Tíminn - 23.01.1992, Qupperneq 10

Tíminn - 23.01.1992, Qupperneq 10
10 Tíminn Fimmtudagur 23. janúar 1992 Frá afhendingu bifreiðarinnar sem Toyota gaf Krabbameinsfélaginu: Páll Samúelsson stjórnarformaður P. Samúelsson hf., Vigdís Finnbogadóttir forseti fslands, Almar Grimsson formaður Krabbameinsfélags fslands, Ingi R. Helgason gjaldkeri félagsins og Jón Þorgeir Hallgrímsson formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur. Toyota gefur Krabbameinsfélaginu bíl Umboðsaðili Toyota á íslandi, P. Samúelsson hf., hefur gefið Krabbameinsfélaginu sendibifreið af gerðinni Toyota Hi Ace, en verðmaeti hennar er á aðra milljón króna. Bifreiðin, sem er hvít að lit, hefur verið merkt Krabbameinsfélaginu. Páll Samúelsson, stjómarformaður P. Samúelsson hf., afhenti Almari Grímssyni, formanni Krabbameinsfélags íslands, lykla að bifreiðinni við athöfn í húsi Krabba- meinsfélagsins að Skógarhlíð 8. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands og vemdari Krabbameinsfélagsins, var viðstödd afhendinguna. Páll sagði við þetta tækifæri að um- boðið hefði átt velgengni að fagna á undanfömum ámm og vildi láta Krabbameinsfé- lagið njóta þess, enda hefði félagið mikið traust meðal þjóðarinnar. Almar Grímsson þakkaði þessa höfðinglegu gjöf. Hann sagði að þetta væri fyrsta bifreiðin sem Krabba- meinsfélagið eignaðist og hún mundi örugglega koma að góðum notum í þjónustu við þá fjölþættu starfsemi, sem fram fer í húsinu sem þjóðin gaf félaginu og sjálfri sér. Bókmenntaverðlaun Noröurlandaráós 1992 í dag, 23. janúar, fæst úr því skorið hver hlýtur að þessu sinni bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs, er dómnefnd, sem í eiga sæti 11 fulltrúar, kemur sam- an til fundar í Reykjavík. Að þessu sinni eru tilnefnd af íslands hálfu skáldsaga Fríðu Á. Sigurðardóttur „Meðan nóttin líður" og ljóðasafnið „Vatns götur og blóðs“ eftir Þorstein frá Hamri. Auk þeirra eru tilnefnd: Anne Marie Ejmæs (Snegelhuset) og Soren Ulrik Thomsen (Hjemfalden) frá Danmörku, Fredrik Nielsen (Nunaga siunissat qanoq ippa) frá Grænlandi, Olli Jalonen (Johan ja Johan) og Ulla-Lena Lundberg (Stora varlden) frá Finnlandi, Kjell Askildsen (Et stort ede landskap) og Roy Jacobsen (Seierherrene) frá Noregi, og að lokum frá Svíþjóð Ingmar Bergman (Den goda viljan) og Göran Sonnevi (TVádet). í dómnefndinni eiga sæti: Dagný Kristjánsdóttir og Sigurður A. Magnús- son fyrir íslands hönd, Dorrit Willumsen og Erik Aalbæk Jensen frá Danmörku, Kristian Olsen frá Grænlandi, Pirjo Va- ittinen og Ingmar Svedberg frá Finn- landi, Finn Jor og Sissel Lange-Nielsen frá Noregi og Heidi von Born og Ebba Witt-Brattström frá Svíþjóð. Tónlistarfélagið: Bryndís Halla og Snorri Sigfús Laugardaginn 25. janúar nk. halda þau Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari tón- leika á vegum Tónlistarfélagsins. Tón- leikamir verða í íslensku ópemnni og hefjast kl. 14.30. Bryndís hefur verið fyrsti sellóleikari í Sinfóníuhljómsveit íslands síðan hún kom heim frá námi haustið 1990. Þá hef- ur hún tekið virkan þátt f tónlistarlífinu hér, bæði sem einleikari og í kammer- tónlist. Snorri Sigfús kom heim frá námi er- lendis árið 1980 og hefur síðan starfað sem tónskáld, píanóleikari og -kennari. Á tónleikunum á laugardaginn verður flutt Arpeggione- sónata eftir Schubert, einleikssvíta eftir Cassado, sónata op. 19 eftir Rachmaninov og Variazione di Bravura eftir Paganini. Miðasala verður við innganginn. Félag eldri borgara Opið hús í dag fimmtudag í Risinu kl. 13-17. Bridge og frjáls spilamennska. „Fugl í búri“ sýnt laugardag og sunnu- dag kl. 17. Sérleyfi til fólksflutninga með langferða- bifreiðum Samkvæmt lögum nr. 53/1987 um skipulag á fólks- flutningum með langferðabifreiðum falla úr gildi hinn 1. mars 1992 öll sérleyfi til fólksflutninga með lang- ferðabifreiðum. Ný sérleyfi til fólksflutninga með langferðabifreiðum verða veitt frá 1. mars 1992 og skulu umsóknir um sérleyfi sendar til skipulagsnefndar fólksflutninga, Vatnsmýrarvegi 10, 101 Reykjavík, eigi síðar en 10. febrúar 1992. í sérleyfisumsókn skal tilgreina: 1. Þá leið eða leiðir, sem sótt er um sérleyfi á, og fyrirhugaðar ferða- áætlanir. 