið líksins. Þrátt fýrir hina gífurlegu óreiðu urðu lögreglumennirnir að rann- saka vettvang eins og við varð kom- ið. Skúffur höfðu verið dregnar út og innihaldi þeirra dembt saman við ruslið sem fyrir var. Blóðslettur voru upp um alla veggi. Ekki var neina skartgripi að finna, ekki einu sinni á líkinu. Lögreglumenn, sem höfðu olnbog- að sig gegnum draslið upp á efri hæðina, fundu maðkétið hræið af hundinum í gömlu rúmi. Hann hafði verið hengdur við rúmstöpul- inn. Réttarlæknirinn, sem fékk það óyndislega verkefni að kryfja líkið, sagði að konan hefði verið myrt tveim til þrem dögum áður. Það voru merki um sautján þung högg á höfðinu, sem hvert og eitt hefði get- að reynst banvænt, höggin höfðu verið veitt með bitlausu áhaldi. Mar- blettir voru á vinstri öxl, handleggj- um og höndum. Mörg höfuðbein voru illa brotin. Báðar hendur hennar voru brotnar og marðar, sem leiddi getum að þeirri baráttu sem hún hafði háð fyrir lífi sínu. Hund- urinn hafði látist af völdum heng- ingarinnar, fremur en af þeim ruddalegu spörkum sem hann hafði hlotið er hann var að reyna að verja eiganda sinn. Þegar lík frk. Clarkson var flutt í líkhúsið, var fatnaðurinn, sem hún var, í skráður: Tvær bættar gabardínkápur, gamalt grátt prjóna- sjal, blóðugur bómullarundirkjóll, svart magabelti og rauð flónelsnær- skyrta. Hún var nærbuxnalaus. Max Haslam var auðþekktur hvar sem hann fór og það kom honum í gálgann. Dvergurinn handtekinn Lögreglan var ekki lengi að hafa uppi á dvergnum — lýsingin á hon- um auðveldaði það. Hann veitti enga mótspyrnu við handtökuna. Hann kvaðst heita Max Mayer Has- lam og vera 23 ára gamaíl. Hann hélt því blákalt fram að hann hefði átt skartgripina árum saman og hefði aldrei heyrt minnst á frk. Clarkson, hvað þá komið heim til hennar. Þar sem lögreglan hafði sitt af hverju í höndunum, var hún ekki reiðubúin að trúa sögu Haslams. Maður, sem leigt hafði húsnæði ásamt Haslam um tíma, skýrði frá því að Haslam hefði svo sannarlega vitað um tilvist gömlu konunnar. Hann hefði talað um hana er þeir sluppu úr fangelsi rúmum mánuði fyrir morðið, sagt að hún væri frænka sín og að hann ætlaði að biðja hana um fjárhagsaðstoð. „Ef hún gefur mér ekki peninga, skal hún fá að kenna þannig á því að hún iðrist,“ hafði hann gortað. „Hún er bölvaður nirfill og það er kominn tími til að hún rétti mér hjálparhönd. Það eina, sem hún hef- ur áhuga á, er þetta hundkvikindi." Saga sambýlismannsins nægði lög- reglunni. Haslam var kærður fyrir að hafa haft stolna skartgripi undir höndum, svo unnt væri að halda honum áfram. Á meðan hóf lögregl- an að kanna ævi- og glæpaferil hans. Haslam hafði fæðst inn í stóra fjöl- skyldu árið 1913. Sem barn þjáðist hann af beinsjúkdómi sem kom í veg fyrir að hann gæti gengið fyrr en hann var 9 ára. Sem fullorðinn mað- ur náði hann aðeins 130 sm hæð, sem jók enn á biturleika hans. Árið 1934 var verksmiðjunni, þar sem hann hafði starfað sem handlangari, lokað og þar með hófst afbrotaferill hans. Þegar Haslam var orðinn atvinnu- laus, fór hann að reyna að sjá fyrir sér með þjófnaði, en náðist og var