Tíminn - 06.02.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.02.1992, Blaðsíða 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 BILAPARTASALA Varahlutir í árgerðir '74-'87 Ýmsar smáviðgerðir Kaupi bíla til niðurrifs HEIÐI • BÍLAPARTASALA Flugumýrl 18D ■ Moslellsbæ Sfmar 668138 6 667387 AUÐVITAÐ Suöurlandsbraut 12 Öðruvisi bílasala BÍLAR • HJÓL • BÁTAR•VARA- HLUTIR. MYND HJÁ OKKUR • BÍLL HJÁ ÞÉR SÍMI 6T9225 ÞJONUSTA MÁLARAR geta bætt við sig málningarvinnu úti sem inni Vönduð og góð vinnubrögð Sími670269 ÞÉTTING OG KUEÐNING FIMMTUDAGUR 6. FEBR. 1992 Einkavæöing ríkisfyrirtækja uppspretta nýrra „einokunargróðaævintýra": Um 210% álagning stuðlar að 40% arðsemi eigin fjár Bifreiðaskoðun íslands virðist ástunda þvflíkt okur og raka saman slíkum gróða að gengið hefur hreinlega fram af mönn- um hjá Vinnuveitendasambandi íslands. í nýjasta fréttabréfi VSÍ segir frá starfi einnar af þeim fjórum nefndum sem ASÍ og VSÍ skipaði, í tengslum við kjarasamn- inga, til að meta verðlagshorfur 1992. Hefur nefnd þessi kann- að þá þætti sem mest áhrif hafa á bifreiðakostnað heimila, enda þar um að ræða 17% heildarútgjalda vísitölufjölskyldunnar. ,>leðal þeirra atriða sem nefndin ur.SúákvörðunAlþingisaðveitafyr- skoðaði sérstaklega var kostnaður við Bifreiðaskoðun íslands hf. og kom þá ýmislegt athyglisvert í ljós.“ Hjá VSÍ þykir það m.a.s. óhóflegt að fyrirtæki skuli ná um og yfir 40% arðsemi af eigin fé, m.a. með þáttum eins og 100 milljóna kr. gjaldtöku fyrir einfolda tölvuþjónustu og 210% álagningu ofan á innkaupsverð númeraspjalda. Einokun til aldamóta ekki góð latína „Stofhun BÍ hefur oft verið nefnd sem skólabókardæmi um hvemig ekki á að framkvæma einkavæðingu ríkisstofhana,“ segir greinarhöfund- irtækinu einokun á bifreiðaskoðun til aldamóta, án virks eftirlits með verðlagningu þess, sé ekki góð lat- ína. „Staðreyndin er sú að ríkissjóð- ur hagnaðist vemlega á rekstri Bif- reiðaeftirlits ríkisins sáluga. Þannig vom tekjur þess umfram gjöld á ár- inu 1988 um 280 milljónir á verðlagi árisins 1992. BÍ yfirtók því blómlegt bú og fékk einokun í kaupbæti. Þama vom gerð mistök sem hafa í för með sér að eitt fyrirtæki hefur hagnast óhóflega, en arðsemi eigin fjár var 41% árið 1990 og ekkert bendir til að þetta hafi breyst að ráði á árinu 1991,“ segir í fréttabréfi VSÍ. Til nokkurs samanburðar við þenn- an 280 milljóna kr. gróða, sem ráða- menn vildu endilega að ríkið afsalaði sér eða faerði einkaframtakinu á silf- urfat er fróðlegt að skoða aðrar upp- hæðir. Þetta er Ld. 100 milljónum hærri upphæð en sá 180 milljóna kr. niðurskurður menntamálaráðherra sem sem nú er að riðla öllu gmnn- skólakerfinu í landinu (m.a. með 2ja stunda styttingu á kennsluvikunni). Um 210% álagning á númeraplötur Gjald BÍ vegna bilnúmera er eitt dæmið um óhóflegan kostnað. Árið 1991 keypti BÍ skrásetningarplötur af fangelsinu á Litla Hrauni fyrir 1.300 kr. parið og seldi þær síðan bfleigendum á