Tíminn - 28.01.1992, Qupperneq 1
Þriðjudagur
28. janúar 1992
18. tbl. 76. árg.
VERÐ í LAUSASÖLll
KR. 110.-
Fyrsta hjálp álíka fljót í Reykjavík og úti á landi:
76% krans-
æöasjúkra
ná lifandi
til læknis
.Athyglisvert er að tímalengd frá því fyrstu einkenni kransæðastíflu
koma í ljós og þar til sérþjálfað fólk veitir fyrstu hjálp er mjög svipuð
í þéttbýU og dreifbýU hér á Iandi,“ segir Nikulás Sigfússon, læknir
Hjartavemdar, m.a. í grein í samnefndu blaði. Hann vitnar þar til
nýrra niðurstaðna úr svokallaðri MONIKA rannsókn Hjartavemdar
varðandi bráðaþjónustu vegna kransæðastíflu. Nikulás segir að
sjúkraflutningar virðist í mjög góðu lagi hér á landi. Árið 1990 hafí
73 sjúkraflutningabifreiðar verið reknar frá 48 stöðum, oftast sjúkra-
húsum eða heilsugæslustöðvum, umhverfls landið.
Tímalengd frá upphafi bráðra ein-
kenna kransæðastíflu þar til sjúk-
lingurinn fær upphafsmeðferð og
meðferð frá fyrstu einkennum til
innlagnar eru þeir þættir fyrrnefndr-
ar rannsóknar sem fjallað er um í
blaðinu. Helstu niðurstöður eru
raktar í grein Ingu Ingibjargar Guð-
mundsdóttur.
Rannsóknin náði til 518 sjúkdóms-
tilfella fólks á aldrinum 25-64 ára á
landinu öllu sem skráð voru á tíma-
bilinu frá ársbyrjun 1982 til október-
mánaðar 1983. Rúmlega fjórðungur
hafði fengið kransæðastíflu áður.
Tæplega fjórðungur sjúklinganna
(105 karlar og 21 kona) dó utan
sjúkrahúsa áður en náðist til læknis.
Af þeim sem komust lifandi inn á
sjúkrahús (310 karlar og 82 konur)
höfðu um 40% fengið fyrstu meðferð
innan einnar klukkustundar frá upp-
hafi bráðaeinkenna, um helmingur-
inn innan tveggja stunda og alls 60%
notið aðstoðar sérþjálfaðs fólks inn-
an fjögurra klukkustunda frá upphafi
bráðaeinkenna. Enginn afgerandi
munur reyndist á þessari tímalengd
milli þéttbýlis (Reykjavíkursvæði) og
dreifbýlis. Greinarhöfundur bendir á
að tímalengdin ræðst óhjákvæmi-
lega einnig af ákvörðun einstaklings-
ins um það hvenær hann ákveður að
leita til læknis eða eftir annarri
bráðaþjónustu.
Töluverður munur milli lands-
svæða kom hins vegar í Ijós þegar lit-
ið er til þess hvaða hópur sérþjálfaðs
fólks það var sem veitti sjúklingum
fyrstu hjálp.
Á landsbsbyggðinni fengu um 65%
sjúklinga fyrst til sín lækni en aðeins
35% í Reykjavík. Af þeim sem búa í
Reykjavík fóru aftur á móti miklu
fleiri beint á sjúkrahús, eða 23% bor-
ið saman við 13% á landsbyggðinni. í
Reykjavík fengu líka tvöfalt fleiri
fyrstu hjálp í almennum sjúkrabíl,
eða 20% í samanburði við 9% sjúk-
linga á landsbyggðinni. Þá kemur í
ljós að um 9% sjúklinga í Reykjavík
fengu fyrstu hjálp frá frá áhöfn neyð-
arbíls.
- HEI
Verðiaunahafamir f Listasafnl íslands I gær. Guðbergur Bergsson og Guöjón Frlðrlksson.^
íslensku bókmenntaverðlaunín afhent í gær:
I—
menntaverðlaunin sem forseti íslands afhenti við hátíðlega at-
höfa í Ustasafni íslands í gær.
Guðbergur fékk verðlaunin í flokki
fagurbókmennta fyrir bók sína
Svanurinn, en Guðjón fékk verð-
laun í flokki íræöirita fyrir rítið
Saga Reykjavíkur.
