Tíminn - 09.11.1991, Blaðsíða 4
12 Tíminn
Laugardagur 9. nóvember 1991
Skattar ríkissjóðs af bifreiðum á þessu ári eru um þrisvar sinn-
um hærri en framlög til vegamála:
milljaröa
bíleigenda
vasa
Samkvæmt nýrri áætlun um
tekjur ríkissjóðs á þessu ári
stefnir í að skattlagning á bif-
reiðum verði tæpir 16 milljarðar.
Á sama tíma er gert ráð fyrir að
heildarútgjöld ríkisins til vega-
mála verði einungis um þriðj-
ungur af þeirri upphæð eða 5,4
milljarðar.
Veigamesti tekjuliður ríkisins
af bifreiðum er tollar og gjöld af
bensíni, en á þessu ári er gert
ráð fyrir að tekjur ríkisins af
bensíni verði rúmir sex milljarð-
ar. Sú upphæð hefur hækkað um
tæplega einn milljarð frá síðasta
ári. Tekjur af þungaskatti eru
áætlaðar tæplega einn og hálfur
milljarður í ár, en voru 1,3 millj-
arðar í fyrra.
Úrnúlli 1987 í 1,3 millj-
arða á næsta ári!
Bifreiðagjaldið, nýr skattur sem
tekinn var upp árið 1987 og skil-
aði þá 200 milljónum króna í
ríkissjóð, á að skila ríkinu einum
milljarði úr vasa bifreiðaeigenda
á þessu ári. I fjárlögum næsta
árs er gert ráð fyrir að þessi
skattur skili ríkinu 1,3 milljörð-
um. Bifreiðagjaldið rennur beint
í ríkissjóð, og er að mati margra
með ósanngjörnustu sköttum
sem lagðir hafa verið á Iands-
menn hin síðari ár. Það er miðað
við þunga bifreiða, en ekki verð-
mæti, þannig að þeir sem eiga
verðlítinn þungan bíl eru oft á
tíðum að borga verulega pró-
sentu af verðmæti bflsins í bif-
reiðagjald á hverju ári.
Janusareðli stjórnmála-
manna
Fyrir einungis tæplega tveimur
árum virtist núverandi fjármála-
ráðherra vera einn harðasti and-
stæðingur þessa gjalds. Að
minnsta kosti þegar hann mælti
fyrir áliti minnihluta fjárhags-
og viðskiptanefndar Alþingis í
umræðum um bifreiðagjaldið í
mars 1990. Hann sagði þar með-
al annars:
„Það er alveg augljóst hver til-
gangurinn er með þessu frum-
HAUSTSÝNING JÖTUNS
varpi. Tilgangurinn er sá að
svíkjast um að láta þá fjármuni,
sem koma af umferðinni og af
bifreiðum, ganga til fram-
kvæmda í vegamálum, en að ná í
aukna skatta af bifreiðaeigend-
um og láta þá renna til ríkis-
sjóðs. Þetta kemur skýrt fram í
gögnum frá fjármálaráðuneytinu
og sést skýrlega þegar menn líta
á það fjármagn, sem á að renna
til vegamála, og síðan þá fjár-
muni, sem innheimtast af bif-
reiðagjöldum, og þá er talað um
bifreiðagjald í þrengstu merk-
ingu, auk þungaskatts og bens-
íngjalds."
Þetta sagði Friðrik Sophusson
fjármálaráðherra, áður en hann
varð fjármálaráðherra. í dag,
þegar hann hefur lyklavöldin í
fjármálaráðuneytinu, er afstaðan
breytt. Heildarskatttekjur af bif-
reiðum voru tæplega 12,5 millj-
arðar á síðasta ári, en stefna í að
verða rúmlega þremur milljörð-
um hærri á þessu ári. Og bif-
reiðagjaldið illræmda á að
hækka umfram verðlag.
Þó núverandi fjármálaráðherra
liggi vel við höggi að þessu leyti,
er hann síður en svo einsdæmi
varðandi afstöðu pólitíkusa til
bifreiðaskatta eftir því hvort þeir
eru í stjóm eða stjórnarand-
stöðu. Hann er miklu frekar
dæmi um tvískinnung sinnar
stéttar í þeim málum. Þegar
menn eru í stjórnarandstöðu,
blöskar þeim skattlagning á bif-
reiðaeigendur, en þegar á hólm-
inn er komið ganga hagsmunir
fjárvana ríkissjóðs fyrir.
Ríkiö sækir 1
Hann er óneitanlega glæsilegur þessi Cadillac, ókrýndurforingi fólksbílanna á bílasýningu
Jötuns hf. um síöustu helgi. Á neðri myndinni gefur að líta Isuzu Sportscap, fjórhjóladrifinn
pallbíl með löngu húsi og 2,3 4 cyl. 110 bensínvél.
NÝR GOLF
Á LEIÐINNI
illiil