Tíminn - 12.11.1991, Page 7

Tíminn - 12.11.1991, Page 7
Þriðjudagur 12. nóvember 1991 Tíminn 7 Við höfum aú loksins fengið í hendur uppkast að útlínum um samning um Evrópskt efnahagssvæði. Á titilsíðu er þetta kallað Draft Outline, þannig að mér finnst að formaður utanríkismáia- nefndar hafi nokkuð til síns máls, þar sem hann dregur í efa að þar sé um samning að ræða. En málið er sem sagt komið hér til umræðu og við erum búin að fá texta, þó að á erlendu máli sé, um einn þátt þessarar samningagerðar. Þetta er, ef af samningi verður, vafalaust veigamesti og afdrifarík- asti samningur sem íslendingar hafa gert og samningamennimir líta stoltir yfir farinn veg. Utanríkisráðherra þeysir um land- ið og satt að segja minnir hann mig meira á trúboða en einhvem upp- lýsingafulltrúa. Þetta ferðalag hans er eins og hjá Þangbrandi heitnum forðum, nema ég veit ekki hvort Þangbrandur varð af hatti sínum á ferðalaginu. Utanríkisráðherra lýsir kostum þessa samningsuppkasts mjög fjálgum orðum en það fer minna fyrir að hann greini frá göll- unum. Utanríkisráðherra er svo mikið í mun að sinna köllun sinni að hann sinnir ekki þingskyldum sínum nema í lágmarki. Hann er að reyna að selja þjóðinni þennan samning og telur það mikilvægara verkefrii en að sitja hér á þingfúnd- um. Þessi mikli ákafi, sem ég ber að vissu leyti mikla virðingu fyrir, veld- ur því að maður spyr sjálfan sig: Er þessi samningur virkilega gallalaus? Eru hvergi neinar hættur í þessum samningi? Nú veit ég að utanríkis- ráðherra er réttorður maður, en við höfúm átt samstarf í allnokkur ár á Alþingi og ég hef orðið var við það, þó ég hafi ekki haft hátt um það, að honum getur skjátlast. Hann hefur ekki alltaf sagt nákvæmlega rétt frá og þá er það spumingin hvort hann geri það núna. Aðrar þjóðir, sem ég hef samband við, sjá ýmsa galla á þessum samningi og þá er það spuming hvort áhrif samningsins verða önnur og betri á íslendi held- ur en alls staðar annars staðar. Utanríkismálanefnd hefur því mið- ur, að mínum dómi, verið haldið frá upplýsingum um þennan samning nú í lokahrinunni og víst er um það, hvað svo sem formaður utanríkis- málanefndar segir, að okkur var ekki sýndur sami trúnaður og hags- munaaðilum í sjávarútvegi sem fengu þá ágætu menn Gunnar Snorra og Áma Kolbeinsson ráðu- neytisstjóra til þess að kynna nýja stöðu málsins á meðan utanríkis- málanefnd fékk ekkert að vita hvað var að gerast. Er þetta góður samn- ingur? Ályktun mín er sú að væri samn- ingurinn svo góður sem utanríkis- ráðherra vill vera láta, þá stæði hann undir sér sjálfur og þjóðin mundi samþykkja hann sjálfkrafa og utanríkisráðherra þyrfti ekki að leggja vinnu í áróðursherferð til að mæla fyrir honum, vegna þess að samningurinn mundi mæla með sér sjálfur. Hér er um svo afdrifaríkt mál að ræða að það er óforsvaran- legt að láta við það sitja, jafnvel þó maður sé hrifinn af þessu hugverki, að gylla samninginn eingöngu. Okkur þingmönnum ber skylda til að kanna þennan samning ná- kvæmlega og reyna að gera okkur grein fyrir kostum hans og göllum, og með raunsæjum og öfgalausum hætti að reyna að gera okkur grein fyrir báðum hliðum. Kostir samnings og gallar Við framsóknarmenn teljum að þessi samningur þurfi að skilgrein- ast betur, miklu betur, áður en end- anlega afstöðu til hans er hægt að taka. Kostir þessa samnings eru vafalaust töluverðir. Niðurfelling tolla kemur sjávarútveginum vafa- laust vel og ég vil ekki gera lítið úr því. Ég óttast þó að menn hafi gefið sér of mikla bjartsýni í því sam- bandi. Með niðurfellingu tolla ætti samkeppnisstaða okkar að batna, að öðru óbreyttu. En það er ekki hægt að gleyma því að verð innan EB er ekki fast á sjávarafurðum. Niður- greiðslum er ennþá haldið innan EB og þar af leiðir að EB gæti fund- ið