Tíminn - 08.01.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.01.1992, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 8. janúar1992 4. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Hagnast íbúðaseljendur á samningatregðu lífeyrissjóða við Húsnæðisstofnun? Húsnæöisstofnun á skuldabréfamarkað? „Þetta ástand gæti haft í för með sér einhverja lækkun á afföllum húsbréfa,“ sagði Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri SAL. Lækk- un á affollum gæti leitt af stórauknum kaupum Iífeyrissjóðanna á húsbréfum sem búast má við í kjölfar þess að sjóðimir hafí, af ýms- um ástæðum, hætt kaupum á skuldabréfum af Húsnæðisstofnun. Hrafn segir húsbréfakaup núna tvímælalaust betri ávöxtunarkost fyrir lífeyrissjóðina en kaup á skuldabréfum Húsnæðisstofnunar, a.m.k. miðað við þau lánskjör sem giltu í samningi þeim sem rann út nú um áramótin. Hins vegar telur hann ekkert mæla á móti því að íbúðalánasjóðir Hús- næðisstofnunar leysi sinn vanda með því að bjóða skuldabréf sín á al- mennum verðbréfamarkaði. Fyrir almenning gætu þessi bréf verið ennþá betri ávöxtunarkostur en kaup á húsbréfum. Tíminn spurði Sigurð E. Guð- mundsson, forstjóra Húsnæðis- stofnunar, hvort hann telji skulda- bréfasölu á almennum markaði góð- an kost. „Frá okkar bæjardyrum séð er langsamlega æskilegast, ef hægt væri, að koma á góðum samningum við lífeyrissjóðakerfið um kaup á skuldabréfum af okkur. En vitaskuld eru fleiri möguleikar fyrir hendi, t.d. sala skuldabréfa á almennum mark- aði eða lántökur á erlendum mark- aði. Allt eru þetta í sjálfu sér mögu- Ieikar sem menn hafa verið að hug- leiða og ræða lítillega. En vegna ágætrar reynslu og mjög langra við- skipta við lífeyrissjóðina höfum við nú haft viðræður og nýja samninga við þá efst á blaði," sagði Sigurður. En af hverju er áhugi lífeyrissjóð- anna á slíkum samningum afar tak- markaður, svo ekki sé meira sagt? Engin skýr ákvæði um ábyrgð? „Ég held að þetta — að gert sé ráð fyrir afnámi ríkisábyrgðar á lífeyris- sjóðsiðgjöld með svo afdráttarlaus- um hætti — hafi verið dropinn sem fyllti mælinn, í samskiptum okkar við stjómvöld fyrr og síðar,“ sagði Hrafn. Þetta hafi auðvitað í för með sér að tryggingavernd sjóðfélaga geti verið stórlega skert. „Það eru engin skýr lagaákvæði um það hver ber ábyrgð eða hvort lífeyrissjóðir bera nokkra ábyrgð á iðgjöldum sem ekki berast sjóðunum." Hrafn segir marga vilja túlka þetta svo að um þetta gildi því það sama og hjá tryggingafélögum, þ.e. að til þess að bótaréttur stofnist þurfi iðgjöldin að Skuldabréfaviöskipti: Afföll af húsbréfum gætu minnkað ef ekki hleypur meira líf í viöskipti lífeyris- sjóða og Húsnæöisstofnunar. berast til sjóðanna. Hvað skuldabréf Húsnæðisstofnunar snertir bendir Hrafn á að eftir að lánakerfinu frá 1986 er lokað hafi lífeyrissjóðirnir enga hvöt lengur til skuldabréfa- kaupa, eins og verið hefur. Fyrir almenna sparifjáreigendur geti þessi skuldabréf Húsnæðis- stofnunar á hinn bóginn haft ýmsa kosti umfram kaup á húsbréfum. Þau séu ríkistryggð og með afborg- unum einu sinni á ári og jöfnum greiðslum (anuitet) út 15 ára láns- tíma. Virðist því að þessi bréf gætu verið góður ávöxtunarkostur t.d. fyrir lífeyrisþega sem vilja fá fastar og jafnar tekjur til ráðstöfunar af verðbréfum sínum. - HEI Umhverfisráðuneyti fellir úr gildi „Sognsúrskurð“ byggingamefndar Ölf- ushrepps. Guðmundur Hermannsson, sveitarstjóri Ölfushrepps: Ráðuneyti pantar úrskurð hjá öðru Umhverfisráðuneytið felldi úr gildi í gær ályktun byggingarnefndar Ölf- ushrepps fiá 15.október, sem synj- aði heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu um leyfi til breytinga á húsnæði að Sogni í Ölfusi og rekst- urs heimilis fyrir geðsjúka afbrota- menn. Ráðuneytið neitar því að byggingar- nefnd geti synjað um starfsleyfi fyrir heimilið og stefnt er að því að það hefji starfsemi sína í næsta mánuði. Jafnframt er lagt fyrir bygginga- nefndina að taka umsókn heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytis til efnislegrar meðferðar lögum sam- kvæmt Guðmundur Hermannsson, sveitarstjóri Ölfushrepps: „Þetta kemur. okkur mjög á óvart, því