liðlega 4.000 kr., án vsk. Þetta jafngildir um 210% álagn- ingu. Á árinu 1991 vom skráningar tæplega 12 þúsund. Fyrirtækið hef- ur því hagnast um meira en 30 milljónir kr. á þessu eina gjaldi á ár- inu. Enn fleiri bfleigendur þurfa þó að bera enn meiri kostnað vegna ein- faldrar tölvuþjónustu BÍ vegna eig- endaskipta. Árið 1990 var t.d. til- kynnt um liðlega 54 þúsund eig- endaskipti, sem skilað BÍ yfir 100 milljóna króna beinum tekjum, eða flórðungi rekstrartekna fyrirtækis- ins á því ári. Enn eitt dæmið sem fréttabréf VSÍ nefnir um verðlagningu í skjóli ein- okunar er gjald fyrir svonefnda gerðarskoðun, sem gerð er þegar ný bfltegund kemur á markað. Þessi „þjónusta" felist í því að BÍ yfirfari stimplanir yfirvalda útflutnings- landsins á ýmsum vottorðum. Bif- reiðaumboðjn upplýstu að þau hefðu greidcTBÍ um 6 milljónir kr. fyrir gerðarskoðanir. Lækkun bifreiðakostnaðar? Til að lækkun á bifreiðakostnaði heimilanna megi ná fram að ganga þurfa stjómvöld að grípa til viðeig- andi aðgerða segir í fréttabréfi VSÍ. Mikilvægt sé annars vegar að leið- rétta þau mistök sem gerð voru við einkavæðingu bifreiðaskoðunar og afnema einokun fyrirtækisins og heimila bifreiðaverkstæðum, sem uppfylla ákveðna staðla, skoðun bif- reiða. Hins vegar sé nauðsynlegt, með einum eða öðrum hætti, að lækka þjónustugjöld fyrirtækisins til samræmis við raunverulegan kostnað. í fréttabréfinu em einnig viðraðar tillögur um breytingar að erlendri fyrirmynd, sem stuðlað geti að enn frekari lækkun bifreiðakostnaðar heimilanna. Með því að gefa mönn- um kost á að kaupa sérstaklega númer sem hafa ákveðna merkingu eða gildi fyrir þá, og þá á mun hærra verði, mætti hugsa sér um helm- ingslækkun á almennu verði. Sömuleiðis gæti það sparað bif- reiðaeigendum umtalsverð útgjöld vegna bifreiðaskoðunar að taka nýj- ar reglur EB til fyrirmyndar. Sam- kvæmt þeim verða bflar skoðaðir í fyrsta skipti fiórum árum eftir ný- skráningu og síðan annað hvert ár þar á eftir. Þetta þyrfti ekki að þýða að slakað yrði á öryggi í umferðinni. - HEI Forstjóri Þjóðhagsstofnunar vísar á bug gagnrýni Neytendasamtakanna á nefnd sem rannsakar áhrif GATT- samkomulagsins á þjóðarbúskapinn: „Vinnum á fag- legum forsendum“ Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- henni vinna tveir fulltrúar úr land- hagsstofnunar, vísar á bug fullyrð- ingum Neytendasamtakanna að könnun sem stofnunin vinnur að um áhrifum GATT-samkomuIags- draganna á íslenskan landbúnað verði ekki marktæk vegna þess að Umhverflsstofnun SÞ á fundi I Brasilíu: Eiöur í Rio 1 gær lauk ráðsfundi Umhverf- isstofnunar Sameinuðu þjóð- anna í Rio de Janeiro í Brasih'u, þar sem m.a. var á dagskrá heimráðstefna sem Sameinuðu þjóðirnar munu efna til um um- hverfismál í sumar. Eiður Guðnason umhverfisráðherra sat þennan ráðsfund og í ávarpi hans á fundinum kom fram að Island vænti þess að þessi ráð- stefna í sumar muni efla alþjóð- lega samvinnu á sviði nýsköpun- ar f