Tíminn - 02.11.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.11.1991, Blaðsíða 8
8 HELGIN Laugardagur 2. nóvember 1991 Saga til næsta bæjar Heyskurður og heimaslátrun verður leikur einn með Alligator söginni frá Black & Decker. Hún er öflug, fljótvirk og handhæg og vegur bara 4 kg. #BLACKSlDECKER wÆfiðátDr Ómissandi gripur á hverju sveitaheimili. Sölustaðir um land allt. SINDRI - sterkur í verki Hengdra manna sögur THE TBIAL AHD EXECTOTION MARTIN CLINCH &'SAMUEL MACKLEY, Bæklingur ætlaður til torgsölu í tilefni af aftöku tveggja morðingja árið 1787. Opinberar aftökur voru þá aflagðar í Lundúnum fyrir fjórum árum. Á 18. öld lá heng- ingardómur við fleiri afbrotum en talin verða í fljótu bragði Benjamin Stevens var miðaldra skó- smiður í London. Hann átti konu sem gefln var fyrir að „snafsa sig“, eins og það er orðað, í tíma og ótíma. Dag einn árið 1745 kom hún heim og var þá búin að eyða öllum peningum er til voru á heimilnu og voru varia miklir. Hann drap hana. Fangelsispresturinn í Newgateafangelsinu sagði dapur að þessi verknaður Stevens, Jiefði reynst illa valin lækning. Maðurinn hefði fyr- irgert bæði sál sinni og líkama af því að hann vildi ekki bíða þess tíma er guð mundi aflétta raunum hans.“ Skósmiðurinn fór í gálgann. Sögu hans er að finna í nýútkominni bók, „Gálgamenn Lundúna" (The London Hanged) eftir Peter Linebaugh. Sagan er dæmigerð fyrir það fólk sem fór í gálgana í Tybum. Eins og höfúndur segir í bókinni, sem er gagnmerk at- hugun á kjörum fólks í ensku höfuð- borginni á 18. öld, þá var það ekki fyrst og fremst undirheimalýðurinn, ieigu- morðingjar, útlagar og önnur úrhrök, sem dæmdir voru til lífláts. Þetta voru einkum almennir verkakarlar og kon- ur, sem lífið hafði leikið grátt, var at- vinnulaust eða í skuldabasli eða hafði blátt áfram fallið fyrir einhverri freist- ingu. Þetta ætti höfundurinn, Line- baugh, að vita, en hann hefúr kynnt sér sögu 1200 einstaklinga er í gálgan- um lentu. Þó var Stevens skósmiður meðal und- antekninganna, því hann hafði framið manndráp. Það voru einkum smá- glæpir sem komu mönnum í gálgann á þessum tíma: vasaþjófnaður, hnupl frá nágrönnum og þó einkum frá vinnuveitendum. Tugir voru aflífaðir og þúsundir kaghýddar eða fluttar til nýlendnanna fyrir að hafa stungið af með tusku frá skraddaranum er þeir þjónuðu, naglaúrskipasmíðastöðinni, vasafylli af tei eða sykri úr byttunum sem þeir unnu við að afferma á Temp- sánni. Aðrir, einkum konur, hlutu refs- ingu fyrir að hafa hirt eitthvað er — svo að segja—hafði fallið af flutninga- kerrum á götunum. Þótt auðvitað skaðaði slik iðja versl- unina og fyrir þetta þyrfti að hegna, er öll sagan ekki sögð þar með. Hefð var fyrir því að á vinnustöðum væri ekki að því fúndið þótt starfsliðið hirti ýmsa af- ganga. Slíkt gat bætt léleg laun ögn, iaun sem gjama vom ekki borguð nema eftir dúk og disk, stundum mán- uðum síðar en þau skyldu greiðast En er komið var fram undir miðja 18. öld- ina var tekið — eins og Linebaugh bendir á — að gera slíka hirðusemi að glæpsamlegu athæfi. Þetta voru þenslutímar og nokkurs- konar „thatcherismi" lá í loftinu. Pen- ingar skiptu öllu máli, græðgin taldist af hinu góða og drjúgar summur féllu í vasa þeirra er nokkuð áttu undir sér, BORGARTÚNI 31 • 105 REYKJAVÍK • 62 72 22 tækniskóli t íslands Höfðabakka 9, 112 Reykjavík, s. 91- 814933 auglýsir eftir umsóknum um starf deildarstjóra á bókasafni. Miðað er við ráðningu í starfið 1. janúar 1991. Um- sækjendur þurfa að hafa lokið prófi í bókasafns- fræði. Starfið felst í daglegum rekstri safnsins, öflun að- fanga og samskiptum við aðila innan og utan skól- ans. Um er að ræða áhugavert starf við bókasafn, sem er í örri þróun. Umsóknir ásamt afritum prófskírteina og staðfest- um upplýsingum um fyrri störf berist undirrituðum fyrir 15. nóvember 1991. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags bóka- safnsfræðinga. Reykjavík 25. október 1991. Rektor if Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Unnur Tryggvadóttir verður jarðsett frá Kópavogskirkju mánudaginn 4. nóvember kl. 13.30. Lillý Jónsdóttir Erlendur Guðmundsson Margrét Björnsdóttir Kristján Leifsson Sigríður Bjömsdóttir Reynir Pálsson Hanna Bjömsdóttir Sighvatur Eiefsen barnabörn og barnabamabarn ~T KAWECO r haugsugur Mjög vel útbúnar: • Zinkhúðaður geymir • 800 lítra dæla • Hliðarventili • Stór hjól • O.m.fl. Hinar vinsælu KAWENCO haugsugur 3000 til 12500 lítra Fáanlegar með 4 hjólum og með fyllilúgu á toppi Mjög hagstætt verð og greiðslukjör Járnhálsi 2 . Sími 91-683266.110 Rvk . Pósthólf 10180

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.