Tíminn - 26.11.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Þriðjudagur 26. nóvember 1991
Timinn
MALSVARI FRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin i Reykjavik
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm.
Ingvar Gíslason
Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar Birgir Guömundsson
Stefán Ásgrimsson
Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason
Skrifstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavfk. Sími: 686300.
Auglýslngasími: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300,
litstjóm, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verð i lausasölu kr. 110,- og kr. 130,- um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Hörmuleg slys
Sjóslysið í Grindavík á föstudagskvöld í fyrri viku er
hörmulegur atburður sem þjóðin öll finnur til og tekur
af einlægni þátt í sorg þeirra sem nú eiga um sárt að
binda.
Fimm dugandi sjómenn, sem að meðalaldri voru innan
við þrítugt, létu líf sitt, flestir Qölskyldumenn, eigin-
menn og feður margra barna.
Slys þetta sýnir að enn er sjómennska áhættusamt starf,
þrátt fyrir góð skip og vandaðan búnað þeirra og öfluga
björgunarstarfsemi í landinu sem haldið er uppi af ýms-
um samtökum og stofnunum.
Hvað sem liður tæknilegum framförum, sem í sjálfum
sér eru varnaðaraðgerðir, og skipulagðri slysavarna- og
björgunarstarfsemi sem svo oft hafa sannað gildi sitt,
hefur auðvitað ekki verið komið á neinu allsherjar slysa-
varna- og björgunaröryggi í landinu. Á því sviði er alltaf
ástæða til að gera betur án þess að vanmeta það sem
áunnist hefur.
Náttúruaðstæður valda því að margs konar slysahætta
er fyrir hendi í landi okkar. Hún er ekki bundin við sjó-
ferðir eingöngu eða loftferðir, heldur einnig ferðir um
landið sjálft og þá atvinnu sem á landi er unnin. Á íslandi
ber slys oft brátt að, eða menn ofurselja sig hættum sem
þeir vanmeta, eins og illa undirbúnar hálendisferðir og
fyrirhyggjulaus vetrarakstur eru til vitnis um.
Þótt hörmulegur atburður í Grindavík verði tilefni al-
mennrar hugleiðingar um slysahættu á íslandi og varnir
og viðbúnað gegn henni, dvelst hugur þjóðarinnar eigi
síður á sorgarstundu hjá fjölskyldum ungu sjómann-
anna. Þær eiga samúð okkar allra.
Ferðamál, byggðamál
Þrír alþingismenn, Jón Helgason, Guðmundur Bjarna-
son og Stefán Guðmundsson, flytja tillögu til þingsálykt-
unar um eflingu ferðaþjónustu.
í greinargerð með tillögunni benda þeir á að verkefni í
þróun ferðaþjónustu séu að vísu margvísleg, en í tillögu-
greininni leggja þeir eigi að síður til að ríkisstjórnin geri
athugun á því hvaða framkvæmdir séu „brýnastar" og
skili mestum árangri án þess að slík athugun sé látin
breiða sig út yfir öll svið ferðamála.
Flutningsmenn halda því fram að slík athugun á hinum
brýnustu verkefnum í ferðaþjónustu þurfi ekki að taka
langan tíma né miklar skýrslugerðir, því að þarna sé um
afmarkað svið að ræða sem auðvelt ætti að vera að ein-
beita sér að.
Flutningsmenn minna í þessu sambandi á uppbyggingu
ferðaþjónustu bænda sem átt hefur sér stað undanfarin
ár og nýtur vinsælda og viðurkenningar. Má af greinar-
gerð ráða að þeir telji það til brýnna verkefna að styrkja
m.a. þessa tegund ferðaþjónustu. Þeir láta í Ijós ótta um
að fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um að svipta Byggða-
stofnun fjárráðum komi niður á ferðaþjónustu bænda,
auk þess sem skerðing á fjárhagsgetu Framleiðslusjóðs
landbúnaðarins verki í sömu átt, en sá sjóður hefur veitt
mikilvægan stuðning í uppbyggingu ferðaþjónustu
bænda.
