Tíminn - 09.11.1991, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.11.1991, Blaðsíða 13
Laugardagur 8. nóvember 1991 Tíminn 21 Þetta er reffilegur vagn. Reynslubílnum hefur lítið verið breytt umfram það að setja hann á breiðari dekk og öfluga grind á nefið á honum. 102 km, þannig að á hámarkstogi vélarinnar við 3600 sn. í 5. gír ætti ferðin að vera töluvert yfir hámarks- hraðaákvæðum íslenskra umferðar- laga. Að innan er bíllinn mjög snyrtileg- ur og fállega frágenginn. Á sætum og hurðaspjöldum er smekklegt tauáklæði og teppi á gólfum í góðu litasamræmi. Hann er skráður fyrir þrjá farþega og fer svo sem hvorki betur né verr um þá, sem aftur í sitja, heldur en gengur og gerist í svona Extra Cab bflum. Það er frem- ur gott að komast aftur í hann og manni er svo sem engin sérstök vor- kunn með að sitja afturí stutta vega- lengd. Hraðamælir og snúnings- hraðamælir eru fyrirferðarmestir fyrir augum ökumanns, en auk þeirra eru mælar fyrir eldsneyti, ol- íuþrýsting, kælivatnshita og hleðslu rafgeymis. Miðstöðin er góð og fljót að ná upp hita í bflnum og blása burt móðu af rúðum. Þá eru allir aðrir rofar á stöngum á stýrisleggnum, en þar er einnig stöng til að stilla veltistýrið, sem er standardbúnaður ásamt ágætu útvarpi. í ljósi þeirrar reynslu, sem fengist hefur af Toyota Hilux, þá eru kaup- endur ekki sviknir af þeim. Þetta eru níðsterkir og endingargóðir vinnu- þjarkar sem bara keyra og keyra. SR5-afbrigði þessara vagna eru svona fremur í fínna lagi og meira lagt í innréttingar þeirra heldur en hinna. Þá eru þeir með þrautreynd- um bensínvélum af svokallaðri 22R- E gerð, en þær hafa lengi tfðkast í t.d. Forerunnerjeppanum, en eru nýjung í Hilux hérlendis. Ef þær hækkanir, sem boðaðar eru á dísil- skattinum í nýja fjárlagafrumvarp- inu, ná fram að ganga, þá mun varla borga sig lengur fyrir venjulega einkaaðila að eiga dísilpallbfl og þá hlýtur Toyota SR5 að teljast góður kostur fyrir þá sem eru í fjórhjóla- drifspallbflshugleiðingum. Senn hefst hjá Toyotaumboðinu sala á nýrri gerð af SR5, en það er bfll með heilu húsi, Double Cab, — það er að segja með femra dyra húsi og fullu aftursæti fyrir þrjá. Sá bfll er með þessari fínu SR5 innréttingu og 22R-E bensínvél, en er auk þess talsvert styttri milli hjóla en Extra Cab-inn. Extra Cab er 3,095 m milli hjóla, en Double Cab er hins vegar 2,85 m. Toyotaumboðið hefur fengið einn slíkan bfl af 1992-árgerð og verið er að gerðarskoða hann hjá Bifreiða- skoðun. Sá bfll er allrar athygli verð- ur og við munum líta á hann nánar, þegar tækifæri gefst til. Nýjung í þjónustu við Isuzu-eigendur: Þjónustudeild Jötuns hf. bryddar nú upp á þeirri nýbreytni að bjóða eigendum Isuzubíla endurgjalds- laust upp á ftarlega þjónustuskoð- un. Um 60 atriði í bifreiðinni eru skoðuð og að því loknu fá Isuzu- eigendur lista yfir ástand bflsins. í kaupbæti fá þeir ókeypis olíu og olíusfu. Þetta tilboð stendur yfir vikuna 18.-22. nóvember að báðum dögum meðtöldum. Eigendur Isuzubfla þurfa að hafa samband við þjónustu- aðila Jötuns og panta tíma með fyr- irvara, því einungis verða teknar fyr- ir bifreiðar sem eiga pantaðan tíma. Skoðunin fer fram á verkstæði Jöt- uns hf., Höfðabakka 9, hjá V.O.T. hf., Smiðshöfða 7, Brautinni sf. á Akra- nesi og Þórshamri á Akureyri. BLAÐAMAÐUR TÍMANS rakst á dögunum á þennan bíl fyrir utan Bifreiðasmiðju JRJ í Varmahlíð í Skagafirði. Pallhúsið á bíln- um er hannað og smíðað af bifreiðasmiðjunni, sem sérhæfir sig í þessari grein. Þeir Skagfirðingar hafa unnið ákveðið brautryðj- endastarf á þessu sviði og bjóða nú upp á tíu gerðir pallhúsa á flestar tegundir pickup-bíla, sem fiuttar eru til landsins. VERSLIÐ HJÁ FAGMANNI anan eigendur Úrval af varahlutum á góöu veröi - til dæmis: Ökuljós kr. 4.600 Stefnuljós kr. 1.295 Bretti kr. 5.400 o. fl. o. fl. Sérpöntum varahluti í allar Fiat-bifreiðar Afgreiðslutími ca. 14 dagar abriel höggdeyfar SWEDOL á allar vélar Sérpöntum hlióarrúöur og afturrúöur í alla evrópska bíla GJvarahlutir * Mamarchöfða 1 Hamarshöfða 1 Sími676744 TRIDON varahlutir í flesfar gerðir Sérpöntum varahluti í ameríska bíla

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.