Tíminn - 24.12.1991, Qupperneq 7

Tíminn - 24.12.1991, Qupperneq 7
Þriðjudagur 24. desember 1991 Tíminn 7 Umboðsmenn hennar hátignar frú Jarðar BJARGIÐ JÖRÐINNI Höf: Jonathon Porritt o.fl. Útg: IÐUNN Reykjavik 1991 Miðað við eyðingu og mengun þá, sem yfir jörðina hefur gengið, er ekki nema von að í tiltölulega hreinu landi eins og íslandi taki menn heilshugar undir baráttu fyrir bættum umgengnisháttum. Við hljótum að fyrirlíta úrgangs- losun í hafið, enda skynjum við það sem matarkistu okkar. Við hljótum líka að fagna því er menn gefa út bækur á sýrusnauðum blöðum og endurunnum pappa. Það er ljóst að vart hefur verið auk- innar vitundar á þessu sviði mann- lífsins í hinum vestræna heimi. Nýlegar tilraunir með flokkun sorps á íslandi er gott dæmi um það. Hins vegar er það ekki nýtt að spámenn stígi fram og boði upphaf hinna síðustu tíma. Það er heldur ekki nýtt að menn komi fram sem sjálfskipaðir umboðsmenn jarðar- innar og tali máli hennar á per- sónugerðan hátt, líkt og gert er í bókinni Bjargið jörðinni. Sumir gera það af því að þeir fengu sig ekki sadda af að kúga nýlendu- þjóna sína og vilja enn seilast til heimsvaldaáhrifa. Aðrir hafa þetta fyrir tómstundagaman og enn aðr- ir fyrir trúarbrögð. Einn af þeim, sem sameinar flest af þessu, er „hans hátign prinsinn af Wales", en þannig er hann Karl Elísabetar- son kynntur á bókarkápu, rétt eins og hvert mannsbarn jarðarinnar eigi að vita skil á öllum fjölskyldu- titlum suður á Bretlandseyjum. Náttúruverndarsinnar eru ennþá óvinsælir menn hér á landi vegna framgöngu sinnar og efnahags- kúgunar sem þeir hafa beitt okkur nýlega. Greenpeace International á efni í bókinni og eru samtökin lofuð fyrir ofbeldisfullar aðgerðir, djarfan skæruhemað og lagni við að komast í sviðsljós fjölmiðla. Frændur vorir Færeyingar fá á baukinn fyrir þjóðlegar grind- hvalaveiðar, en að sinni er ekki veist beint að Grænlendingum fyr- ir selveiðar sínar eða okkur fyrir hvalveiðar. í heild er bókin þó skrifuð gegn hagvexti og gegn auk- inni velsæld í þróuðum löndum. Tekjur af skoðunarferðum á hvala- slóðir eru sagðar meiri en tekjur af hvalveiðum, hvar svo sem þær tekjur lenda. Hvalaumfjöllunin er gott dæmi um þann hæpna stíl bókarinnar að persónugera jörðina um of og ímynda sér að skepnur hennar dragi ályktanir. f ljóðinu Hvala- þjóðin segir t.d.: „I sjónum hafa hvalir tekið völdin, þótt þeir viður- kenni greind annarra en sjálfra sín ...“ Á blaðsíðu 152 segir um fisk- veiðar: „Enginn hefur áhuga á að draga úr aflamagni til að tryggja endurnýjun stofnanna...“ og ráðist er á Alþjóðahvalveiðiráðið og Haf- réttarnefnd Sameinuðu þjóðanna, svo dæmi séu tekin af umfjöllun um rányrkju fiskveiðiþjóða. Afla- brestur í veiðum á þorski, ýsu og ufsa í Norðursjó em tekin sem dæmi um ofveidda stofna í útrým- ingarhættu í Norður-Atlantshafi (Myndræn tafla s. 154). Mjög víða í bókinni kemur fram sú skoðun að jörðin sé slíkt furðu- verk að hún sé heilög og dýrkunar- verð í sjálfu sér. Einnig ber mikið á þeirri skoðun að jörðin sé lifandi vera sem háir lífsstríð sitt með tár- um og raunum. Mennirnir eru kýli á yfirborði hennar. Jonathon Por- ritt er sá af textahöfundum sem gengur hvað lengst í þessa átt og talar um nýtt alþjóðaskipulag á heimspólitískan hátt að hætti græningja víða um lönd. Tilgang- ur bókarinnar er sagður sá að „leita svara með