Tíminn - 08.01.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.01.1992, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 8. janúar 1992 Tíminn 3 Allt fast í samningamálum starfsmanna ríkisins og verkalýðsfélaganna. Ögmundur Jónasson formaður BSRB: Skerðingar, niðurrif og kommissarar í stofnanir „Það hefur ekkert nýtt heyrst frá samninganefnd ríkisins. Það eina sem við heyrum fáum við úr fjölmiðlum og það er einungis skerð- ing á skerðingu ofan,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, um stöðuna í samningamálum félaga BSRB. Ögmundur segir að vissuiega sé þolinmæði fóiks innan bandalagsins á þrotum. Hins vegar væri erfitt um vik fyrir ríkisstarfsmenn að grípa til svipaðra aðgerða til að undirstrika kröfur sínar og verkalýðsfélög geta sem heyra undir almenna vinnulöggjöf. Bjöm Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ. Tímamynd: Ámi Bjarna. Lög um kjarasamninga, réttindi og skyldur opinberra starfsmanna væru mun þyngri í vöfum í þessu tilliti en almenna vinnulöggjöfin. „Snemma í haust var ákveðið að fé- lögin leituðu hvert um sig eftir samningum, en heildarsamtökin beittu sér í stærri málum og drægju fram staðreyndir sem stjórnvöld reyna að sópa undir teppið og á því sviði hefur verið nóg að starfa und- anfarið," sagði Ögmundur. „Við höf- um lagt mat á skerðingu barnabóta, vaxtahækkanir og lækkun skatt- leysismarka svo eitthvað sé nefnt og víst er að ríkisstjórnin hefur með verkum sínum séð til þess að þeir sem starfa í samtökum launafólks hafa haft ærinn starfa upp á síðkast- ið. Það er á öllum sviðum sem ríkis- stjórnin beinir spjótum sínum að þeim sem síst skyldi: Nú síðast er það tekjutenging ellilífeyris þar sem stóreignamenn, sem hafa eignatekj- ur, sigla áfram lygnan sjó en þeir sem aðeins hafa tekjur af vinnu sinni fá að borga brúsann." Ögmundur sagði að BSRB hefði í sjálfú sér ekki verið andvígt tekju- tengingu. Hins vegar verði ekki Ögmundur Jónasson, formaöur BSRB. Tímamynd: Pjetur hægt að taka þegjandi við tekju- tengdum niðurskurði á velferðar- kerfinu. „Það hefur ekkert verið gert til bóta, heldur virðast stjórn- völd sérhæfa sig í niðurrifi og það síðasta; tekjutengdur niðurskurður á velferðarmálum er okkur að sjálf- sögðu ekki að skapi.“ Þá er hugmynd ríkisstjórnarinnar um sérstakt eftirlitskerfi með starf- semi á vegum ríkisins sérkennileg að mati Ögmundar. Um verði að ræða tvöfalt stjórnkerfi sem hvergi hefði reynst vel né skilað árangri. „Það er sérkennilegt að í ráðninga- banninu nú eigi að fara að ráða inn sérstaka kommissara flokks eða rík- isstjórnar til eftirlits með óbreytt- um starfsmönnum ríkisins. Ég tel þetta vanhugsaða ákvörðun sem mun ekki skila árangri," sagði Ög- mundur. En það eru fleiri en ríkisstarfs- menn sem eru að tapa þolinmæð- inni vegna seinagangs í kjarasamn- ingum. í ályktun stjórnar verka- lýðsfélagsins Einingar á Akureyri í síðustu viku er lýst undrun og reiði yfir viðbrögðum VSÍ, VMS og ríkis- valds gagnvart sérkröfum Verka- mannasambandsins. Það algera áhugaleysi sem þessir viðsemjendur sýni sé lítilsvirðing við Iaunafólk, sem hljóti að enda með ófriði á vinnumarkaðinum áður en langt um líður. Þess sé krafist að nú strax verði farið í alvöru viðræður um sérkjarasamninga svo hægt verði að hefjast handa við gerð aðalkjara- samnings af hendi heildarsamtak- anna. „Ég held að menn séu sammála um að krefjast þess að kjarasamn- ingaviðræður fari