Tíminn - 06.02.1992, Qupperneq 9

Tíminn - 06.02.1992, Qupperneq 9
Fimmtudagur 6. febrúar 1992 Tíminn 9 Niget Havers féll strax fyrir Polly og réö ekki viö sig fyrr en þau voru búin aö ná saman. Breskur almenn- ingur lét sér ekki á sama standa. > u*4' . í tii. JflMI Skilnaöir beggja komu róti á huga almennings í Englandi: Polly og Nigel Havers fá nú frið! Nú er orðið tiltölulega hljótt um hjónin Polly og Nigel Havers í Eng- landi, en þannig var það ekki fyrir nokkrum árum. Nigel er vinsæll Ieikari og þar af leiðandi allra manna eign. Aðdáend- ur hans urðu þess vegna fyrir áfalli, og öfundarmenn hans glöddust, þeg- ar fféttist að hann, giftur maðurinn og fjölskyldufaðirinn, hafði faliið svo gersamlega kylliflatur fyrir fyrirsæt- unni Polly, sem reyndar lfka var gift á þeim tíma, að þeim voru allar aðr- ar bjargir bannaðar en að yfirgefa fjölskyldur sínar og stofna sitt eigið heimili. Ástarævintýrið þeirra og skilnaðir voru umfjöllunarefni fjölmiðla um langt skeið og voru flestir ófeimnir að leggja dóm sinn á framferðið, sér- staklega framferði Nigels, sem var sakaður um illt innræti og dusil- mennsku. En ekkert fékk haggað ástfangna parinu. Nú hefur öldumar loks lægt, þau giftu sig fyrir tveim árum, og þá er Nigel spurður hvort ekki hafi verið erfitt að særa fyrri konuna og bömin með þvf að hlaupa svona frá þeim, og það undir opinberu eftirliti almenn- ings. Jú, víst var það erfitt," segir hann. „En það var ekki um annað að ræða. Að ég varð ástfanginn af PoIIy er bara eitt af þvf sem kemur fyrir fólk og var ekki viðráðanlegt," segir hann. Polly er systir Simons Williams, sem vann með Nigel Havers að sjón- varpsþáttunum „Don’t Wait Up“. Simon kynnti þau einn góðan veður- dag fyrir sjö til átta árum, og þau hafa orðið að ganga f gegnum margt síðan, en nú eru þau nýflutt á gaml- an bæ úti í sveit og eru að koma sér þar fyrir. Þar verður framtíðarheim- ili þeirra og tveggja sona Polly. Dótt- ir Nigels býr hjá móður sinni, sem fluttist til Spánar. Alltaf má fá annað skip Heimspressan var sett á fulla ferð, þegar leikarasonurinn og smáleik- arinn Kiefer Sutherland og leik- í spagli Timans konan Julia Roberts hétu hvort öðru eiginorði í fyrra. Aftur var kýlt í, þegar þau skildu fyrir hálfu ári og fylgdist heims- byggðin þrumu lostin með þeim átakanlega aðskilnaði. Nú, að sex mánuðum liðnum, eru þau bæði búin að ná sér og trúlof- uð á nýjan leik, en ekki hvort öðru. Lisa Stoppard, sýningarstúlka, hefur heitið Kiefer eiginorði og er hann afskaplega glaður yfir því og ekki síður pabbi gamli, leikarinn Donald Sutherland, sem hér leggur bless- un sína yfir ráðahag- inn. Heimild f spegli Tímans segir að Jason Patric sé elskhugi Juliu Roberts og það gæti þýtt að hann sé tilvonandi sambýlis- maður. Á myndinni, sem hér fylgir, eru þau að fara á bíó, meira að segja frum- sýningu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.