því að flétta sam- an traust vísindi og sterkar tilfinn- ingar" (s. 16). Eftir lestur bókar- innar finn ég ekki fyrir leitinni, en er þess í stað uppfullur yfir haus af slagorðum sem ekki er leitast við að rökstyðja nema að litlu marki. Tilfinningaþátturinn er greinilega allsráðandi og því er ekki undar- legt að listamenn og „frægt fólk“ er fengið til að skreyta bókina í rík- um mæli. Þar sem hún er á marg- an hátt faglega unnin, hallast ég helst að því að með henni hafi fyrst og fremst verið ætlunin að vekja hughrif og æsing. Vonleysið er yf- irþyrmandi í upphafi og ofveiðin og offjölgun hinnar fjandsamlegu mannskepnu, ásamt mengun og náttúrueyðingu, er uppistaðan í miðhluta bókarinnar. Þegar nær dregur lokum er bent á að lækn- ingin felist í „Óðnum til jarðarinn- ar“ og vitnað er til þess að stjórn- mál séu orðin ískyggilega tilgangs- laus. Náttúruhyggjan er öllu æðri og siðbótarhreyfingunni og skyn- semisbyltingu 17. aldar heimspek- inga er kennt um að hafa svipt móður jörð lífi (s. 184). Mannkyn hafi lengstan hluta sögu sinnar tal- ið móður jörð lifandi plánetu. Hin veraldlega afstaða Vesturlandabúa er vond og framfarir eru illar. Þá er nú munur að sjá samstöðu manns- ins og náttúrunnar í búddadómi Austurlanda fjær og á Indlandi þar sem hindúar eru sagðir sannfærðir um að jörðin sé heilög. Þetta eru semsagt ný náttúrutrú- arbrögð í alþjóðlegum búningi, sem helgast af því að kýrin er svo heilög að ekki má mjólka hana. Sú kristna boðun um aldir, að maður- inn sé kallaður af Guði til ábyrgðar og ráðsmennsku yfir jörðinni, fell- ur í duftið fyrir þessum „nýju sannindum". Þrátt fyrir skrautleg- an búning og sæg af eiginhandar- áritunum „hans hátignar" og „hans heilagleika" og svo framveg- is, er framburður þessarar elfti eins og flatur sandurinn — áferð- arfallegur en gljúpur þar sem stig- ið er niður föstum skrefum. Nokkrar ágætar greinar náttúru- fræðinga og inngangsorð frú Vig- dísar forseta ná ekki að gefá þessu erlenda verki það gildi sem til var sáð í íslenskum jarðvegi — því miður. Kristján Bjömsson Sterk saga um sterka Ingibjörg Sólrún Gfsladóttir: Þegar sálin fer á kreik Minningar Slgurveigar Guðmunds- dóttur kennara í Hafnarflrði. Foriagið 1991 Það er víst best að segja það strax, að þessa ævisögu má hiklaust flokka með þeim bestu í sínum flokki, svo gripið sé til íþrótta- og keppnismáls, og það má búast við því að hún lendi í hópi klassískra íslenskra ævisagnabókmennta. Ekki kæmi mér það á óvart. Sigurveig Guðmundsdóttir kenn- ari í Hafnarfirði lýsir í bókinni Sál- in fer á kreik, ævi sinni á miklum umróts- og breytingatímum í þjóðlífinu. Ævisaga hennar er skráð með mikilli prýði af Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur. Sigurveig Guðmundsdóttir er dóttir Guðmundar Hjaltasonar lýðskólafrömuðar, sem var þekkt- ur maður á sinni tíð, og Hólmfríð- ar Björnsdóttur. Mikill aldurs- munur var á þeim hjónum, auk þess sem atlæti þeirra í æsku hafði verið ólíkt. Það þóttu því undur allmikil þegar lýðskólafrömuður- inn Guðmundur, þá 44 ára gamall, kvæntist Hólmfríði, bláfátækri vinnukonu á Víkingavatni í Keldu- hverfi, lausaleiksbarni sem alist hafði upp í fátækt og hörku í Fljót- um í Skagafirði. Auk aldursmunarins var uppruni þeirra hjóna talsvert ólíkur, en Guðmundur hafði alist upp á menningarheimili, auk þess að hafa síðar aflað