almennilega af stað. Það verður að fara að láta reyna á hvort þetta hefst eða ekki. Gerist ekkert, hlýtur hreyfingin að nota þau vopn sem hún býr yfir,“ segir Björn Grétar Sveinsson, for- maður Verkamannasambandsins. Á fundi framkvæmdastjórnar Verkamannasambandsins í fyrradag var samþykkt að skora á þau verk- lýðsfélög innan sambandsins, sem ekki hafa aflað sér verkfallsheimild- ar, að gera það sem allra fyrst og ekki síðar en um næstu mánaða- mót. Þá hefur Tíminn heimildir fyr- ir því að Dagsbrún ætli að efna til nýrra aðgerða innan skamms, til að leggja áherslu á sérkröfur félags- manna. —sá Landbúnaðarráðherra telur áfram ástæðu til að takmarka innflutning búvara: GATT opnar fyrir inn- flutning lifandi Haildór Blöndal landbúnaðarráðherra sagði í gær á Alþingi við umræð- ur utan dagskrár um GATT, að það væri nauðsynlegt íýrir íslendinga að beita áfram innflutningstakmörkunum á iandbúnaðarvörur. Hins vegar verði bændur að búa sig undir aukna samkeppni á næstu árum. Halldór sagði að með þeim tollalækkunum sem gert er ráð fyrir í þeim sam- komulagsgrunni sem nú er til umræðu væri með tollalækkunum kippt grundvellinum undan opinberri verðskráningu búvara. Eldur í óhreina tauinu Slökkviliðið í Reykjavík var kvatt að húsi við Sörlaskjó! klukkan 15.23 í gær, en þar lagði dálítinn reyk úr þvotthúsi í íbúð þar við götu. Þegar slökkviliðsmenn komu inn í þvotta- húsið sáu þeir reyk leggja út úr vél- inn og reyndist hafa kviknað í þvott- inum í vélinni. Hafði vélin verið stillt á suðu og þvotturinn ekki þolað það. Farið var með þvottavélina út og var henni gefin væn skvetta og slökkt í þvottinum. Má fastlega gera ráð fyrir að þvotturinn sé ónýtur og að ekki verði þvegið í þvottavélinni, í það minnsta um sinn. -PS Ungir listamenn undir „Einum hatti“ Stofnað hefur verið félag á íslandi með það að markmiði að skapa ung- um listamönnum starfsgrundvöll á erlendri grundu með samstarfi við sambærileg félög víða um heim. Fé- lagsskapurinn hefur hlotið nafnið Einn hattur. Samstarfið hefur í för með sér umfangsmikil skipti á lista- mönnum af öllum gerðum. Fyrsta verkefni félagsins er tónleikaferð frönsku hljómsveitarinnar Dimitri til landsins í janúar. Það eru frönsk systursamtök Eins hatts sem standa að komu hljómsveitarinnar hingað til lands. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér nýstofnað félag, er bent á að skrifa til félagsins. Heimilisfangið er: Einn hattur, Box 3373, 123 Reykjavík. -PS Hann sagði jafnframt að ekki væri tryggt að hægt yrði að koma í veg fyrir innflutning á lifandi dýrum og hráu kjöti ef samkomulagsdrögin yrðu samþykkt. Afstaða íslands til GATT- viðræðn- anna var til umfjöllunar á ríkis- stjórnarfundi í gær. Málið verður rætt að nýju í ríkisstjórninni á föstu- daginn og er búist við að þá liggi endanleg afstaða stjórnarinnar fyrir. Ef ísland vill gera athugasemd við fyrirliggjandi drög að nýju GATT- samkomulagi verður að gera það fyrir næstkomandi mánudag. Málið var rætt utan dagskrár á Al- þingi í gær að frumkvæði Jóns Helgasonar, fyrrverandi landbúnað- arráðherra og núverandi formanns Búnaðarfélags íslands. Jón gerði þar ítarlega grein fyrir aðdraganda GATT-viðræðnanna og núverandi stöðu þeirra. Hann gerði einnig grein fyrir afstöðu bændasamtak- anna sem m.a. var sagt frá í Tíman- um í gær. Jón gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki gerst meðflutnings- menn með tillögu sem