Tíminn - 08.01.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.01.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn VMSI skorar á aðildarfélög sín að afla sér verkfallsheimildar. Kjaraviðræður hefjast að nýju í næstu viku: HEFJAST VERKFOLL í BYRJUN FEBRÚAR? Framkvæmdastjórn Verkamannasambands íslands hefur skorað á aðildarfélög sambandsins að afla sér verkfallsheimildar sem allra fyrst og eigi síðar en fyrir næstu mánaðamót. Búist er við að kjara- samningaviðræður hefjist að nýju í næstu viku. Snær Karlsson hjá VMSÍ sagði að ef þær viðræður skila ekki árangri á allra næstu vik- um, sé líklegt að komi til átaka á vinnumarkaði fljótlega eftir mán- aðamótin. í nóvember og desember fóru fram viðræður milli VMSÍ og vinnuveit- enda um sérkjör. VMSI sleit þeim viðræðum eftir að sýnt þótti að þær myndu ekki skila þeim árangri, sem vænst var, og að bankarnir væru ekki tilbúnir til að lækka vexti. Segja má að óformlegt samkomulag hafi tekist um að fresta viðræðum fram yfir jól og bíða eftir afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins og annarra mikilvægra mála ríkisstjómarinnar. Allt bendir til að í næstu viku verði þráðurinn tekinn upp að nýju. Snær Karlsson sagði að þá myndu fulltrú- ar VMSÍ gera vinnuveitendum grein fyrir að ef viðræðumar skiluðu ekki árangri fyrir næstu mánaðamót, mætti búast við að aðildarfélög VMSÍ myndu blása til verkfalla. Hjörtur Eiríksson, framkvæmda- stjóri Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna, sagði að afstaða vinnuveitenda væri að miðað við það efhahagsástand, sem ríkir í þjóðarbúinu í dag, væri útilokað að hækka laun. Hjörtur sagði að sér- kjaraviðræður, sem fram fóru fyrir jól, hefðu skilað þó nokkmm ár- angri í vissum málaflokkum. Hann sagðist telja það skyldu beggja samningsaðila að setjast niður að nýju og taka upp þráðinn þar sem frá var horfið og reyna að Ijúka gerð nýrra samninga. „Það er mjög nauðsynlegt að reyna að fara að koma þessu í höfn. Samn- ingar hafa dregist of lengi. Óróleik- inn, sem er samfara því að hafa alla kjarasamninga Iausa, er sífellt að aukast. Við viljum sem allra fyrst fara að setjast við stóra samninga- borðið og fara að semja af alvöru," sagði Hjörtur. Snær Karlsson sagði að vissulega hefðu sérkjaraviðræðurnar skilað einhverjum árangri. Samningsaðil- ar vissu a.m.k. hver afstaða viðsemj- endanna væri í einstökum málum. Eftir sem áður þyrftu mál að hreyf- ast hraðar. -EÓ Miðvikudagur 8. janúar 1992 Samgönguráðherra frest- ar að skylda fiugfélög fii að hafa tvo fiugmenn í at- vinnufiugi með farþega: Reglugerð frestað Samgðnguráðherra hefur ákveðið að fresta gfldistöku reglugerðar sem skyldar flugfé- lög til að hafa tvo flugmena í at- vinnuflugl með farþega, Káð- herra gerði þetta vegna þess að fyrirsjáanlegt var að með þess- ari breytmgu myndi flug til niður, og þar með yrði öiyggis- málum á viðkomandi stöðum stefnt í voða. Umrædd reglugerð er ný og endurbætt þýðing á viðbæti 6 í stofnunarinnar. Mcð því að hafa tvo menn í flugvél er stefiit að því að auka flugöryggi. Reglu- gerðin átti að taka gildi nú um áramót, en samgönguráðherra ákvað að fresta gildistöko henn- ar um tvö ár eða til 1, janúar 1994, -EÓ Akranes: Mikill leki kom aö níu tonna bát Slökkviliðið á Akranesi var í gær- morgun kvatt niður að höfn þar í bæ, en þar hafði komið leki að níu tonna bát, Ebba, sem lá þar í höfn- inni. Lögreglan á Akranesi hafði tekið eftir því að viðvörunarljós logaði um borð í bátnum og tilkynnti eiganda bátsins um það, en hann fór strax að vitja um bát sinn. Skömmu síðar hringdi hann til lögreglu og bað um aðstoð, svo mikill væri lekinn. Eins og áður sagði var slökkviliðið á Akranesi sent til hjálpar; dældu þeir vatni úr bátnum og varð honum því bjargað. -PS Heiðurslaun fyrir kvik- myndageröarmenn Samband íslenskra kvikmyndafram- leiðenda sendi formanni Mennta- málanefndar Alþingis btéf á dögun- um þar sem sambandið vekur at- hygli nefndarinnar á hlut kvik- myndalistarinnar í íslenskri samtíð. Kvikmyndaframleiðendur telja að kvikmyndalistin sé yngst listgreina og hafi átt á brattann að sækja gegn aldagrónum listgreinum, sem hafa þegar skipað sér verðugan sess í þjóðfélaginu. Þeir benda