Tíminn - 09.11.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 09.11.1991, Blaðsíða 10
18Tíminn Laugardagur 8. nóvember 1991 „Ég keypti bílinn og svo þegar ég fór að skoða hann eða „Ég skoðaði bílinn og keypti hann síðarV': Erum við að kaupa köttinn í sekknum? Árlega leitar fjöldi manns til Félags ís- lenskra bifreiöaeigenda og kvartar yfir því að hafa verið svikinn í bílaviðskipt- um, og eflaust eru þeir mun fleiri sem hafa verið plataðir og telja þýðingar- laust að kvarta. I fæslum tilfellum er hægt að gera nokkuð í málunum eftir að pappírar hafa verið undirritaðir og kaupin farið fram. Til að reyna að koma í veg fyrir að svona komi uppá er þessi grein sett saman. Ævar Friðriksson, ráðgjafi hjá FÍB og Bflgreinasambandinu, segir að það fyrsta, sem menn þurfa að huga að áð- ur en ráðist er í kaup á notuðum bfl, sé hvemig bfll henti viðkomandi. „Þeir, sem lenda kannski hvað mest í vand- ræðum, eru þeir sem hafa litla peninga á milli handanna og eru að kaupa til- tölulega ódýra bfla. Menn hafa ítrekað lent í vandræðum þegar þeir kaupa gamlan og mikið notaðan bfl af dýrri tegund. Þetta ber að varast, því þegar svona bflar bila fylgir því verulegur kostnaður. Það er mikið hagkvæmara fyrir þennan hóp kaupenda að kaupa sér til dæmis ódýrari austantjaldsbfla, sem kosta lftið nýir. Það er hægt að fá nýlega bfla af þessum tegundum fyrir ágætt verð. Tökum sem dæmi mann, sem ætlar að kaupa sér bíl fyrir hundr- að þúsund krónur. Ef hann velur sér gamlan Benz eða BMW, er hann kom- inn í háan áhættuflokk hvað varðar bil- anatíðni og allar bilanir eru mjög dýr- ar. Það er mun skynsamlegra að kaupa gott eintak af nýlegri austantjaldsbfl." Látið fagmann yfír- fara bfíinn Þegar menn hafa fundið eintak, sem þeim líst vel á, borgar sig að fara með bflinn á verkstæði og láta fagmenn framkvæma lágmarks skoðun á hon- um. Þau atriði, sem þarf að huga að, er hvort undirvagn bflsins er illa farinn eða ryðgaður. Ef bfllinn hefur skemmst, þarf að athuga hversu vel er gert við skemmdimar. Þá þarf að mæla þjöppun vélarinnar og kanna hvort olía og kælivatn er hreint. Ef pakkningár í vélinni eru farnar að gefa sig, getur verið að vatn smitist út í olíuna. Ef svo er, er olían eins og hún sé þeytt og lítur svipað út og skítugur rjómi. Sé kæli- vatnið óhreint bendir það til tæringar. Olíuleki frá vél, drifum eða gírkassa er ávfsun á viðgerðir innan skamms, og menn skyldu vera sérstaklega á varð- bergi ef undirvagn bflsins er nýlega há- þrýstiþveginn. Slíkt er stundum gert til þess að fela olíuleka. Gefíð ykkur tíma Til þess að hægt sé að skoða bfl gaum- gæfilega þarf að fá leyfi til að fara með hann á verkstæði. Bflasalar gefa hins vegar oft þau fyrirmæli að ekki megi fara með bflinn út fyrir næsta nágrenni sölunnar. „Þú átt bara ekki að sætta þig við það, menn eiga bara að gera kröfur," segir Ævar. „Ef þú ert orðinn virkilega áljáð- ur í að kaupa bflinn, áttu ekkert að sætta þig við það að hafa einhvern tak- markaðan aðgang að honum. Fram- boðið af notuðum bflum er slíkt í dag að menn geta gert kröfur um að fá að skoða þá eins og þeim hentar. Þama er fólk að sýsla með peninga, sem tekur nokkur ár að ieggja til hliðar, og það er ekkert vit í því að fara með þá eins og í einhverju fjárhættuspili á fimm mfnút- um. Það, sem fólk flaskar hvað oftast á, er að gefa sér ekki nógu góðan tfma tii að skoða bfl áður en hann er keyptur. Ef menn ætla að kaupa bfl, er skyn- samlegast að fara með hann á verk- stæði sem kveðst reka viðgerðaþjón- ustu fyrir viðkomandi tegund. Það hafa flestir bflar einhverja galla og þeir, sem þekkja tegundimar best, em færastir um að finna út veiku punktana." Er eigandinn skráður íyrir bfínum? Annað atriði, sem fólk þarf að passa vel upp á, við kaup á notuðum bíl að allir pappírar séu á hreinu. „Þegar verið er að kaupa notaða bfla þarf veðbókarvottorð að liggja fyrir. Þar þarf að huga að tvennu. Annars vegar að bflinn sé ekki veðsettur og hins vegar að bíllinn sé á nafni þess sem selur hann. Það er alltof algengt að fólk lendi í vandræðum út af því að fyrri eigendur hafa trassað að tilkynna eigendaskipti. Fólk kemur alltaf öðru hverju til okkar hjá F.