Höfundamir fá hvor um sig 500
þúsund krónur i verðlaun en það er
Félag ísienskra bókaútgefenda sero
yeitir verðiaunín og tvær dóm-
nefndir höfðu áður tflnefnt flmm
baekur í hvorum flokki til verölaun-
anna. i
Mikill hátiðarbragur var yflr verð-
launaafhendingunni í gær en það
var Jón Karlsson formaður Félags
ísl. bókaútgefenda sem setti bátíð-
ina og Heimir Pákson sem stjóm-
aði henni. Cylfl Þ. Gístason, fyrrv.
menntamálaráðhcrra, flutti ávarp
ASÍ og VSÍ hafa samþykkt að hefja viðræður við stóra samningaborðið. Málmiðnaðarmenn verða ekki með en verslunarmenn verða með:
Samningaviðræður eru komnar á fullt
Forystumenn verkalýðshreyflngar og atvinnurekenda hafa náð sam-
komulagi um að hefja viðræður um aðalkjarasamning. Viðræður um
sérlqör halda áfram samhliða heildarviðræðum. Málmiðnaðarmenn ætla
ekki að taka þátt í viðræðunum til að byrja meö, en verslunarmenn telja
sig hafa fengið tryggingu fyrir því að tillit verði tekið til þeirra sérkjara
og verða með.
Miðstjóm Alþýðusambands ís-
lands samþykkti á fundi eftir hádeg-
ið í gær að hafa samflot um viðræð-
ur við Vinnuveitendasambandið um
nýjan aðalkjarasamning. Þessi sam-
þykkt var gerð með þeim fyrirvara
að vinnuveitendur samþykktu að
halda áfram viðræðum um sérkjör.
Málmiðnaðarmenn tilkynntu á
fundinum að þeir myndu ekki verða
með í viðræðunum til að þyrja með.
Málmiðnaðarmenn krefjast að taxt-
amir verði færðir nær greiddu
kaupi og ætla sér að ná kröfum þar
um í sérkjaraviðræðum.
Á fundi forystumanna ASÍ og VSÍ
síðdegis samþykkti VSÍ skilyrði ASÍ
og er því ekkert því til fyrirstöðu að
heildarviðræður fari af stað. Ákveð-
ið var að hópar sem hófu störf í des-
ember taki til starfa að nýju. Hóp-
amir fjalla um vaxtamál, atvinnu-
mál o.fl. Jafnframt munu sérfræð-
ingar beggja aðila fara yfir það sem
er framundan í efnahagsmálum,
ekki síst með tilliti til endurskoð-
aðrar þjóðhagsáætlunar sem verð-
ur birt fljótlega.
Ásmundur Stefánsson, formaður
ASÍ, sagði að næstu daga muni ASÍ
samhæfa kröfugerð sína og setja
forgangsröð á kröfugerð gagnvart
ríkisvaldinu. Hann sagði að þegar
sú vinna liggur fýrir og vaxtahópur-
inn og aðrir hópar verða komnir af
stað verði ákveðinn annar formleg-
Frá miðstjómarfundi ASÍ í fyrradag. Timimynd Ami Bj«m«
ur samningafundur með atvinnu- það verði ekki farið af stað með
rekendum. Ásmundur sagðist gera sameiginlegar viðræður fyrr en
ráð fyrir að fulltrúar ríkisvaldsins samböndin eru einhuga um að
komi að viðræðunum síðar, líklega sameiginlegar viðræður skemmi
strax eftir næstu helgi. ekki fyrir í því efni. Ég hugsa að
„Ég hef verið þeirrar skoðunar að megi segja að það séu fleiri með
hliðstæða skoðun og Verkamanna-
sambandið sem sagði sem svo: Við
erum búnir að fá ákveðna niður-
stöðu varðandi sérkröfur og annað í
sambandi við sérkröfumar stendur
fast og við getum ekki gert ráð fyrir
að það þokist mikið íyrr en að við
förum af stað með önnur mál.
Þannig að nú er komið á það stig að
rétt sé að láta það sameiginlega fara
í gang. Það er þetta mat samband-
anna sem ræður því að við förum
nú af stað í sameiginlegar viðræð-
ur.“ sagði Ásmundur.
Ásmundur sagði að forystumönn-
um BSRB hefði verið gerð grein
fyrir stöðu mála hjá ASÍ og þeim
viðræðum sem framundan eru. Ás-
mundur sagðist gera ráð fyrir að
forysta annarra sambanda myndi
fylgjast með því sem gerist hjá ASÍ.
Ékki væri hins vegar um eiginlegt
samflot með BSRB að ræða að
sinni. -EÓ