sérstaklega á að enginn kvikmyndagerðarmaður er í hópi þeirra er þiggja heiðurslaun frá Alþingi, þrátt fyrir þá staðreynd að á síðari árum hafa komið fram listamenn á sviði kvikmyndagerðar, sem hafa getið sér alþjóðlegan orð- stír. Kvikmyndaframleiðendur skora á Menntamálanefhd Alþingis að sjá til þess að listamenn úr hópi kvik- myndagerðarmanna verði meðal heiðurslaunahafa Alþingis. Þannig verði þessi viðurkenning í takt við tímann. -js Elli- og hjúkrunarheimilið Grund — Dvalarhcimilið Ás/Ásbyrgi; 384 heimilismenn Heimillsmenn á EIH- og hjúkrunar- stofnununum var töluverð á árinu. heimilinu Grund og Dvalarheimil- Á Crund komu 39 konur og 28 unum Ási og Áshyrgl voru um ára- karlar, en 12 konur fóru og 9 kari- mótin samtals 384,276 á Gnudog ar. Þá létust 36 konur og 10 kariar. 108 í Ási og Ásbyrgl. Á Grund voru f Ás! og Ásbyrgi komu 15 konur og 181 kona, en 96 kariar. í Ási ogÁs- 19 karlar, en 16 konur fóru og 26 byrgl voru hinsvegar 42 konur, en karfar. Tvær konur létust í Ási og 66 kariar. Hreyfingin á fóUd í Ásbyrgi. -PS Klæðskiptingurinn Madame Sýningar á leikritinu M. Butterfly eftir bandaríska höfundinn David Henry Hwang hefjast á ný í Þjóð- leikhúsinu nk. fostudagskvöld, en þær hafa legið niðri yfir hátíðamar. Leikritið er byggt á fúrðufrétt úr heimspressunni fyrir fáum árum, sem vakti verulega athygli: Starfs- maður í frönsku utanríkisþjónust- unni hafði haldið við kínverska dansmey um 20 ára skeið og átt með henni barn, að því er talið var. Þegar franska leyniþjónustan hins vegar fór að athuga málið, komust menn Butterfly þar að því að kínverska konan var í raun karlmaður. Með aðalhlutverk í M. Butterfly fara Þór Thlinius, sem leikur kínversku „dansmeyna", og Arnar Jónsson, sem leikur Frakkann. Lejkstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Unnur Guðjónsdóttir stjórnaði kínverskum dönsum. Leikmynd gerði Magnús Pálsson og búninga, Helga Rún Pálsdóttir. Lýsingu annast Björn B. Guðmundsson, en þýðandi leikrits- ins er Sverrir Hólmarsson. —sá Séð yfir jörðina Skóga, sem er fremst á myndinní. Höfðingleg gjöf Áskels Jóhannssonar: Skógrækt færðir Skógar Áskell Jóhannsson, Kambsvegi 31 í Reykjavík, hefur fært Skógrækt rík- isins eignarjörð sína, Skóga á Fells- strönd í Dalasýslu, að gjöf. Eins og nafn jarðarinnar bendir til er þar talsvert skóglendi, og eina skilyrði gefandans er að jörðin verði friðuð fyrir öllum ágangi. Fyrir allmörgum árum var sett upp skógræktargirðing í landi Staðar- fells og meðfram merkjum þeirrar jarðar og Skóga, og mun væntanleg girðing um land Skóga verða tengd henni. Árangurinn af skógrækt í Staðarfellsgirðingunni hefur verið með ágætum og er hann til vitnis um mikla veðursæld á þessum hluta Fellsstrandar. Skógrækt ríkisins tel- ur mikinn feng vera í þessari gjöf, bæði vegna heppilegra verðurskil- yrða og annars. í Skógum hefur sama ættin setið frá árinu 1865, er Jónas Jónsson, afi Áskels, hóf þar búskap. Síðan bjó Jó- hann, faðir Áskels og þeirra systk- ina, í Skógum frá 1897 til aéviloka árið 1951. Eftir það bjuggu þar syn- ir Jóhanns, fyrst Jónas og síðan þeir Sigmundur og Áskell, uns þeir brugðu búi árið 1979. Þá fékk frændi þeirra jörðina til ábúðar, en hann brá búi á síðastliðnu hausti. Bærinn í Skógum hefur frá alda öðli staðið hátt í hlíðinni, eða um 100 metra yfir sjávarmáli. Þaðan er afar víðsýnt og fagurt bæjarstæði og gott, og hefur það hentað þeim bún- aðarháttum sem tíðkuðust langt fram á þessa öld. Land það, sem hentaði til nútíma ræktunar, var hins vegar meðfram sjónum, drjúg- langan spöl frá bænum. Þegar land þetta hafði verið tekið til ræktunar var bærinn fluttur niður undir sjó. Nýtt fjós, fjárhús og hlaða voru byggð og íbúðarhús reist árið 1971. Þarna eru því nýlegar byggingar og vel úr garði gerðar. í tilkynningu frá Skógrækt ríkisins segir að hingað til hafi skort aðstöðu til að sinna skóg- ræktargirðingum á þessu svæði og því bæti þessi gjöf úr brýnni þörf. „Gefanda Skóga eru því færðar alúð- ar þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf,“ segir í orðsendingu Skógrækt- arinnar. Þór Tulinius og Amar Jónsson í hlutverkum sínum í M. Butterfly.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.