Tíminn - 08.01.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.01.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 8. janúar 1992 Enn hefur ekkert ríki boðið Gamsakhurdia, hinum falina forseta, hæli. Uppreisnarmenn í Georgíu: MUNUM DRAGA GAMSA- KHURDIA FYRIR RÉTT Tiblisi—7. jan. Georgískir uppreisnarleiðtogar sögðu í gær að þeir mundu elta Zviad Gamsakhurdia forseta uppi og draga hann fyrir dóm. Gamshakhurdia, sem er 52 ára gamall, flúði til grannríkis- ins Azerbadjan í fyrradag eftir að hafa tapað völdunum í Ge- orgíu í blóðugum átökum. Enn hefur ekki frést að neitt rfld muni veita honum viðtöku og um hádegi í gær var hann hæl- islaus á landamærum Azerbadjan og Armeníu. „Veiti einhver Gamsakhurdia hæli munum við krefjast framsals hans sem glæpamanns,“ sagði Jaba Ioseliani í útvarpi, en hann er einn fremsti foringi uppreisnarmanna. forsetahallarinnar meðan á um- sátrinu stóð. „Margt, margt fólk var líflátið í hallarkjallaranum," segir hann. „Við vitum enn ekki hve margir, en við munum komast að því.“ Georgíska sjónvarpið hef- ur sýnt myndir af rústum forseta- hallarinnar. Þar má sjá myrkvaða ganga, handjárn er hanga í vatns- pípum og búnað sem sagður er hafa verið notaður til þess að veita raflost. Tengiz Sigua, sem uppreisnar- menn hafa augastað á sem forsæt- isráðherra í bráðabirgðastjórn, hvetur til þjóðarsamstöðu. „Það mega engar hefndaraðgerðir eiga sér stað,“ sagði hann í ávarpi til þjóðarinnar, en hún telur 5,4 millj- ónir manna. „Við verðum að standa sameinuð að stjórnmálalegri end- urskipulagningu." Hátíðarhöld vegna jóla rétttrúnaðarkirkjunnar og vegna falls forsetans runnu saman í eitt, en ekki er ákveðið hvernig að myndun nýrrar stjórnar verður staðið. Einn meginand- stæðingur Gamsakhurdia, Chant- uria, segir að Sigua muni brátt fá völd herráðs byltingarmanna í hendur, en segir að það muni taka sinn tíma. Hann segir og að ekki beri að hraða kosningum um of. Gamsakhurdia var kosinn í maí sl. og hlaut þá 87 prósent greiddra at- kvæða. í sama streng tekur Georgy Chant- flokksins. Hann ásakar Gamsak- uria, foringi stjórnarandstöðu- hurdia og menn hans um að hafa flokksins, Lýðræðislega þjóðar- drepið og pyndað fanga í kjallara Óttast um að gengið hafi verið að lýðræði dauðu í Georgíu. Shevardnadze vill byggja það upp á ný: Utlægur kóngur vill í hásætið Tiblisi 7. janúar — Sigurreifir, vopnaðir menn óku um götur Tiblisi í gær og í fyrradag og fögnuðu falli Gamsakhurdia eftir tveggja vikna vopnuð átök. Tvö hundruð manns eru sögð hafa fallið. Forsetinn yfir- gaf borgina snemma á mánudags- morgun og hugðist fá hæli í Azerba- djan, en var snúið frá á landamær- unum. Hann er nú staddur á landa- mærum Azerbadjan og Armeníu í boginni Gyandzha, en ólíklegt er tal- ið að Armenar veiti honum viðtöku, því þeim er í mun að halda góðu vin- fengi við Georgíumenn, vegna deiln- anna við Azera. Hverfandi líkur eru taldar á að Gamsakurdia reyni að brjótast til valda á ný með stuðningi fylgismanna í sveitum landsins, sem þó munu margir. Shevardnadze, fyrrum utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, hefur lýst því yfir í sjónvarpi að hann muni ekki skorast undan ef til sín verður leitað um að byggja upp lýðræði í landinu. Shevardnadze er Georgíu- maður. Uppreisnarleiðtogar hafa ekki hafnað liðsinni hans, þótt