Tíminn - 04.03.1992, Page 3

Tíminn - 04.03.1992, Page 3
Miðvikudagur 4. mars 1992 Tíminn 3 Forseti ASÍ segir að það muni ráðast á næstu dögum hvort samningar takast án átaka: Samningsaðilar ákveða að ræða áfram saman Forystumenn ASÍ og atvinnurekenda urðu sammála á fundi í gær um að halda áfram samningaviðræðum og ræða verðlagsmál, vaxtamál og aðrar útlínur kjarasamninga. Innan ASÍ eru skiptar skoðanir um hvort stefna beri að samningi, sem gildi fram til hausts, eða samn- ingi, sem gildi a.m.k. út árið. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, segir að það muni ráðast á næstu dögum hvort samningar takist án átaka á vinnumarkaði. Margir áttu allt eins von á að upp úr viðræðum slitnaði á fundinum í gær. Það gerðist ekki, heldur urðu samn- ingsaðilar ásáttir um að halda áfram, og verður fundur haldinn í dag og annar á morgun. Það gerðist hins veg- ar ekki margt á fundinum í gær. Samningsaðilar komu sér saman um að ræða um ýmsar forsendur samn- inga, verðlagsspár, vexti o.fl. Síðar ætla þeir að ræða eiginlegar launakröfur. Efnislega færðust menn ekki nærri samningi. Menn eru almennt sammála um að þolinmæði verkalýðshreyfingarinnar sé að bresta, en samningar hafa verið lausir í hálft ár og lítið hefur þokast í samningaþófinu allan þann tíma. Inn- an VMSÍ og víðar eru uppi háværar kröfur um að gripið verði til verkfalls- aðgerða. í gær og fýrradag voru nokkr- ar umræður um það innan verkalýðs- hreyfingarinnar að höggva á hnútinn með skammtímasamningi, samningi sem í raun væri í grófum dráttum framlenging á þjóðarsáttarsamning- unum og gilti til hausts. Um þetta eru skiptar skoðanir, en á fundi forystu- manna ASÍ í gær voru menn sammála um að gildistíminn yrði að ráðast af innihaldi samningsins. Ásmundur sagði að á fundinum hefðu heldur fleiri mælt með því að samningstím- inn yrði eitt ár, en menn hefðu þó haft fyrirvara þar á. Á fundi forystumanna ASÍ í gær var fjallað um hvemig ætti að standa að verkfollsaðgerðum, ef verkalýðshreyf- ingin neyddist til að grípa til þeirra. Þessar umræður munu halda áfram í samráði við önnur launþegafélög. „Ég held að það muni ráðast á næstu dögum hvort hægt verður að gera samning án átaka,“ sagði Ásmundur. Samningsaðilar hyggjast ræða við ríkisstjómina strax og hún kemur heim af þingi Norðurlandaráðs. Ás- mundur sagði að kröfur samningsað- ila á hendur ríkinu geti aldrei nema að hluta tii verið sameiginlegar. Þannig hafi það verið í undangengnum samn- ingum. Ásmundur sagði ljóst að Þeir voru hálf sposkir á svipinn í upphafi fundar í Karphúsinu í gær, þeir Óskar Vigfússon, forystumaður sjómanna, og Einar Odd- ur Kristjánsson, formaður VSÍ. samningsaðilar muni setja fram sam- eiginlegar kröfúr í atvinnumálum og kröfúr um herta innheimtu skatta og Tímamynd: Áml BJama aðgerðir til að koma í veg fyrir skatt- svik. -EÓ Umfangsmesta rannsóknaverkefni á Islandi hefst í sumar í samvinnu við um 70 erlenda vísindamenn: Botndýralíf rannsakað næstu 6 ár í sumar hefst hér við land um- fangsmesta rannsóknarverkefni, sem um getur á íslandi, og líklega umfangsmesta rannsóknaverkefni sinnar tegundar í heiminum. Um er að ræða rannsókn á botndýralífi á hafsvæðinu kringum ísland. Um 70 erlendir vísindamenn taka þátt í verkefninu. A.m.k. tvö rannsókna- skip munu taka sýni á um 600 stöð- um við landið. Talið er að verkefnið muni kosta vel á annað hundrað milljónir króna og standa í 6 ár. Markmið verkefnisins er að rann- saka hvaða botndýrategundir lifa innan íslenskrar efnahagslögsögu, skrá útbreiðslu þeirra, magn og tengsl þeirra við aðrar lífverur sjávar. Slíkar upplýsingar um botndýralíf skapa nauðsynlegan gagnagrunn, sem m.a. nýtist til að kanna ætisskil- yrði fiskistofna, meta áhrif mismun- andi veiðarfæra á botndýralíf við landið og fýlgjast með breytingum á botnlífi í kjölfar breytinga á ástandi sjávar, m.a. vegna hugsanlegra lofts- lagsbreytinga eða mengunar. Það er ekkert smáræðis hafsvæði, sem fyrirhugað er að rannsaka. Rannsóknasvæðið er um 758 þús- und ferkílómetrar og nær niður á um 3000 metra dýpi. Svæðið þykir afar merkilegt út frá vísindalegum sjónarhóli, m.a. vegna þess að það