Tíminn - 06.02.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.02.1992, Blaðsíða 1
 Fimmtudagur 6. febrúar 1992 20. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Líkur er á að niðurstöður úr ozonrannsóknum NASA hafi verið mistúlkaðar. Einnig eru uppi efasemdir um spár um ozoneyðingu. Þór Jakobsson veðurfræðingur: „Efast um að hægt sé að spá fyrir um eyðinguna“ Þór Jakobsson veðurfræðingur segir að hann efíst um að hægt sé að spá fyrir um eyðingu ozonlagsins eins og NASA, geimferðar- stofnun Bandaríkjanna, hefur gert. Þá heldur hann því fram að nið- urstöður NASA hafí verið mistúlkaðar og að líkurnar á því að gat myndist yfír norðurhveli jarðar á næstunni séu ekki miklar, þó að ozonlagið sé vissulega að eyðast. Niðurstöðurnar úr rannsóknum NASA á ozonlaginu voru kynntar sama dag og niðurstöður úr samevr- ópsku rannsóknarverkefninu voru kynntar. „Við teljum að það hafí ver- ið gengið of langt með að spá fyrir um hlut eins og eyðingu ozonlags- ins. Þetta rannsóknarverkefni þeirra NASA-manna er ágætt svo langt sem það nær, en það er miklu viðaminna en evrópska verkefnið. Þeir fá út- komur sem eru nokkum veginn í samræmi við evrópsku útkomurnar, en leggja síðan fram spá um fram- hald, sem við stórefumst um að hægt sé að gera,“ sagði Þór Jakobs- son veðurfræðingur í samtali við Tímann. Þór sagði að sér sýndist að í fréttum af spám NASA væru niðurstöður jafnvel oftúlkaðar. í fréttabréfi NASA er fjallað um 1-2% minnkun á dag á ozoni sem væri mjög slæmt ef það ástand varaði lengi. Það sé hins veg- ar greinilega aðeins verið að fjalla um stutt tímabil um miðjan janúar, sem allar aðstæður hafa verið fyrir hendi til að ozonlagið minnkaði um 1-2% á dag, en ekki um tveggja mánaða viðvarandi ástand sem leiddi til að ozonlagið minnkaði um 30%. Svo virðist því sem niðurstöð- ur NASA hafi verið mistúlkaðar, en í fréttabréfi NASA er hvergi talað um 30% minnkun. „Málið er að til að þetta geti átt sér stað verða að ríkja mjög ákveðnar aðstæður í langan tíma,“ segir Þór Jakobsson veður- fræðingur. Þær ákveðnu aðstæður sem Þór Jakobsson talar um eru sól- arljós og fimbulkuldi auk tilstuðlan- ar klórefna sem verður að vera við- varandi um langan tíma til að 30% minnkunn á ozonlaginu eigi sér stað. Veðurstofa íslands mun í dag senda frá sér tilkynningu í kjölfar fundar sérfræðinga veðurstofunnar um málið. -PS „Til Siggu" eöa eitthvað því um líkt sjá þeir sem sótt hafa Bókamarkað Eymundssonar að undanfömu. Því auk eldri upplaga frá forlögunum og þúsunda erlendra bóka býður Eymundsson nú upp á þúsundir gam- alla og og notaðra bóka af lager fornbókaverslunar sem hætt hefur starfsemi. Tfmamynd Áml Bjama Bókamarkaðir aldrei of margir? Koma aftur og aftur „Það er bara eitt sem segir til um það hvort bókamarkaður er úreltur, þ.e. hvort fólk hættir að versla þar. En það var nákvæmlega sama fyrri- komulagið í fyrra með bókamarkaði forlaganna og Eymundssonar, og það breytti engu fyrir bókamarkað Félags bókaútgefenda. Hann hefur rót- gróna fjögurra áratuga hefð og hefur ávallt gengið vel, þrátt fyrir fjölda annarra markaða samhliða núna á undanfömum árum,“ sagði Jón, Karlsson bókaútgefandi í Iðunni og formaður Félags ísl. bókaútgefenda. Tíminn hafði samband við hann í efna til bókamarkaða í eigin búðum. tilefni auglýsingar Félags bókaút- gefenda sl. helgi um væntanlegan bókamarkað í Kringlunni. „Bíðið eftir mér, það er þess virði.“ Að sögn Jóns er það Penninn sem fengið hefur heimild til að halda hinn hefðbundna markað félagsins. í Félagi ísl. bókaútgefenda séu 40-50 aðilar sem auðvitað keppi innbyrðis. Þeir hafi byrjað fyrir um áratug að Síðan keppi smásalar líka innbyrðis. Eymundsson sé í þeirra hópi og hafi síðustu tvö árin staðið fyrir öðrum tveggja hinna stóru bókamarkaða. Markaður Eymundssonar sé þó stærri að því leyti að þar hafi einnig verið boðið upp á 5 til 10 þúsund er- lenda bókatitla. Og á þann markað Eymundssonar sem nú stendur yfir hafi einnig farið um 40 þúsund gamlar (notaðar) bækur, a.m.k. 4 til 5 þúsund titlar. „Þetta var bara hugsað sem krydd, af því að fólk hefur afskaplega gam- an af því að grúska í þessu,“ segir Jón. Þarna sagði hann um að ræða allan lager fombókasölunnar að Laufásvegi 4, sem Eymundsson hafi keypt. Jón segir bókamarkaðina alltaf mjög vel sótta og heilmikla sölu. Margir komi aftur og aftur, þyki greinilega bæði gott og gaman að vera innan um bækur, þótt þeir kaupi kannski ekki allir mikið. „Það er alveg staðreynd, að almenningur í þessu landi