Hér er bent á atriði sem Alþingi og ríkisstjórn ber að
gefa fullan gaum að. Efni þessarar tillögu er í senn ferða-
mál og byggðamál.
Dagsbrún var með félagsfund t máli alþýöunnar og þar tala menn innar sýni og sanni aö þeir, sem aö
síöustu viku þar sem stjórn félags- á tæpitungulausri íslensfcu. Svo þessari stjóm standa, Kfi í ein-
ms fekk heimild félagsmanna til bar viö sl. laugardag að Sóiveig angruðum heimi og að hin ósýni-
að boða verfcfall. Fjölmiölar íýlgj- Pétursdóttir, þingmaður Sjálf- lega hönd þreifi fyrir sér einhvers
ust aö sjálfsögðu meö þessum fé- stæðisfiofcksins, var í umræöu- staðar annars staðar en á púisi
lagsfundi og sögöu frá honum. þætti hjá Páli Heiöari Jónssyni í þjóðlífsins. Sjálfur forsætisráö-
Dagsbrúnarfundir hafa lengi þótt ríkisútvarpinu og notaöi þar tæfci- herrann hefur gefiö út þá yfirlýs-
fréttaefni, ekki hvað síst þegar færið til að gagnrýna umfiöliun ingu að fcjarasamníngar séu efcki
bUfcur eru á lofti í fcjaramálum ftolmiðla um Dagsbrúnarfundinn. hluti af þeim heimi, sem rdds-
eins og nú. Þaö var því eölilegt aö Þessi þingmaÖur Sjálfstæðis- sfiórnin lifi í, og að fyrsta snert-
pressan og ljósvafcamiðlar fylgdust flofcksins kvað það ótæfct aö senda ingin við heim fcjaramálanna veröi
grannt með því sem þar fór fram. út brat úr ræöum manna sem efcki iýrr en aðilar á hinum ftjálsa
Einn þeirra, sem fcvöddu sér bölvuðu og rögnuðu, og aö það vinnumarfcaöi verði búnir að
hfjóðs á Dagsbrúnarfundinum, var væri orðið vandhfað þegar venju- ieggja línurnar. Þannig ætö
Árni Jdhannsson, verkamaður i legt fjöiskyldufólk gæti ekfci látiö óbreyttum þingmanni að vera vor-
Reyfcjavík, og hélt hann hressilcga bömin sín horfa á sjónvarp án kunn, þó honum þyki óþægilegt og
tölu um „fcúlusukfc" hjá Reyfcja- þess að þau yrðu vitni að slíkum óheppilegt fyrir barnauppeldi
yíkuihorg og sttthvað fleira sem munnsöfnuöi. heimiUsins aö horfa á sjónvarps-
honum þótti ástæða til aö minna Efcki er að efa að þingmaðurinn útsendingar úr kjaramáiaheimi
á, vegna þess að upphafist hefur á hafi í flýti signt sig og sína fjöl- veritamanna.
ný söngurinn um aö efcki sé hægt skyldu, eför að sýnt var frá ræðn- Það, sem þó er verst við þessa
að hækka kaupíð h)á verkafólki. höldunum hjá Dagsbrún, og lofað stöðu, er það, að hversu vel sem
Kjarninn í ræðu Ama var sá, að á Guð fyrir aö vera eldri eins og þetta góðborgaramir í Sjálfstæðis-
meðan bruðlað er og sukkað út og fólk. Þá æltu heimilismenn að flokknum reyna að loka sig frá
suður í þjóðfélaginu og miiljarðar hafa verið undir það búnir að horfa heimi alþýöunnar, kemur að því
stópta um hendur eins og ekkert á almennilegt sjónvarpsefni á ný, íyrr en seinna, miðað við núver-
sé, þá er sagt við þá Dagsbrúnar- s.s. stríðsfréttamyndir frá Júgó- andi sljómarstefnu, að þessum
menn að ef þeir fál meira en 40-50 slavíu eða jafnvel eitthvað enn heimum lýstur saman. Dagsbrún
þúsund í kaup á mánuðí fari þjóÖ- œeinlausara, eins og t.d. hvernig er þegar komín meö veritfafis-
félagíð á hausinn „með tvöfóldum Jenna tekst með klóldndum að heimild og það á við um nofckur
hraða hljóðsins“, svo notuð séu höggva sundur sfcottiö á Tbmma önnur vericalýðsfélög útt á landi.
