Tíminn - 08.01.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.01.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 8. janúar 1992 Áskell Einarsson: Atvinnuval þjóðarinnar veldur byggðaröskun Búsetuþróun níunda áratugaríns Fyrir liggja tölur um atvinnuþróun milli níu ára níunda áratugarins. Til að sjá for- sendu fyrir búseturöskun þessara ára er nauðsynlegt að skoðuð verði einnig atvinnu- þróun þeirra. Á þessu árabili fjölgaði íbúum landsins um 22.502 manns. Þetta er 9,82% hlutfallsaukning þjóðarinnar á þessu tímabili. Eðlilegast er að líta á Suðvesturlandið sem eina heild og eitt stórt atvinnusvæði, þar sem íbúar þess geta sótt vinnu, án þess að þaö þurfí að hafa áhrif á búsetu. Staðreynd- in er sú að 97,3% íbúaaukningarinnar hefur valið sér búsetu á Suðvesturlandi. Áhrifin á atvinnuþróunina Við samanburð á þróun vinnuafls á milli atvinnugreina 1980-1988 kemur í ljós að aukning starfa er 20,74% eða alls nettó um 21.977 störf. Vinnuaflsaukningin er nærri því að vera sambærileg íbúaaukningunni. Tölulega séð fylgist þetta nánast að. Heildaraukning starfa á Suðvesturlandi er 21.043 störf, en fækkun á móti í frumgreinum og úrvinnslu er alls 1.245 störf. Nettóaukningin er því 19.798 störf. Á landsbyggðinni er aukningin um 5.315 störf, en á móti er fækkun um 3.141 starf. Nettóaukning er þó aðeins 2.174 störf. Áhrif samdráttar á frumvinnslu og úrvinnslu er 5,9% á Suð- vesturlandi, en 59,1% á landsbyggðinni. Heildaraukn. Nettóaukn. Hlutfallslegar starfa starfa bregtingar Suðvesturiand 79,8% 90,1% +12,9% Landsbyggðin....20,2% 9,9% -51,0% Samdráttur í úrvinnslu og frumgreinum miðað við heildar- aukningu starfa (brúttó) er 16,6%. Ef að samdráttur í úr- vinnslu og frumgreinum hefði verið hliðstæður á landsvísu, hefði fækkað um 3.493 störf á Suðvesturlandi í stað 1.245 starfa. Á landsbyggðinni aðeins um 882 störf í stað 3.141 starfs. Ekki er vafi á því að búsetuþróun hefði þá orðið allt önnur, ef samdráttur frumgreina og úrvinnslugreina hefði verið hliðstæður um allt land. Vandinn er hinsvegar sá að starfsgreinar á Suðvesturlandi draga að sér vinnuaflið frá þeim greinum, sem eru fjölmenn- ar á landsbyggðinni. Þetta veldur búseturöskun. Röskun starfsgreinakerfisins — Röskun byggðar Sumar þéttbýlisstarfsgreinar draga til sín meginaukningu vinnuaflsins. Hér er átt við að aukning sé umfram meðaltals- aukningu. Aukning þeirra atvinnuflokka, sem eru með meiri aukningu en meðalaukningu hlutfallslega: 1. Önnur starfsemi.......................... 119,3% 2. Peningastofnanir...........................74,7% 3. Verslun og veitingar.......................44,0% 4. Opinber starfsemi..........................33,9% 5. Veitnarekstur..............................27,1% 6. Ýmis þjónustustarfsemi.....................24,6% Þetta yfirlit sýnir að svonefnd „önnur starfsemi“ hefur nær sexfalda meðalaukningu og að peningastofnanir hafi þrefalda meðalaukningu. Verslun skagar langt upp í tvöfalda meðal- aukningu. Opinber starfsemi er með 50-60% hlutfallsaukn- ingu fram yfir meðaltalsaukningu. Þegar litið er á fjölgun starfa í þessum sömu atvinnuflokk- um verður röðin þessi: 1. Verslun og veitingar....................6236 störf 2. Opinber starfsemi......................5625 störf 3. Peningastofnanir.......................4296 störf 4. Önnur starfsemi........................3077 störf 5. Ýmis þjónustustarfsemi................ 