Tíminn - 06.02.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.02.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 6 febrúar 1992 Reglugerð forsætisráðherra um Byggðastofnun er ekki eins beitt og hann hafði boðað: Byggðastofnun bannað að kaupa hlutabréf Forsætisráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um Byggðastofnun. í reglugerðinni er stofnuninni bannað að gerast hluthafi f fyrirtækj- um og sett eru viss skilyrði fyrir Iánveitingum stofnunarinnar. í reglugerðinni er ekki gengið jafnlangt í því að skerða verksvið Byggðastofnunar og forsætisráðherra hafði áður boðað. Matthías Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar, segir að tillit hafi verið tekið til ábendinga stjórnar stofnunarinnar. þessu húsi í Grafarvogi verður nýja heilsugæslustöðin. Tfmamynd Áml Bjama Gleðitíðindi fýrir Grafarvogsbúa: Ný heilsugæslustöö Bygginganefnd heilsugæslustöðva í Reykjavík vinnur nú að undirbúningi á opn- un tveggja heilsugæslustöðva í Reykjavík, í Grafarvogi og í Mjódd. Er gert ráð fyr- ir að heilsugæslustöðin í Grafarvogi verði opnuð 1. maí og að í ágúst verði flutt inn í Mjóddinni. Ekki er enn vitað til um hver kostnaður af verkinu verður, en að sögn Ingibjargar R. Magnúsdóttur, formanns byggingaraefndar, er gert ráð fyrir um 50 mil|jónum á árinu til bygginga heilsugæslustöðva í Reykjavík. Skömmu eftir að Davíð Oddsson settist í stól forsætisráðherra sagði hann að stjórn Byggðastofnunar hefði farið út fyrir verksvið sitt og réttast væri að svipta stofnunina fjárráðum. Hún ætti eingöngu að sinna áætlanagerð og upplýsinga- söfnun um byggðamál. Hann ítrek- aði þessa skoðun sína í umræðum um byggðamál sem fram fóru síðast- liðið haust. í reglugerðinni sem Davíð gaf út í gær er ekki gengið eins langt og hann hafði boðað. Fallið er frá hug- myndum um að svipta Byggðastofn- un fjárráðum. Matthías Bjarnason sagði að tekið hafi verið tillit til ábendinga stjórnar stofnunarinnar. Reglugerðardrögum hafi verið breytt. í reglugerðinni segir að Byggða- stofnun skuli gera stefnumótandi áætlanir í byggðamálum, er komi til samþykktar Alþingis í formi þings- ályktunartillögu og endurskoðist á tveggja ára fresti. Byggðastofnun á jafnframt að gera svæðisbundnar áætlanir í samráði við ráðuneyti, sveitarfélög, atvinnuþróunarfélög og aðra aðila sem málið varðar. Þetta er mjög í samræmi við lög um Byggðastofnun sem Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætis- ráðherra, fékk samþykkt í fyrra. Lán eða annar fjárhagslegur stuðn- ingur sem Byggðastofnun veitir eiga vera í samræmi við byggðaáætlan- imar. Við afgreiðslu lána, ábyrgða, óafturkræfra framlaga og annarra ákvarðana á stjórn Byggðastofnunar að gæta jafnræðis milli aðila sem eru í sömu eða sambærilegri stöðu. Þess á sérstaklega að gæta að fyrir- greiðsla stofnunarinnar til fyrir- tækja raski ekki samkeppnisstöðu annarra fyrirtækja á landsbyggð- inni. Þá á fjárhagsleg aðstoð Byggðastofnunar að miðast við að stofnunin sé ekki sjálf beinn þátttak- andi í atvinnurekstri, en stjórn hennar er heimilt að ákveða að taka þátt í fjárfestingar- eða þróunarfé- lögum, þ.m.t. atvinnuþróunarfélög- um. í 23. grein reglugerðarinnar segir að Byggðastofnun skuli varðveita raungildi eigin fjár síns. Eignir og tekjur Byggðastofnunar skulu hverju sinni hrökkva til að greiða fjárskuldbindingar hennar. Útgjöld, að meðtöldum framlögum á afskrift- arreikning vegna áhættu í lánveit- ingum, ábyrgðum og hlutafjárþátt- töku, skulu takmarkast við þau framlög sem hún fær í fjárlögum hverju sinni að viðbættri þeirri ávöxtun sem hún hefur af fjármun- um sínum og öðmm tekjum ef ein- hverjar em. Matthías sagði að Byggðastofnun hafi hingað til reynt að forðast að leggja hlutafé í fyrirtæki. Það væri umdeilanlegt hvort stofnun eins og Byggðastofnun ætti að gera slíkt. Stofnunin reyndi ætíð að losna sem fyrst við þau hlutabréf sem hún eignaðist. Öll hlutabréf sem stofn- unin ætti í dag væm til sölu. Stofn- unin myndi hins vegar ekki selja þau nema viðunandi verð fengist. Matt- hías sagði að hlutabréf Hlutafjár- sjóðs væm sérmál, en