Tíminn - 04.03.1992, Page 5

Tíminn - 04.03.1992, Page 5
Miðvikudagur 4. mars 1992 Tíminn 5 Þórarinn Þórarinsson: Nýjar Jótlandsheiðar Sennilega hefur fsland aldrei verið hörmulegar statt en á síðustu ár- um 18. aldar, eftir að dönsk einok- unarverslun og mikill fjárkláði höfðu þrengt að þjóðinni, en móðuharðindin bættust svo við og voru á góðri leið með að leggja landið í auðn. Þá kom dönskum embættismönnum það ráð helst í hug að flytja íslendinga af landi burt og láta þá setjast að á Jót- landsheiðum. Þetta fékk einhverjar undirtektir og m.a. voru báðir biskupsstólarn- ir og Alþingi lögð niður. Meirihluti þjóðarinnar ákvað þó að þrauka áfram, þótt kjörin væru bág. Eftir aldamótin reis svo sjálf- stæðishreyfing undir forystu Bald- vins Einarssonar, Fjölnismanna og Jóns forseta. Þeir trúðu því að end- urreisn Alþingis og fullveldis þjóð- arinnar væri vegurinn til viðreisn- ar. íslendingum myndi vegna vel ef þeir fengju frelsi, sjálfstæði og full- yeldi. Trú þeirra hefur reynst rétt. íslendingar búa nú við betri kjör en flestar aðrar þjóðir. Það eiga þeir fullveldi sínu, framtaki og dugnaði að þakka. Þetta er þó ekki öllum ljóst. Nokkrir menn óttast ný móðu- harðindi. Ýmsir hagfræðingar eru þar fremstir í flokki. Þeir segja að gróðurmoldin sé að fjúka út á Atl- antshaf og þar séu fiskistofnarnir að ganga til þurrðar. Þjóðin sé löt og eyðslusöm, enda segir heil- brigðisráðherra erlendar skýrslur benda til þess að íslendingar liggi meira og lengur á spítölum en dæmi séu til um aðrar þjóðir. Þessa menn er því farið að dreyma um Jótlandsheiðar. Þeir gætu sagt að því miður hafi ekki orðið af brottflutningi þjóðarinnar eftir móðuharðindin, því þjóðin hafi ekki þekkt sinn vitjunartíma. Enn geti þó verið hægt að finna nýjar Jótlandsheiðar. Evrópubandalagið standi íslendingum opið, ef þeir vilja, með nær ótakmörkuðum fiskmarkaði. Til viðbótar séu út- lendir fjármagnseigendur reiðu- Þessa menn er því farið að dreyma um Jótiandsheiðar. Þeir gætu sagt að því miður hafi ekki orðið af brottflutningi þjóð- arinnar eftir móðu- harðindin, því þjóðin hafi ekki þekkt sinn vitjunartíma. Enn geti þó verið hægt að finna nýjar Jótlands- heiðar. Baldvin Einarsson. búnir að rétta íslendingum hjálp- arhönd. íslendingar þurfi ekki annað til að eignast þessar nýju Jótlandsheiðar en að hverfa frá fullveldishugmynd Jóns forseta og sætta sig við að vera útskagi Evr- Jón Sigurösson. ópubandalagsins. íslendingar verði að gera sér ljóst að hér eftir verði ekki annað fullveldi en full- veldi í framandi heimi. En hver getur sagt fyrir nú, hvernig hinn framandi heimur verður? Bandalagshugmyndir Rússa og Júgóslava hafa beðið skipbrot. Evr- ópubandalagið virðist standa á brauðfótum og margvíslegur klofningur er innan þess. Framtíð þess er því óviss og á meðan svo er mun íslendingum reynast hollast að treysta á fullveldishugmyndir Jóns forseta og glata ekki trúnni á ísland og eigið framtak. Það mun reynast þjóðinni best hér eftir sem hingað til. Höfundur er frv. ritstjóri Timans. Milli norrænna manna og norrænna þjóða hafa á mörgum undanfomum árum verið mikil og góð skipti og rík samkennd. Slíkt á ekki eftir að breytast Hinar norrænu þjóðir munu hér eftir sem hingað til leita