Í.B., eftir að hafa lent í vandræðum vegna þess að jafn- vel mörg eigendaskipti hafa ekki verið tilkynnt. Séu menn búnir að skrá bfl- inn á sitt nafn, þurfa öll fyrri eigenda- skipti að fara í skráningu hjá Bifreiða- skoðuninni, og það þarf að borga um- skráningargjald í öll skiptin og því getur fylgt talsverður kostnaður og oft heilmikið vesen." Kaupið ekki innflutt- an notaðan bfí! Af og til koma upp dæmi þess að menn kaupi bfla, sem hafa verið skrúf- aðir niður sem kallað er, það er að segja að fyrri eigandi hefur skrúfað niður kflómetrafjöldann á ökumælin- um til þess að flýta fyrir sölu og fá hærra verð fyrir bflinn. „Það er mjög erfitt að vara sig á þessu og stundum nærri útilokað að sjá þetta," segir Ævar. „Innfluttir bílar eru sériega varasamir. Maður trúir því virkilega, þegar sest er upp í suma af þessum bílum, að þeir séu ekki eknir meira en mælirinn sýnir. Síðan kemur bara í ljós, þegar farið er að nota hann og bilanir koma í ljós, að þeir hafa ver- ið skrúfaðir niður. Það er mikið kvartað við ^kkur und- an því að innfluttir bflar séu skrúfaðir niður, og ég hef það á tilfinningunni að það fylgi því ómæld; vandræði að kaupa þessa bíla.“ — Sú saga hefur gengið að innfluttir notaðir bflar séu meira og minna skrúfaðir niður. Eru menn að kaupa þarna köttinn f sekknum? „Það er náttúrlega engan veginn hægt að fullyrða svona lagað, en mað- ur hefur það á tilfinningunni að það sé gert f stórum stfl og bflarnir þá skrúf- aðir mikið niður. Ég held að menn geti ekki varast þetta á annan hátt en að varast að kaupa þessa bfla.“ ' I NOTAÐAR VÉLAR OG TÆKI Fjölbreytt úrval notaðra dráttarvéla og tækja til rúllubindingar og -pökkunar LEITIÐ NÁNARI UPPLÝSINGA Mjög góÖ gretöslukjör í takmarkaÖan tíma KAUPIÐ STRAX - ÞAÐ BORGAR SIG HÖFÐABAKKA 9 ■ 112 REYKJAVÍK ■ SÍMI 91-670000 1. Byrjíð á að skoða útlit bflsins. Tæringu í „boddýi", ryð inni í brettum og kring- um lista og annars staöar. 2. Skoðið inn í hurðarföis- in og hvernig hurðimar falia. 3. Taklð smurolíukvaröann upp og takið oliuiokið af og athugið hvort olían er hrein. Athugið sömuleiðis hvort smurbók fyigir með bílnum og hvort hann hefur verið smurður reglulega. bað er lykilatriði hvemig smurþjón- ustu bfllinn hefurfengið. 4. Athugið hvort bíilinn lek- ur olíu. 5. Brennir bíilinn mikilli smurolíu? Einn lítri á hverja þúsund kílómetra er há- mark. 6. Opnið vatnskassalokið og skoðið hvort kælivatnið erhreint. 7. Þarf að bæta vatni á bíi- inn? Þurfi að gera það reglu- iega er „headpakkning“ lé- leg, eða eitthvað enn verra á ferðinní. 8. Ef bíiiinn er nýlega sprautaður. Kíkið undlr þéttilista, t.d. við glugga, og kannið hvort bíilinn er sölu- sprautaður. 9. Kannið hvort pústkerfi er lélegt, með þvi að halda fyrir púströrið meðan bílllnn er í gangf. 10. Ef bíllinn er grunsam- lega lítið keyrður, getur ver- ið að kflómetramælirinn hafi verið skrúfaður niður. At- hugið slitfletl inni í bílnum, s.s. kúplingspedala og bremsupedala. Ef gúmmiið á þeim er mikið slitiö, er maðkur (mysunni. AFGASRULLUR fyrir bilaverkstæói Olíufélagið hf 603300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.