2. Skrásetningarnúmer, árgerð og sætatölu þeirra bifreiða sem nota á til sérieyfisferða. Ráðuneytið áskilur sér rétt til að gera kröfur til sérleyf- ishafa um ferðaáætlanir. Ennfremur til að hlutast til um samræmda viðkomu- og afgreiðslustaði þar sem leiðir tengjast. Reykjavík, 22. janúar 1992. Samgönguráðuneytið. Múlaþing komiö út Um þessar mundir er 18. árgangur árs- ritsins Múlaþings að koma fyrir sjónir lesenda, en því fylgir Saga sýslunefndar Suður-Múlasýslu 1875-1988 sem Ár- mann Halldórsson, ritstjóri Múlaþings, hefur skráð. Múlaþing er 126 blaðsíður að þessu sinni og hefur að geyma nokkrar stór- fróðlegar greinar. Á meðal efnis má nefna þátt um Magnús ívarsson eftir Helga Gfslason, grein um staðfræði Hrafnkels sögu Freysgoða eftir Jón Hnefil Aðal- steinsson og frásögn Nönnu Steinunnar Þórðardóttur sem ber yfirskriftina Dans- inn sem aldrei var stiginn. Eins skal get- ið greinar Helga Hallgrímssonar, Fom- haugar, féstaðir og kuml í Fljótsdal, og greinar Smára Geirssonar, Hugmyndir Fjórðungsþings Austfirðinga í stjóm- skipunarmálum. Þá er að finna í heftinu Ágrip af verslunarsögu Vopnafjarðar eftir Methúsalem Methúsalemsson, fróðlega grein eftir Hrafnkel A. Jónsson sem ber heitið Hákarla-Bjami og að síðustu frá- sögn um tvo hríðarbylji á Jökuldalsheiði sem rituð er af Pétri Guðmundssyni og Skúla Á.S. Guðmundssyni. Sýslunefndarsagan, sem nú fylgir Múlaþingi, er mikið og fróðlegt rit og virðist Ármann Halldórsson hafa lagt mikla rækt við verkið. Bókin er á fjórða hundrað síður að stærð og er aðgengileg hverjum lesanda. Eins og fyrr getur er Ármann Hall- dórsson ritstjóri Múlaþings, en Laufey Eiríksdóttir á Egilsstöðum er afgreiðslu- stjóri. Ritið verður á næstunni borið út eða sent til áskrifenda, en verðið að þessu sinni er 1800 kr. Eftirtaldir umboðsmenn eru með Múlaþing til sölu: Sigríður Eyjólfsdóttir Borgaríirði, Sigurður Magnússon Seyð- isfirði, Sigmar Magnússon Dölum Fá- skrúðsfirði, Ingimar Sveinsson Djúpa- vogi, Jón Á. Jónsson Hafnarstræti 107 Akureyri og Sigurður Kristinsson Ás- garði 61 Reykjavík. Múlaþing er einnig til sölu í Bókinni við Laugaveg í Reykjavík og í öllum bókaverslunum á Austurlandi. Málstofa í hjúkrunarfræði: Þroskun taugakerfis í fóstrum Dr. Guðrún Pétursdóttir, Iffeðlisfræðing- ur og dósent, flytur á vegum námsbraut- ar í hjúkrunarfræði, fyrirlestur um þroskun taugakerfis í fóstrum og hvem- ig taugar rata réttan veg. Fyrirlesturinn verður haldinn í mál- stofu í hjúkrunarfræði í stofu 6, Eirbergi, Eiríksgötu 34, mánudaginn 27. janúar oghefst kl. 12.15. Málstofan er öllum opin. Kvenfélag Óháöa safnaðarins Fundur í Kirkjubæ laugardaginn 25. þ.m. kl. 15. S 1 "■ •Q efitix IroLteí Lamux LraXnl BÍLALEIGA AKUREYRAR Regnboginn sýnir Morödeildina Regnboginn sýnir nú myndina Morð- deildin (Homicide). Þetta er spennu- mynd um dularfúll morð á gyðingum. Lögreglumaðurinn Bob Gold, sem leik- inn er af Joe Mantegna, rannsakar málið og kemst að ýmsu sem ekki þolir dags- Ijósið. Hann grípur því til heldur hrana- legri starfsaðferða en venjulega tíðkast hjá lögreglunni, í óþökk yfirmanna sinna. Danssýning í Kringlunni í dag kl. 17 mun hópur eldri borgara sýna gömlu dansana í Kringlunni. Um árabil hefur hópur eldri borgara frá félagsmiðstöðvum borgarinnar æft gömlu dansana undir stjóm Sigvalda Þorgilssonar danskennara. Sérstök áhersla er lögð á dansa sem nú eru lítið þekktir, eins og Lance og Les. Þessir dansar verða sýndir í Kringlunni ásamt öðrum gömlum dönsum. Letterstedski sjóöurinn veitir ferðastyrki íslandsnefnd Letterstedska sjóðsins hef- ur ákveðið að veita ferðastyrki á árinu 1992 til íslenskra fræði- og vísinda- manna sem ferðast vilja til Norðurlanda á árinu í rannsóknaskyni. Ekki er um eiginlega