Tíminn - 09.11.1991, Qupperneq 4
4 Tíminn
Laugardagur 9. nóvember 1991
UTLOND
Bandarísk þingnefnd yfirheyrir háttsettan Víetnama:
ENGIR BANDARISKIR
STRÍÐSFANGAR Á LÍFI
Háttsettur Víetnami, sem flúði foðurlandið, sagði þingnefnd Bandaríkja-
þings í gær að það væru engir bandarískir stríðsfangar á lífl í Víetnam.
,í)g get alveg fúllyrt að það eru engir
hermenn sem týnst hafa í bardaga, eða
stríðsfangar, á lífi í Víetnam í dag,“
sagði Bui Tin, sem kynnti sig sem fyir-
um talsmann norður-víetnamska
hersins við yfirheyrslur hjá þingnefnd
öldungadeildarinnar.
f Washington er listi yfir 2.273 banda-
ríska hermenn sem ennþá er saknað
eftir Víetnamstríðið. Bandaríkjamenn
segja að viðskiptaþvingunum verði
ekki aflétt eða eðlilegt stjómmálasam-
band tekið upp við Víetnama, fyrr en
örlög þessara manna eru kunn.
Tín, sem er fyrmm ofursti í víet-
namska hemum og ritstjóri kommún-
istablaðsins í Víetnam, en býr nú í Par-
ís, sagði þingnefndinni að Sovétmenn
hefðu yfirheyrt bandaríska hermenn,
sem teknir voru til fanga. Framburð-
ur Víetnamans hefur aukið líkumar á
að jafhvel sé að finna upplýsingar í
Sovétríkjunum eða á Kúbu um her-
menn, sem týndust í Víetnamstríðinu,
einsogíVíetnam.
John Kerry, öldungadeildarþingmað-
ur og formaður nefhdarinnar, sagði að
framburður Tin væri mjög mikilvæg-
ur, því hann staðfesti orö tveggja fyrr-
um KGB- manna um að sovéskir emb-
ættismenn hefðu yfirheyrt bandaríska
fanga.
Víetnömsk dagblöð sögðu frá því í
gær að rannsóknarmenn, bæði frá
Bandaríkjunum og Víetnam, hefðu
ekkert fundið sem sýndi fram á að í Ví-
etnam væm ennþá bandarískir her-
menn á lífi.
Nefnd með báðum aðilum er á ferð
um Víetnam, um héröðin Ha Tay og
Ha Tinh, til að kanna hvort einhvers-
staðar leynist týndir hermenn á lífi.
Reuter-SIS
Bandaríkjamenn vilja ekki taka
upp eölilegt stjómmálasamband
viö Víetnama, fyrr en Ijóst er hvað
varð um hermenn, sem týndust í
bardaga, eöa stríösfanga.
FRETTAYFIRLIT
TOCLOBAN, Filíppseyjum .
Aö minnsta kosti 5.000 manns
hafa farlst í flóöunum miklu, sem
gengið hafa yfir Filippseyjar
undanfarið. Opinberar tölur
segja að fjöldi látinna sé 3.400
manns, en talsmaður almanna-
vama sagði að meira en 2.000
manns væri ennþá saknað og
verði að telja það fólk af.
MOSKVA - Sovésk flugvél
fórst f Kákasusfjöllum I gær. Um
borö I vélinni voru 34 manns og
fórust allir. Tass-fféttastofan
sagði að flak flugvélarinnar, sem
var af gerðínni Yak-40, hefði
fundist 20 km frá borginni Da-
gestan i Makhachkala.
BEIRÚT - Sprengingar urðu f
Ameríska háskólanum I Beirút í
gær, en skólinn átti 125 ára af-
mæli. Á háskólalóðinni meiddust
8 manns, en sá staður hefur
löngum veríð múslímskum
hryðjuverkamönnum hugleikinn.
KAÍRÓ - Egypskir stjórnmála-
sérfræðingar telja að ísraelar og
Arabar hefji friðarviðræður í
Washington innan tveggja
vikna.