Kanada- menn, Norðmenn og fleiri þjóðir fluttu, en þar eru gerðar alvarlegir fyrirvarar við tillögu Arthur Dun- kels, framkvæmdastjóra GATT, m.a. um að löndin geti ekki sætt sig við að fallið verði frá magntakmörkun- um á innflutning á búvörum. Jón sagði nauðsynlegt fyrir íslendinga að gera fyrirvara við fyrirliggjandi samkomulagsdrög og að slíka fyrir- vara hefði átt að gera um leið og Norðmenn og fleiri nágrannaþjóðir okkar komu þeim á framfæri. Hann sagði mikilvægt að afstöðu íslenskra stjórnvalda verði komið á framfæri á vettvangi GATT fyrir 13. janúar því mikil hætta sé á að ekki verði tekið mark á fyrirvörum sem koma fram við lokaafgreiðslu málsins. Landbúnaðarráðherra sagði m.a. að samkvæmt fyririiggjandi sam- komulagsdrögum væri ekki hægt að ábyrgjast að við getum í öllum til- vikum varist innflutningi á lifandi dýrum og hráum sláturafurðum. Hann sagði að við nytum ekki fjar- lægðarverndar samkvæmt drögun- um vegna þess að tollar yrðu reikn- aðir á vörurnar á því verði sem þær eru þegar þær eru komnar til Iands- ins. Halldór sagði ljóst að sú tolla- lækkun sem gert er ráð fyrir í drög- unum kippi grundvellinum undan opinberri verðskráningu búvara. Landbúnaðarráðherra sagði að til- laga Dunkels gerði ekki ráð fyrir að tekið sé tillit til verðbreytinga, en það geti haft þau áhrif að stuðning- ur við landbúnaðinn verði að minnka um 25% strax á fyrsta ári. Ráðherra sagðist óttast að íslenskur landbúnaður sé ekki nægilega vel búinn undir frjálsan innflutning búvara og því sé um hríð nauðsyn- legt að halda sér við fyrri afstöðu um innflutningstakmarkanir á bú- vörum. Ragnar Arnalds og fleiri mótmæltu við umræðuna fullyrðingum utan- rfkisráðherra sem hann hefur látið falla um að GATT-tilboð fyrri ríkis- stjórnar gangi jafnlangt eða jafnvel lengra en þau samkomulagsdrög sem nú eru til umræðu. Ragnar sagði að fyrra tilboð hefði ekki gert ráð fyrir ótakmörkuðum innflutn- ingi heldur einungis 3% innflutn- ingi og á þann innflutning átti að fá að leggja á jöfnunargjöld þannig að innflutta varan yrði jafndýr og sú innlenda. Ákvæði um áhrif verð- lagsbreytinga hefðu verið skýr í fyrra tilboði en nú séu þau óskýr og dýra líklega verði ekkert tekið tillit til verðbreytinga. í fyrra tilboði hafi beinar greiðslur til bænda verið flokkaðar sem grænar greiðslur og því leyfilegar. í drögunum sem nú eru til umræðu séu þær óleyfilegar nema þær séu flokkaðar sem beinn styrkur og óháðar framleiðslu. Að auki hefði verið í fyrra tilboði fjar- lægðarvernd þar sem toll átti að reika af vöru á hafnarbakka í út- lendri höfn. Kristín Ástgeirsdóttir sagði að Kvennalistinn tæki ekki afstöðu til samningsdraganna á þessu stigi málsins. Hún sagði hins vegar að landbúnaðurinn yrði að aðlaga sig vaxandi samkeppni. Hún vakti at- hygli á baráttu íslensku þjóðarinnar fyrir auknu verslunarfrelsi fyrr á öldum og sagði að verslunarfrelsi væri mikilvægara fyrir smáar þjóðir en stórar. Jóhannes Geir Sigurgeirsson sagði að með tillögu Dunkels væri verið að koma á móts við sjónarmið EB og Bandaríkjanna. Þessar ríku þjóð- ir ætluðu eftir sem áður að verja gíf- urlegum fjármunum til styrktar sínum landbúnaði og því mætti bú- ast við að ef opnað yrði fyrir inn- flutning búvara til landsins yrðu hingað fluttar niðurgreiddar búvör- ur með útflutningsbótum. íslensk- ur landbúnaður gæti alls ekki keppt við slíkan innflutning. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.