ekki aðeins við, heldur einnig skipulagsstjóm ríkisins, var búin að fjalla um málið. Það er náttúrlega dá- lítið einkennilegt að eitt ráðuneyti geti beðið annað um að fella úrskurð úr gildi, en þetta verður allt að hafa sinn gang," sagði Guðmundur Her- mannsson í samtali við Tímann. „Það er enn verið að reyna að þvinga þessu heimili fyrir geðsjúka afbrota- menn upp á okkur. Ég tel okkur að- eins verá að gera það sem lög og reglugerðir segja fyrir um. Það er ákveðin skipulagsmynd fyrir hendi og við töldum okkur vera að gæta hagsmuna íbúa þeirra sem fyrir eru á svæðinu og að okkur bæri að gera það. Ef þú t.d. kaupir hús í einhverju ákveðnu hverfi, sem hefur fyrirliggj- andi skipulag, þá viltu að það verði þannig,“ sagði Guðmundur Her- mannsson sveitarstjóri. Hann sagði ennfremur að gögn frá ráðuneytinu hefðu verið að berast og sveitarstjóm ætti eftir að fara yfir þau og skoða lagalega stöðu sína. STJÓRNENDURNIR ÚT? RQdsstjómin hefur faríð fram á það við efnahags- og viðskiptanefnd Al- þingis að hún gerí miklar breytingar á frumvarpi stjómarinnar um ráð- stafanir í ríkisfjármálum (bandorm- inn). Breytingamar era það viða- miklar að ákveðið hefur veríð að fresta því um ótiltekinn tíma að taka frumvarpið til umræðu að nýju meðan það er til umfjöllunar í nefnd. Meðal annars er lagt til að ráðhermm verði veitt heimild til að skipa sérstaka fjárhaldsmenn yfir stofnanir og svipta þannig forstöðu- menn stofnanna forræði yfir þeim. Taka átti bandorminn til umræðu í gær, en stjórnarandstaðan fór fram á að umræðunni yrði frestað þar sem ríkisstjómin væri búin að óska eftir að gerðar yrðu umfangsmiklar breytingar á frumvarpi sínu. Óvíst er hvenær efnahags- og viðskiptanefnd afgreiðir málið. Breytingartillögumar em í nfu lið- um, eða fullar þrjár síður. Mesta breytingin felst í breytingum á elli- lífeyri, en gert er ráð fyrir að hann verði tekjutengdur þannig að tekjur umfram ákveðin mörk skerðist um 25%. Þetta á að spara ríkissjóði um 300 milljónir á þessu ári. Jafnframt em lagðar til breytingar á gmnn- skólalögum í þá vem að nemenda- fjöldi í 3.-10. bekk verði 28 en ekki 29 eins gert var ráð fyrir í upphaf- legu frumvarpi. Hins vegar verður heimilt í sérstökum tilfellum að hafa 30 nemendur í þessum bekkjum. Þá er lögguskatturinn útfærður eins og hann var lagður á í fjárlög- um. Sveitarfélög með 300 íbúa eða fleiri eiga að greiða 2.370 kr. á hvem íbúa og önnur sveitarfélög 1.420 kr. á hvem íbúa eins og íbúafjöldi var 1. desember 1991. Lagðar em til breytingar á lögum um aukatekjur ríkissjóðs sem ríkis- stjómin fékk samþykkt skömmu fyr- ir jól og em því aðeins um hálfs mánaðar gömul. Breytingin felst í að láta erlend skip sem leita hafna hér á landi greiða sérstakt gjald af hverri nettólest. Breytingartillagan, sem einna mesta athygli vakti í þinghúsinu f gær, er tillaga um að ráðhermm verði heimilt að ráða sérstaka fjár- haldsmenn yfir einstökum stofnun- um. Greinin hljóðar þannig: „Hlut- aðeigandi ráðherra er heimilt að setja mann eða nefnd manna, um tiltekin tíma, til að vera fjárhalds- menn stofnana, einnar eða fleiri í senn. Starfssvið fjárhaldsmannanna er að skipuleggja og hafa eftirlit með reikningshaldi og áætlanagerð stofnana og taka ákvarðanir um fjár- skuldbindingar, þar á meðal um starfsmannahald. Kostnaður við starf fjárhaldsmanna greiðist af við- komandi stofnun.“ Ekki verður annað skilið af þessari grein en að forstöðumenn stofnana, sem undir þessa grein falla, verði al- gerlega sviptir fjárráðum og völdum um ótiltekinn tfma. Stofnunum verði þannig stýrt að meira eða minna leyti af sérstökum ráðherra- ráðnum eftirlitsmönnum. Pálmi Jónsson, varaformaður fjár- laganefndar, sagði að þessi tillaga hefði ekki verið rædd f fjárlaga- nefnd, en sagðist eiga von á að það verði gert. Hann sagði að ráðherrar hefðu fram til þessa haft nokkuð rúmar heimildir til að hafa eftirlit með ríkisstofnunum, en ástæða hefði verið talin að hnykkja á þess- um heimildum. Hann sagði að vissulega væri umdeilanlegt hvort setja ætti slfkar heimildir beint inn í lagatexta. -EÓ -PS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.