upp á því að auka niðurgreiðslur til að bæta afstöðu eigin fyrirtækja. Verð á íslenskum sjávarafiarðum er yfirleitt hátt í Evrópubandalaginu, og menn geta ekki gefið sér að tollahagræðingin leggist ofan á þetta háa verð og hún renni öll í vasa íslendinga. Sama máli gegnir um skipasmíða- iðnaðinn. Hann er mjög niður- greiddur í Evrópu og aðstaða ís- lensks skipasmíðaiðnaðar batnar því miður ekki við þessa aðild, svo sem komið hefur fram hjá forsvars- mönnum skipasmíðaiðnaðarins. Við íslendingar getum ekki farið að greiða niður sjávarafurðir. Þær standa undir þessu þjóðfélagi okkar og því er hart við það að búa að hafa ekki fengið fríverslun með fisk og fiskafurðir á efnahagssvæðinu. Það fyrirkomulag eitt hefði veitt sjávar- útvegi okkar varanlega bætta sam- keppnisstöðu. Hveijir eru hags- munir iðnrekenda? Forsvarsmenn iðnaðarins fagna ákaflega þessum samningi. Vonandi kemur hann íslenskum iðnaði að gagni, ef gerður verður. íslenskur iðnaður hefur notið tollfrelsis í Evr- ópubandalaginu síðan 1973 og þetta hefur verið gagnkvæmt toll- frelsi á iðnaðarvörum milli Evrópu- bandalagsins og íslands. í hverju liggja þá hagsmunir ís- lensks iðnaðar? Forsvarsmenn iðn- aðarins tala um bætta samkeppnis- stöðu. Ég fæ nú ekki séð nema eitt alveg augljóst hagræði fyrir iðnrek- endur. Hingað kemur erlent vinnu- afl, sem væntanlega sættir sig við að vinna á strípuðum töxtum. ís- lenskt iðnverkafólk nýtur í sumum tilfellum yfirvinnu, bflakostnaðar, fatapeninga og ýmiss hagræðis ut- an fastakaups. Það er líklega hægt að komast hjá því að greiða tíma- bundnu erlendu vinnuafli af at- vinnuleysissvæðum Evrópu þessar sporslur og þar með er orðið hag- kvæmara að hafa það í vinnu. Það eru auðvitað augljósir hagsmunir fyrir iðnrekendur ef svo yrði. Hugleiðingar um vinnumarkaðsmál Það hefur verið of hljótt að mínu mati í þessari umræðu um vinnu- markaðsmálin, því að þau eru sann- arlega athyglisverð. I Noregi t.d. hefur farið fram mikil umræða um vinnumarkaðsmál. Menn í Noregi greinir verulega á um hvaða hvaða áhrif hann muni hafa á norskan vinnumarkað. Þær afleiðingar, sem Norðmenn telja að verði af samn- ingnum, eru þessar helstar: Atvinnuleysi kemur til með að aukast. Útlendingar leita til Noregs í auknum mæli eftir vinnu. At- vinnuleysi í mörgum Evrópu- bandalagslöndum er viðvarandi í kröngum 10% og það er auðvelt að hugsa sér það að þetta atvinnuleysi jafnist með einhverjum hætti út um Evrópska efnahagssvæðið. Ég skal ekki segja hvort það gerir það að fúllu, en vatnið leitar undan brekkunni og það er út af fyrir sig eðlilegt að gera ráð fyrir að atvinnu- leysiðjafnist út. Norðmenn telja fullvíst að launa- munur muni aukast. Aðkomið vinnuafl býðst á vægari kjörum en heimaverkalýðurinn, m.a. vegna þeirra kringumstæðna sem ég nefndi hér áðan. Þar með verður örðugra fyrir láglaunastéttir heimalands að knýja fram kaup- hækkanir. Á hinn bóginn verður boðið í toppfólkið. Menntaðasta og hæfasta fólkið fær aukið starfssvið. Það getur gengið í sérhæfð störf hvarvetna á efnahagssvæðinu og fyrirtæki og stofnanir koma til með að bjóða hátt og vel í starfskrafta þess. Atvinnuleysisbætur verður að greiða erlendu vinnuafli í gistiland- inu, svo sem um heimamenn væri að ræða. Þetta er niðurstaða Norðmanna og okkar aðstaða hlýtur að verða svip- uð. Sömu tækifæri, sem óneitan- lega eru þama fyrir hendi, en jafn- framt svipaðar hættur. Ræða Páls Péturssonar um skýrslu utanríkis- ráðherra um niðurstöð- ur samninga um Evr- ópskt efnahagssvæði Áköfustu áróðursmenn fyrir þess- um samningi hafa vitnað til þess að hér væri um svipaða fyrirvara að ræða og gilda um samnorrænan vinnumarkað. Ég vek athygli á því að það er ekki rétt. Samnorræni vinnumarkaðurinn er negldur og geirnegldur með mjög ströngum