þágu umhverfisvemdar og sjálfbærrar þróunar. Umhverfis- ráðherra gerði sérstaklega að umræðuefni í neðu sinni vemd- un hafsins gegn mengun og nýt- ingu lifandi auðlinda þess. Hann ítrekaði að veradun þessa mikil- væga fsðuforðabúrs væri sam- eiginlegt hagsmunamál heims- byggðarinnar. búnaðarkerfinu. „Þessi skýrsla verður unnin á faglegum forsend- um,“ sagði Þórður. Landbúnaðarráðherra fól þriggja manna nefnd að kanna áhrif GATT- samningsins á landbúnað og neyt- endur. I nefndinni eiga sæti Þórður Friðjónsson, Ketill A. Hannesson, hagfræðiráðunautur Búnaðarfélags íslands, og Magnús B. Jónsson, for- stöðumaður Hagþjónustu landbún- aðarins. Neytendasamtökin sendu fyrr í vik- unni frá sér tilkynningu þar sem samtökin segja að vegna þess að í nefndinni starfi tveir menn tengdir landbúnaðinum verði niðurstaða hennar ekki trúverðug. Þórður sagði að nefndin myndi skoða áhrif GATT-samningsins á þjóðarbúið í heild, auk áhrifanna á landbúnaðinn. í fyrsta lagi verði skoðuð áhrif á verð búvara, í öðru lagi áhrif á framleiðslu og tekjur í landbúnaði og í þriðja lagi áhrif á neytendur. Þórður sagði að þar sem álitamál væru uppi um áhrif samningsins yrðu sett upp dæmi um áhrifin út frá mismunandi forsendum. Þórður sagði að um mjög flókið og erfitt verk væri að ræða. Nefndin myndi hins vegar reyna að senda frá sér áfangaskýrslu um næstu mán- aðamót. -EÓ Frá fundi þingmanna og starfsmannaráðs í gær. Tímamynd Ámi Bjama Þingmenn Reykjavíkur funda með starfsmönnum Landakots Starfsmannaráð Landakotsspítala átti í gær fund með þingmönnum Reykvfldnga þar sem starfsmenn kynntu þingmönnum sjónarmið sín varðandi stöðuna á spítalanum. Á fundinum kom fram að ekki hefur verið haft samráð við starfsmenn á Landakoti varðandi þær viðræður sem fram hafa farið um hugsanlega sameiningu við Borg- arspítala og að starfsmenn líta á hugmyndir um sameiningu annars vegar og sparnað hins vegar sem tvö aðskilin mál. Starfsmenn eru ennfremur óánægðir með að Landakotsspítali skuli skorinn niður svo miklu meira en aðrir spítalar og algjör óvissa ríki um hvert framhaldið eigi að vera. Finnur Ingólfsson, alþingismaður og fyrrum aðstoðarmaður heil- brigðisráðherra, var á fundinum í gær og sagðist hann í samtali við Tímann telja að það eina sem hægt væri að gera í þeirri stöðu sem stjórnarflokkarnir væru búnir að skapa væri að sameina allar fiárveit- ingar til stóru spítalanna í Reykaj- vík og fela síðan samstarfsráði sjúkrahúsanna að skipta fiármagn- inu á milli spítalanna með sann- gjörnum hætti. Um 200 milljónir af því fé sem ráðherra hefði til ráðstöf- unar til að deila til baka til heil- brigðiskerfisins myndu þá renna aftur til spítalanna í höfuðborginni. Finnur sagði að með þessu móti væri hægt að koma á skiplegri verkaskiptingu milli sjúkrahúsanna og fiármunirnir nýttust margfalt betur en ef hver spítali væri að bauka í sínu horni við að reyna að spara.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.