Tíminn - 08.01.1992, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 8. janúar 1992
Tíminn 5
Elín R. Líndal:
Viðeyj arskotta
Á síðustu dögum þingsins, fyrir jólaleyfí, kom ráða- og skápu-
lagsieysi ríkisstjómarinnar til að vinna málum sínum fram-
gang betur í ljós en áður. Þessi framganga vekur enga sér-
staka undrun; málefnalegur grunnur stjómarsamstarfsins
hefur aldrei vegið þungt, heldur er til samstarfsins stofnað í
kringum ráðherrastólana og persónulegur metnaður forystu-
manna flokkanna lagður til grundvallar samstarfinu.
Þessi tilurð Viðeyjarskottu kemur
að sjálfsögðu fram í verkum henn-
ar; lagðar eru fram á Alþingi tillög-
ur um niðurskurð og auknar álög-
ur án alls tillits eða samráðs við þá
aðila er axla eiga auknar byrðar.
Með málefnalegum og ákveðnum
málflutningi leiddi stjómarand-
staðan þingmönnum stjómarinnar
það fyrir sjónir að svona vinnu-
brögð ganga ekki; það sé mun væn-
legra til árangurs að Ieita samráðs
og samvinnu við þá er málið varðar
og vinna að skynsamlegum tillög-
um, byggðum á þeim gmnni, fylgi.
Afgreiðslu ýmissa af stórmálum
stjómarinnar var því frestað fram á
nýtt ár og gefst stjórninni því tæki-
færi til að bæta ráð sitt.
Að vísu kom það fram hjá þing-
flokksformanni Sjálfstæðisflokks-
ins að álit minnihlutans í nefndum
þingsins skipti ekki máli, væri nán-
ast óþarft. Hrokinn virðist vera
smitandi innan Sjálfstæðisflokks-
ins, eða er um fæðingargalla að
ræða?
Palli var einn í
heiminum
Það er kunnara en frá þurfi að
segja hve einræðisleg störf núver-
andi forsætisráðherra vom í borg-
arstjórastóli. Á þeim vettvangi virt-
ust allir samflokksmenn sitja og
standa svo sem honum best líkaði, í
þeirri sæiu trú að þar færi hinn
hæfi og mikli leiðtogi. Sjálfsagt hef-
ur hann verið kosinn til for-
mennsku í sínum flokki með þeim
sömu formerkjum.
Nú sjá allir, hversu bláeygir sem
þeir em, að þessar vonir sjálfstæðis-
manna vom óskhyggjan ein; við-
skilnaðurinn í Reykjavík segir þá
sögu svo skýrt sem þarf.
Einræðistilburðimir virðast þó lítt
fara þverrandi hjá Davíð Oddssyni,
sbr. það þegar Borgarendurskoðun
segir í skýrslu sinni um óreiðuna í
kringum byggingu Perlunnar „að
Svona er nú ríkis-
stjórnin sem lands-
menn sitja uppi með
sér til hrellingar og
óþœginda.
Við skulum ekki láta
bölsýni stjómarherr-
anna og þeirra slœmu
ráð slá okkur út af
laginu, heldur trúa
áfram á okkur sjálfog
landið okkar. Þrátt
fyrírýmsa erfiðleika,
þá er framtiðin björt,
hún er okkar:
yfirstjórn hafi gjörsamlega farið úr-
skeiðis og ekki liggi Ijóst fyrir á
hvers hendi hún átti að vera“. Þá
telur borgarfulltrúinn Davíð Odds-
son enga ástæðu til að taka mark á
niðurstöðum skýrslunnar, þar sem
starfsmenn Borgarendurskoðunar
hafi enga burði til að meta hugsan-
lega vankanta á stjórnkerfi borgar-
innar. Semsagt: Ef þú skilar ekki
heppilegum niðurstöðum, þá ert þú
óhæfur.
Svipaða kveðju fá þeir þingmenn í
þingflokki forsætisráðherra sem
ekki em fúsir til að segja já og am-
en í öllum málum. í 26. tbl. Vik-
unnar 1991 segir forsætisráðherra
aðspurður um stuðning við stjóm-
arstefnuna: .Auðvitað em til í öll-
um flokkum menn sem virðast eiga
það sameiginlegt að bera fremur
fyrir brjósti stundarhagsmuni „at-
kvæðanna" sem komu þeim á þing
en þjóðarhag." Kaldar kveðjur þetta
til jafn reyndra þingmanna og hlut
eiga að máli. Það er nauðsyn að
hafa hugfast að þingmenn em ein-
göngu bundnir við sannfæringu
sína; það verða allir að virða, þó
óþægindum geti valdið.
A síðustu ámm og áratugum hefur
hið opinbera stuðlað að uppbygg-
ingu atvinnulífsins í landinu. Með
samhentum kröftum ríkis og ein-
staklinga höfum við skapað það
umhverfi sem við þekkjum í dag.
Þar hefur flest tekist vel, við lifum
almennt talað í góðu þjóðfélagi.
Sumt hefur gengið verr, það heitir í
dag „fortíðarvandi".
