Tíminn - 06.02.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.02.1992, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 6. febrúar 1992 Tíminn 5 Amerísk stjómvöld vilja gera sjúkrahúsin ábyrgari vegna Medicare Heilbrigðiskerfíð í Bandaríkjunum mæt- ir sívaxandi gagnrýni, þykir bæði lélegt og dýrt. Þar leita nú stjómvöld nýrra leiða, eins og víðar, til að beina frá gal- tómum ríkiskassa auknum kostnaði vegna eldri sjúklinga, sem njóta aðstoðar gegnum opinbert tryggingakerfí vegna sjúkdóma og nefnist Medicare. Yfírvöld- in hafa augastað á sjúkrahúsum sem ábyrgum millilið. an sjúkrahúsanna og áður sendu sjúklingunum eða Medicare reikningana, eiga nú að leggja þá fram við sjúkrahúsið. Samkvæmt reglunum geta yfirvöld lagt allt að tvö þúsund dollara sekt á vörusal- ann eða sjúkrahúsið, ef seljandinn leggur ranglega reikning sinn fyr- ir Medicare eða ef starfsmaður sjúkrahúss vísar sjúklingi á göngudeild sem hefur engan samning við sjúkrahúsið. Það voru dr. Wilensky og Richard P. Kusserow, aðaleftirlitsmaður hjá heilbrigðis- og félagsmála- ráðuneytinu, sem undirbjuggu nýju reglugerðina. Aðaleftirlits- Sneiðmyndatökur eru meöal þeirra atriða I þjónustu við eldrí sjúk- linga, sem Bush-stjórnin vill láta sjúkrahúsin bera fjárhagslega ábyrgð á. Nú á að gera sjúkrahús f Bandarlkjunum eingöngu ábyrg fyrir reikningum til Medicare fyrir þjónustu við aldraða eftir að sjúkrahúsdvöl lýkur. Yfirmönnum sjúkrahúsa llst ekki vel á þaö. Stjóm Bush Bandaríkjaforseta ætlar að gera tilraun til að draga úr óþarfri heilsuþjónustu og hafa hemil á kostnaði og hefur lagt fram tillögur f þeim efnum. Þar er ætlunin að fara fram á að sjúkra- húsin taki að sér stórt hlutverk við að skipuleggja og senda reikninga fyrir þjónustu sem fellur undir Medicare (sjúkratryggingakerfi aldraðra á kostnað ríkisins), jafn- vel þegar þjónustan er veitt utan sjúkrahúsa. TVúnaðarminnisblaði, þar sem saman voru dregnar nýjar reglur sem yfirvöld ætla fljótlega að senda frá sér, hefur verið dreift í heil- brigðis- og félagsmálaráðuneyt- inu. Þar segir að samkvæmt regl- unum verði þess krafist að sjúkra- hús taki að sér „fjárhagslega ábyrgð" á mörgum þeim lækn- ingavamingi og þjónustu, sem eldra fólk nýtur á göngudeildum að lokinni sjúkrahússvist. Inni í þessu er falið alls kyns rannsóknir, auk hjálpartækja aílt frá gervilim- um til hjólastóla. Betri þjónusta við eldri sjúklinga — minni kostnaður? Heilbrigðisyfirvöld segja að þess- ar breytingar muni hafa í för með sér betur samræmda þjónustu við eldra fólk gegn minni kostnaði. En þessar nýju reglur gætu líka haft í för með sér að frelsi hinna 34 milljóna styrkþega Medicare til að velja hvar þeir fara á göngu- deild, skerðist. Stjórnendur sjúkrahúsa láta í ljós ótta við breytingarnar og líta á þær sem kostnaðarsama viðbót á rekstur sjúkrahúsa, fyrirskipaða af yfirvöldum. Nýju reglurnar endurspegla þá stefnu stjórnvalda, sem studd er af þinginu, að safna þjónustu Medic- are á einn stað, í eitt „knippi", og greiða fyrir hana í einu lagi hve- nær sem mögulegt er. Embættis- menn Medicare segja að þær verði gagnlegar við að hafa eftirlit með kostnaði við heilsuþjónustuna, þar sem sjúkrahús muni semja um lækkað verð gegn því að fallast á að senda sjúklinga sína til ákveð- inna seljenda og göngudeilda. Yf- irmenn sjúkrahúsa hafa áhyggjur af því að slíkt fyrirkomulag kunni að verða álitið andsnúið sam- keppni eða litið á það sem nokkurs konar mútur eða greiðslur undir borðið.. Embættismenn í heilbrigðis- ráðuneytinu segja að stefnubreyt- inguna megi gera með reglugerð án þess að sett verði ný lög. Þeir hafa þegar endurskoðað leiðarvís- inn um Medicare fyrir sjúkrahús þannig að hann túlki nýju stefn- una. Röksemdir boðbera nýju reglnanna Alríkisyfirmaður fjármálastjórn- ar heilsugæslunnar, Gail R. Wi- lensky, hefur útskýrt grundvallar- viðhorf sín á eftirfarandi hátt: Ég vil bunka saman þjónustunni í „knippi" og stefna í átt frá „sér- matseðils greiðslu-fyrir-þjónustu lækningar". Hún segir að núver- andi kerfi, þar sem læknar og heilsugæslustöðvar fá greitt sér- staklega fyrir hverja þá viðbótar- þjónustu sem veitt er, sé þeim fjár- hagslegur hvati til að leggja fram þjónustu sem ekki er þörf á. Dr. Wilensky hefur sagt í viðtali að lokareglurnar, sem ganga í gildi í vor, gætu Iétt undir með tryggingarþegum með því að lækka upphæðirnar sem þeir greiða fyrir