Tíminn - 06.02.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.02.1992, Blaðsíða 4
4 Tfminn Fimmtudagur 6. febrúar 1992 Tíminn HÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Sími: 686300. Augiýsingaslml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Þungarokkaramir og dansinn í Hmna Tíminn hefur bent á það í forustugreinum sínum nú undanfarið að niðurskurðaráform ríkisstjórn- arinnar séu með þeim hætti að litlar líkur séu á að hún ráði við framvindu mála. Allt ríkiskerfíð er haft undir í flötum niðurskurði, auk sérmála sem eru logandi eldfim og erfið og nægir að nefna heil- brigðismálin. Leiðarahöfundar Alþýðublaðsins og Morgun- blaðsins hafa greinilega miklar áhyggjur af fram- vindunni. Þær hafa birst í forustugreinum þessara blaða síðustu daga. Hin hörðu viðbrögð fólks við niðurskurðinum í heilbrigðiskerfmu valda hér mestu um. Alþýðublaðið lætur meðal annars í Ijós þá skoð- un að nær hefði verið að taka á skattsvikum í þjóð- félaginu, heldur en ganga svo hart fram í niður- skurði velferðarkerfisins. Hér skal tekið undir þessa skoðun. Hins vegar er fróðlegt í þessu sam- bandi að athuga hvaða möguleikar eru á því að taka verulega á í þessu efni. Til þess að fara yfir skattaframtöl einstaklinga og fyrirtækja rekur ríkisvaldið skattstofur um land allt. Þessar stofnanir hafa átt fullt í fangi með það á undanförnum árum að komast yfir þau verkefni sem þeim eru ætluð. Nú er svo um hnútana búið að skattstofurnar verða að skera niður launakostn- að eins og aðrar ríkisstofnanir. Það er þáttur í flata niðurskurðinum sem samþykktur var af meiri- hluta Alþingis við gerð fjárlaga. Það er ótrúlegt við þessar aðstæður að stórátak verði gert í því að upp- ræta skattsvik í þjóðfélaginu, nema þá að skattstof- unum verði úthlutað vænum fúlgum af því fé sem á að skila aftur til stofnananna, og þá á kostnað annarra. Ekkert átak verður gert í að uppræta skattsvik í þjóðfélaginu, nema efla skattstofurnar. Þessi stað- reynd vefst fyrir ráðamönnum. Þetta dæmi er aðeins til viðbótar við mörg önn- ur sem sýna hvað áform ríkisstjórnarinnar um flata niðurskurðinn eru í raun vonlaus og að eitt rekur sig á annars horn í áformum hennar. Hins vegar gerir Alþýðublaðið yfirbót í forustu- grein sinni í gær, og gerist nú leiðarahöfundur skáldlegur og líkir ríkisstjórninni við „big band“ með sjálfstætt lagaval. Allir séu að vísu að hverfa af dansgólfinu, en það standi til bóta, því hinn hægi vals fyrrverandi ríkisstjórna muni gleymast og þungarokk núverandi ríkisstjórnar komast í tfsku. Við þessa samlíkingu verður leiðarahöfundi Tímans hugsað til þjóðsögunnar um þann dans sem frægastur var fyrr á tíð, en það var dansinn í Hruna. Það er ljóst á viðbrögðum þjóðarinnar nú við gerðum ríkisstjórnarinnar að þjóðin ætlar sér ekki að dansa Hrunadans eftir þungarokki hennar, né fara að dæmi stúlkunnar sem sagði: „Einn hring enn, móðir mín“, og sökk með kirkjunni á næsta andartaki. Jt fyrir ofvirknina Rukkað Enginn þarf að ganga að því grufl- andi að landlæg framkvæmdagleði og oftnat á þörfum framtíðar veldur því að raforkuframleiðsla er langt umfram þarfir og orkuver hlaða upp kostnaðarskuldum, enda eru afköst þeirra langt undir getu. Landsvirkjun hefur löngum ver- ið hátt yfir alla gagnrýni hafin og verið leidd af yfirnáttúrlegri forsjón frá einum virkjunarstaðnum á ann- an, og hefur fé aldrei skort til mannvirkjagerðar þegar guðfeður raforkunnar hafa Iostið jarðlögin og vatnsföllin töfrasprota sínum og sagt: Verði orka. Orkuspár reynast fremur hugar- fóstur en forsagnir um raunveru- lega þörf fyrir rafmagn. Einhverj- um mátulega spámannlega vöxn- um tæknikrötum finnst upplagt að ótilgreind erlend fyrirtæki setji upp orkufrekan iðnað á íslandi, og ódýr orka og billegt vinnuafl er sett á uppboð úti í heimi. Þó ekki fyrr en búið er að virkja og hengja þar með myllustein um hálsinn á sjálfum sér. Formúla taðkvarnarinnar Næsta skref er að upp hefst mik- ill darraðardans um hvar eigi að setja orkufreka iðnaðinn niður, og kemur þá í ljós að bræðumir á Bakka eiga sér sveitfesti svo miklu víðar en í Fljótum og heimta allir ættarlaukamir að verksmiðja verði sett niður í hlaðið hjá sér. Enginn vill eiga miklar fjárfest- ingar undir svona fólki og raforkan selst ekki. Verktakar heimta fleiri virkjanir til að halda vélum sínum gangandi, en fá ekki annað að gera en að byggja glæsihótel uppi á reginfjöll- um, samkvæmt hinni fornu speki að betra sé illt að gera en ekki neitt. Þegar landið er orðið orkuvætt sér til óbóta og línulagnir komnar hringinn