Tíminn - 02.11.1991, Blaðsíða 12

Tíminn - 02.11.1991, Blaðsíða 12
HELGIN Laugardagur 2. nóvember 1991 r 12 „Hvað á barnið að heita?“ Meginreglur um mannanöfn * Hverju bami skal gefa íslenskt eiginnafn. * Hver maður á að kenna sig til föður eða móður eða má bera ættamafn ef hann hefur rétt til þess. * Enginn má taka upp nýtt ættamafn hér á landi. Eiginnöfn * Hverjum ber skylda til að gefa barni nafn? Þeim sem hafa forsjá bams (fyrst og fremst foreldrum). * Hvað mega nöfnin vera mörg? Ekki fleiri en þrjú. Þá em ný lög um mannanöfn gengin í gildi og út komið kver af því tilefni þar sem talin eru upp löghelguð nöfn, en nú má skíra eina manneskju allt að þrem nöfnum. Ættu því enga að henda slys á borð við það er gerðist hér hér í dentíð, er stúlka var skírð eftir prentvillu. Þeim, er ekki þekkja þá sögu, skal sögð hún hér: Ein biblía vorra var þýdd úr þýsku — og varla sú eina — og henti þýð- andann það slys er hann rakti söguna af þeim atburði er dótt- ir Faraós fann bamið Móses í sefgrasinu að hann misskildi þýska orðið ,jedoch“, sem þýð- ir „þrátt fyrir“ eða „eigi að síð- ur“. Hélt hann að þetta væri nafn stúlkunnar og hét hún því Jedokka í þýðingunni. Ein- hverjum leist svo vel á nafnið, eins og menn síðar hafa hrifist af nöfnum útlendra kvikmynda- gyðja og fegurðardísa, að hann skírði dóttur sína eftir prentvill- unni. Með prentvilluna varð konan svo að burðast ævina á enda, hvort sem hún nú varð löng eða skömm. Fleiri skrýtin nöfn þekkja menn frá fyrri tíð — Lofthænu og Líkafrón, Betúel og Dósóþe- us og þar fram eftir götunum. Einkum munu Vestfirðingar hafa verið uppáfinningasamir í þessu efni og mun rímnakveð- skapurinn hafa verið helsta upp- sprettulindin. Fyrir svo sem tveimur áratug- um gekk viss nýbylgja yfir í nafnagift. Menn risu upp gegn Dollýum og Anníum stríðsára- rómantíkurinnar og fóru á ný að seilast aftur í tímann eftir nöfnum. En nú var hlaupið yfir rímnakveðskaparskeiðið og ekki numið staðar fyrr en í íslend- ingasögunum, Eddunum og goðafræðinni. Skósveinar og fylgimeyjar heiðinna guða, sem og allra handa vættir, endur- holdguðust ákaft í vissum skiln- ingi. Engan skal styggja með því að hafa yfir einhver dæmi, en hver lesandi fyrir sig mun þekkja þau. Sum eru þessi nöfn reyndar falleg og hljóma snot- urlega, en þau gera það ekki öll. Mörg eru skelfing stirðbusaleg og gera þann hreint gáttaðan sem heyrir fólk segjast heita þetta. Stundum eru þessi óhræsis nöfn tvö saman gefin sömu manneskju. Ekki hafa all- ir foreldrar verið svo miskunn- samir að skíra börn sín ein- hverju blátt áfram nafni að auki til að skýla sér á bakvið, en hafa þóst vissir um að einstakling- urinn mundi verða jafn ánægður með nafn sitt og þau sjálf fyrir hans hönd. Slíkt er auðvitað í meira lagi vafasamt og hafa dæmin sannað það. Það er engin bót fyrir fólk sem er vansælt með nafnið er það ber, þótt það eigi sér dæmi aft- ur á dögum Óðins eða Gunn- ars á Hlíðarenda. En tískan er söm við sig og nú hefur aftur dregið úr skrýtilegheita nöfnum. Tví- nefni eru algeng og seinna nafn gjarna stutt og laggott, sem er ágætt, þótt það leiði til nokkurrar einhæfni. Líklega er sá siður ágætur að skíra í ætt sína, eftir föður eða móð- ur, afa og ömmu. Þannig við- helst nokkur fjölbreytni í nöfnum með þjóðinni, því vel boðleg nöfn deyja ekki út, þótt þau séu ekki tískunöfn. Vafa- samari eru draumanöfnin. Ný- lega heyrði ég um mann sem var skírður Sindri eftir hesti á heimilinu sem móður hans hafði dreymt. „Gott var að hana dreymdi ekki Mósa,“ sagði ein- hver, en á bænum var líka hest- ur með því nafni. En nú eru semsé komin út nafnalög og öllum möguleikum á slíkum slysum þar með af- stýrt. Gettu nú Síðast sáum við hér í dálkinum félagsheimilið að Laugarhóli í Bjarnar- firði í Strandasýslu. Þá sjáum við þéttbýlis- kjarna á Suðurlandi. Hér hafa verið haldin mörg og merk sveita- böll, sem margir minn- ast og sakna. KROSSGÁTA I n/4 500 O , i #••• FiSKAR' ElNN GRÓr SMÍÐl • • —■ 1 r— onic TftlftR Nó'KT- ftND I 1 D$K ! | ' 1 » f rTPS fí TJ- JURT E/NS RÓvr f /T W\ 9 . M'fiL ! 2 m TOTT- AÐl M£KGí> lÚMúR- LYUD 1 STfcÐ I HEÐ- FC-RÞ i 3 k ElNS UftND W / H'f\L slc'ra N'ftNft 1 i í ! i zi k.. 3/r- KE-W LFNUÐ ÚTfíTl 4 1 L'óTÆB] LfítJO Vft-RD - ftUD) j YE6&0R 5 ! i 1 i i 5 D/INÍS BIT oL iW" - 4 -—5*- (d r * > i 50 * þ ÓTT % KORr? • f/ElT- u/J STÓ R - VE.1D( re-Lt>i - VlVUR r ll- i -j l sSG R 0-9 L 50 0 ▼ í 7 LOJ mt TUl - HLJ. Fast HíLPNt UR TlTILL /3 EíNS i 9 í i 8 I ? l;kT PL(\T~ Sft&T ftUMT 40 HÖHER 6RÍN SfíLft ' 1 ! — i ** YÉT/V/ MÞfW SkorA miR JoKP HRYíSfI f /,o n 4Z P* 1 i 'ftTT í ^ SflMT. DÝF, TWV UN pytfi Jfí si >éN ÍKUMF/ mAR I | 5EFN 8 i j | " 50 r f\k 7YA mm 6ÍRE/N K>/eN- orni j KU5K yooo 9 «ALA risKfl SDJRS - M'ftL ’fisk 1 J i $KIP ‘Í i /2 Fv/?sr- UPs í TLEiRT. PflN/S SflNVT. 15 l Ne NN XÍLÓ - nerxi ■ . . ■ // 7KIÐ sp/L i I í 1 ? V < —> ' j * —> 1 1 » ftUÞfi • — j 9 4 I » riMM 5 • • • • prw i SÐK6, • i 1 I I /V i i L 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.