öryggisákvæðum. í þessu samn- ingsuppkasti er einungis allsherjar- fyrirvarinn sem hljóðar upp á að við megum grípa til aðgerða ef um stórfellda röskun er að ræða. Það getur gerst að það sé hægt að sanna það fyrir félögum okkar að um stór- fellda röskun hafi verið að ræða, ef mikill fjöldi fólks þyrpist hingað, en það þarf að vera um stórfellda rösk- un að ræða og það er náttúrlega huglægt mat hvað er stórfellt. Athugun félagsmálaráðuneytisins og ASI bendir til þess að um alda- mót verði útlendingar í störfum á íslandi helmingi fleiri en þeir eru í dag. Er óhætt að hleypa Spánverjum í landhelgina? Mig langar til að fara nokkrum orð- um um gagnkvæmar veiðiheimild- ir, sem kunna að vera hagstæðar ís- lendingum. Að vísu er það ekki nema að gefnum forsendum. í fyrsta lagi verður loðna að vera í sjónum. í öðru lagi vitum við ekki mikið um þennan langhala. í þriðja lagi — og það er grundvallaratriði — veiðieftirlit verður að vera í lagi. Reynsla íra, Kanadamanna og fleiri þjóða af fiskveiðum Evrópubanda- lagsins er ekki góð. Það er þvert á móti. Evrópuflotinn fer sannanlega ekki að neinum lögum og brýtur samninga, og það er virkilegt áhyggjuefni ef sá móráll, sem er ríkjandi hjá sjómönnum sem fiska í kvóta Evrópubandalagsins, ríkir hjá þeim hér við land. Nýlega hefur ver- ið upplýst að EB hafi fiskað í óleyfi fjórfaldan umsaminn og leyfðan kvóta við Kanada. Meira að segja Belgíumenn, vinir okkar sem við höfum haft hér uppi í landsteinum í mörg ár, hafa nýlega orðið uppvísir að misferli með möskvastærð og voru með helmingi meiri afla en þeir höfðu tilkynnt. Fjármagnsflutningar og eignarhald Mig langar til að nefria í nokkrum orðum fjármagnsflutninga og eign- arhald útlendinga. Erlendum bönk- um verður heimiluð starfsemi á ís- landi og það gæti komið sér vel í mörgum tilfellum. Aukin sam- keppni erlendis frá gæti hugsanlega orðið til þess að breyta hinni brjál- æðislegu vaxtastefnu íslenskra banka og það er ekki vanþörf á því. Það er rétt að gera sér samt grein fyrir því að bankaeftirlitið íslenska má ekki skipta sér af þessum stofn- unum. Það er rétt að menn hafi það í huga líka. Bankaeftirlit Seðlabank- ans má ekki skipta sér af starfsemi erlendra banka á íslandi. Við höfúm öll lagt kapp á það að varðveita eignarhald fslendinga í út- gerð og fiskvinnslu og þá er spum- ingin hvort það hefur tekist í þessari samningagerð. Því miður held ég að það leiki nokkur vafi á því. Útibú er- lends fyrirtækis, sem hefúr starfað hér í sjö ár eða meira, getur keypt fyrirtæki í útgerð eða fiskvinnslu. Áð áliti sumra virtra lögmanna hér í borg er ekki stætt á því að neita fyr- irtæki, sem er allt að 49% í eigu er- lendra aðila, um að eiga hlut í ís- lensku útgerðarfyrirtæki. Þetta byggist á þeirri lagatúlkun að lög um erlenda fjárfestingu, sem sett voru í fyrra, séu ekki fortakslaus í þessu efni. Ef svo er, móti von minni, þá er því miður of seint að lagfæra þau, vegna þess að þetta samnings- uppkast heimilar okkur að halda gildandi lögum — og ég skil það svo að gildandi lög séu þau lög, sem þýdd voru fyrir þá og sýnd þeim í Lúxemborg — en heimilar okkur ekki að breyta þeim. Það er rétt að vekja athygli á að orkulindimar og orkuverin eru ber- skjölduð fyrir útlendingum, ef þessi samningur verður að veruleika. Ef við setjum svo að stofnað verði hlutafélag eða sameignarfélag um orkuvinnslu til stóriðju, eins og sumum hefúr dottið í hug að gera varðandi orkusölu til hugsanlegs ál- vers á Keilisnesi, það virkjaði og seldi rafmagn til stóriðjuvers, fyrir- tækið yrði gjaldþrota og félli þá í fyrstu lotu í hendur erlendra banka. Þeir yrðu ekki með nokkrum hætti neyddir til þess að selja þetta fyrir- tæki á innlendum markaði. Þeir yrðu að fá að ráðstafa því til hæst- bjóðanda, hvar