í kring, á að fara að leggja Ifnur langsum yfir hálendið; og svo verða þær lagðar þversum, svo allt verði nú í stíl eins og í vísunni góðu um taðkvömina, Fyrst er spýta, svo er spýta o.s.frv. Lokið og sparið Þar sem hin almáttka Landsvirkj- un ofvirkjar ekki — að minnsta kosti skal það aldrei viðurkennt — er ekki um annað að ræða en selja orkuna á kostnaöarverði og sjá Raf- magnsveitur ríkisins um það. Þær kaupa orkuna dýmm dóm- um og endurselja til neytenda, sem verða að borga ofvirknina. Það er svo einfalt að hækka orkureikning- ana til að endar orkusölufyrirtækj- anna nái saman. Núna er allt í einu tími til kom- inn að fara að spara í orkugeiran- um og draga saman. Landsvirkjun ætlar að spara einhver ósköp með því að skrúfa fyrir Kröflu í sex mánuði. Starfsmenn í Kröflu segja það skrýtinn spamað, þar sem hið eina, sem hægt eru að draga úr í spam- aðarskyni, sé að hætta við að bora fleiri holur til að ná enn meiri orku sem engin þörf er fyrir. Sama heimild segir fullum fetum að nú eigi að stöðva Búrfellsvirkjun til að setja í hana nýjan rándýran búnað til að framleiða rafmagn, sem enginn veit hver á að kaupa. Maður hlýtur að bíða spenntur eftir fleiri yfirlýsingum starfs- manna orkufyrirtækjanna um ráðs- lag á þeim bæjum. Sláturtíð gullgæsa Það þarf enga sérþekkingu til að sjá að orkuframleiðslan er langt framyfir þarfir og að það er fráleitt að tiltölulega Iítill heimamarkaður standi undir allri ofvirkninni. Raforkuver er jafndýrt, hvort sem það framleiðir orku eða ekki, og vatnsorkan kostar ekki neitt, eftir að búið er að virkja. Því er ekkert sparað með því að draga úr orku- framleiðslu. Hins vegar er hægt að draga úr kostnaði við orkuverin með því að hækka orkuverðið til neytenda. En það er fráleitt fýrir einokunar- fyrirtæki í eigu þjóðarinnar að slátra einu gullgæsinni, sem eitt- hvað gefúr af sér, en það er þjóðin sjálf og fyrirtæki hennar. Þar sem umframorkan er miklu meiri en nóg og kostar nánast ekki neitt, eftir að búið er að byggja virkjanir og dreifingarkerfi, má vel hyggja að því hvernig orkan kemur að bestum notum, þótt bókfærður gróði Landsvirkjunar og RARIK lendi í útgjaldadálki. Samkeppnin Hægt er að lækka raforkukostn- að til húsahitunar verulega þar sem jarðvarma nýtur ekki. Núna er ís- lenska offramboðsorkan ekki sam- keppnisfær við innflutta olíu, þrátt fyrir mikinn dreifingarkostnað hennar. Atvinnustarfsemi margs konar er mjög háð orkunotkun. Ótal dæmi eru um að fyrirtæki noti olíu eða gas fremur en rafmagn, vegna þess hve miklu ódýrara það er. Brauð- gerðir og veitingahús eru þama á meðal, mörg smærri fyrirtæki og gott ef ekki fiskimjölsverksmiðjur og jafnvel sementsframleiðslan. Orkan, sem Landsvirkjun og RA- RIK ætla að framleiða og dreifa fyr- ir útlendinga, ef þeir láta svo Iítið að þiggja, er ekki samkeppnisfær við innflutta orku á íslenskum markaði. Eftir því sem framleiðslu- geta orkufyrirtækjanna er aukin, fækkar þeim íslensku aðilum óðfluga sem geta risið und- ir að borga rafmagnsreikningana. Nýgræðingur kæfður ísland er langt norðan marka þess svæðis þar sem ylrækt er stunduð í heiminum. Sú ræktun byggist auðvitað á nýtingu jarð- varma og hve ódýr hann er. Síðustu árin hefur nýting gróð- urhúsanna aukist um nær helm- ing, vegna þess að farið er að lýsa þau upp með þar til gerðum ljós- tækjum. Það er ekki aðeins að ylræktar- menn bjóði kulda og illviðrum byrginn, heldur líka skammdeginu. Með samnýtingu jarðvarma og raf- magns er hægt að hafa eilíft vor í gróðurhúsum og eru miklar vonir bundnar við ræktun nytjaplantna við slík skilyrði. Þennan nýgræðing í íslensku at- vinnulífi, sem er að sigrast á sjálf- um vetrinum, er gráðug krumla raforkusölumanna að kæfa í fæð- ingunni. Raforkan til ylræktarfyrirtækj- anna er seld á slíku verði að þau rísa ekki undir því að auka og bæta framleiðslu sína. Þeim er sagt að keppa við erlend- ar gróðurstöðvar, sem fá orku á mun lægra verði og alls kyns ríkis- styrki ofan í kaupið. Það er kölluð frjáls samkeppni og gróðurhúsabændum sagt að standa sig í henni. Ofvirknin í rafvæðingu verður til þess að drepa niður íslenskt at- vinnulíf og ryðja erlendum keppi- nautum braut inn á íslenska mark- aði, vegna þess að til er ætlast að ís- lenskir orkunotendur borgi fyrir allar yfirsjónir tæknikratanna, sem ekki kunna sér læti við að koma peningum þjóðarinnar í lóg. Orkan er til að nota hana, en ekki til þess eins að kreista peninga út úr fjárvana fyrirtækjum, eins og rukk- urum RARIK er uppálagt OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.