þeir taki tilboðinu með varúð. Útlægur konungur Georgíumanna, Jorge Bagration sem býr á Spáni, hefur og lýst sig tilbúinn að taka við völdum í Iandinu sem höfuð í nýju lýðveldi. Útlegðardómur ísraelsmanna eyðileggur ekki enn viðræður um frið í Miðausturlöndum: Samþykkt SÞ bjargar friðarviðræðunum Nicosia 7. janúar — Fordæmingu Öryggisráðs SÞ gagnvart þeirri ákvörðun ísraelsmanna að gera 12 Palestínumenn burtræka af her- numdu svæðunum hefur verið fagnað af PLO- mönnum, sem segja að niðurstaðan hafi bjargað viðræð- unum um frið í Miðausturlöndum. Samþykktin hefur gert aröbum sið- ferðilega kleift að hefja viðræðurnar á ný, en ísraelskir harðlínumenn kveðast munu halda áfram að knýja á um brottvísun mannanna. í gær var tilkynnt um að von væri á heim- ild frá Yassir Arafat þess efnis að við- ræðurnar mættu hefjast. Palestínu- menn, Sýrlendingar, Jórdaníumenn og Líbanir höfðu frestað för sinni til viðræðnanna, sem áttu að hefjast í gær, uns niðurstaða SÞ lægi fyrir. „Öryggisráð SÞ hefur bjargað við- ræðunum og við erum þakklátir ráðinu og þeim þjóðum sem hér áttu hlut að máli,“ segir talsmaður PLO í Túnis, Ahmed Abderrahman. ísraelskir embættismenn sögðu að fordæming öryggisráðsins á burt- rekstrinum, sem var samþykkt með 15 atkvæðum gegn engu, væri ein- strengingsleg og átöldu Bandaríkja- menn fyrir að hafa tekið undir hana. „Hér er í engu tekið tillit til morða á ísraelskum borgurum að undan- förnu,“ segir talsmaður Yitzhak Shamirs, Ehud Gol. Hann segir að ákvörðunin um brottvísunina hafi verið tekin þar sem litið er á um- rædda menn sem þátttakendur í fjögurra ára uppreisn íbúa á her- numdu svæðunum gegn ísrasels- mönnum. Fjórir ísraelsmenn hafa verið drepnir á svæðunum frá því er viðræðurnar hófust. Fimm hermenn EB láta lífið í Júgóslavíu Feitabollurnar í álverinu Einbver undirfuröulegasta frétt ný- hafins árs var flutt á Stöð 2 sl. föstudagskvöld. Lengi framan af fréttaflutningi þessum taldi Garri aö um einhvers konar síðbúiö ára- mótaskaup væri að ræða, en þegar fráttamaðurinn hélt viðstöðulaust áfram og hafði dregið fram eina þijá viðmælendur kom í Ijós að hér var alls ekki á ferðinni létt spaug, heldur fúlasta alvara. Fréttin fjall- aði um „alvarlegt ástand í álverinu í Straumsvík þar sem samskiptaörð- ugleikar starfsmanna við stjóm- endur fyrirtækisins iíktust púðurt- unnu sem sprungið gæti þá og þeg- ar." Þetta virtist ætla að verða hin áhugaverðasta firétt, en trúlega hef- ur enginn áhorfandi búist við að hún yrði eins áhugaverð og raun varð síðan á. Eftir kynningu á frétt- inni birtist fréttamaðurinn á skján- um og hélt á sjálfu aðaldeihiefni starfsmanna og stjóraenda í ts- lenskri álframleiðslu: köku! Óhollar kökur og fitandi Uppistandið í álverinu, sem líktist púðurtunnu samkvæmt iýsingum fréttamanns, er tilkomið vegna þess að hluti starfsmanna álvers- ins, sem hingað til hafa fengið bæði smurt brauð og kökur í kaffltímum, fá nú eingöngu kökur. Við þetta geta starfsmenn engan veginn sætt sig og í frétt Stöðvar 2 á föstudag- inn birtist trúnaðarmaður fyrir framan mynda- vélarnar og sagðl að þetta gæti ekki gengið svona, auk þess sem fram kom að sætabrauð er óhoHt og fitandi. Síðan var kallaður tíl sögunnar framkvæmdastjóri ál- versins og hann spurður hvort það gæti skipt sköpum fyrir rekstur ál- vers aö gefa hluta