dæmdur í sex mánaða fangelsi. En fangavistin hafði ekki mannbætandi áhrif á hann og eftir að hann losnaði flutti hann til Nelson. Þar komst hann í kynni við menn sem áttu eft- ir að verða honum að falli. Tortryggnir félagar James Davieson, sem hafði leigt með Haslam við Vernonstræti, skýrði frá því að hann og Thomas Barlow hefðu kynnst dvergnum í júníbyrjun 1936. Á einni af mörgum gönguferðum þeirra félaga höfðu þeir rekist á frk. Clarkson þar sem hún var á göngu með hundinn sinn. Barlow hafði sagt: „Sjáið þessa skít- ugu kerlingu og hún er moldrík." „Hvernig veistu það?“ hafði Haslam sagt og sýnt málinu greinilegan áhuga. „Eg átti einu sinni heima í ná- grenni við hana,“ sagði Barlow. „Mér finnst hún nú ekki beinlínis auðsældarleg," sagði Davieson og frá hans hálfu var málið útrætt. Nokkrum dögum síðar, þann 15. júní, voru þeir félagar enn á göngu þegar Haslam lét skyndilega í ljós ákafa löngun til að eignast felgujárn. Hann snaraðist inn í járnvöruversl- un og kom út aftur skömmu síðar með járnið, ánægður með sjálfan sig. Næst hittust þeir kumpánar þann 19. júní. Haslam kvartaði undan því að geta ekki greitt leiguna og átti von á því að verða hent út þá og þeg- ar. Síðan lýsti hann því yfir að hann ætlaði að kanna markaðinn. Hann sagði þetta á þann hátt að félögum hans skildist að þeim væri ekki ætl- að að slást í förina. Þar sem þá grun- aði að Haslam ætlaði að fara að vinna í „lausamennsku", ákváðu þeir að fylgjast með ferðum hans. Þeir eltu hann og sáu þegar hann barði að dyrum hjá frk. Clarkson og sáu hann síðan fara á bak við húsið. Þeir yfirgáfu þá staðinn til þess að hann kæmi ekki auga á þá. Nckkrum klukkustundum síðar hittust þeir aftur í miðbænum. „Það var ekkert að hafa á markaðn- um,“ sagði Haslam í óspurðum fréttum og Barlow og Davieson litu hvor á annan, fullvissir um að hinn smávaxni félagi þeirra væri að segja þeim ósatt. Vænkast hagur Strympu En innan sólarhrings varð það lýð- um ljóst að hagur Haslams hafði batnað. Hann spurði félaga sína hvar hann gæti selt skartgripi og skýrði jafnframt frá því að hann hefði þurft að drepa hund til að koma höndum yfir þá. „Ég hengdi hann og stakk svo í hann með skrúfjárni til að gá hvort hann væri ekki örugglega dauður." Hann lýsti húsinu sem hann hafði brotist inn í, sagði að þar hefði allt verið grútskítugt og helst minnt á ruslahaug. Síðar þegar Barlow og Davieson stungu upp á því að þeir skryppu á hótelbarinn og fengju sér í staupinu, færðist Haslam undan, óttaðist að einhver kynni að taka eft- ir hinum nýfengnu auðæfum hans. Davieson minntist þess að Haslam hafði þvegið fötin sín um kvöldið og sagt: „Veistu hvar ég get losað mig viö lík?“ Barlow hafði einnig verið spurður einkennilegra spurninga og verið boðin 200 pund ef hann aöstoðaði Haslam við að losna við lík. „Ég kál- aði kerlingu," sagði Haslam hinn ró- legasti. Barlow og Davieson ákváðu að kæra vin sinn fyrir lögreglunni áður en þeir sjálfir flæktust í málið, en urðu of seinir. Haslam var kom- inn í yfirheyrsluherbergi lögregl-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.