LAS PALMAS, Kanaríeyjar -
Lík breska fjölmiðlajöfursins Ro-
berts Maxwell, sem fannst látinn
f sjónum við Kanaríeyjar, var
flutt til Jerúsalem I gær, en þar
verður hann jarðaður. Betty, eig-
inkona hans, sagði á flugveliin-
um í Gando við brottför, að hún
væri ekki ánægð með skýring-
una á dauða hans.
HONG KONG - Vietnamskir
karlmenn böröust um og konur
grétu þegar fangaverðir fluttu
fólkið nauðugt um borð i ferju,
sem á að flytja það aftur heim
til Vietnam. Þetta er fyrsta fólk-
iö sem flutt er heim, eftir
tveggja ára veru í Hong Kong,
en bátafólkið svokallaða flúði
frá heimalandinu í von um eitt-
hvað betra. Bretar og Vfetna-
mar hafa gert meö sér sam-
komulag um að fólkið verði
sent aftur heim. í þessari ferð
fóru 57 manns.
TÓKÍÓ - Nýi forsætisráðherr-
ann þeirra Japana, Kiichi
Miyazawa, hefur lofaö að hægt
verði að fá sendar friðarsveitir
frá Japan, ef þörf verður á því
einhvern tímann. Hann ætlar
sér að taka til í stjórnmálum í
Japan.
PEKING - Kínversk hæna,
sem er þeim óvenjulegu hæfi-
lelkum búin að vera með tvö
æxlunarkerfi og fjóra fætur,
getur verpt 50 eggjum á mán-
uði. Hænan, sem ekki er ýkja
gömul, aðeins fædd fyrr á
þessu ári, byrjaði á þessu ofur-
varpi í september. Óvenjuleg
hæna hér á ferð.
Brjóstasílikon ekki
krabbameinsvaldur
í víðtækri rannsókn, sem gerð var í
Kanada, kom í ljós að líkumar á að
fá brjóstkrabbamein aukast ekki þó
að kona hafí látið stækka brjóst sín
með sílikon.
Alls tóku 11.991 konur þátt í rann-
sókninni. Þær voru á aldrinum 20-
65 og höfðu farið í brjóstastækkun á
árunum 1974-1986. í ljós kom að
aðeins 35 konur af þessum 11.991
höfðu fengið brjóstkrabbamein eftir
aðgerðina.
„Þetta er eiginlega minna en búist
var við, svo að það er ekki meiri
hætta fyrir þessar konur en aðrar á
að fá brjóstkrabbamein," segir Hans
Berkel, stjórnandi faraldursdeildar-
innar í krabbameinsstofnuninni í Al-
berta í Kanada.
Berkel sagði að þessi rannsókn væri
sú mesta hingað til. Hún væri mun
víðtækari en rannsókn sem gerð var
í Kaliforníu árið 1986 á sama efni, en
í þeirri könnun var úrtakið aðeins
fjórðungur þess sem það var í kanad-
ísku könnuninni.
Könnunin náði aðeins til þeirra
kvenna, sem hafa látið setja sflikon í
brjóst sín, en ekki þeirra sem hafa
látið svokallað Memeefni í brjóstin.
Það er mjög umdeild aðferð við að
stækka brjóstin, en Memeefni er bú-
ið til úr gerviefninu pólíúretan. Far-
ið var að nota Meme árið 1984, en
það var tekið af markaði í Kanada,
vegna ótta við að það yki hættuna á
brjóstkrabbameini.
Læknasamtökin í Kanada segja að
ekki hafi neinar vísindalegar niður-
stöður bent á að Meme yki líkurnar á
brjóstkrabbameini.
Reuter-SIS
Samtök áhugafólks um málefni Sophiu Hansen og dætra hennar í Tyrklandi gangast fyrir undirskriftasöfnun:
W
BORNIN HEIM FYRIR
Um þessar mundir gangast Samtök
áhugafólks um málefni Sophiu Han-
sen og dætra hennar í TVrklandi fyr-
ir undirskriftasöfnun meðal al-
mennings á íslandi, þar sem yflr-
skríftin er „Bömin heim fyrir jól“.
Þar er jafnframt skorað á íslensk
stjómvöld að beita sér af alefli í
þessu máli.