1865 störf Áskell Einarsson. Ofþensla í þéttbýlisgreinum raskar jafnvæginu Ef þetta er metið eftir hlutfallsskiptingu einstakra greina á milli kjördæma og gengið út frá því að aukningin fýlgi sömu hlutföllum, er niðurstaðan þessi. Hlutfallsleg skipting er þessi: Heildar- Opinber starfsemt og tengdar greinar Suðvestur- Lands- hlutf. land bgggðin í aukningu . 82,8% 17,7% 40,6% Þjónustugeirinn, þ.m.t. bankastarfsemi, viðskiptastarfsemi og veltingarekstur 7,0% 20,1% Úrvinnslugreinar án fiskiðnaðar, slátur- og mjólkur- iðnaður . 72,2% 27,8% 11,2% Frumgreinar, þ.m.t. fískiðnaður, slátur- og mjólkuriðnaður .. 22,1% 77,9% 4,4% Til þess að fyrirbyggja misskilning skal tekið fram að auk opinberrar starfsemi, fer undir þennan geira menningarmál, sem tengist opinberri starfsemi. Heilbrigðisþjónusta einka- aðila, sem kostuð er af ríkinu gegnum heilbrigðiskerfið. Veitustarfsemi, varnarliðið og íslenskir starfsmenn erlendra sendiráða. Almennur þjónustuiðnaður og smáviðgerðir falla undir þjónustugeirann. Almennur matvælaiðnaður, ál- og kísiliðnaður, ýmis iðnað- ur fer undir úrvinnslugeirann. Fiskiðnaður, slátur- og mjólk- uriðnaður fer undir frumgreinar. Allar þessar greinar, nema frumgreinar, sýna á ákveðinn hátt hvernig atvinnutilfærsla á sér stað í landinu. Opinberi geirinn, þjónustugeirinn og viðskiptageirinn og úrvinnslu- geirinn draga til sín yfir 70% af nýjum mannafla. Til þenslu- greina fer 95,6% nýrra starfa í landinu. Mönnum hættir stundum við að ofmeta þátt ríkisgeirans í búseturöskuninni. Ekki er vafamál að miklu má fá áorkað, ef staðarvali opinberrar umsýslu verður breytt í landinu. Hins vegar, ef skoðuð er aukning í þjónustu- og viðskiptageiran- um, er hún samanlagt meiri en opinbera geirans. Þetta sýn- ir á skýran hátt að hinn svonefndi frjálsi geiri hefúr veruleg áhrif á atvinnuþróunina í landinu, með staðarvali atvinnu- stöðva sinna. Það er ekki vafamál að staðarval stjórnsýslu hefur áhrif í þeim efnum, hvar einkaaðilar staðsetja starf- semina. Tilfærslan frá frumgreinum og úrvinnslu jafngildir búseturöskun Aukning starfa í þessum atvinnuflokkum er 21.099 störf, sem næst nettóaukningu starfa í landinu öllu. Þetta tekur alveg af allan vafa um hvaða greinar hafa mest áhrif á atvinnuþróunina í landinu. Við samanburð á aukn- ingu í þessum atvinnuflokkum kemur margt athyglisvert í Ijós. Vinnuaflsaukning í viðskiptageira er tvöfalt meiri en nettó- aukning starfa á landsbyggðinni. Aukning í opinberri starfsemi, sem er hálfopinber starf- semi, þ.e. velferðarþjónusta og annað sem nýtur opinberr- ar fyrirgreiðslu, er næstum jafnmikil og öll nettó starfs- aukning á landsbyggðinni. Aukning starfa í peningageiran- um er miklu meiri en öll nettóaukning starfa á landsbyggð- inni. Það er athyglisvert að athuga hver samdrátturinn hefur ver- ið í mannafla eftir greinum: Frumgreinar: Hlutfall af vinnuafli 1980 Fækkun starfa frá 1980 Landbúnaður . -22,7% -1917 störf Fiskiðnaður Úrvinnslugreinar: , -13,4% -1315 störf TVjávöruiðnaður ,. -30,0% -547 störf Vefnaðariðnaður ,. -19,5% -505 störf Málmsmíði og viðgerðir .... -2,5% -91 starf Á1 og kísiljám .... -0,9% -8 störf Alls Þegar þetta er athugað betur kemur í Ijós að 84,3% af fækk- un