sem hann væri að finna. Ákvæði íslenskra laga um erlenda fjárfestingu um eignarrétt á orku- lindum og orkuverum verða þyí miður væntanlega að víkja. Ég a.m.k. hef ekki heyrt eða séð þá fyrir- vara að þau séu samþykkt í þessari samningagerð, eins og lögin um eignarhaldið í sjávarútvegi. Þessi lög brjóta greinilega í bága við fjórfrels- ið og því emm við sennilega neyddir til að breyta þeim. Það er líka ástæða til þess að nefna þann auð, sem við eigum í vatni, og þar er ekki auðvelt að finna gmnd- völl fyrir íslendinga. ísland fyrir íslendinga Þó er eftir sá þátturinn, sem veit að eignarrétti á landi, og hann er þó hvað gildastur í mínum huga. í und- irbúningi mun vera, segir ríkis- stjómin, hjá henni löggjöf um að varðveita einkarétt íslendinga. Ég sé það ekki persónulega fyrir mér hvemig sú löggjöf gæti orðið svo að hald yrði í henni til frambúðar. Um þetta vandamál er fjallað víðar innan EFTA heldur en hér. Finnar hafa Ld. látið gera ítarlega úttekt á eignarrétti á fasteignum í Finnlandi ef Evrópskt efnahagssvæði yrði að vemleika. Þetta gerðu þeir í sumar og hún var afhent með ýmsum öðr- um gögnum til utanríkismálanefhd- ar. Finnar búa nú við mjög ströng lög um einkarétt þjóðarinnar til að eiga fasteignir í Finnlandi. Bæði er það til komið vegna skóganna, sem þeim em mikilvægir, og eins kannski ekki síður vegna skerja- garðsins, en þar er mjög eftirsótt að byggja sumarhús. Sú finnska nefnd, sem kannaði þetta mál, komst að þeirri raun og Finnar urðu að af- nema þessi lög sín, og langar mig til að vitna í nefndaráiit Finna. Það hljóðar svo í lauslegri þýðingu: „Sem afleiðingu af evrópsku samein- ingunni er nauðsyniegt að afnema núverandi hömlur. Samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði leiðir það af sér, þegar hann tekur gildi, að Finnland er skyldugt til að upphefja núverandi hömlur hvað varðar rétt annarra borgara á Evrópska efna- hagssvæðinu til að eiga fasteignir og hlutabréf." Þetta er niðurstaða Finna. Það kann að vera að við eigum snjallari lögfræðinga og útfamari en þeirra. Ef þessi drög að útlínum samnings verða að samningi, þá er spumingin hvort ríkisstjóm íslands er treyst- andi til þess að gera þær ráðstafanir, sem gera þarf, eigi þetta að verða bærilegar kringumstæður fyrir ís- lendinga. Ég verð að viðurkenna að égvantreysti núverandi ríkisstjóm. Þá er rétt að spyrja: Verða þeir menn, sem ákafast hafa barist fyrir aðild Islands að Evrópubandalaginu, til friðs með dvöl á Evrópska efna- hagssvæðinu? Hætta þeir baráttu sinni og slá sér til rólegheita á Evr- ópska efnahagssvæðinu? í mínum huga er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvort hér geti orðið um að ræða varanlegt og viðunandi sambúðarform á samskiptum okkar við Evrópubandalagið, eða hvort að- ild að Évrópska efnahagssvæðinu leiði síðar til inngöngu okkar í Evr- ópubandalagið. Að mínu mati kem- ur alls ekki til greina að íslendingar gangi í Evrópubandalagið. Ég tel að það bjóni með engu móti hagsmun- um Islands og það þýddi endalok þess samfélags, sem við höfúm byggt hér upp og mér líkar að flestu leyti vel við. Rannsökum fyrst, tökum svo afstöðu Ég tel að við alþingismenn eigum að leggja okkur fram um að rann- saka þessi drög að samningi, sem fyrir liggja, og upplýsa þjóðina um efni og innihald þeirra og efna síðan til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Þetta mál er þess eðlis að það er eðli- legt að þjóðin fái að taka afstöðu til þess. Utanríkisráðherra hefúr fyrr í umræðunum verið með andmæli gegn þjóðaratkvæðagreiðslu. Mér finnst þau mótrök hans vera ákaf- lega léttvæg og ef þessi samningur er svo góður, sem utanríkisráðherra telur, þá samþykkir auðvitað þjóðin þennan samning fagnandi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.