Tíminn - 06.02.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.02.1992, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 6. febrúar 1992 Tíminn 3 Starfsmenn á Landakoti mótmæla ákvörðun stjórnar spítalans um að segja upp öllu starfsfólki: Ráðist gegn velferð Fundur starfsmanna á Landakots- spítala, sem haldinn var síðastliðinn laugardag, samþykkti ályktun þar sem 38% niðurskurði á launalið spítalans er harðlega mótmælt. Bent er á að með uppsögnunum sé ekki einungis ráðist á tilverurétt starfs- manna, heldur einnig að öryggi og lífslíkum sjúklinga og aldraðra í þjóðfélaginu öllu. í ályktuninni seg- ir að með aðgerðum af þessu tagi sé ríkisvaldið að ráðast gegn grundvelli velferðarinnar, sem byggður hefur verið upp af almenningi um áratuga skeið. Fundurinn harmaði þá ákvörðun stjómar Landakotsspítala að segja upp öllu starfsfólki, sem þjónað hef- ur spítalanum af trúmennsku, jafn- vel svo áratugum skiptir. Fundar- menn töldu að með þessu sé yfir- stjóm spítalans að gera starfsmenn að leiksoppum örlaganna, í stað þess að leita lausna í samvinnu við starfs- menn. Fundurinn benti á að ólög- mætt sé að segja upp barnshafandi konum eða foreldrum í bamsburð- arleyfi. Orðrétt segir í ályktun fundarins: „Fundurinn skorar á heilbrigðis-, mennta-, og félagsmálaráðherra að taka nú þegar þessa stefnu til endur- skoðunar. „Velferð á varanlegum grunni“ hlýtur að hafa þá merkingu Stéttarfélag verkfræðinga: Þorsteinn heit- ir formaðurinn í frétt, sem birtist á forsíðu Tímans í gær, var nafn formanns Stéttarfé- lags verkfræðinga ranghermt og hann nefndur Þórarinn Sigurjóns- son. Hans rétta nafn er hinsvegar Þorsteinn Sigurjónsson og biður undirritaður blaðamaður Þorstein afsökunar á því. -PS að stoðir velferðarkerfisins verði ekki brotnar, heldur styrktar og efld- ar.“ -EÓ Fulltrúarnir 90, sem sóttu fund forystumanna Landsbjargar um helgina. Reykjavíkurdeild Norræna félagsins og Norræna húsið: Ráðstefna um framtíð norrænnar samvinnu Reykjavíkurdeild Norræna félags- ins og Norræna hússins standa á laugardaginn, 8. febrúar, fyrir ráð- stefnu um framtíð norrænnar sam- vinnu í Norræna húsinu. Fyrirlesar- ar á ráðstefnunni eru sjö talsins, bæði íslenskir og erlendir. Meðal er- lendra fyrirlesara eru Anita Hugau, staðgengill samstarfsráðherra Norð- urlanda í Danmörku, en hún er lög- fræðingur að mennt og hefur starfað við utanríkisþjónustuna í í tæp 20 ár. Þá flytur Inger Jagerhom, blaða- maður hjá Dagens Nyheter í Stokk- hólmi, fyrirlestur. Hún er hagfræð- ingur og hefur Iengst af fengist við Tannverndardagur 1992 er á morgun: Tannverndardagur Föstudagurinn 7. febrúar n.k. verð- ur opinber tannvemdardagur sem haldinn er árlega. Það er Tánnvernd- arráð, sem starfar á vegum heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- is, sem stendur fyrir deginum. Að þessu sinni verður lögð áhersla á ábyrgð foreldra og uppalenda og því hefur svokallað „vinnuþema" verið ákveðið: „Tennur bama — okkar ábyrgð". Þegar hefur verið sent fræðsluefni til skóla landsins og þeim tilmælum verið beint til skóla- stjóra, kennara og heilsugæslufólks, að á tannverndardaginn eða ein- hvem annan dag, sem betur hentar, verði fjallað um tannvemd í skólun- um. Aðstoðarfólk tannlækna, tannfræð- ingar og nemendur á námsbraut fyr- ir aðstoðarfólk tannlækna mun verða í stórmörkuðum í Reykjavík á föstudag og laugardag, þar sem upp- lýsingar og leiðbeiningar um tann- vernd verða veittar. Að auki hefur verið skipulögð fræðsla á Akureyri. -PS blaða- og útgáfumál. Hún hefur starfað fyrir Norðurlandaráð og Nor- ræna fjárfesti ngarbankann. Aðrir fyrirlesarar em Sverre Jervall frá norska utanríkisráðuneytinu, Jón Júlíusson staðgengill samstarfsráð- herra Norðurlanda, Haraldur Ólafs- son formaður