starfsfólksins brauð með kafflnu. Framkvæmda- stjórinn benti á að í rekstrarharð- indum munaöi um allt; auk þess komu fram þær fróðlegu upplýsing- ar f máli hans að miðað við starfs- menn í norskum álverum væru ís- lensku álversstarfsmennimir feita- bollur og því má ætla að þeim ætti að duga að borða kökur, þó þeir séu ekki að úða í $ig smurðu brauði Kka. Það hefur raunar komið fram í fréttum, bæði á Stöð 2 og annars staðar, að þessi slagur um kaffl- meðlætið er aðeins hluti af víðtæk- ari erjum í álvcrinu. Það er þvf e.Lv, tilviljun að kaftimeðlætið verður sá dropi sem fyllir mælinn. Hins vegar er það vægast sagt broslegt að starfsmenn álvers þar sem enn hef- ur ekki komlð til fjöldauppsagna, þrátt fýrir stór- felldan taprekst- ur, skull opinbera óánægju sina á vinnustað með því að rífast yfir meölætinu með kaffinu. Ekki þurfa þeir að búast við að það fjölþjóðlega fyrirtæki, sem að þessu álveri stendur, muni sýna samningaUpurð þegar kröfurnar eru með þessum hættL Þvert á móti fagna cflaust stjóraendur fyr- irtækisins því ef deilur um furðu- legustu hluti ná að þróast upp í al- menna óánægju og pirring og jafn- vel verkföll. Þá gætu þeir með góðri samvisku lokað sjoppunni og slopp- ið með skrekkinn. Því Garri man ekki betur en að ef vericsmiðjunnl er lokað vegna vinnudeilna losnar Álfélagið undan kvöðum um kaup á raforku eða „raforkuskaðabótum", sem það þarf aö greiða ef verk- smiðjan er ektó í rekstri. Þess vegna gæti óánægja starfsmanna með kaffimeðlætið eflaust hljómað eins og tónlist í eyrum þeirra stjómenda sem Ieitað hafa ódýr- ustu leiða til að loka þessu álveri, eins og gert hefur verið svo víða viö álver í öðrum löndum upp á síð- kastið. Baráttan um brauöið Verkalýðsbaráttan hefúr lengi ver- ið kölluð baráttan um brauðið. Það má í orösins fyllstu merkingu segja um baráttuna í álverinu núna. En það þýðlr þó ektó að þar heyi menn raunhæfa verkalýðsbaráttu eða bar- áttu sem einhvetju máli skiptir. Starfsmenn ættu að setja kröfur sínar og óánægju fram með skipu- lagðari hætti og reyna að vega og meta hvað stóptir þá raunverulegu máli og hvað ekkL Það kann ekki góðri lukku að stýra fyrir launabar- áttu almennt í landinu að starfs- menn ijúki upp til handa og fóta og hóti öilu ÍUu, þó þeir séu kailaðir fcitabollur af stjómendum fyrir- tækis, sem tala raunar undir rós og í hálfkveðnum vísum. Garri Fjórir ítalskir hermenn og einn franskur létu lífið í Júgóslavíu í gær þegar þyrla sem þeir voru í var skotin niður. Hermennirnir voru í friðargæslusveitum Evrópubandalagsins. Ekki var í gærkvöld Ijóst um tildrög árásarinnar á þyrluna en ríkisstjórnir Ítalíu og Frakklands hafa krafið stjórnina í Belgrad um skýr- ingar. Þá hafa ítalir krafist fundar með utanríkisráð- herrum Evrópubandalags- landanna. Stjórn Króatíu hélt því fram í gær að MIG 21 orrustuþota júgóslavneska sambands- hersins hefði ráðist á tvær þyrlur friðargæslusveita EB, skotið aðra niður en þvingað hina til að brotlenda. Talsmenn bresku stjórnar- innar sögðu í gær að for- sætisnefnd EB væri enn að rannsaka málið, en svo virt- ist sem önnur þyrlan hefði tæst í sundur á flugi um 40 km norðaustur af Zagreb. (talirnir og Frakkinn, sem um borð í henni voru, hefðu farist. Líklegt væri að flug- skeyti hefði hæft hana.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.