Tíminn - 12.11.1991, Side 3
Þriðjudagur 12. nóvember 1991
Tíminn 3
„Ríkistannlækningar" 450 þúsund kr. á mánuði á hvern tannlækni á Islandi:
Viðgeröir barnatanna álíka
og rekstur 12 elliheimila
Tryggingastofnun greiddi tannlæknum um 1 milljarð króna á síð-
asta ári, þar af um 790 milljónir króna fyrir tannviðgerðir í börn-
um og um 146 milljónir kr. vegna tannlæknaþjónustu við aldraða
og öryrkja. Er ekki umhugsunarvert að þessi viðgerðarþjónusta
skuli kosta hið opinbera hærri upphæð á einu ári heldur en heild-
arframlög Framkvæmdasjóðs aldraðra tii byggingar 70 elliheimilia
hafa verið frá upphafi? Eða álíka og allar greiddar atvinnuleysis-
tryggingabætur 1990? Eða allt fæðingarorlof ársins? Eða tvöfalt
meira en öll útgjöld slysatrygginga Tryggingastofnunar á árinu?
Eða að viðgerðir á barnatönnum skuli kosta ríkissjóð miklu meira
en greiðsla allra mæðra-/feðralauna (sem ýmsum þykir þó nóg
um)?
I ljósi þess að starfandi tannlækn-
ar í landinu eru álíka margir og all-
ir starfsmenn Tryggingastofnunar,
sýnist einnig nokkuð athyglisvert,
að greiðslur stofnunarinnar til
tannlækna voru um fjórfalt hærri
heldur en allur launakostnaður
stofnunarinnar. Launakostnaður
Tryggingastofnunar, vegna 200
starfsmanna (ársverka), var aðeins
um 245 milljónir á sama tíma og
þeir sömu starfsmenn sendu álíka
mörgum tannlæknum tékka upp á
samtals um 1 milljarð króna, íyrir
að halda við tönnum í rösklega
þriðjungi landsmanna.
Að viðbættum beinum greiðslum
foreldra og aldraðra/öryrkja námu
þeir tannlæknareikningar, sem
Tryggingastofnun greiddi að öllu
eða mestu leyti, samtals um 1.170
milljónum króna. Jafnt skipt niður
á um 215 starfandi tannlækna í
landinu komu því um 5,4 milljónir
kr. í hlut hvers að meðaltali, eða
um 450 þúsund krónur á mánuði.
Þar við bætist síðan tannlækna-
kostnaður allra þeirra sem eru á
aldrinum 17- 67 ára, sem ríkið
greiðir ekki fyrir.
í reikningum Tryggingastofnunar
skiptist þessi tannlæknakostnaður
þannig í grófum dráttum:
Tánnlæknakostnaður ríkissjóðs
Börn 5 ára og yngri 64 millj.
Börn 6-16 ára 726 millj.
Ellilífeyrisþegar 112 millj.
Örorkulífeyrisþegar 34 millj.
Úr slysatr. vegna slysa 16 millj.
Styrkir v. sérstakra aðg. 43 millj.
Alls: Milljónir kr. 995
Vegna þeirrar tannlæknaþjón-
ustu, sem hér er rakin, greiddu for-
eldrar barnanna, ásamt öldruðum
og öryrkjum, um 174 milljónir
króna beint. Tánnlæknaþjónusta
barna og unglinga kostaði þannig
alls um 930 milljónir kr., en önnur
opinber tannlæknaþjónusta í
kringum 240 milljónir. Síðasti lið-
urinn í upptalningunni hér að
framan varðar styrki samkvæmt
39. grein tryggingalaga, vegna sér-
stakra tannaðgerða, fyrst og fremst
vegna einhvers konar vansköpunar
(holgóma t.d.).
Það er sjálfsagt matsatriði hvort
tæplega eins milljarðs
(930.000.000 króna) ríkisútgjöld,
einungis til viðhalds tanna í börn-
um og unglingum, er mikið — eða
kannski lítið. En fróðlegt getur
verið að bera upphæðina saman við
ýmis önnur útgjöld TVygginga-
stofnunar. Af slíkum samanburði
má ráða að heilar barnatennur
gætu sparað ríkissjóði stórar fjár-
fúlgur, sem þá annað hvort mætti
verja til annarra nauðsynlegra
hluta, ellegar til skattalækkunar.