Norræna félagsins á íslandi, Matthías Á. Mathiesen fúll- trúi í nefnd forsætisráðherra Norð- urlanda um endurskoðun norrænn- ar samvinnu, og Guðrún Helgadótt- ir, alþingismaður og fuiltrúi á Norð- urlandaráðsþingum um margra ára skeið. Á ráðstefnunni verður fjallað um marga fleti á norrænni samvinnu, m.a. í ljósi breytinga í Evrópu og nýrrar stöðu Eystrasaltsríkjanna. Ráðstefnan er öllum opin án endur- gjalds og hefst klukkan 13.30 í Nor- ræna húsinu. -PS Aídarafmæli Stýri- mannaskólans: m. w sjomanna- menntun Laugardaginn 15. febrúsur stend- or Stýrimannaskólinn fyrir mál- þlngl um stöðu og framtíð »jó- mannamenntunar i ísUndL Mál- þingiö erhaldið ÍUlefniaf aldaraf- mæli skólans, en það var á síðasta íri. Vár afmsHslns minnst með ýmsum hætti og var eitt þetrra at- riða að skólinn hefði frumkvæði að málþingi um menntunarmál anum hafa unnið að i og ílytja erindi á trúar frá Vélskóla Islands, Fisk- vinnsluskólanum, Sfysavama- skóla sjómanna, Hótel- og veit- ingaskðlanum, menntamálaráðu- neyti, Slgiingamáiastofaun, Sambandi íslcuskra kaupskipaút- gerðMfpai>ffl*v^^FarmaniM- og stjórafélagi íslands og fuiitrúar nemenda. Málþingið verðnr haldlö I Boig- artúnl 6 og hefst kiokkan 9.00 og HUSNÆÐISNEFND REYKJAVIKUR Suðurlandsbraut 30 - 108 Reykjavík Sími 681240 - Fax 679640 UMSÓKNIR Húsnæðisnefnd Reykjavíkur óskar eftir umsóknum um kaup á 122 nýjum og 90 eldri félagslegum eignaríbúðum, sem koma til afhendingar fram á haus- tið 1993. Ennfremur er óskað eftir umsóknum um 20 nýjar félagslegar kaup- leiguíbúðir, sem afhentar verða á sama tíma. Um ráðstöfun, verð og greiðsluskilmála þessara íbúða gilda lög nr. 86/1988 með áorðnum breytingum. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu Húsnæðisnefndar Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 30 og verða þar einnig veittar allar almennar upplýsingar. Skrifstofan er opin mánudaga-föstudaga kl. 9-12 og 13-16. Umsóknum skal skila eigi síðar en 6. mars nk. Ennfremur er auglýst eftir umsóknum um 7 fjögurra herbergja og 5 tveggja herbergja íbúðir í Veghúsum 31. Umsóknarfrestur um þessar íbúðir rennur út 21. febrúar nk. og verður íbúðunum úthlutað í byrjun mars og þær afhent- ar kaupendum. HÚSNÆÐISNEFND REYKJAVÍKUR Tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar í kvöld: Julie Kennard syngur einsöng í kvöld, fimmtudaginn 6. febrúar, verða tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Háskólabíói og hefjast þeir klukkan 20. Á efnis- skránni verða tvö verk, sinfónía nr. 2 eftir John Speight, en hann er fæddur á Englandi og settist að hér á landi árið 1972. Hitt verkið er Myndir á sýningu, eftir Mússorg- skíj. Einsöngvari á tónleikunum verður sópransöngkonan Julie Kennard og hljómsveitarstjóri Petri Sakari, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands. Julie Kennard er frá Suður-Wales á Bretlandi og lauk prófi frá Há- skólanum í Southampton. Hún syngur verk gamalla og nýrra höf- unda, allt frá Monteverdi til höf- unda vorra daga, og tekur oft þátt í frumflutningi verka. Hún hefur hlotið sérstakar vinsældir fyrir túlkun á rómantískri tónlist, en söngskrá hennar er löng og hún hefur sungið flest sópranhlutverk óperutónbókmenntanna. Landsbjörg: Björgunarmenn fata sig upp Síðastliðna helgi var haldinn fúnd- ur forystumanna Landsbjargar, landssambands björgunarsveita. Fundurinn var fjölmennur og var haldinn á Hótel Lind í Reykjavík. Alls sóttu fundinn um 90 fulltrúar alls staðar að af Iandinu og voru til umfjöllunar ýmis hagsmuna- og skipulagsmál Landsbjargar. Sam- þykktar voru tillögur um hlífðar- og einkennisfatnað fyrir sveitimar og var ákveðið að láta sauma fatnaðinn innanlands, til þess að styrkja ís- lenskan iðnað. -PS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.