Tíminn - 24.12.1991, Page 2

Tíminn - 24.12.1991, Page 2
2 Tíminn Þriðjudagur 24. desember 1991 Þingmenn komnir í jólafrí eftir að hafa setið á nær stöðugum fundum nótt og dag alla síðustu viku: Fjáriög samþykkt í skjóli myrkurs Fjáriög fyrir árið 1992 voru samþykkt á Alþingi um klukkan fímm síðastliðinn sunnudagsmorgun og var þá fundum þingsins frestað til 6. janúar. Stjórnin neyddist til að fresta frumvörpum um ráðstafanir í ríkisfjármálum (Bandorminum), lánsfjáriögum og frumvarpi um hagræðingarsjóð. Að lögum urðu frumvörp um tekju- og eignarskatt og um jöfnunargjald. Mikið gekk á í þinghúsinu síðustu daga fyrir jólafrí alþingismanna. Þingfundir stóðu fram undir morgun flesta daga vikunnar og margir nefndarfundir voru haldnir á dag. Mál þokuðust hægt áfram á fimmtudag og föstudag, enda hafði ekkert samkomulag tekist um þingstörfin milli stjórnar og stjórnarandstöðu, en auk þess var óeining í stjórnarflokkunum um nokkur mál. Stjórnarandstæðingar kröfðust þess að umdeildur skattur á sveit- arfélögin (lögguskattur) yrði felld- ur niður, en á móti yrði tekna aflað með því að leggja á jöfnunargjald allt árið og verð á áfengi yrði hækkað. Um þetta náðist ekki samkomulag, þrátt fyrir að stjóm- in byðist til að lækka lögguskatt- inn og leggja á jöfnunargjaldið í níu mánuði í staðinn fyrir sex, eins og gert var ráð fyrir í upphaflegu fmmvarpi. Niðurstaðan varð að stjórnin frestaði afgreiðslu Band- ormsins fram yfir áramót og sam- þykkt var að leggja á jöfnunargjald í níu mánuði. Afdrif lögguskatts- ins, breytingar á gmnnskólalög- um, breytingar á ábyrgðum launa vegna gjaldþrota og fleiri umdeild mál í Bandorminum ráðast þegar þing kemur saman að nýju. Stjórnarandstaðan krafðist þess ennfremur að umdeildu fmmvarpi um hagræðingarsjóð yrði frestað, og féllst stjórnin á það. Vegna tímaskorts var einnig ákveðið að fresta afgreiðslu fmmvarps um Iánsfjárlög. Að lögum varð umdeilt frumvarp um tekju- og eignarskatt. Þar með vom lögfestar breytingar á barna- bótum, sem lækka þær um 500 milljónir. Sömuleiðis var lögfest breyting á sjómannaafslætti. Vem- lega var komið til móts við sjónar- mið sjómanna við lokaafgreiðslu málsins, en sjómannasamtökin munu samt ekki vera sátt við nið- urstöðuna. Með lögunum em einnig gerðar breytingar á heimild fyrirtækja til að draga arðgreiðslur frá skatti, en VSÍ og stjórnarand- staðan höfðu barist mjög hart gegn þeirri breytingu. Tveir stjórnarliðar, Ingi Björn Al- bertsson og Vilhjálmur Egilsson, skiluðu séráliti í efnahags- og við- skiptanefnd um jöfnunargjaldið og greiddu síðan atkvæði gegn því. össur Skarphéðinsson greiddi at- kvæði gegn skólagjöldum í Há- skólanum. Áður hafði tekist sam- komulag um að leggja ekki á skólagjöld í framhaldsskólum. All- ir þingmenn stjórnarinnar greiddu atkvæði með breytingum á sjó- mannaafslætti. -EÓ Kársnesskóli í Kópavogi: Eldur í skólastofu Slökkviliðið í Reykjavík var kvatt að Kársnesskóla í Kópavogi um klukkan 23.30 á sunnudagskvöld, þar sem tilkynnt var um mikinn eld í skólastofu. Þegar á staðinn kom blasti við slökkviliðsmönnum eldur sem stóð út um glugga stof- unnar, sem var á fyrstu hæð, og upp með húsveggnum. Að sögn Bergsveins Alfonssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu, var að- aláhersla lögð á að varna því að eld- urinn næði að læsa sig í annarri hæð hússins, en þar sprungu rúður og eldurinn hefði því átt greiða leið þangað inn. Það ætlunarverk slökkviliðsins tókst. Fjórir reykkaf- arar fóru inn í húsið og börðust þeir við eldinn innanfrá. Allt brann, sem brunnið gat í skólastofunni, en allar hurðir í skólanum stóðu opn- ar, svo að reykur átti greiðan að- gang um allan skólann og urðu miklar skemmdir af völdum hans. Þá sprungu ofnar og rann þar vatn út og notuðu slökkviliðsmenn vatnssugur til að varna því að það flæddi um allt hús, en meðal ann- ars var parketgólfi bjargað frá skemmdum. Ekki var ljóst um upp- tök eldsins, en Rannsóknarlögregla ríkisins annast rannsókn málsins. -PS Tveir meðlimir úr íslenska alpaklúbbnum voru týndir í tæpan sólarhring í norðanverðri Esjunni, en fundust að lokum á lífi. Annar þeirra liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi: Fundust eftir 18 tíma leit Tveir menn, sem leitao var frá því klukkan 22 á laugardagskvöld og fram á sunnudag í norðanverðri Esjunni, komu í leitimar um klukkan 16 á