Tíminn - 09.11.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.11.1991, Blaðsíða 2
10 HELGIN Laugardagur 9. nóvember 1991 L LANDSVIRKJUN Landsvirkjun auglýsir til sölu og brottflutnings vöru- skemmu við Blönduvirkjun. Stærð: Lengd 30 metrar Breidd 13 metrar Vegghæð 8 metrar Kaupandi skal fjarlægja skemmuna á sinn kostnað eigi síðar en 15. des n.k. Nánari upplýsingar veitir byggingardeild Landsvirkjunar, Reykjavík. Tilboðum skal skila til Landsvirkjunar, innkaupadeildar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, fyrir kl. 14:00, 19. nóv- ember nk. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Auglýsing um styrkveit- ingu til námsefnisgerðar á framhaldsskólastigi Menntamálaráðuneytið auglýsir hér með eftir umsókn- um um styrki til námsefnisgerðar á framhaldsskóla- stigi. Tilgangurinn með styrkveitingunni er aö stuðla að aukinni námsefnisgerð á framhaldsskólastigi og draga þannig úr þeim skorti sem er á kennsluefni í hinum ýmsu námsgreinum, bæði bóklegum og verklegum. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu, fram- haldsskóladeild, fyrir 5. desember n.k., á þar til gerð- um eyöublöðum sem hægt er að fá i ráðuneytinu. Menntamálaráöuneytið 1*1 Leikskólar Reykjavíkurborgar Leikskólastjóri Brekkuborg Staða leikskólastjóra við nýjan leikskóla, Brekkuborg við Hlíðarhús, er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 30 nóvember n.k. Fóstrumenntun áskilin. Nánari upplýsingar gefa Bergur Felixson framkvæmda- stjóri og Margrét Vallý Jóhannsdóttir deildarstjóri, í síma 27277. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. Vil skipta á Subaru Hatchback 1800 4wd árgerð 1983 og dráttarvél. Bifreiðin er skoðuð 1991. Einnig á sama stað þráðlaus sími, dregur 5 km, og símsvari. Upplýsingar í síma 91-813550. -----------------------------------------------------------------\ Ástkær móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma Brynhildur Snædal Jósefsdóttir kennari, frá Látrum í Aöalvík síöast til heimilis aö Bólstaöarhlíö 41, Reykjavík verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavik mánudaginn 11. nóvember n.k. kl. 13.30. Guörún Karlsdóttir Ástríöur Karlsdóttir Rögnvaldur Þorleifsson Guömundur Stefán Karlsson Oddbjörg Kristjánsdóttir Hrafnhildur Snædal Ólafsdóttir Ásgeir Torfason Hanna Ólafsdóttir Forrest Þröstur Ólafsson Þórunn Klemenzdóttir Guömundur Páll Ólafsson Ingunn Jakobsdóttir barnabörn og barnabarnabörn _________________________________________________________________J Ofdirfsku- ferð yfir Tvídægru í mikilli ótíð bar það til að Pálína Björnsdóttir, kona Hjartar Líndal á Efra-Núpi, lagðist í þungri sótt. Júlíus Halldórsson var þá héraðs- læknir fyrir Húnavatnssýslur báðar, hann bjó í Klömbrum í Vesturhópi. Hann þótti vera slyngur og heppinn læknir, en læknishéraðið var stórt, mannmargt og torsótt yfirferðar, svo ævinlega var óvíst að læknir væri heima þótt maður væri sendur til að þess að leita ráða hans. Hins vegar hafði alþýða manna um þær mundir ekki síður trú á hómópa- tískum lækningum. Tveir valin- kunnir gáfumenn, síra Magnús Andrésson á Gilsbakka og Magnús Guðlaugsson í Hvammsdal í Dala- sýslu, stunduðu