Tíminn - 24.12.1991, Page 15

Tíminn - 24.12.1991, Page 15
Þriðjudagur 24. desember 1991 Tíminn 15 Til banka og sparisjóða Lokun 2. janúar ogeindagar víxla. Vegna áramótavinnu verða afgreiðslur banka og sparisjóða lokaðar fimmtudaginn 2. janúar 1992. Leiðbeiningar um eindaga víxla um jól og áramót liggja frammi í afgreiðslum. Reykjavík, 17. desember 1991 Samvinnunefnd banka og sparisjóða BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNID ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar Landsbyeeðar- ÞJQNUSTA fyrirfólk, stofnanir og fyrirtæki á landsbyggðinnú Pöntum varahluti og vörur. Samningsgerð, tilboð í flutninga. Lögfræðiþjónusta, kaup og sala bifreiða og húsnæðis. Okkur er ekkert óviðkomandi, sem getur léttfólki störfin. LANDSBYGGÐ HF Ármúla 5-108 Reykjavík Simar 91-677585 & 91-677586 Box 8285 Fax 91-677568 • 128 Reykjavík Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hita- veitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í spjald- og kúluloka. Um er að ræða kúiuloka í stærðum DN 200 til DN 600 mm, alls 23 stk. og spjaldloka í stærðum DN 300 til DN 800 mm, alls 37 stk. Lokana skal afhenda í apríl og maí 1991. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 4. febrúar 1992, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 Arngrímur Bjarnason f.v. adalfulltrúi Byggðavegi 84, Akureyri veröur jarðsunginn föstudaginn 27. desember 13.30. Fyrlr hönd fjölskyldunnar Ásta Friðriksdóttir frá Akureyrarkirkju kl. Dorothy hlynnir að sjúklingunum sínum, 130 sjúkum og særðum svönum, sólarhringinn um kring og er kölluð Florence Nightingale svananna við Thames. Hún stofnaði svana- spítala fyrir spariféð! Fyrir tíu árum var Dorothy Bee- son við fuglaskoðun á fiskveiði- tímanum þegar hún rak augun í svan með öngul fastan í hálsin- um. Hún komst síðar að raun um að svönum á Thames hafði fækk- að úr 1300 á sjöunda áratugnum í innan við 250 1987. En þetta eina atvik varð til þess að Dorothy fór að færa sjúka svani í bakgarð- inn heima hjá sér. Að því kom að litli garðurinn hennar var orðinn aðsetur um 80 veikra svana og fyrir tveim árum ákvað Dorothy að selja húsið sitt og taka út líf- trygginguna sína til að byggja fyrsta álftasjúkrahúsið í Bret- landi. í samvinnu við dýralækni á staðnum tók hún að sér alla svani sem höfðu orðið fyrir blýeitrun, bótúlíneitrun og meiðslum vegna hrekkjabragða. 1985 var hún orðin svo þekkt fyrir þetta miskunnsama starf að hún hlaut viðurnefnið „Florence Nighting- ale svanaheimsins". Dóttir hennar Melanie, sem býr í næsta húsi, hjálpar henni og sömuleiðis nýtur hún aðstoðar fimm sjálfboðaliða í hlutastarfi og fjöldans alls af björgunarlið- um víðs vegar um London. Vinnuálagið á Dorothy er enda- laust. Alla sjö daga vikunnar, frá kl. 6.30 á morgnana til miðnætt- is, tæmir hún tjarnir, hreinsar þær, fyilir þær, matar sjúklingana og gefur þeim lyf og byrjar síðan upp á nýtt. Hún er líka á sólar- hringsbakvakt ef neyðartilfelli ber upp á. Fyrr á þessu ári var griðastaður svananna skráður sem góðgerða- stofnun, en þrátt fyrir það er það fjárhagsleg leikfimisæfing að reka hann. Árlegur rekstrar- kostnaður er um 22.000 sterl- ingspund og er um helmingurinn af því greiddur með gjafafé. Af- ganginn segir Dorothy að „væng- ir og bænir" þurfi að sjá um. Með- al gefenda er Michael Caine sem er áhugasamur stuðningsmaður svanagriðastaðarins, og stór- markaðirnir á staðnum gefa henni fúslega gamalt brauð og grænmeti til að bæta upp mataræði svananna. „Svanir færa mér mikinn frið,“ segir Dorothy. „Jafnvel í dauðan- um eru þeir svo virðulegir." Hér gerir Dorothy að sárum skjólstæðings síns.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.