Þegar litið er til baka, þá virðist
þungamiðjan í málflutningi núver-
andi stjórnarherra hafa verið þetta
orð, „fortíðarvandi". Auðvitað em
vandamál í okkar þjóðfélagi, annað
væri næsta óeðlilegt í annasömu
Elín R. Llndal.
mannlífi. Það er stjómvalda á hverj-
um tíma að leysa á sanngjarnan
hátt úr þeim erfiðleikum sem fyrir-
tæki og einstaklingar geta lifað við.
Sífellt klif um „fortíöarvanda",
hroki og aulabrandarar em ekki lík-
leg til að ná þessum markmiðum.
„Hinir lægri verða
að lúta“
Þessi tilvitnun í Grettis sögu segir
í raun það sem segja þarf um aðra
tilburði stjórnarinnar til stjómun-
ar, hvort sem þær tillögur hafa náð
fram að ganga eða ekki. Nefna má
fáein dæmi: Lyfjakostnaður al-
mennings heftir stórhækkað,
greiðslur fyrir heilbrigðisþjónustu
auknar, stórhækkun skólagjalda,
aðför að Lánasjóði íslenskra náms-
manna, auknar álögur á sveitarfé-
lögin, barnafólk og svo mætti
áfram telja.
Öllum má vera ljóst hverjir bera
hlutfallslega mest: hinir lægra
launuðu. Á sama tíma em raun-
vextir glannalega háir, þannig að
áhrif þeirra á afkomu heimilanna
em umtalsverðir, ekki síður en á
hag fyrirtækjanna. Afleiðingamar
em augljósar: bilið breikkar milli
þeirra sem betur mega sín og
minna.
Ef það er jafnframt haft í huga að
ríkisstjómin hefúr það á sinni dag-
skrá að nota gjaldþrot fyrirtækja til
„hagstjórnar" og skerða réttindi
launþega samhliða auknu atvinnu-
leysi, þá verður þessi mynd enn
dekkri. Það ættu að vera sjálfsögð
vinnubrögð þeirra ríkisstjóma,
sem standa frammi fýrir samdrætti
í þjóðarbúskapnum, að leita allra
færra leiða til að þeir beri meira
sem það geta.
Afar óréttlátar eru sértækar að-
gerðir og auknar álögur á fmm-
framleiðslugreinar þjóðarinnar,
sem þegar em bundnar af fram-
leiðslu- og veiðitakmörkunum.
Greinar, sem þegar hafa gengið í
gegnum skerðingu vegna sam-
dráttar og þrengt að þeim sem þar
afla tekna.
Svona er nú ríkisstjómin sem
landsmenn sitja uppi með sér til
hrellingar og óþæginda. Við skul-
um ekki láta bölsýni stjómarherr-
anna og þeirra slæmu ráð slá okkur
út af laginu, heldur trúa áfram á
okkur sjálf og landið okkar. Þrátt
fyrir ýmsa erfiðleika, þá er framtíð-
in björt, hún er okkar.
Gleðilegt nýtt ár. Megi það færa
okkur betri stjómarherra.
Lækjamóti 4/11992
Björn S. Stefánsson:
Imyndunarveikur efnahagur
Afli við ísland hefur dregist mikið saman síðan íslendingar
fengu Iögsögu yfir allri fiskislóð við landið. Ef íslendingar
drægju nú jafnmikinn fisk úr sjó og samanlagður afli Islendinga
og útlendinga var fyrir 1976 væru engar þrengingar í þjóðarbúi.
Samdráttar fór að gæta þegar tilsagnar Hafrannsóknastofnunar
hafði notið í nokkur ár. Loks tók steininn úr þegar í fyrsta sinn
var farið nákvæmlega að ráðum Hafrannsóknastofnunar á ný-
liðnu ári.
Hafrannsóknastofnun hefur rök-
stutt tillögur sínar um hæfilega
þorskveiði með því að nauðsyn
væri að byggja þorskstofninn upp
til þess að tryggja viðkomu hans
og varanlegan afrakstur. Hún hef-
ur alltaf lagt til heldur minni veiði
en reyndin hefur orðið. Stofninn
hefur ekki byggst upp, eins og
stofnunin hefur stefnt að. Hún
hefur að nokkru kennt því um að
ekki hefur verið farið til hlítar að
ráðum hennar um veiðitakmark-
anir. Hún hefur aldrei rökstutt til-
lögur sínar um aflamagn með því
að æti kunni að vanta, enda vantar
skipulegar athuganir á því hvernig
þorskurinn og aðrir nytjafiskar
þrífast til vísbendingar um það
hvort nóg sé að éta.
Stofnunin hefur ennfremur lagt
kapp á að vernda seiði og smáfisk.
Að ráðum hennar voru möskvar
stækkaðir stórlega á 8. áratugn-
um. Það leiðir ekki aðeins til þess
að smærri fiskar af nytjategund-
um sleppa í gegn, heldur einnig
fiskar sem engar nytjar eru af, svo
sem spærlingur, kolmunni, sand-
sfii, langhali og gulllax.