Undirskriftalistum verður dreift um
land allt, en nú þegar liggja frammi
listar á öllum Olísbensínstöðvunum,
auk þess sem undirskriftum verður
safnað í Kringlunni og Kolaportinu
um helgina. Þá er í athugun að boða
til opins borgarafundar um þetta mál
þar sem almenningi, sem áhuga hef-
ur á málinu, gefst kostur á að tjá sig
um málið eða sýna að öðru leyti
stuðning sinn í verki.
Sophia Hansen er ung íslensk móð-
ir, sem hefur barist fyrir því að ungar
dætur hennar komi aftur heim til ís-
lands frá Tyrklandi. Sophia og fyrr-
um eiginmaður hennar, sem er tyrk-
neskur, eru skilin að borði og sæng.
Henni hefur verið dæmt forræði
bamanna þar til lögskilnaður tekur
gildi. I júní á síðasta ári fóru systurn-
ar í heimsókn til föður síns, en að
heimsókn lokinni neitaði faðirinn að
láta þær af hendi. Þrátt fyrir úrskurð
dómsmálaráðuneytisins um skýs-
laust forræði Sophiu yfir bömunum,
hefur faðirinn neitað öllu samstarfi
og virðir að vettugi óskir hennar og
dætra þeirra um að litlu stúlkurnar
hverfi aftur heim til íslands. Auk þess
hefur hann neitað þeim mæðgum að
hittast. Sophia hefur ekki séð dætur
sínar í 17 mánuði og hefur litlar sem
engar fregnir fengið af líðan þeirra,
þar sem föðurfjölskylda barnanna
neitar einnig að eiga nokkur sam-
skipti við hana.
Forgangskrafa Sophiu er sú að hún
fái nú þegar, eða sem allra fyrst, lög-
skilnað, þannig að hægt verði að
dæma henni fullnaðarforræði bam-
anna, sem er forsenda þess að lög-
menn hennar í Tyrklandi geti rekið
þetta mál fyrir tyrkneskum dómstól-
um. Þá fyrst getur hún eygt von um
Sönglagakeppnin Landslagið
verður haldin í nóvember undir yf-
irskriftinni Landslagið 1991. Að
þessu sinni er það Ríkissjónvarpið
sem mun senda keppnina út, en
það hefur veríð í höndum Stöðvar
2 hingað til.
Alls munu 10 lög keppa til úrslita,
en fyrr í haust voru þau valin af
dómnefnd úr miklum fjölda laga
sem bárust fyrir tilskilinn tíma.
Þátttaka hefur aldrei verið meiri í
þessari sönglagakeppni, sem nú er
að fá dætur sínar heim til íslands.
Samtökin, sem stofnuð hafa verið,
em þverpólitísk samtök fólks úr öll-
um stéttum þjóðlífsins. Eftirtaldir
aðilar veita fúslega frekari upplýsing-
haldin í þriðja sinn.
Sem fyrr er það Stúdíó Stöðin sem
stendur fyrir keppninni og sér um
framkvæmd hennar. P.S. Músfk sér
um útgáfu tónlistarinnar sem í
keppninni er. Ennfremur hefur
verið samið við Ríkisútvarpið um
kynningu á lögunum 10. Sú kynn-
ing fer fram dagana 11.-29. nóvem-
ber í þáttunum 9-fjögur og Landið
og miðin á Rás 2.
Urslitakeppnin verður síðan hald-
in á Hótel íslandi, föstudagskvöldið
JOL“
ar: Inger Anna Aikman s: 687279,
Guðmundur Helgi s: 601000, Skorri
Aikman s: 37777, Brynja Tomer s:
29. nóvember, og verður hún eins
og fyrr segir í beinni útsendingu
Sjónvarpsins og Rásar 2.
Skipuð hefur verið 8 manna dóm-
nefnd, sem mun velja landslagið í
ár, en atkvæði hlustenda Rásar 2
munu gilda 20% á móti atkvæðum
dómnefndar og atkvæðum gesta á
lokakvöldinu. Atkvæðaseðlar verða
birtir í dagblöðum laugardaginn
16. nóvember.
SIS
620616 vs: 691162.
SIS
Landslagið að fara af stað