þá slíkar lækning- ar. Sóttu Vestur-Húnvetningar meðul og ráð til þessara manna, ekki síður en til héraðslæknisins, og þótti gefast svo vel að fjöldi af fólki, sem hafði við erfiöa sjúkdóma að stríða og leitaði til þeirra, þóttist eiga þeim líf að launa. Sérstaklega þóttu lungnabólgumeðul frá síra Magnúsi á Gilsbakka gefast svo vel að nálega voru óbrigðul ef þau voru notuö strax er veikin gerði vart við sig. Hvort eð var að læknisfræðileg þekking þessara manna var lítil eða mikil, lánaðist þeim kraftaverkum næst að lækna ýmsa sjúkdóma. Og víst er það að báðir þessir menn voru huggarar og græðarar fátækr- ar og hrjáðrar alþýðu á þeim tím- um. Meðulin seldu þeir svo ódýrt að ekki munu þeir hafa haft neinar at- vinnutekjur af þessari starfsemi, þegar litið er til þess að mikil gesta- nauð fylgdi henni. Eins og áður er sagt voru þessir tveir hómopatíulæknar stórgáfaðir og orðlagðir 'drengskaparmenn og svo giftudrjúgir voru þeir að þaö var eins og þeir gætu miðlað henni á tvær hendur. Lagt upp í hættuför Þegar Pálína húsfreyja á Efra- Núpi lagðist fárveik, ákvað Hjörtur bóndi hennar að leita læknisráða hjá síra Magnúsi á Gilsbakka. En ekki var hægt um vik: Fannalög voru svo mikil að Tvídægra myndi sem jökull vera og nær látlausar norðanhríðar geisuðu um þær mundir. Hann fór nú samt að finna vin sinn og nágranna Pál á Þverá og bar upp fyrir honum vandræði sitt og spurði hann hvort hann myndi treystast til þess að fara suð- ur yfir Tvídægru ef hann fengi til mann með honum. Páll var fljótur til svars og kvaðst skyldi fara næsta morgun snemma: en ekki vildi hann hafa mann með sér, því allt eins gæti það orðið sér til tafar, en á ratvísina sagðist hann treysta þótt hann væri einn, um öll úr- ræði, en Jóhann bróður sinn, sem þá var staddur á Þverá, kvaöst hann myndi fá til þess að flytja sig á hesti skammt suður á heiðina og svo hraða ferð skyldi hann hafa sem sér væri auðið. Mun Páll hafa verið ær- iö fús til fararinnar, því marga stór- rausn átti hann Efra- Núpshjónun- um að launa. Oft höföu þau hjálpað honum er þröngt var í búi: var Pá- lína húsfreyja ekki smátæk er hún vissi að nágranna sína skorti björg. Hirti bónda þóttu svör Páls góð. svo sem hann vænti, þó honum þætti ísjárvert að etja Páli út í stór- hríðar á Tvídægru um hávetur, en hins vegar þekkti hann karl- mennsku hans og kjark á hverju sem gekk. Næsta morgun voru þeir bræður Páll og Jóhann snemma á fótum og hugðu að veðri. Var þá noröan kóf- hríð, svo lítið sást með jörð en kollheiðt í lofti. Þeir bjuggu sig samt til ferðar í skyndi og lögðu á hesta sína og héldu upp á heiðina; sá þá lítiö frá sér og hvergi kenndi jarðar. Riðu þeir eftir óslitinni fannbreiðu, þar til þeir komu að Böðvarshaug, er það hóll einn norðarlega á heiðinni. Vildi Páll nú ekki hafa not hestsins lengur. Ræddust þeir bræður við um stefnu þá er Páll skyldi hafa suður í Hvítársíðu og settu hana til vind- stöðu, skildu þeir að því. Reið Jó- hann til baka ofan í Núpsdalinn, en Páll gekk suður heiðina. Var færð sæmileg, en hríðin hélst óslitin með miklu frosti. Voru fannalög svo mikil á fjallinu að mishæðir allar voru sem horfnar og varð hann að halda