Tíminn - 09.11.1991, Blaðsíða 15

Tíminn - 09.11.1991, Blaðsíða 15
Laugardagur 9. nóvember 1991 HELGIN 23 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL ar til að reyna að freista gæfunnar, en þar tók ekki betra við. Næst fréttist af honum í Carolina þar sem hann var að leita sér að vinnu á bóndabæ. Þann 20. janúar 1931 barði hann upp á í Appeldo- orn, sem var stór nautgripabúgarð- ur, og ræddi þar lengi við eigand- ann, Breta að nafni Cyril Gregg Tucker. Van Wyk hafði spurst fyrir um Túcker, en hann bað ekki um vinnu. Þess í stað þóttist hann vera mikill peningajöfur og kvaðst hafa áhuga á að kaupa búgarðinn. Tucker gleypti við sögunni. Hann hafði sjálfur fengið að kenna á kreppunni. Konan hans var farin heim til Englands og hann vildi selja búgarðinn og halda á eftir henni. Hann fór strax með van Wyk til nágranna síns, sem átti talsvert af nautgripum á Appeldoorn. Samningaviðræður hófust. Van Wyk, sem ekki átti grænan eyri, samþykkti að kaupa Appeldoorn á 3.500 sterlingspund, en þá án kvik- fjár. Ákveðið var að þann 4. febrúar skyldu Tucker og van Wyk halda til Pretoríu og ganga frá kaupunum. Van Wyk naut nú gestrisni Tuc- kers, en gerði sér grein fyrir að Tuc- ker hlyti að sjá í gegnum hann, ef af ferðinni til Pretoríu yrði. Á því var aðeins lausn. Túcker mátti ekki lifa það að sjá 4. febrúar renna upp. Aftur framið morð Eina áhyggjuefnið var hvernig hann ætti að komast hjá því að upp um hann kæmist. En aðstæður Þessar tvær myndir voru teknar þegar drápið á Moller var sett á svið til að sannreyna frásögn van Wyks. van Wyk að þeir peningar, sem hann hafði ætlað konu sinni, höfðu ekki komist til skila. Ennfremur að það hafði verið Moller frændi hans sem hafði útvegað lögreglunni þau gögn sem þurfti til að sakfella hann. Van Wyk þróaði með sér djúpstætt hatur á Moller. Þegar mágur hans kom að heimsækja hann í fangels- ið, sagði hann að það hefði verið fjölskyldumaður sem kom upp um hann og að hann hygði á hefndir þegar hann losnaði. „Þegar ég kemst út héðan, þarf sá maður að standa fyrir máli sínu.“ Frelsið hlaut hann þann 3. júlí 1930 og nákvæmlega níu dögum síðar hélt hann á fund Mollers. Þeir óku burt saman með skóflu og haka í bílnum. Moller sást aldrei eftir það. Skömmu eftir klukkan ellefu sama kvöld barði van Wyk upp á hjá frú Hoffman, sem bjó á næsta bæ við föður hans. Hann sagði að bfllinn hefði bilað og spurði hvort hún gæti lánað sér vasaljós. Hún bjó ekki svo vel að geta það, en bauð honum gistingu sem hann þáði ekki. Síðan hvarf hann. Lík Mollers íinnst Þann 19. júlí var lögreglumaður að leita að Moller í nágrenni við bóndabæ van Wyks eldri. Hann kom þá að sjakalagreni, sem greini- Iegt var að hafði verið raskað af manna höndum, og ákvað að kanna það nánar. Um það bil tveimur og hálfu feti undir yfirborðinu fannst lík Mollers. Líkið var fullklætt og hafði verið lagt á grúfu. Moller hafði verið stunginn í bakið og einnig voru miklir áverkar á höfði hans. Reynd- ar var dauðaorsökin talin heila- blæðing, sem orsakast hafði af höf- uðhöggi. Lögreglan gerði ráð fyrir að van Wyk hefði fyrst slegið Moller í höf- uðið og að hann hefði dáið nær samstundis. Síðan hefði hann troð- ið honum ofan í grenið. Til þess að tryggja sér að Moller væri látinn áður en hann mokaði yfir hann, hefði van Wyk stungið hann í bakið með skóflunni. En sár- ið var aðeins um tveggja sentimetra djúpt og því tæpast ætlað að vera banvænt. Fréttin um að van Wyk væri horf- inn flaug eins og eldur í sinu um landið. Van Wyk las um hvarf sitt í Jóhannesarborg, í 500 km fjarlægð, hélt rakleiðis til Bloemfontein og gaf sig fram við lögregluna. Hann sagði lögreglunni að þegar