orð Araa- eftir að hafa efcið yfir hann á garð- Brjótist rífcisstjómin og stjómar-
siáttuvél og harið hann í haustnn liöamir efcid út úr fflabeinstumin-
Hrílíflir ctíll meö straujámi. um fljótlega, endar meö því að
J w þetta markvissa aðgerðaleysi leiðir
Dagsbrúnarfundir eru ekfci «láIf<rf»Aícf!Atrlrt<r til þess að stéttarféiög verða knúin
sunnudagaskóK og þar er ræöu- ojdlis lÆUlMtURhur- til að grípa til aðgerða. Átök á
stíll manna hijúfur eins og tilvera Ilttt — heill hRinttlf vinnumarfcaði eru eldd tíl þess
félagsmanna. En stiIKnn er út af fvrir SÍÖ falKn að efla heUdarhag lands-
hressilegur og þar hefur tíðkast að y ” manna, og einmitt af þeim sökum
tvinna saman blótsyrðum, ef svo Stjóraarandstaðan hefur verið að er tveggja-heima hugsunarháttur
ber undir, þegar menn kggja gera því skóna aö undanfömu að sjálfstæðismanna stórhættuleg
áherslu á mái sitt Þar tala menn 4 afsfciptaleysisstefna ríkisstjómar- h'fsspefci. Garri
VITT OG BREITT
Þjóðhollt bruðl
Hættið að spara og farið að bruðla,
er boðskapur Bush Bandaríkjafor-
seta til landa sinna, en hann hefur
eins og margir aðrir þungar áhyggj-
ur af óttalegri deyfð í efnahagslíf-
inu. Þar vestra halda verðbréf og
fasteignir áfram að lækka í verði og
þar sem almenningur heldur að sér
höndum í eyðslusemi dregur það
úr eftirspurn og efnahagslægðin
dýpkar og enginn kann ráð til að
snúa dæminu við.
Ástandið er hvergi nærri bundið
við Bandaríkin, því að í mörgum
iðn- og peningaveldum er við svip-
aðar raunir að stríða. Offramleiðsla
og offramboð á fjölmörgum sviðum
eykst í öfugu hlufalli við kaupget-
una og framboðið á peningamark-
aði flækir lánastofnanir inn í það
vandræðaástand, að ekki er bruðlað
nóg.
í neysluþjóðfélagi er það nefnilega
engin dyggð að spara; þvert á móti,
því meira sem eytt er og spennt því
betra, því það eykur hagvöxtinn.
Og það eru ótrúlega margir, sem
hafa hag af því að bruðlið, óhófið og
óráðsían sé sem mest, því hófsemd
dregur úr athafnaseminni og þar
með gróðanum.
Einkaeyðsla
Þjóðarleiðtogar, aðrir en sá banda-
ríski, boða þó yfirleitt ekki að óhóf
sé í heiðri haft og að fólk eigi að
eyða og spenna langt fram yfir þarf-
ir og efnahagslega getu.
En það eru aðrir aðilar, sem eru
útfarnir í þeirri kúnst að boða óráð-
síu, og þreytast aldrei á að heimta
opinbera peninga í þau verkefni,
sem þeir ætla sjálfir að græða á.
Stundum er kröfugerðin á hendur
miðstjómarvaldinu falin, en fyrir
kemur að svo mikið liggur við að
láta það opinbera bruðla með al-
mannafé til að halda uppi starfsemi
fyrirtækja, að sagt er berum orðum
að það verði að framkvæma þetta
og hitt til að við getum grætt, og
verður þá eyðslan aðalatriði, en
notagildi þess, sem borgað er fýrir,
lítilmótlegt. Að eyða eyðslunnar
vegna er nákvæmlega það sem
Bush forseti brýnir fýrir sínu fólki,
og það er einmitt það sem fram-
kvæmdastjóri nokkur sagði í ríkis-
sjónvarpið nýverið, þegar hann ít-
rekaði verktakakröfuna miklu um
að byggð verði handboltahöll á ís-
landi.