sjóðurinn hefði verið stofnaður með pólitískri aðgerð, en ekki að frumkvæði Byggðastofnunar. Sjóðurinn er hins vegar nú í umsjón Byggðastofnunar. Matthías sagði að hlutabréf sjóðsins væru til sölu, en tíma tæki að selja þau. -EÓ Býsna brýnt hefur verið að opna heilsugæslustöð í Grafarvogi þar sem vemlega er farið að þrengja að heilsugæslustöðinni í Árbæ, en hún hefur sinnt heilsugæslu fyrir Grafar- vog. Heilsugæslustöðin í Grafarvogi verður að Hverafold 1-3, þar sem er til húsa verslunarmiðstöð. Það hús- næði er reyndar leiguhúsnæði sem er til bráðabirgða, en innan margra ára er gert ráð fyrir byggingu heilsu- gæslustöðvar þar skammt frá og er gert ráð fyrir í skipulagi. Stöðin sem 380 fermetrar að stærð verður tekin í notkun l.maí næstkomandi. Þessa dagana er unnið að útboði á innréttingum heilsugæslustöðvar í Mjódd, nánar tiltekið á 3.hæð Þönglabakka 6, en þar keypti Ríkis- sjóður 850 fermetra húsnæði. Síð- ustu tvö árin hefur heilsugæslustöð- in verið í bráðabirgðahúsnæði að Álfabakka 12 og er vonast til þess að stöðin geti flutt í hið nýja húsnæði í ágúst á þessu ári. Ingibjörg R. Magnúsdóttir segir að verulega sé farið að þrengja að starfsemi margra heilsugæslustöðva á Reykjavíkur- svæðinu og má þar um kenna að mikil fólksfjölgun hefur átt sér stað á undanförnum árum og þá hefur heimahjúkrun aukist vemlega og ekki batni ástandið þegar deildum verður lokað á sjúkrastofnunum í kjölfar sparnaðar í heilbrigðiskerf- inu Heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra hefur skipað bygginganefnd heilsugæslustöðva í Reykjavík. For- maður nefndarinnar er Ingibjörg R. Magnúsdóttir, skrifstofustjóri í heil- brigðisráðuneytinu, og með henni í nefndinni eru Ingimar Sigurðsson, forstjóri heilsugæslustöðva í Reykjavík, og Katrín Fjeldsted Iækn- ir sem er fulltrúi Reykjavíkurborgar. -PS Sjúkrahúsí Suðuriands á Selfossi gert að skera niður útgjöid um 12,5 milljónir: 10 sjúkrarúmum lokað Sjúkrahúsl Suðurlands á Selfossi er gert að skera rekstrarkostn- stendur til að segja fastráðnu að nlður um 12,5 milljónir króna, 11,6 milljónir í iaunum og 900 starfsfólki upp störfum. 900 þúsund í öðrum rekstri, að sögn Hafsteins Þorvaldssonar, fram- þúsund króna spamaði í ððrum kvæmdastjóra sjúkrahússins. „Þessi flati niðurskurður kemur sér rekstri á að ná fram með hagræð- iila fyrir okkur Sunnlendinga því sjúkrarúm á hverja 1000 fbúa ingu í lyfja- og matarinnkaupum. eru hér færri en gerist í mörgum öðrum landshlutum," sagðl Haf- Hafsteinn Þorvaldsson sagði að steinn. þessi niðurskurður legðist illa í sig. Hann sagðist engu að síður Heilbrigðisráðuneytið hefur nú ráða ekkert sumarafleysingafólk. binda vonir við að eitthvað af fengið í hendur tiUögur frá for- Ennfremur að vinna aðeins einn endurgreiðsiu ráðuneytisins svarsmönnum sjúkrahússins um dag í viku á skurðstofu í stað kæmi í hlut sjúrahússins og með hvað hætti þeir hyggjast ná tveggja eins og tíðkast hefur til þannig yrði hægt að milda mesta sparnaðinum fram. Það er að þessa. Með þessu á að spara 11,6 höggið. loka 10 sjúkrarúmum í sumar og milijónir f launakostnaði. Ekld SBS -Selfossi Minnihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur mun ekki leggja fram breytingartillögur við fjárhagsáaetlun meirihlutans, en koma sjónarmiðum sínum á framfaeri í bókunum: Fjárhagsáætlunin tekur ekki tillit til samdráttarins Að þessu sinni verða minnihlutaflokkamir í borgarstjóm Reykja- víkur ekki með beinar tiliögur um breytingar á fjárhagsáætlun borgarinnar, heldur munu þeir koma sjónarmiðum sínum á fram- færi í bókunum og ræðum. Minnihlutaflokkarair munu að vísu sameiginlega flytja tillögur um að hækka styrki til menningar-, fé- lags- og íþróttamála. Minnihlutaflokkarnir telja að í fjárhagsáætluninni sé of lítið tillit tekið til samdráttarins í þjóðféiag- inu og áhrifa aðgerða ríkisstjórnar- innar í velferðarmálum. Seinni umræða um fjárhagsáætlunina fer fram í dag. