Tíminn - 28.01.1992, Side 9

Tíminn - 28.01.1992, Side 9
Þriðjudagur 28. janúar 1992 Tíminn 9 Blaoamenn hafa út- valið hertogaynjuna af Kent sem svartan sauð konungsfjöl- skyldunnar. Það er sama hvaö hún gerir eða ekki gerir, það er allt saman rangt! Steve Wyatt er hinn föngulegasti maöur og vinum hans ber saman um að hann sé þægilegur félagi, þó að hann sé kannski ekki ofhlað- inn vitsmunuml: Sarah þó! Heldur hún framhjá eða heldur hún ekki framhjá? Að undanförnu hefur verið mikið fjaðrafok í breskum blöðum eftir að í Ijós kom að skúringakona hafði fundið uppi á skáp í leiguíbúð í Belgravia, einu fínasta hverfi London, bunka af ljósmyndum þar sem m.a. mátti sjá Sarah Fergu- son, hertogaynju af York, sitja fá- klædda í rólu við hliðina á Steve Wyatt, glaumgosa frá Texas. Hann heldur um herðar hennar en hún utan um mittið á honum. Því mið- ur gátu blöðin ekki birt myndina vegna þess að hún var stolin! En hver er Steve Wyatt? Hann er sonur gífurlega auðugrar fjöl- skyldu í Houston í Texas. Faðir hans er harðskeyttur olíukóngur, líkt við JR, sem grætt hefur fé af eigin rammleik. Reyndar hefur komið upp úr kafinu að Oscar Wy- att er aðeins stjúpfaðir Steves en hann ættleiddi Steve og bróður hans, Douglas, þegar hann giftist móður þeirra Lynn. Og það er Lynn sem er potturinn og pannan í selskapslífi Steves. Enda er það kona sem veit hvað hún vill og stendur jafnvel í stór- styrjöld við sína eigin fjölskyldu út af stórarfinum sem ætti að nægja öllum. Hún hefur búið svo um hnútana að hún er ókrýnd drottn- ing í samkvæmislífinu í Texas og hefur verið gestgjafi Reagan-hjón- anna, Micks Jagger og Jerry Hall, Liza Minnelli og Aga Khan, svo að einhverjir gesta hennar séu nefnd- ir. Henni óx þess vegna ekkert í augum að bjóða hertogaynjunni af York í veislu þegar hún var í opin- berri heimsókn í Texas 1989. Þar með hófust kynni Sarah og Steves. Fljótlega varð vináttan nánari og Sarah var t.d. gestur í sextugsaf- mæli Lynn. Steve var líka boðið til Buckinghamhallar í afmælisveisl- ur drottningarmóðurinnar, Önnu prinsessu og Margrétar prinsessu. Fjvað er það eiginlega sem Sarah sér við Steve? spyr fóik. Því er auð- svarað. Hann er sísólbrúnn, lítur vel út, tennurnar fullkomnar og líkaminn er vel þjálfaður og í góðu standi. Þá dregur það ekki úr töfr- unum að hann er alltaf tilbúinn að senda einkaflugvélina sína hvert á land sem er til að flytja einkavini sína þangað sem þá lystir. Það eina sem kannski væri hægt að óska að hann hefði meira af er gáfur. Lynn, hin metnaðargjarna móðir hans, hefur að vonum verið alsæl með hinn konungborna félagsskap sem sonur hennar var kominn í. En nú getur svo farið að Steve verði útskúfað úr honum aftur, slík er hneykslunin í Englandi. Mamma Steves, Lynn Wyatt, stendur hér á milli sona sinna. Hún þykir með fádæmum áköf í félagsskap við fína og ríka fólkiö og þar sem hún á sand af pen- ingum verður henni ágætlega ágengt. Koo Stark gerir oað gott sem jósmyndari Fyrir ekki svo ýkja mörgum árum var nafnið Koo Stark á hvers manns vörum. Stúlkan átti í ástar- sambandi við Andrew Bretaprins, sem þá var ógiftur, og það var nóg til þess að sjálfsagt þótti að gera hana og líf hennar að opinberri eign. Þá birtust stöðugt myndir af Koo í fjölmiðlum og sögur af lifnaðar- háttum hennar áttu að hneyksla sauðsvartan almúgann, og gerðu það líka. Þar var hún sögð auvirði- leg nektardansmær sem legði snörur sínar fýrir saklausan prins- inn. Svo fór eins og vitað er að upp úr slitnaði með Andrew prins og Koo Stark og hann giftist síðar Söruh Ferguson, sem nú á í vök aö verjast gegn ágengni blaðamanna sem slá því föstu að hún haldi við bandarískan glaumgosa. En Koo hefur sýnt að henni er ekki fisjað saman og að hún hefur bein í nefinu. Þegar atgangurinn í ljósmyndurunum var sem mestur á Andrewstímanum datt henni það snjallræði í hug að bera sjálf myndavél fyrir andlitið á sér og þykjast smella á þá á móti. Smám saman tókst Koo að hrista af sér blaðamennina að mestu en hitt þykir henni dýrmætara að hún komst upp á lagið með ljósmynd- unina og hefur nú fengið talsverða viðurkenningu fyrir árangurinn. Myndir eftir hana hanga t.d. uppi í The Victoria and Albert Museum og The National Portrait Gallery og nú stendur yfir sýning á mynd- um hennar á Spáni og önnur er í bígerð í London, kannski jafnvel ein enn í New York. En Koo er með fleiri járn í eldin- um. Hún er nú að skrifa bók sem hún nefnir „Survival". Þar segir hún frá hinu og þessu fólki, sumu þekktu og öðru óþekktu, sem komist hefur í hann krappan en lifað af. Sjálf hefur hún lifað af óþægilega lífs- reynslu — og vax- ið af henni. :: Áður var Koo Stark hundelt af Ijós- myndurum. Núna er hún sjálf oftast á bak við myndavélina en erþó fáan- leg til að sitja fyrir ef svo ber undir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.