sér menntunar er- lendis og verið samvistum um tíma við merkisbera lýðháskóla- hugmynda og almannamenntunar í Noregi, þeirra á meðal skáldjöfur- inn Björnstjeme Bjömson. Hjóna- bandið þótti mörgum þegnum hins stéttskipta íslenska þjóðfélags aldamótanna hin mestu fim, eink- um var þá að finna meðal embætt- ismannastéttarinnar sem Guð- mundur hafði talsverð samskipti við í krafti erlendrar menntunar sinnar sem á þeim tíma var nokk- urs metin, þrátt fyrir að hún gæfi Guðmundi ekki embættisgengi. Sigurveig greinir þannig frá því að sr. Amljótur Ólafsson og fjöl- skylda, sem Guðmundur dáði um- fram annað fólk, hefði aldrei viður- kennt Hólmfríði móður sína og raunar sýnt henni dýpstu fyrirlitn- ingu og fjandskap frá fyrstu tíð. Sú lítilsvirðing, sem borgaralegir vin- ÞEGAR SAUN FER Á KREIK Minningar ▼ Sigurveigar 'öá: Guðmunds- ^ dóttur kennara í „ /, ‘ Á Hafnarfiröi É • J ir og kunningjar Guðmundar sýndu Hólmfríði konu hans, hlýtur að hafa verið henni með öllu óþol- andi, enda varð það henni mikill léttir og frelsun þegar fjölskyldan tók sig upp og fór til sex ára dvalar í Noregi og Danmörku. Þar var henni loks tekið sem jafningja og fullgildri manneskju. Titill bókarinnar Þegar sálin fer á kreik skýrist af veikindum Sigur- veigar í æsku. Hún sýktist ung af berklum, sem á þeim tíma herjuðu á ungt fólk og hjuggu stór skörð í raðir þess. Hún dvaldist á berkla- hælum í þrjú ár og hafði þar fé- lagsskap ungs fólks sem svipað var ástatt um. Lýsingar hennar á lífinu á Vífilsstöðum og á Kópavogshæl- inu, sem þá var vinnuhæli fyrir berklasjúklinga, eru mjög glöggar, einlægar og mætar. Berklahælin voru í senn staðir þar sem hið unga sjúka fólk dvaldi til lækninga, og þar dafnaði menn- ingarlíf og ástir tókust í skugga dauðans meðal hins unga fólks sem var slegið fjötri banvæns sjúk- dóms á þeim árum sem andi fólks mótast hvað sterkast. Og andi Sig- urveigar hefur verið móttækilegur á þessum árum og hún gleypti í sig þær hugmyndir, sem þá voru ofar- lega á baugi, og vann úr þeim og skildi hismi frá kjarna. Þrátt fyrir veikindi sín og kröpp kjör tókst Sigurveigu að komast til heilsu, afla sér góðrar menntunar og meiri almennrar þekkingar og þroska en almennt gerðist og ger- ist. Andleg leit hennar leiddi hana til hinnar kaþólsku kirkju, en á ár- konu unum fyrir stríð þótti mörgum það hið versta mál og hafði í för með sér að margir sniðgengu Sig- urveigu og Iögðu henni kaþólsk- una út á hinn versta veg. Hún hef- ur hins vegar aldrei látið hlut sinn í rökræðum um trúmál, enda bet- ur að sér þar en flestir þeir sem hafa reynt að tortryggja heilaga kirkju og meðlimi hennar í ræðu eða riti. Sérlega minnisstæður er kaflinn þar sem Sigurveig lýsir heimsókn sinni til Einars Benediktssonar og Hlínar Johnson í Herdísarvík, en þangað fór hún ásamt Kristínu, systur Einars. Þá var Einar þrotinn að andlegum kröftum og í gjör- gæslu Hlínar, eins og glöggt kem- ur fram af lýsingu Sigurveigar. Þegar sálin fer á kreik er afar læsi- leg og vel skrifuð bók, sem auk þess að lýsa vel æviferli og hugar- heimi merkismanneskju, er af- bragðs heimild um lífskjör og tíð- aranda á íslandi frá síðustu alda- mótum til okkar daga. Þetta er bók sem ég held að eigi ekki eftir að daga upp í bókaskápum eigenda sinna og gleymast. Stefán Ásgrímsson

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.