sunnudag. Annar mannanna fannst í Eilífsdal, en hann hafði farið til að fínna hjálp, þar sem félagi hans var orðinn illa kaldur og var grafínn í fonn á Eilífstindi. Sá liggur þungt hald- inn á gjörgæsludeild. Þar höfðu félagarair dvalist nóttina áður. Á annað hundrað manns úr björgunarsveitum leituðu tvímenning- anna, en einnig voru notaðir sporhundar til verksins. Mikil snjó- flóðahætta var á staðnum, sem Ieitin fór fram á, og féllu mörg slík. Mennirnir tveir voru úr tíu manna hópi íslenska alpaklúbbsins, sem voru við æfingar í Eilífsdal á laugar- dag. Fariö var að óttast um mennina er þeir skiluðu sér ekki um kvöld- matarleytið á Iaugardag. í ferðum sem þessum ferðast menn tveir og tveir saman og voru þeir aftastir í hópnum. Björgunarsveitir voru kallaðar út á laugardagskvöld og miðaðist leitin við þá gönguleið, sem vitað var að þeir hefðu gengið upp á Eilífstind. Vegna þess hve veð- ur var slæmt, gekk leit erfiðlega. Leitað var til Landhelgisgæslunnar og Varnarliðsins um að senda þyrlur og komu þær um nóttina, en vegna veðurs varð þeim ekki komið við. Enn versnaði veður í birtingu og var aftakaveður fyrri hluta dags, sem hamlaði Ieit mjög. Það var síðan seinni part dags, þegar ákveðið hafði verið að hætta leit og kalla leitar- mennina til stjórnstöðvar, sem menn gengu fram á annan mann- anna. Kallað var á ný á þyrlu til að sækja hinn manninn upp á Eilífs- tind, en hann var þá mjög kaldur og meðvitundarlítill. Hann var fluttur með þyrlunni til Reykjavík og var lagður inn á gjörgæsludeild. Hann var í gær talinn enn í lífshættu. Hinn maðurinn var sprækur og am- aði ekkert að honum. Fjórir björgunarsveitarmenn voru fluttir á slysadeild. Tveir þeirra lentu utan í snjóflóði og aðrir tveir hröp- uðu utan í Esjunni. Einn mannanna þurfti að gangast undir aðgerð. -PS Guðlaug Einarsdóttir (til vinstri) eiginkona sr. Guðmundar Einarssonar, fyrrverandi og fyrsta skóla- meistara skólans, afhjúpaði málverkið. Með henni á myndinni hór að ofan er núverandi skólameistari, Kristín Arnalds. Tfmamynd Áml BJama Málverk af fyrsta skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti afhjúpað við útskrift: 72 stúdentar útskrifaðir Fjölbrautaskólanum í Breiðholti var slitið á föstudag í Fella- og Hólakirkju. Við athöfnina var af- hjúpað málverk af sr. Guðmundi Sveinssyni, fyrsta skólameistara skólans, og var það Guðlaug Ein- arsdóttir, eiginkona hans, sem af- hjúpaði málverkið. Að þessu sinni útskrifuðust 72 stúdentar, 60 úr dagskóla og 12 úr kvöldskóla. Tæplega 1500 nem- endur stunduðu nám í dagskóla á haustönn, á sjö sviðum, og um 1000 nemendur stunduðu nám í kvöldskóla. Hæstu einkunn hlaut Kristín Þorbjarnardóttir af nátt- úrufræðibraut skólans. Þá hlaut Jóhann Gunnar Jóhannsson verð- laun Rotaryklúbbs Breiðholts. -PS Víðtæk leit gerð að 6 tonna Sómabáti aðfaranótt laugardags. Einn maður var um borð: Sigldi í land og spurði til vegar Leit var gerð á föstudagskvöld að 6 tonna Sómabát, Sæla RE-31. Einn maður var um borð í bátn- um. Hann hafði farið frá Rifi kl. 13.10 áieiðis til Reykjavíkur og þegar hann hafði ekki skilað sér þangað kl. 22.30, en átti að koma þangað milli 17-18, hafði Til- kynningarskyldan samband við Landhelgisgæsluna og óskaði eft- ir aðstoð hennar við leit að bátn- um. Gæslan hafði þegar samband við danska eftirlitsskipið Hvid- björnen, sem var þá á leið til Reykjavíkur, og bað það um að svipast eftir bátnum og taka að sér vettvangsstjórn. Ásamt Hvid- björnen leituðu þyrla Landhelgis- gæslunnar, Arnarfell, Selfoss og tveir bátar frá Slysavarnafélaginu í Faxaflóa og allt norður að Snæ- fellsnesi. Það var síðan laust eftir klukkan fimm um morguninn sem fréttist að sést hefðu neyðar- blys í námunda við Garðskaga og hálftíma síðar var staðfest að maðurinn hefði náð landi þar. Hann hefði bankað upp á í húsi nálagt Garði og spurt til vegar, en hann hafði verið rammvilltur og ekkert vitað hvar hann var. -PS Akureyri: Jólakaka gleymdist í ofninum Slökkviliöið á Akureyri var kallað út að húsi við Melasíðu á Akureyri á laugardag klukkan 20.53. Þar hafði jólakakan gleymst í ofninum og heimilisfólk á bak og burt. Ekki var kominn upp eldur vegna kökunnar, þegar að var komið, en töluverður reykur var í íbúðinni og þurfti slökkviliðið að reyklosa íbúðina. Kakan var ónýt. -PS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.