hann hefði losnað úr fangelsinu, hefði hann haldið á fund Mollers til að fá skýringu á því hvað orðið hefði um peningana sem hann hefði fengið honum. Hann sagði að Moll- er hefði sagt að hann myndi gera upp við hann þremur dögum síðar, en frétti fljótlega að Moller væri horfinn. Þá kvaðst van Wyk hafa haldið til Jóhannesarborgar til að semja við skuldunauta sína, lesið í blaði að hann væri eftirlýstur og haldið rakleiðis heim. Van Wyk lýgur sig frá ákæru En þegar fyrir réttinn var komið, var saga van Wyks á þessa leið: Hann sagði að hann og frændi hans hefðu verið að grafa í sjakala- grenið til að finna peninga sem þeir töldu að væru í því. Van Wyk sveifl- aði hakanum og fyrir slysni sló hann frænda sinn í bakið. Hann sleppti hakanum til að grípa Moller, en þá tókst ekki betur til en svo að Moller skall með höfuðið á hakann. Til þess að kanna sannleiksgildi sögunnar setti verjandinn atburð- inn á svið. Meinafræðingur fylgdist með og kvað upp þann úrskurð að slys af þessu tagi væri vel mögulegt. Þegar verjendur hans höfðu yfir- heyrt hann fyrir réttarhöldin, hafði hann neitað að halda fram sakleysi sínu og kom fram með söguna um slysið. En það var einn hængur á. Hvers vegna hafði hann grafið líkið og flúið af vettvangi? „Ég óttaðist að mér yrði ekki trú- að,“ sagði van Wyk blátt áfram. „Eftir þetta hræðilega slys fór ég al- veg úr sambandi. Það næsta, sem ég man, er að ég stóð við bflinn. Mig langaði til að gráta, æpa, deyja Verjendur hans töldu að minnis- leysi í kjölfar taugaáfalls væri mjög líklega skýring. Sú staðreynd að van Wyk hafði verið í meðferð hjá geðlækni nokkrum árum áður vegna minnisleysiskasta, styrkti málstað þeirra. Þegar mál van Wyks kom fyrir rétt, byggði saksóknarinn mál sitt á því að hann hefði myrt Moller í hefnd- arskyni og vitnaði þar til þess sem van Wyk hafði sagt við mág sinn er hann heimsótti hann í fangelsið. Verjendurnir gáfu ekkert upp um hvaða leið þeir ætluðu að fara, þannig að sagan um slysið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Meina- fræðingar voru kallaðir fyrir, sem báru að sagan væri alls ekki ósenni- leg, og ennfremur var rætt við geð- lækni sem vitnaði að van Wyk hefði áður átt við minnisleysi að stríða. Þegar van Wyk kom fyrir réttinn var hann rólegur og ákaflega sann- færandi. Hann skýrði frá því sem átt hafði að gerast og átti ekki orð yfir iðrun sína og vanlíðan. Þar með hafði fræjum efans verið sáð í huga kviðdómenda og eftir að- eins þriggja klukkustunda fundar- setu komu þeir inn í réttarsalinn og kváðu það álit sitt að van Wyk væri saklaus. Kreppuástand Eftir að hafa verið sýknaður leit- aði van Wyk sér árangurslaust að vinnu. Kreppan mikla var í al- gleymingi og mikið um atvinnu- leysi. Hann hélt því til Jóhannesarborg- voru honum margar í vil. Hinir fáu afrísku verkamenn, sem á búgarð- inum unnu, bjuggu talsvert frá íbúðarhúsi Tuckers, þannig að auð- velt var að myrða Tucker og fela lík- ið. Þegar Tucker hefði verið rutt úr vegi, gat hann komið þeim orðrómi af stað að hann hefði keypt búgarð- inn með öllu tilheyrandi og að fyrri eigandi væri á leiðinni til Englands. Skuldunautar og nágrannar myndu trúa því að Tucker hefði stungið af til að komast hjá skuldbindingum. Á meðan van Wyk lét sig dreyma um að komst þannig yfir álitlegar eignir, hvarflaði ekki að honum að áætlun hans kynni að fara úrskeið- is. Að kvöldi hins 3. febrúar borðuðu þeir félagar kvöldverð á næsta bæ. Þaðan héldu þeir um ellefuleytið og sögðust ætla til Pretoríu daginn eftir. Um nóttina læddist van Wyk, vopnaður hamri, inn í svefnher- bergi Tuckers og sló hann hvað eft- ir annað í höfuðið. Höfuðkúpan mölbrotnaði. Næst