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfull- trúi Framsóknarflokksins, segir að megineinkennið á þessari fjárhags- áætlun sé að tekjur séu stórlega of- áætlaðar. „í mínum huga er það al- veg augljóst að taka þarf upp fjár- hagsáætlunina. Það væri því harla gagnslaust að flytja og útfæra tölu- legar breytingartillögur við eitt- hvað sem ekkert hald er í,“ sagði Sigrún. ,Auk þessa er ekkert tekið á þeim vanda sem sýnilegur er nú þegar í þjóðfélaginu s.s. minni tekna vegna atvinnuleysis, aukinna útgjalda vegna skólaaksturs og ým- islegt annað mætti nefna,“ sagði Sigrún ennfremur. Hún benti á að þessi fjárhagsáætlun markaðist nokkuð af þeim skorðum sem for- tíðarvandi borgarinnar frá árum Davíðs Oddssonar hafí reist borgar- sjóði. „Það sem einkennir fjárhagsáætl- unina er að það er þrengt mjög að rekstri borgarinnar. Ég tel að í henni sé ekki horfst nægilega mik- ið í augu við afleiðingar af harka- legum aðgerðum ríkisstjórnar Dav- íðs Oddssonar borgarfulltrúa og því tel ég að fjárhagsáætlunin sé óraunhæf," sagði Kristín Ólafsdótt- ir, borgarfulltrúi Nýs vettvangs. Kristín sagðist telja að útgjöld borgarinnar komi til með að hækka mun meira vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar en gert er ráð fyrir í fjárhagsáætluninni. Hún benti á að sú upphæð sem áætluð er í fjárhagsstuðning Félagsmála- stofnunar sé lægri en fór til þessa málaflokks árið 1990. Hún sagði að í Ijósi aðgerða ríkisstjórnarinnar og kjararýrnunar væri þetta óraunhæf tala. Hún sagðist sömuleiðis telja að útgjöld vegna heimilishjálpar væru vanáætluð. Niðurskurður á sjúkrahúsunum hljóti að auka þörfina á heimahjúkrun. „Nú þegar tekjur borgarinnar hækka mun minna en þær hafa gert síðustu ár verður fortíðarvandi Reykvíkinga mjög augljós. Skuldir borgarsjóðs frá ársbyrjun 1983 til ársbyrjunar 1991 tvöfölduðust. Þetta gerðist í mestu gósentíð sem borgarsjóður hefur upplifað. Við höfum farið illa með fjármuni í miklu góðæri. Nú erum við í vörn,“ sagði Kristín. Hún sagði að mörg brýn verkefni hefðu orðið að bíða vegna rangra ákvarðana um fjárfestingar. í því sambandi nefndi hún hjúkrunar- heimili fyrir aldraða, skólabygging- ar í Grafarvogi, dagvistarheimili og uppbygging félagslegs húsnæðis. Elín G. Ólafsdóttir, borgarfulltrúi Kvennalistans, sagði að við fyrri umræðu hefði hún Iýst yfir ánægju með að í fjárhagsáætlun fyrir þetta ár væru áherslur nær því sem Kvennalistinn hefði talað fyrir en í fyrri fjárhagsáætlunum. Auknu fé væri veitt til skóla- og dagvistar- mála og annarra félagslegra mála. Milli umræðna væri búið að skera niður framlag til dagvistunarmála og lítillega til skólamála. Ekki væri hins vegar hreyft við framlagi til byggingar ráðhúss. Elín sagði að skattheimta ríkis- valdsins á sveitarfélögin kæmi við Reykjavíkurborg eins og önnur sveitarfélög. Hún sagðist telja að borgin þurfi að marka stefnu í at- vinnumálum nú þegar uppsagnir eru hjá ríkisvaldinu og fyrirsjáan- Iegt sé að atvinnuleysi muni aukast í borginni. Hún sagði Ijóst að aukið atvinnuleysi komi til með að hafa áhrif á tekjur og útgjöld borgar- sjóðs. í bókunum sem Sigurjón Péturs- son, borgarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins, hefur lagt fram segir að fjárhagsáætlunin sýni að fjárhagur borgarinnar sé nú þrengri en hann hefur verið síðasta áratug. Loka verði áætluninni með 300 milljón króna lánveitingu. Sigurjón telur ýmislegt benda til að útkoman í árslok verði önnur og verri en gert er ráð fyrir í áætluninni. Ekki sé gert ráð fyrir neinum launabreyt- ingum á árinu. Ekki sé gert ráð fyr- ir neinum samdrætti í atvinnutekj- um eða í veltu fyrirtækja, þrátt fyr- ir stórfelldar uppsagnir starfsfólks og fjölda gjaldþrota fyrirtækja, sem rekja megi beint til aðgerða ríkis- valdsins. Þá sé ekki gert ráð fyrir að aðstoð Félagsmálastofnunar aukist þrátt fyrir fyrirsjáanlegan atvinnu- samdrátt og mikinn niðurskurð í velferðarkerfmu. Sigurjón bendir á að Reykjavíkur- borg eigi mikið af ónýttum tekju- stofnum. Með því að nýta þá að hálfu leyti væri hægt að auka tekj- ur borgarinnar um milljarð. Einn- ig komi til greina að taka lán til að tryggja atvinnuuppbyggingu í borginni og treysta samfélagsgerð- ina. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.