námsferðastyrki að ræða, held- ur koma þeir einir til greina sem lokið hafa námi en hyggja á frekari rannsóknir eða þekkingarleit á sínu sviði. Umsóknir skal senda til íslandsnefnd- ar Letterstedska sjóðsins, c/o Þór Magn- ússon, Pósthólf 1489,121 Reykjavík, fyr- ir febrúarlok 1991. Veitir hann einnig nánari upplýsingar. Sýning frá Venesúela í Hafnarborg Nú stendur yfir sýning á verkum sex listamanna frá Venesúela: þriggja mynd- höggvara og þriggja grafíklistamanna. Þetta er farandsýning á vegum menntamálaráðuneytis Venesúela og hefur farið víða um Evrópu. Héðan fer hún til London, þegar henni lýkur 27. janúar. í Sverrissal er sýning á myndum í eigu Hafnarborgar. Að þessu sinni eru það verk eftir Eirík Smith úr listaverkaá'öf hans til safnsins. Þau eru unnin á árun- um 1958-1970. Þá eru í kaffistofu verk eftir ýmsa listamenn. Sýningamar í Hafnarborg eru opnar kl. 12-18 alla daga. Málgagn og fréttabréf eldri borgara Út er komið Fréttabréf eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Meðal efnis er Sveigjanleg starfslok eftir Ólaf Ólafsson landlækni, Æfingin skapar meistarann eftir Jón Eyjólf Jónsson, Hollusta á efri árum — ábendingar um mataræði og hollustu aldraðra eftir Laufeyju Stein- grímsdóttur. Meistaramót íslands í atrennu- lausum stökkum Meistaramót íslands í atrennulausum stökkum fer fram á laugardaginn í Rétt- arholtsskóla og hefst kl. 14. Keppnis- greinar eru hefðbundnar, svo sem lang- stökk, þrístökk og hástökk. Keppt verður í karla- og kvennaflokkum. MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNID ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Eumpcar Ef bilar rafmagn, hitaveita eða vatnsveita má hringja i þessl simanúmer: Rafmagn: I Reykjavlk, Kópavogi og Seltjam- arnesi er slmi 686230. Akureyri 24414, Kefla- vík 12039, Hafnarfjöröur 51336, Vestmanna- eyjar 11321. Hitaveita: Reykjavlk slmi 82400, Seltjamar- nes slmi 621180, Kópavogur 41580, en eftir kl. 18.00 og um helgar I slma 41575, Akureyri 23206, Keflavlk 11515, en eftir lokun 11552. Vestmannaeyjar slmi 11088 og 11533, Hafn- arfjörður 53445. Siml: Reykjavík, Kópavogi, Seltjamamesi, Akureyri, Kefiavlk og Vestmannaeyjum til- kynnist I slma 05. Bilanavakt hjá borgarstofnunum (vatn, hitaveita o.fl.) er I síma 27311 alla virka daga frá kl. 17.00 til kl. 08.00 og á helgum dögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er þar við tilkynningum á veitukerfum borgarinnar og I öðrum tilfellum, þar sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka I Reykjavík 17. Janúar til 23. janúar er I Lyfiabúölnni Iðunni og Garðs Apóteki. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsl- una frá kl. 22.00 aö kvöldl til kl. 9.00 að morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnudög- um. Upplýsingar um læknis- og lyfjaþjón- ustu eru gefnar I slma 18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags fslands er starfrækt um helgar og á stórhátlðum. Slm- svari 681041. Hafnarfjörður: Hafnarfjarðar apótek og Norð- urbæjar apótek enr opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I slmsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartima búða. Apó- tekin skiptast á slna vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið I þvl apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tlmum er lyfja- fræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I slma 22445. Apótek Keflavíkur: Opið virka daga frá k. 9.00-19.00. Laugardaga, helgidaga og al- mennafrídaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokaö I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opiö virka daga til kl. 18.30. Opið er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garöabær: Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Alnæmisvandlnn. Samtök áhugafóiks um alnæmisvandann vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeina, slmi 28586. Læknavakt fyrir Reykjavfk, Seltjamames og Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugar- dögum