eftir stefnu með styrk af vindstöðu, þar til hann kom á svonefnda Selhæð; er þaðan röskur klukkustundar gangur til efstu bæja, svíðraði þá frá hríðinni svo að sást til fjalla, þó dalafyllir væri af kófhríð. Tók hann nú beina stefnu á Gilsbakka. Kom hann þangað áður en rokkið var, var þá allmikill bylur. Kvaddi hann nú dyra, kom vinnumaður prests út og er þeir höfðu heilsast bauð vinnumaður Páli hið skjótasta inn í bæjardyr, Páll gerði boð fyrir prest og kom hann að vörmu spori fram. Sagði Páll honum deili á sér og að hann væri með kveðju og bréf frá Hirti bónda á Efra-Núpi. Prestur spurði hve langt væri síðan hann hefði hitt Hjört. Páll sagði að þeir hefðu talast við í gærdag um þetta leyti, því þá hefði hann kom- ið heim til sín og beðið sig að fara þessa ferð, því Pálína húsfreyja lægi mikið veik, og í dag hefði hann farið yfir Tvídægru. Síra Magnús kvað hann fara ofdirfsku- lega, þó vorkunn væri, er mikið lægi við. Lét hann Pál koma til baðstofu og fékk hann þar hinar bestu viðtökur. Var Gilsbakka- heimili víðfrægt fyrir fornrausnar- lega gestrisni. Þótti flestum er heimsóttu þau prestshjón, síra Magnús og frú hans, viðtökur allar eftirminnilegar. Hvoru tveggja var, að veitingar voru stórmannlegar og þá eigi síður að prestur var gáf- aður og víðlesinn svo að af bar og viðræður hans við gesti með þeim hætti að þeir fóru venjulega frá Gilsbakka eigi síður andlega end- urnærðir en líkamlega. Getur sá, er þetta ritar, borið um það af eigin raun. Meðul séra Magnúsar meðtekin Prestur hvarf fljótlega til skrif- stofu sinnar, en kom bráðlega aftur og hafði tal af Páli. Kvað hann meðul þau, er Pálína þyrfti að fá, verða tilbúin fyrir háttumál, en hins vegar fyrirbyði hann Páli að fara norður yfir Tvídægru að morgni, ef veður batnaði ekki til muna frá því sem nú væri, því þung myndi norðan hríð í fangi á svo langri leið. Páll þakkaöi presti góðar viðtökur og umhyggjusemi sér til handa. Kvaðst þó myndi leggja framt á um ferðir sínar, því lífi Pálínu húsfreyju vildi hann ekki síöur bjarga en sínu eigin lífi og yrði að skeika að sköpuðu um ferðir sínar þó veður væri ekki í besta lagi, er hann færi norður um. Óskaði hann eftir að fá meðulin í sínar vörslur áður hann gengi til hvílu. Síra Magnús sá að ekki tjáði að hlutast til um ferðir Páls og fékk honum meðulin um kvöldið. Páll tók á sig náðir og vaknaði með birtingu og klæddist og gekk út og heyrði aö veðrið var á norð- an. hríðarkóf og éljagangur. Hann mætti síra Magnúsi í bæjardyrun- um og bauð honum góðan dag. Prestur spuröi Pál hvort hann ætl- aði að freista svo mikils, að leggja á Tvídægru í slíku útliti sem nú væri. Páll sagðist alráðinn í því, að leggja strax af stað, en ef sér fyndist of hörð hríð í fangið myndi hann staldra til morguns á efstu bæjum í Hvítársíðu. Varð Páll nú að koma í stofu og þiggja mat áður hann lagði af stað. Eylgdi síra Magnús honum svo til dyra og færði hon- um böggul og sagði að í honum væri matur er hann skyldi hafa sér til hressingar á heiðinni. Kvað hann engan gest hafa farið svo óvarlega úr sínum húsum sem Páll. Minnisstætt sagði Páll sér það hve síra Magnús hefði beðið vel fyr- ir sér, að hann