Tíminn - 08.01.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.01.1992, Blaðsíða 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 Bl LAPART ASALA Varahlutir í árgerðir '74-'87 Ýmsar smáviðgerðir Kaupi bíla til niðurrifs HEIÐI • BÍLAPARTASALA Flugumýrl 18D * Moslellsbæ Sfmar 668138 & 667387 Lausnin er: Enzyjnol ^Nýtt í Evrópu m r n \ m “E ■ jiV bE _ mm c EUBO-HAIR á Islandi ■ Engin hárígræðsla ■ Engin gerfihár lEngin lyfjameðferð ■ BEinungis tímabundin notkun B Eigið hár með hjálp lífefna-orku ■ p!g!£m88 021 Rvik @ 91 • 676331 e.w.16.00 Áskriftarsími Tímans er 686300 Tíniinn Norræn vetrarráðstefna jarðvísindamanna stendur yfir í Reykjavík. Hreinn Halldórsson jarðfræðingur: ISLAND, GOSENLAND JARÐVISINDAMANNA í gær hófst í Háskólabíói í Reykjavík 20. vetrarfundur nor- rænna jarövísindamanna. Þessir fundir eru haldnir annað hvert ár og að þessu sinni sækja hann 250 vísindamenn og um 20 stúdentar. Fundarmenn koma frá öllum ‘Norðurlöndum en auk þess eru fulltrúar frá m.a. Þýskalandi, Bret- landi, Bandaríkjunum, Kanada og víðar. Flestir ráðstefnugesta eru íslendingar en frá einstökum löndum öðrum en íslandi koma flestir frá Noregi, eða um 50. Þá eru um 25 manns frá Svíþjóð, 30 frá Finnlandi og svipaður fjöldi frá Danmörku. „Ráðstefnan var síðast haldin hér á landi fyrir tíu árum og var þá mjög tengd nafni dr. Sigurðar Þór- arinssonar jarðfræðings sem átti sjötugsafmæli um svipað leyti og ráðstefnan stóð yfir," sagði Hreinn Halldórsson, jarðfræðingur hjá Vegagerð ríkisins, en hann hefur unnið að undirbúningi og skipu- lagningu ráðstefnunnar. Hreinn sagði að þar sem ráð- stefnan er nú haldin á íslandi lægi í hlutarins eðli að meiri áhersla væri lögð á eldvirkni og skyld málefni, heldur en þegar ráðstefnan er haldin á öðrum Norðurlöndum. Fjöldi fyrirlestra verður haldinn þá þrjá daga sem ráðstefnan stendur og oftast þrír samtímis og verða einkum kynntar niður- stöður grunnrannsókna, en síður niðurstöður rannsókna sem hafa verið gerðar með bein hagnýt markmið í huga. Mjög mikil aðsókn var að ráð- stefnunni sem skýrist af því að jarðvísindamenn hvaðanæva úr heiminum telja mjög eftirsóknar- vert að komast til íslands sem er í þeirra huga allsherjar rannsókna- vettvangur. „Almennt séð eru ráð- stefnur af þessu tagi á íslandi í hugum ungra norrænna jarðvís- indamanna mikið tækifæri sem þeir sækjast mjög eftir að geta nýtt sér þar sem ísland er eins konar allsherjar tilraunastofa jarðfræði og jarðeðlisfræði sem snertir flestöll svið þessara greina," sagði Hreinn. Ráðstefnan heldur áfram í dag og á morgun í Háskólabíói. Henni lýkur um kl 17 á morgun. —sá Deilan í álverinu í Straumsvík: Ekki verið óskað liðsinnis frá VSÍ „Við erum vissulega aðilar að þessu máli hvað varðar kjara- samninga og framkvæmd þeirra, en við erum hins vegar ekki ráð- gefandi stofnun um það hvort menn eigi heldur að borða kökur eða brauð. Þannig að bakkelsisdeilan ógur- lega er okkur enn sem komið er óviðkomandi," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, í gær aðspurður um hvort óskað hafi verið eftir afskiptum Vinnuveitendasambandsins af þeirri deilu sem risið hefur í álver- inu í Straumsvík m.a. vegna þess að hætt hefur verið að bera fram brauð í kaffitímum og einungis kökur eru á boðstólum. Þórarinn sagði að þrátt fyrir að ákveðið verkalýðsfélag hafi haft uppi yfir- lýsingar í þessu máli hafi ekki verið farið fram á liðsinni VSÍ í málinu. „Við erum hins vegar ævinlega í Í'óðu sambandi við forráðamenn SAL, bæði er það stór aðili að Vinnuveitendasambandinu og feiknastór aðili í okkar efnahagslífi. Við íylgjumst því mjög grannt með því sem þar er að gerast. Það er ekkert launungamál að við höfum áhyggjur af stöðu ÍSAL,“ sagði Þór- arinn. Hann taldi ekki hættu á að fyrirtækið lokaði en sagði að menn gætu ekki horft framhjá því að alls staðar hafi verið dregið úr fram- leiðslu hjá fyrirtækjum í Alusuiss- hringnum og horfurnar f greininni væru enn mjög dökkar. „Það er ekkert sem segir það að þessara áhrifa muni ekki gæta hér líka,“ sagði Þórarinn. Hann benti á að allur samdráttur hjá ÍSAL hafi áhrif út fýrir fyrirtækið því starf- semi þess tengist bæði orkusala og ýmis þjónustustarfsemi. „Ef þau ósköp gerðust nú að ÍSAL lokaði þá væru það ekki eingöngu þeir lið- lega 550 manns sem þar eru sem myndu missa vinnuna, helur a.m.k. tvöföld sú tala,“ sagði Þórar- inn. - BG Fréttaljósmynd ársíns hefur verið valin úr 11.521 mynd frá 1.390 Ijós- myndurum og verður til sýnis í Listasathi ASÍ frá og með næsta laug- ardegi ásamt úrvali mynda sem bárust f hina áriegu keppni um bestu fréttafjósmyndina — keppnina Worid Press Photo. Fréttaljósmynd ársins heitir Sorg í Kosovo og var tekin 28. janúar i fyrra af Georges Merillon, en hann hefur myndað fyrir Time, Stem, Newsweek og Parfs-Match. Vandræði í umferð á Akureyri: Hálfs metra jafn- fallinn snjór féll Ámi Gunnarsson. Umskipti á toppi SVFÍ Sú breyting varð á daglegri fram- kvæmdastjórn Slysavarnafélags ís- lands um áramótin að Hannes Þ. Hafstein, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri SVFÍ frá því 1973, lét af störfum. Við starfi hans tók Árni Gunnarsson, fyrrverandi al- þingismaður. Hannes Þ. Hafstein. Þegar íbúar á Akureyri vöknuðu í gærmorgun brá þeim heldur í brún, því um nóttina hafði kyngt niður snjó í bænum og nágrenni og sköp- uðust af því töluverð vandræði í um- ferðinni. Höfðu fallið um 50 sm af jafnföllnum snjó og er það meira en venjulegir fólksbflar eru gerðir fyrir, en aðeins var fært fyrir stærri bfla. Að sögn lögreglunnar á Akureyri voru vandræðin mest á milli 06.00 og 09.30 og varð lögreglan að að- stoða marga ökumenn sem höfðu farið af stað á fólksbflum og stóðu fastir á götum borgarinnar. Þá sinnti lögreglan einnig akstri á starfsfólki sjúkrahússins og skyldra stofnana til vinnu sinnar. Það voru þó ekki allir sem voru morgunfúlir vegna snjóal- aga, því börn bæjarins á öllum aldri tóku ástandinu fegins hendi. -PS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.