og helgidögum allan sólarhrlnginn. Á Seltjamamesi er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00 oglaugard. Id. 10.00-11.00. Lokaðá sunnudögum. Vflanabeiðnir, slmaráðleggingar og tímapantanir I slma 21230. Borgarspitalinn vakt frá kl. 08-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (slmi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysa- deild) sinnirslösuðum og skyndiveikum allan sól- arhringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um lyljabúðir og læknaþjónustu erugefriar I slm- svara 18888. Ónæmisaðgerðirfyrirfullorðna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöð Reykjavlkur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmisskírteini. Garöabær Heilsugæslustöðin Garðaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, slmi 656066. Læknavakt er I slma 51100. Hafnarfjöröun Heilsugæsla Hafnarflarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, simi 53722. Læknavakt slmi 51100. Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Slmi 40400. Keflavik: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suöumesja. Slmi: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræöistööin: Ráðgjöf I sálfræðilegum efnum. Sími 687075. kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadelldin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartimi fyrir feður kl. 19.30- 20.30. Bamaspítall Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunariækningadeild Landspltal- ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomu- lagi. - Landakotsspitall: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Bamadeild 16-17. Heimsóknartimi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borgarspitalinn I Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laugardögum og sunnu- dögum kl. 15-18. Hafnarbúðir: Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvfta- bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartimi frjáls alla daga. Grensásdelld: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14-19.30. - Hellsuverndarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavikur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspftall: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópavogshæl iö: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vifilsstaöaspitali: Heim- sóknartimi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - Geðdeild: Sunnudaga kl. 15.30-17.00. St. Jós- epsspitali Hafnarfirði: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Landspitaiinn: Xiia daga Sunnuhlið hjúkmnarheimili I Kópavogi: Heim- sóknartimi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavfkuriæknlshéraðs og heilsugæslustöövar: Vaktþjónusta allan sólar- hringinn. Sími 14000. Keflavlk-sjúkrahúslð: Heimsóknartlmi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátlðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Akureyri - sjúkrahúsið: Heim- sóknartimi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00- 20.00. Á bamadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofusimi frá kl. 22.00- 8.00, slmi 22209. Sjúkrahús Akra- ness: Heimsóknartími Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavfk: Neyöarsimi lögreglunnar er 11166 og 000. Seltjamames: Lögreglan slmi 611166, slökkviliðog sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan slmi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreiö slmi 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan simi 51166, slökkvL lið og sjúkrabifreið simi 51100. Keflavik: Lögreglan sími 15500, slökkvilið og sjúkra- bíll sími 12222, sjúkrahús 14000,11401 og 11138. Vestmanneyjar: Lögreglan, simi 11666, siökkvilið sími 12222 og sjúkrahúsið simi 11955. Akureyri: Lögreglan simar 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 22222. Isafjöröur: Lögreglan simi 4222, slökkvilið sími 3300, brunasími og sjúkrabifreið sími 3333.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.