næði að komast heill og klakklaust norður yfir heiðina til ástvina sinna, sem biðu hans óþreyjufullir heima, og að þessi ofdirfskuför mætti verða til þess að Pálína á Efra-Núpi fengi fullan bata. Sagði Páll svo frá að sér hefði fundist sá kraftur fylgja orð- um prests, að þá hefði hann verið samstundis sannfærður um að sér myndi farnast vel norður yfir heið- ina, þótt veöur væri orðið ískyggi- legt, og Pálínu myndi batna sjúk- leikinn að fullu. Og ekki gæti hann þrætt fýrir að nokkurs kvíða hefði hann kennt fýrir að brjótast móti norðan hríð yfir Tvídægru, sem er talinn vera 10 klukkustunda gang- ur milli bæja, þó færi sé gott, en við ræðu prests hefði sér allur kvíði horfið. Hélt Páll nú hinn öruggasti yfir heiðina. Allt er gott sem endar vel Tók hann sér stefnu eftir veður- stöðu beint norður í Miðfjörð. Var veður hart og skafrenningskóf mikið svo að ekki sá til fjalla, og hefur hann eflaust orðið að beita karlmennsku sinni til hins ýtrasta, til þess að hvika aldrei frá stefnu er hann hafði veðrið í fangið svo langa leið, en frost var mikið. En ef hann hefði það hent að slaka til fyr- ir vindstöðunni var honum lífs- hætta vís. En fyrsta kennileiti, er Páll þekkti á norðurleiðinni, var Böðvarshaugur, hóllinn sem fyrr er nefndur. Settist hann þá niður í litlu afdrepi og leysti upp böggul- inn þann er prestur fékk honum. Var í honum spikað sauðakjöt, hangið, og annar kjarnmatur. Borðaði hann lyst sína og hélt svo aftur af stað og komst heim að Þverá er lítið var farið að rökkva. Urðu kona og börn honum fegnari en frá megi segja, að heimta hann heilan heim úr slíkri glæfraför. Er hann hafði stansað um stund heima hjá sér, fór hann með með- ulin út að Efra-Núpi, er það klukkustundar gangur. Kom hann þangað fyrir vökulok. Kvað hann sér aldrei úr minni líða fögnuður Hjartar bónda og heimilisfólks hans yfir þangaðkomu sinni, ekki aðeins yfir því að svo hamingju- samlega hafði tekist til um slíka of- dirfskuferð, heldur og yfir því að nú vonuðust allir til að úr myndi rætast með sjúkdóm Pálínu. Varð og sú raunin á að henni fór skjót- lega að létta er hún fór að nota meðulin frá síra Magnúsi, og eftir nokkurn tíma fékk hún fullan bata. Munu þau Hjörtur og Pálína hafa launað Páli rausnarlega ferðina og ævilöng vinátta var milli Páls og Efri-Núpshjóna. Leiðrétting í helgarblaði Tímans (T helgin) 2.- 3. nóvember s.l. birtist á opnu hluti viðtals við Finnboga Rút Valdimars- son úr nýrri bók Haraldar Jóhanns- sonar hagfræðings, „Þá rauður log- inn brann“, undir fyrirsögninni „Eg ætla samt ekki að breyta einum staf í þessu“. í 3.-4. dálki á bls. 6 er lítillega minnst á föður minn, Baldur Sveinsson (f. 1883, d. 1932), en hann var aðstoðarritstjóri Vísis síð- ustu æviár sín. Efst í 4. dálki segir, að hann hafi verið guðfræöingur að mennt. Þetta er rangt og hlýtur annað- hvort að vera misminni hjá Rúti eða röng eftirtekt hjá Haraldi. Haft hefur verið samband við út- gefanda væntanlegrar bókar, og hef- ur hann góðfúslega lofað að strika setningu þessa út úr próförk. Með þökk fyrir birtinguna. Reykjavík, 5. nóvember 1991. Sigurður Baldursson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.