Ekki hefur verið kunnugt um
neinn ágreining innan Hafrann-
sóknastofnunar um rök fyrir
þeirri viðleitni að byggja þorsk-
stofninn upp, þar til nú að Svend
Aage Malmberg (SM), haffræðing-
ur stofnunarinnar, bendir á það í
Morgunbíaðinu 22. nóvember (í
greininni „Hvers vegna ekki 400
þúsund tonn?“), „að stærð hrygn-
ingarstofnsins ... virðist ekki hafa
áhrif á nýliðun, hún virðist fremur
oftast vera háð árferðinu í sjón-
um.“ Ennfremur „að lokum, eng-
an skal undra að fiskstofnar
minnki og stækki eftir því sem
lendur þeirra breytast að víðáttu
og ástandi."
Þarna er viðurkennt að æti í sjón-
um sé takmarkað og það komi
fram í stærð fiskstofna. Þá er næst
fyrir að gera grein fyrir því hvern-
ig fiskurinn bregst við minna æti.
Þar sem stóðhross eru á beit og
hana þrýtur, kemur kyrkingur í
þau. Hyggnir hrossaeigendur
fækka þá í högum með því að leiða
fleiri folöld til slátrunar en áður.
Hygginn búfjáreigandi, sem á
fjölda hrossa og sauðfjár á beit og
sér á þrifum gripanna að landið
ber það ekki allt, fækkar af þeirri
búfjártegund sem er til minni
nytja.
Hafrannsóknastofnun bregst
þveröfugt við. Hún fýlgist ekki
með þrifum nytjafiska til að meta
ástandið á lendum fiskstofnanna,
en verndar ungviðið með skyndi-
banni við veiðum og stærri lág-
marksmöskva. Þannig stefnir hún
að því að fjölga fiski á öllum aldri
án tiilits til árferðis. Ónytjufiskar
eru verndaðir með möskvastækk-
un og sleppa í gegn og keppa um
ætið við nytjafiskinn. Ef þeir
veiddust yrði þeim kastað fynr
borð og gætu nýst þorskinum.
Fiskveiðistjórn hefur því verið
ákveðin með rökum sem eru
ímyndanir. Annars vegar ræður sú
ímyndun að æti sé nægilegt og
hins vegar að eitthvert náttúru-
Björn S. Stefánsson.
leysi hafi gripið um sig í sjónum,
svo að því sé vart að treysta að teg-
undirnar tímgist nema einhver
fjöldi sé að. (Ekkert einkennir
náttúruna eins og það að frjósem-
in er margfalt meiri en lífsskilyrði
eru fyrir.) í því sambandi berast
árlega tilkynningar um að hrygn-
ing þorsksins hafi brugðist. Nú
fæst að vísu engin vitneskja um
hvernig hrygningin tekst. Haf-
rannsóknastofnun notar nefnilega
seiðafjölda að hausti sem mæli-
kvarða á hrygningu að vori. Þar
mælast þau seiði sem aðrir fiskar,
sem stórir möskvar hafa þyrmt,
hafa ekki náð að éta né heldur
eldri þorskur í ætisskorti. Seiðun-
um fækkar sem sagt ef þröngt er á
eldri fiski.
Ef afli hér við land væri eins og
hann var áður en ráða Hafrann-
sóknastofnunar gat verið farið að
gæta í aflabrögðum (fyrir 1980),
væri hér enginn sá vandi sem nú
hleypir málum þjóðarbúsins í
hnút, enginn óþyrmilegur niður-
skurður opinberrar þjónustu, ekki
almenn greiðsluvandræði í sjávar-
útvegi og fiskvinnslu og engin
togstreita um veiðiheimildir, en
fræðimenn fengju næði til að út-
kljá deilur sínar um réttmæti
framsals veiðiheimilda og auð-
lindaskatts í fræðiritum. Eftir sem
áður hefðu menn ýmsar ástæður
til að breyta rekstrarháttum í út-
gerð og fiskvinnslu, m.a. með
sameiningu fyrirtækja, en sú
ástæða, sem nú er mest rædd í því
sambandi, almennur og varanleg-
ur aflasamdráttur, væri ekki leng-
ur til.
Hvað er til ráða? Hafrannsókna-
stofnun ætti að hafa það hlutverk
eitt að rannsaka. í ljósi ábendingar
SM er brýnast að rannsaka samspil
ætis í hafinu og þrifa nytjafiska og
ónytjufiska. Þeir sem bera ábyrgð
á stjórn fiskveiða gætu sótt þang-
að vitneskju til að styðjast við til
að geta brugðist við breyttu ár-
ferði á hverjum tíma.
Efafli hér við land vœrí eins og hann var úður en ráða
Hafrannsóknastofnunar gat verið farið að gæta í aftabrögðum
(fýrir 1980), vœri hér enginn sá vandi sem nú hleypir málum
þjóðarbúsins í hnút, enginn óþyrmilegur niðurskurður opinberrar
þjónustu, ekki almenn greiðsluvandrœði í sjávarútvegi og
fiskvinnslu og engin togstreita um veiðiheimildir