Óheiðarlegir menn og skýjaglópar
halda því fram að risahúsið eigi að
byggja fýrir íþróttimar, eða íþrótta-
unnendur, eða íþróttaheiður, eða
íþróttaæskuna eða einhverja hand-
boltastráka, sem allir eiga að vera
svo hreyknir af eins og handritun-
um og tæra loftinu á hálendinu.
En það em verktakar sem þurfa á
byggingunni að halda og engir aðr-
ir, því eitt af því marga, sem okkar
fámenna þjóð getur vel verið án, er
risavaxin heimsmeistarakeppni í
nánast hverju sem er.
Opinber eyðsla
En framkvæmdastjórinn í sjón-
varpinu sagði það sem allir eiga að
vita. Það eru svo lítil verkefni fram-
undan hjá verktökum í byggingar-
iðnaði að við bókstaflega verðum
að byggja heimsmeistarahöll. Síð-
asta undrið á þeim vettvangi er að
reisa tvo risastóra skúra við Laug-
ardalshöllina og hrúga áhorfenda-
bekkjum í þá. Kostar skít á priki,
400 milljónir eða svo. (Fyrsta
kostnaðaráætlun).
Viðbygging heitaveitugeymanna á
Öskjuhlíð átti að kosta eitthvað
svipað, þegar til þeirrar fram-
kvæmdar var stofnað.
Verktakar og málaliðar þeirra
svara öllum athugasemdum eins
og þeim, sem hér eru settar fram,
með því að ásaka gagnrýnanda um
að hann sé á móti íþróttum, heil-
brigðri æsku og öliu því sem til
framfara má horfa. Verður að taka
því eins og öðrum hundsbitum.
Handboltaborgin er aðeins ein af
mörgum framkvæmdakröfum,
sem settar eru fram til að útvega
óþarflega mörgum og fáránlega
tæknivæddum verktökum verk-
efni, sem greidd eru úr vösum
skattborgara.
Eitt af því fáa, sem tæknikratar
fara sparlega með, eru kostnaðar-
áætlanir. Þegar út í framkvæmd-
irnar kemur er aftur á móti ekkert
sparað.
En það er komið upp mynstur,
sem hægt er að reiða sig á hvað
varðar kostnað við opinberar stór-
byggingar. Þær eru fjórum sinnum
dýrari en fyrstu kostnaðaráætlanir
hljóða upp á. Flugstöð, Perla, ráð-
hús og nú síðast viðgerðir á Þjóð-
leikhúsi.
Að lappa upp á 40 ára gamalt hús
fyrir tvo milljarða er svo ævintýra-
legt að það er ekki nema þegar höf-
uðsnillingar eins og Ámi Johnsen
og Svavar Gestsson leggja saman
með atfýlgi húsameistara ríkisins
að hægt er að hífa hagvaxtarstigið
upp svo um munar og tífalda
kostnað miðað við áætlanir. Og allt
er það gert fyrir leiklistina og
menninguna, þarf ekki einu sinni
að nefna verktaka á nafn í því sam-
bandi.
Til að púkka undir athafnalífið
þarf annars að bruðla með miklu
fleira en byggingaframkvæmdir á
vegum skattborgaranna og nú þeg-
ar sú sæla jólakauptíð gengur í
garð, þarf varla að æsa upp kaup-
æðið. En ef ekki gengur sem skyldi,
getur Davíð tekið upp hætti Bush
og hvatt þegna sína til að eyða nú
og spenna sem aldrei fyrr, og getur
bent á sitt góða fordæmi í Tjöm-
inni og á Öskjuhlíð. Geri Bush bet-
ur. OÓ