Heildarbótagreiðslur slysatrygg-
ingadeildar Tryggingastofnunar
námu t.d. um 400 milljónum kr. á
árinu. Bætur Atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs til atvinnulausra (sem
voru 2.300 kr. að meðaltali allt árið
og fleiri en dæmi voru um áður)
námu tæpum 1.060 m.kr. á árinu,
eða ekki miklu hærri upphæð en
tannlæknarnir 200 fengu fyrir að
kljást við „Karíus" í krakkamunn-
um.
Fæðingarorlof til mæðra 4.800
nýrra íslendinga nam álíka upp-
hæð, eða 1.120 milljónum króna.
Þá má nefna að rekstrarkostnaður
27 elliheimila landsins var um
2.070 milljónir, eða „aðeins" rösk-
lega tvöfalt hærri upphæð en fór í
barnatannlækningarnar. - HEI
Ekki fyrirhugað að selja Rás 2, heldur að endur-
skoða útvarpslög, að sögn Ólafs G. Einarssonar á
Alþingi og fyrrverandi menntamálaráðherra er sam-
mála. Ólafur Þ. Þórðarson:
Sættir í anda
Heródesar og
Pílatusar
í lok utandagskrárumræðu á Alþingi í fyrri viku um Ríkisútvarpið,
sagði Ólafur Þ. Þórðarson að þingmenn hefðu orðið vitni að sögu-
legum sættum núverandi og fyrrverandi menntamálaráðherra í mál-
efnum RÚV, og minntu þær á aðrar sögulegar sættir tveggja fyrrum
fjandmanna, þeirra Heródesar og Pflatusar.
Umræðan hófst á því að Ólafur Þ.
Þórðarson lagði eftirfarandi spurn-
ingar fyrir Ólaf G. Einarsson
menntamálaráðherra: „Hvenær má
ætla að útsendingar Ríkisútvarpsins
á langbylgju geti hafíst á ný og
hvaða stefnu hefur ríkisstjórnin í
málefnum Ríkisútvarpsins? Má
rekja úrsögn fulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins úr útvarpsráði til stefnu-
breytinga í málefnum RÚV? Hefur
menntamálaráðherra tryggt trúnað
milli sín og nýkjörinna fulltrúa í út-
varpsráði?
Hvaða hugmyndir liggja á bak við
þá ákvörðun að endurskoða lögin
um útvarpsrekstur í landinu? Er ef
til vill ætlunin að leita eftir heimild-
um til að selja Rás 2 eða breyta RÚV
í hlutafélag?"
Menntamálaráðherra sagði að end-
urskoðun útvarpslaga væri tímabær,
og meta þyrfti reynsluna af sam-
keppni RÚV og einkastöðvanna og
stöðu RÚV með tilliti til nýjustu
tækniþróunar.
Hann sagði að ekki væri sérstak-
lega á dagskrá nú fremur en áður að
selja Rás 2, en sjálfsagt væri að
kanna ýmsa rekstrarmöguleika ein-
stakra deilda útvarpsins. Mennta-
málaráðherra neitaði því að úrsagn-
ir sjálfstæðismannanna úr útvarps-
ráði á dögunum mætti rekja til
stefnubreytingar í útvarpsmálum.
Hvort trúnaður milli sín og nýrra
ráðsmeðlima væri tryggður, væri út
í hött að spyrja um, en svo hlyti að
vera, þar sem þeir hefðu gefið kost á
sér. Hann heföi ekki krafið þá þess
að sverja sér trúnaðareiða.
Varðandi langbylgjuútsendingar
sagði ráðherra að reist hefðu verið
bráðabirgðamöstur á Vatnsenda-
hæð. Verið væri að prófa þau nú og
búist við að reglubundnar útsend-
ingar hæfust um miðjan þennan
mánuð.