starfa í frumgreinum er á landsbyggðinni. Samdrátturinn í landbúnaði er 55% af fækkun starfa á landsbyggðinni. Samdráttur í fiskiðnaði er 29%. Samdráttur er einnig í vefnaðariðnaði, en þar undir eru ullariðnaður og skinnaiðnaður. Samdráttur í trjávöruiðnaði nær til lands- byggðarinnar einnig. Til þess að vega á móti þessum samdrætti á landsbyggðinni hefði þurft 4011 ný störf síðast liðin níu ár. Hlutur landsbyggðar er stór í þeim greinum, sem ekki ná meðalfjölgun vinnuafls í landinu. Auk þess er í þessum hópi byggingastarfsemi og samgöngur, sem eru þéttbýlisgreinar. Kjarni málsins er að störfum á landsbyggðinni hefði átt að fjölga um 8283 störf, þegar miðað er við hlutfall íbúafjölda, í stað 2174 starfa, sem var raun á. Vægi opinbera geirans og tengdra starfsgreina Alls hefur aukning opinbera geirans verið 10.705 störf. Þetta skiptist 82,8% til Suðvesturlands og 17,2% til lands- byggðar. Hlutur opinbera geirans í heild er 40,6% af aukn- ingu vinnuafls í landinu. Skipting opinbera geirans í fimm flokka eftir eðli verk- efna: Skipting Innbgrðis- starfa hlutfaU 1. Heilbrigðis-og velferðarmál......4792 44,8% 2. Skólar og fræðslumál ...........2230 20,8% 3. Menningarmál ...................1210 11,3% 4. Opinber stjórnsýsla ........... 1858 17,3% 5. Önnur starfsemi 617 5,8% Við nánari athugun kemur í ljós að heilbrigðis- og velferð- armál, með starfrækslu ýmiskonar velferðarstarfsemi, ásamt elliheimilum, er mjög drjúgur þáttur í aukningunni, ásamt sjúkrahúsum og heilsugæslustofnunum. Sumt af þessari starfsemi er á vegum velferðarfélaga og stofnana, sem ekki þurfa að lúta staðarvali frá byggðarsjón- armiði. Mesta aukning í flokki skóla- og fræðslumála er hjá grunn- skólum og menntaskólum. Það er athyglisvert frá byggða- sjónarmiði, að háskólinn og sérskólar eru með 828 aukningu starfa. Menningarmálin eru talin til opinbera geirans, sökum þess að mest af þeim málum tengist opinberri starfsemi fjárhags- lega og nýtur lagastoðar. Næst í röðinni er opinberi stjórnsýslugeirinn. Þar er um verulega aukningu að ræða á meðal stjórnsýslu sveitar- stjórna. Hér er þyngst á metum þensla hjá Reykjavíkurborg. Það er ljóst að þegar rætt er um dreifingu opinberrar starf- semi út á land, verður ekki hjá því komist að endurskoða staðarval heilbrigðis- og velferðarþjónustu og finna leiðir til að efla þessa þætti á landsbyggðinni. Sama má segja um marga þætti skólakerfisins og menning- armála. Allt þetta er ekki síður þýðingarmikið, en tilfærsla á staðar- vali stjórnsýslunnar í landinu. Áhrif einkageirans í atvinnuþróuninni Stundum er sagt að limirnir dansi eftir höfðinu. Tákist að umstokka opinbera geirann mundu aðrir þættir fýlgja eftir. Þetta er langt frá því að vera sjálfgefið. Þjónustu- og við- skiptageirinn er með aukningu, sem svarar öðru hverju starfi sem bætist við. Það er jafn áríðandi að finna leiðir til að beina einkageiranum til landsbyggðar og ásamt dreifingu opinbera geirans. Hér þarf til sérstakt átak, sem gerir það fýsilegt fyrir einka- aðila að staðsetja starfsemi sína úti á landsbyggðinni. Liður í þessu er að aðlaðandi sé fýrir nýja aðila að setjast að úti á landi, t.d. með húsnæði og fýrirgreiðslu. Höfundur er framkvæmdastjóri Fjóröungssambands Norölendinga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.