liggur á mörkum kalds íshafssjávar og hlýrri Atlantshafssjávar. Þetta svæði hefur frekar lítið verið rann- sakað af vísindamönnum. Einu heildstæðu rannsóknimar á íslensku botndýralífi eru frá árunum 1894- 1895. Gert er ráð fyrir að á þessu ári og næstu þremur árum verði tekin sýni á um 600 stöðum. Staðimir verða þannig valdir að sýnin gefi góða mynd af dýralífi á mismunandi svæðum. Reiknað er með að innlend og erlend rannsóknaskip safni sýn- unum, m.a. Bjami Sæmundsson og norska rannsóknaskipið Hákon Mos- by. Það mun kosta mikla vinnu að flokka öll sýnin, og er gert ráð fyrir að ráðnir verði 4-8 starfsmenn til verksins, auk þriggja sérfræðinga. Sett verður upp sérstök flokkunar- stöð í Sandgerði, en Sandgerðingar leggja til húsnæði undir stöðina og greiða laun eins starfsmanns. Fjöldi erlendra og íslenskra vís- indamanna mun taka þátt í rann- sóknaverkefninu, líklega um 70 er- lendir vísindamenn. Mikla sérfræði- kunnáttu þarf til að meta sýnin, m.a. vegna þess að í þeim munu örugg- lega finnast margar nýjar lífverur, sem ekki hafa fundist annars staðar í heiminum. Vísindamenn giska á að um 250 nýjar tegundir finnist. Áætlaður kostnaður við þetta rann- sóknaverkefni er um 31 milljón kr. á þessu ári og 23 milljónir á ári eftir það. Miðað er við að rannsóknirnar standi í 6 ár. Rannsóknaverkefnið er unnið í samvinnu við umhverfis- ráðuneytið, Hafrannsóknastofnun, Líffræðistofnun Háskólans, Nátt- úrufræðistofnun íslands, Sandgerð- isbæ og Sjávarútvegsstofnun Há- skólans. Hvatinn að þessum rannsóknum eru svipaðar rannsóknir við Færeyj- ar (BIOFAR-verkefnið), sem fram fóru á árunum 1987 til 1991 fyrir forgöngu Norðurlandaráðs. Verk- efnisstjóri þess, dr. Arne Norrevang, mun aðstoða íslendinga við að skipuleggja verkefnið og ráðleggja um töku sýna. Dr. Norrevang segir að með rannsóknum Færeyinga, Is- lendinga og hugsanlega Grænlend- inga einhvern tímann í framtíðinni, fáist afar mikilvægar upplýsingar um botndýralíf í N-Atlantshafi og ekki síður um vistfræði sjávar. Hann segir að margt bendi til að sjórinn á þessu svæði gegni afar mikilvægu hlutverki í orkuflæði heimsins, og að hann geti hugsanlega svarað nokkrum iykilspurningum um breytingar í umhverfi okkar. Ragnar Árnason lektor segir að hugsanlega geti þessi umfangsmikla rannsókn gefið okkur einhverjar nýjar upplýsingar, sem geti skýrt sveiflur í stofnstærð nytjastofna við ísland. Ragnar segir að vísindamenn hafi í dag ónógar upplýsingar og geti því ekki skýrt sveiflur í stofnstærð þorskstofnsins með fullnægjandi hætti. Hugsanlega sé eitthvað í botndýralífinu sem geti skýrt sveifl- urnar. -EÓ Deilur Armena og Azera: Krasavin ráðgast við Jón Bald. Igor Krasavin, sendiherra Rúss- Iands á íslandi, afhenti sl. föstudag íslenska utanríkisráðuneytinu greinargerð rússneskra stjómvalda þar sem lýst er sáttaumleitunum, sem þau stóðu fyrir milli Armena og Azera í deilunni um Nagomo- Karabakh. í kjölfar funda fulltrúa þessara ríkja í Moskvu 20. febrúar sl. náðist sam- komulag um vopnahlé og samn- ingaviðræður, sem gáfu tilefni til bjartsýni um að blóðsúthellingum linnti. Utanríkisráðherrar aðildarríkja RÖSE sendu fyrir nokkru könnun- arhóp til Nagorno-Karabakh. Hóp- urinn hefur nú skilað skýrslu um ástandið í héraðinu. Nefnd hátt- settra embættismanna RÖSE, þar á meðal fulltrúi frá íslandi, skoðuðu og ræddu skýrsluna á fundi í Prag um helgina. Saga Class hjá Flugielðum: Fram tii 31. maí næstkomandi hjóða Flugleiðir farþegum sín- um, er ferðast á fullu fargjaldi til Evrópu, nýtt tilboð. Tilboðið felst í því að boðið er upp á frí- an miðá fyrir maka þeirra, sem ferðast á fullu Saga Class-far- gjaldi frá íslandi tU allra áfanga- staða í milliiandatlugl. Að sögn Péturs J. Eiríkssonar, fram- kvæmdastjóra markaðssviðs Flugleiða, hefúr samskonar til- boð verið í gangi á áætlunarieið- um félagsins til New Yoric og Baltimore frá því í janúar. -PS Blaðburður er BESTA TRIMMIÐ ogborgar sig! Hafðu 'samband við okkur Blaðbera vantar í eftirtalin hverfi: Hólaberg — Hraunberg - - Þórufell. Bakkasel — Brekkusel — Engjasel. Lynghálsi 9 S 686300

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.