Svavar Gestsson, fyrrv. mennta-
málaráðherra, óskaði Ólafi G. Ein-
arssyni til hamingju með viturlega
ráðningu í stöðu útvarpsstjóra á
dögunum. Hann tók undir með Ól-
afi G. að endurskoðun útvarpslaga
væri nauðsynleg, en vildi vita hvern-
ig ráðherra hygðist skipa í endur-
skoðunarnefndina. Þá minnti Svav-
ar á fjölda gagna um útvarpsmálefni,
sem til væru í ráðuneytinu og
nefndin gæti unnið úr. —sá
Bókaútgáfan Björk veitir bamabókaverðlaun:
Þytur hreppti
viðurkenningu
Jóhanna Á. Steingrímsdóttir,
höfundurverðlaunasögunnar
Þytur, á milli Daníels Ágústín-
ussonar, framkvæmdastjóra
Bjarkar, t.v. og Stefáns
Júlíussonar rithöfundar.
Tímamynd: Áml Bjarna
Bókaútgáfan Björk varð 50 ára á
þessu árí. í tilefni þeirra tímamóta
var ákveðið að efna til verðlauna-
samkeppni um myndskreytta bók
handa yngrí lesendunum. Heitið
var 150 þúsund króna verðlaunum,
auk rítlauna. Skilafrestur var til 10.
október síðastliðins.
Reykkafari fluttur á slysadeild eftir bruna
í bílskúrum í Mosfellsbæ:
Annars stigs
bruni
Reykkafari hjá slökkviliðinu í
Reykjavík brenndist á fæti við
störf sín aðfaranótt sunnudags.
Slökkviliðið var kallað að þremur
bílskúrum í Mosfellsbæ. Bílskúr-
amir voru þá alelda. Skúramir
bmnnu mikið og allt, sem í þeim
var, er ónýtt.
Annars var helgin frekar róleg hjá
Slökkviliðinu í Reykjavík og fólst
starf þess í minniháttar verkefn-
um og aðstoð. Þó var slökkviliðið
kallað að Norðurbrún 1, en þar fór
boðunarkerfi í gang, en það var
allt í lagi þegar til kom.
-PS
Tilgangurinn með stofnun útgáf-
unnar var að gefa út 2 barnabækur,
„Þrjár tólf ára telpur" eftir Stefán
Júlíusson og „Söguna um Jens Pét-
ur“ eftir danska höfundinn A.C.
Westergaard í þýðingu Stefáns.
Bækurnar seldust upp á skömmum
tíma og því var hugað að framhaldi.
Má segja að útgáfustarfsemin hafi
aldrei rofnað alveg, þótt sum árin
hafi útgáfan verið lftil. Alls hefur
Bókaútgáfan Björk gefið út hátt í 50
titla barnabóka, t.d. „Palli var einn í
heiminum", „Selurinn Snorri" og
„Stubbur".
Alls bárust 43 handrit í verðlauna-
samkeppnina. Dómnefnd varð sam-
mála um að verðlaunuð yrði sagan
„Þytur“. Reyndist höfundur vera Jó-
hanna Á. Steingrímsdóttir, Árnesi í
Aðaldal, S-Þingeyjarsýslu, og teikn-
arinn Hólmfríður Bjartmarsdóttir,
Sandi 2 í Aðaldal, S-Þingeyjarsýslu.
Barnabókin „Þytur" kemur út fyrir
lok nóvembermánaðar og verður
því jólabók Bókaútgáfunnar Bjarkar
íár.
-js
Sómabátur í vandræðum:
Með bilaða
vél á ntiðjum
Breiðafirði
Það var um idukkan 12.45 á laug-
ardag, sem tilkynning barst frá
sómabátnum Látravík RE, um að
hann værí með bilaða vél á miðj-
um Breiðaflrðl. Einn maður var í
bátnum, en engin alvaríeg hætta
steðjaði að honum. Annar sóma-
bátur, sem var í samfloti við Látra-
vik, kom Látravík til aðstoöar, en
vegna ieiðindaveöurs réð báturinn
ekki við Látravildna. Komu þá
tveir bátar aðrir til hjáipar, Skotta
úr Hafnaríirði, sem er 100 tonna
bátur, og Freyja RE 38. Það var
síðan Skotta sem dró Látravfk tii
hafnar í Ólafsvík, og komu bátam-
ir þangað um klukkan 20 á laugar-
dagskvöld.
Sómabátamir tveir voro á leið tfl
Reykjavíkur frá Patrcksfiröi. -PS