hefur gríðarlegan áhuga á bókum,“ sagði Jón Karls- son. - HEI Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, segist telja að í kröfugerð á hendur ríkisvaldinu eigi verkalýðshreyfingin að setja efst á blað að aðgerðir hennar í heilbrigðismálum verði teknar aftur: Kröfum ASÍ fálega tekið Á fundi ASÍ, VSÍ og VMS í gær lagði ASÍ fram kröfugerð sína. Atvinnurek- endur tóku henni fálega og ítrekuðu fyrri afstöðu um að þeir gætu ekki fall- ist á neinar breytingar sem fælu í sér aukinn kostnað fyrir atvinnulífið. Ás- mundur Stefánsson. forseti ASÍ, segir að fundurinn hafi ekki aukið sér bjartsýni. Innan ASÍ eru uppi raddir um að þvinga ríkisvaldið til að draga breytingar sem það hefur gert á velferðarkerfinu til baka. Ásmundur segir að aðgerðir ríkisstjómarinnar í heilbrigðismálum verði þar efst á blaði. Ákveðið var á fundi samningsaðila í gær að halda annan fund á mánu- daginn þar sem forstjóri Þjóðhags- stofnunar mun gera grein fyrir nýrri þjóðhagsáætlun, en búist er við að í henni verði nokkuð slegið á þá svartsýni sem ríkt hefur um af- komu þjóðarinnar á þessu ári. í kröfiigerð ASÍ er miðað við að samningstíminn verði eitt ár, þ.e. að samningurinn gildi út febrúar á næsta ári. Gert er ráð fyrir að end- urskoðunarákvæði verði iík þeim sem voru í fyrri samningi og hann verði endurskoðaður þrisvar á samningstímabilinu. í kröfugerð- inni er ekki vikið að beinum launa- breytingum, en gert er ráð fyrir að fjalíað verði um þær síðar í samn- ingsgerðinni. Aðrar sameiginlegar kröfúr allra aðildarfélaga ASÍ eru m.a. að des- emberuppbót verði samræmd milli félaga, en í dag fá einstakir hópar inna ASÍ10 þúsund krónur á með- an aðrir fá meira en helmingi meira. Lögð var fram krafa um að orlofsréttur verði aukinn þannig að einn dagur bætist við þegar ákveðn- um aldri eða starfsaldri er náð. Or- lofsdagar geti þannig hæstir orðið 28. Krafist er aukinna réttinda vegna veikinda barna og ættingja. Farið er fram á að fólk megi taka sér frí frá vinnu til að fara til jarðarfara. ASÍ vill að menn haldi áunnum réttindum þegar skipt er um vinnu. Þá er þess krafist að uppsagnar- frestur eldri starfsmanna verði lengdur þannig að starfsmenn sem náð hafa 63 ára aldri og hafa starfað í 10 ár hjá sama atvinnurekenda njóti 6 mánaða uppsagnarfrests. Krafist er að unglingar fái fullt kaup við 16 ára aldur, en verslunar- menn leggja mikla áherslu á þá kröfú. Einnig er krafist breytinga á starfsaldri og matartímum um helgar. Farið er fram á að uppsagn- arfrestur sjómanna verði lengdur, en hann er 7 dagar nú, og að sjó- menn verði ekki látnir taka þátt í kvótakaupum. Ásmundur sagði að viðbrögð for- ystu VSÍ við kröfum ASÍ hefðu ver- ið að endurtaka fyrri svör um að at- vinnurekendur væru ekki tilbúnir til að fallast á neitt sem myndi leiða til kostnaðarauka fyrir þá. Ásmund- ur sagði að á fundinum hefði lítið verið fiallað um einstakar kröfur, a.m.k. hefði enginn liður kröfú- gerðarinnar verið afgreiddur. Ásmundur var spurður hvort hann væri svartsýnni um árangur við- ræðnanna eftir fundinn. Hann svar- aði því til að bjartsýni sín hafi ekki aukist. Innan ASÍ hefur verið rætt um að grípa til aðgerða til að þvinga ríkis- stjómina til að draga til baka sumar breytingar sem gerðar hafa verið á velferðarkerfinu. í þessu sambandi hefur verið minnst á samræmdar aðgerðir með opinberum starfs- mönnum og fleiri samböndum. Raddir um þetta heyrðust t.d. á miðstjómarfundi ASÍ sem var hald- inn síðastliðinn mánudag. Ásmundur sagði vera uppi tvö sjónarmið hjá ASf í þessu máli. Annars vegar að krefiast þess að all- ar aðgerðir ríkisstjómarinnar verði teknar aftur og hins vegar að rétt- ara sé að velja ákveðin atriði og setja málin í forgangsröð. Ásmund- ur sagði að ASÍværi ekki búið að móta afstöðu sína til þessa máls. Ásmundur hefur sjálfúr talað fyrir því að málum verði raðað í for- gangsröð. Hann var spurður hvaða mál hann vildi setja efst á Iistann. „Ég held að það sé enginn vafi á því að heilbrigðismálin eru efst á blaði," svaraði Ásmundur. Ásmundur sagði að í sínum huga væri ekkert vafamál að til að ASÍ nái frarn kröfúm sem það hyggst gera á hendur ríkisvaldinu verði það að beita þrýstingi. Ályktanir og kröfu- gerð dugi ekki ein sér. Ásmundur sagðist ekki eiga von á miklum stuðningi frá vinnuveitendum f þessu máli. „Við höfúm hingað til ekki fengið mikinn stuðning frá at- vinnurekendum þegar um félagsleg málefni er að ræða,“ sagði Ásmund- -EÓ ur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.