var að losa sig við líkið. Hann tróð því í pappa- kassa og síðan í poka og vafði þar utan um teppi og laki. Síöan drösl- aði hann því út og henti því í skurð. Eftir að hafa mokað yfir líkið og hent hamrinum inn í útihús, hélt hann til baka, lagðist til svefns og lét sig dreyma um auðæfi sín. Skömmu eftir dögun kom einn verkamannanna til að búa til morg- unverð fyrir „stjórana". En hann fann aðeins van Wyk, sallarólegan. Tíu dagar liðu uns líkið fannst. Van Wyk hafði nóg að gera við að dreifa sögunni um brottför 1\ic- kers. Þann 11. febrúar sagði hann bóndanum á næsta bæ að hann hefði hitt Tucker í Pretoríu þann 7. og keypt af honum alla nautgripina, líka þá sem bóndinn átti. Bóndan- um fannst það einkennilegt, þar sem ekki hafði verið um það rætt og hann hafði ekki fengið greitt. Harðnar á dalnum En síðan fór að halla undan fæti hjá van Wyk. Hann seldi 20 kindur á uppboði, en uppboðshaldarinn neitaði að afhenda honum pening- ana án umboðs. Þá gerði van Wyk áætlanir um að senda 200 kindur í burtu með lest til að selja þær ann- ars staðar. Grunsemdir voru nú teknir að vakna og lögreglan gaf út handtökuskipun á hendur van Wyk. Við yfirheyrslur sá van Wyk að sögu hans yrði varla trúað. Hann gerði sér grein íyrir að líkið myndi fljótlega fmnast við leit og því bauðst hann til að gefa yfirlýsingu hjá dómara. Hann hafði soðið sam- an nýja sögu, þó ekki jafngóða og þá sem hann hafði sagt í Bloemfon- tein. En hann taldi þó að hún myndi nægja til að blekkja saksókn- ara og kviðdómendur. Svona var sagan sem van Wyk sagði dómaranum: „Eftir að við komum úr matarboð- inu lentum við Tucker í rifrildi. Rifrildið byrjaði á því að ég kom að honum þar sem hann var að reyna að nauðga ungri svertingjastúlku í eldhúsinu. Tucker reyndi að ná í haglabyssu sem var inni í skáp. Ég greip járnstykki og sló hann nokkr- um sinnum í höfuðið í sjálfsvörn. Á meðan flúði stúlkan. Ég gróf líkið í skurði.“ Ekki var nokkur möguleiki á að þessari sögu yrði trúað. Við leit fannst ,járnstykkið“ ekki og engin merki um átök sáust í eldhúsinu. Dularfulla svertingjastúlkan fannst aldrei. Að auki var Tucker þekktur að því að vera mjög sómakær mað- ur. Með því að bera fram þessa „játn- ingu“ hafði van Wyk loks undirritað eigin dauðadóm. Enn íyrir rétti Van Wyk var nú kærður fyrir morð öðru sinni og kom fyrir rétt þann 4. maí 1931. Eina mögulega vörnin nú var að bera við geðveiki. Dregnar voru fram sannanir um að van Wyk þjáð- ist af flogaveiki og að hann vissi ekki hvað hann gerði í þeim köst- um. Saksóknari var þó fljótur að benda á að ef van Wyk hefði ekki vitað hvað hann gerði, væri útilok- að að hann hefði getað lýst rifrild- inu og átökunum og síðan sýnt lög- reglunni hvar hann gróf líkið. Kviðdómur úrskurðaði van Wyk sekan um að hafa framið morð í auðgunarskyni. Dómari dæmdi hann til dauða og var van Wyk hengdur að morgni þess 12. júní 1931. Nokkrum árum síðar sagði de Wet, lögfræðingurinn sem hafði fengið van Wyk sýknaðan fyrir morðið á Moller, í blaðaviðtali: „Van Wyk þekkti muninn á réttu og röngu, en það var ekki þar með sagt að hann væri fær um að velja þar á milli. Hann framdi morð vit- andi að það, sem hann var að gera, var alvarlegur glæpur, en ég trúi því að um leið og verknaðurinn var framinn og hann fór að gera sér grein fyrir afleiðingunum hafi hann iðrast sárlega. Óeðli hans fólst í óvenjulegu til- finningaleysi og þeim hæfileika til að afsaka allar sínar gerðir. Þegar hann var að alast upp, beittu for- eldrar hans ekki aga heldur höfðu tilhneigingu til að sýna honum samúð: Þannig óx hann upp og óeðli hans varð stöðugt sterkara."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.