þjónustuna á göngu- deildum. í reglunum segir að tryggingarþegar „verði ekki eins oft að greiða of háar greiðslur" af þeim upphæðum sem Medicare viðurkennir sem sanngjarnar. Þeir, sem selja lækningavörur ut- maðurinn vildi leggja sektir á hvem þann sem brýtur nýju regl- urnar eða leggur fram ósanna eða ranga kröfu. I minnispunktunum þar sem reglumar eru dregnar saman, segja höfundarnir dr. Wilensky og Kusserow: Þess yrði krafist að sjúkrahús tækju á sig fjárhagslega ábyrgð á öllum hlutum og þjón- ustu sem göngudeildarsjúklingar þeirra hljóta hjá utansjúkrahúss- heild, og það yrði bannað að stunda að skilja þessa þjónustu að úr „knippinu". Röksemdir andstæðinga Yfirmenn sjúkrahúsa segja að ef þeir fylgi nýju reglunum, eigi þeir á hættu að brjóta lög um bann við auðhringamyndun, þar sem þeir verði að vísa sjúklingum til ákveð- inna seljenda. Hæstaréttardóm- stóll í Atlanta felldi þann úrskurð í desember 1990 að spítali fremdi ólöglegar „andsamkeppnisaðgerð- ir“ með því að vísa mörgum sjúk- linga sinna til lækningavörusölu sem sjúkrahúsið hafði sjálft fjár- fest í. Yfirmenn sjúkrahúsa og læknar óttast líka að þeir kunni að verða sakaðir um að brjóta lög Medicare gegn greiðslum undir borðið. Skv. Medicare-lögunum er það glæp- samlegt athæfi að fara fram á eða þiggja þóknun sem endurgjald fyrir að vísa Medicare-sjúklingum til sérstakrar heilsugæsluþjón- ustu eða panta vörur og þjónustu frá ákveðnu fyrirtæki. Því sem næst öll sjúkrahús vísa einhverjum sjúklinga sinna annað til sérhæfðrar meðferðar. Ef, svo dæmi sé tekið, roskinn maður dettur, merst á höfði og fær síðan óskýra sjón, kann hann að verða sendur á slysavarðstofu á sjúkra- húsi í nágrenninu. Eftir að lækn- irinn þar hefur skoðað hann, kann hann að senda sjúklinginn til sér- fræðings í geislafræði í sneið- myndatöku til að kanna hvort blóð eða annar vökvi kunni að hafa safnast saman undir höfuðskel- inni. Eins og mál standa núna, er regl- an sú að geislunarlæknirinn send- ir reikninginn til sjúkrahússins og það krefst síðan endurgreiðslu frá Medicare skv. gjaldskrá. Ef endur- greiðsla Medicare væri tilfinnan- lega lægri en reikningurinn, væri hægt að neyða spítalann til að taka á sig mismuninn. Sparast engir peningar? f inngangi að nýju reglunum við- urkenna stjómvöld að „mögulegt sé að sjúkrahúsum verði ókleift að fá aftur að fullu greiddan aukinn kostnað, sem þau verða fyrir vegna sameiningarkostnaðar göngu- deildarþjónustu". En hvað varðar flest sjúkrahús, segir þar, ætti kostnaðaraukningin ekki að skipta máli. Yfirmaður stjórnunarmála hjá Sambandi bandarískra spítala seg- ir: „Spítalinn tekur fjárhagslega áhættu, hver svo sem krafa utan- aðkomandi seljanda er fyrir þjón- ustu við Medicare-sjúkling. Kröf- umar takmarkast ekki af því hvað Medicare er fúst til að greiða sjúkrahúsinu." Og yfirmaður 206 rúma sjúkra- húss í Pennsylvania talaði fyrir munn margra sjúkrahússyfir- manna og lækna þegar hún sagðist álíta að Medicare myndi enga pen- inga spara. „Það verður bara enn eitt nýtt lag af reikningum til við- bótar þeim sem fyrir eru,“ sagði hún. Stjómvöld segja að nýju reglum- ar „eigi eftir að valda einhverri aukíningu á vinnu við reikninga- gerð á sjúkrahúsunum, þar sem þau verði að taka á sig fjárhagslega ábyrgð vegna þeirra tegunda þjón- ustu sem utanaðkomandi seljend- ur lögðu fram reikninga fyrir áður. En, bæta þau við, „við álítum að flestum sjúkrahúsum þyki ekki kröfúrnar óhóflega þungbærar". Stéttarfélög, sem em fulltrúar starfsfólks því sem næst allra 5.500 sjúkrahúsa landsins, mótmæla nýju reglunum. Stór hluti þeirra hefur ritað dr. Wilensky bréf þar sem segir að nýju reglumar „myndu gera sjúkrahús fjárhags- lega ábyrg fyrir þjónustu, sem þau bjóða ekki upp á, og fyrir kostnaði, sem þau hafa ekki stjóm á“. Ákvörðunin um hvert eigi að senda sjúklinga er tekin af læknum, ekki aí stjómendum spítala, og spítal- amir fylgjast ekkert með hvert sjúklingar, sem búa ekki við neitt eftirlit skv. nýju reglunum, fara eftir að þeir em útskrifaðir af sjúkrahúsunum, segir í bréfinu. Stjómvöld vísa þessum mótbár- um á bug. Þau segja að sjúkrahús- in hafi „stjórn í þeim mæli sem þörf sé á“, vegna þess að þau geta krafist þess að læknar, sem fara fram á aðgang að sjúkrahúsum, fari eftir reglum sjúkrahússins þegar sjúklingum er vísað til ákveðinna seljenda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.