samstarfs og samvinnu á fjölmörg- um sviðum vegna skyldleika þjóð- anna, sameiginlegrar menningar og líks gildismats. Þrátt fyrir að vinátta þjóðanna standi þannig á traustum metg og sé í raun óumbreytanleg, er hitt jafnrétt, að það form, sem á samstarfi þeirra hefur verið, hlýtur að taka breytingum vegna þeirrar þróunar sem orðið hefur. Pólitískur veruleiki í dag er allur annar en hann var fyrir aðeins fimm árum síðan. Þeir stórbrotnu atburð- ir, sem átt hafa sér stað hjá stórveld- inu hér austan við okkur, hafa leitt af sér nýja heimsmynd.Stórveldið hef- ur gliðnað sundur. í stað þess feta fjölmörg sjálfstæð lýðveldi brautina fram á við, í gegnum alla þá erfið- leika sem þeirra hljóta að bíða. Meðan þjóðimar sundrast þar, dragast þær saman í Evrópu, tengj- ast traustari böndum og lúta í æ rík- ari mæli sameiginlegum lögmálum í viðskiptum, menningarlegum og stjómmálalegum samskiptum. Norðurlöndin, sem utan Evrópu- bandalagsins hafa staðið, nálgast nú öll Evrópu. Fyrst innan vébanda hins evrópska efnahagssvæðis og síðan flest landanna væntanlega með beinni aðildammsókn. Þegar Norðurlöndin knýja þannig dyra hjá Evrópubandalaginu, þykir sumum fjúka í flest skjól um norrænt sam- starf. Það verði lítils virði, í besta falli árvisst fjölskylduboð þar sem rifjuð verði upp náin og fom vinátta, en þess á milli sé hugur þjóðanna bundinn suður í Evrópu. Við emm ekki komin hingað til að strengja þess heit að spoma gegn því að Norðurlandaþjóðimar verði virk- ar í Evrópusamstarfinu. Fyrir þeirri þróun em bæði pólitísk og efna- hagsleg rök. Það er því ástæðulaust að andæfa slíku og við myndum fara erindisleysu, reyndum við það. Á hinn bóginn ætlum við að kanna hvort að norrænt samstarf þurfi í raun að tapa nokkm, eða týna nokkm, þrátt fyrir þátttöku í hinni nýju Evrópu. Gæti það ekki orðið svo, að þörfin fyrir náið samstarf Norðurlanda yrði brýnni og ríkari vegna þátttöku þeirra í Evrópustarf- inu heldur en fýrr? Mér þykir það sennilegt, og annað þykir mér reyndar enn vissara, að á tilteknum afmörkuðum sviðum geti samstarf- ið orðið traustara og virkara en áður. Ekki sýndarsamstarf eða huggulegir fundir og hátíðarstundir, heldur raunhæft, skapandi samstarf. Ég verð þess var, að íslendingar ótt- ast nokkuð, að sérstaða þeirra geti leitt til þess að lengra bil verði milli íslands og annarra norrænna þjóða í framtíðinni en verið hefúr um langa hríð. Til þess megum við helst ekki hugsa, svo mikilvægt hefur norrænt samstarf verið okkur á síðustu ára- tugum. En okkur er farið eins og öðmm norrænum þjóðum. Fremur viljum við vera fullir þátttakendur í norrænu samstarfi, en vera hálfir þátttakendur og homrekur. Við slík- ar aðstæður kynni ýmsum að þykja betra að vera úti en inni. Hér er rétta tækifærið til þess að þakka vinnuhópi forsætisráðherra Norðurlanda fyrir þau störf sem hann hefúr þegar unnið, og þá áfangaskýrslu sem þegar liggur fyrir. Ég tel að starf þeirra, sem í hópnum starfa, og bráðabirgðaniðurstaða beri það með sér, að þeir hafa ríka trú á því að norrænt samstarf í nýju formi geti í framtíðinni verið skil- virkt og mikilvægt og beinn akkur og ávinningur fyrir þjóðimar allar. Breyttur vemleiki í heimsmálum gefur aukin færi á nánara samráði ríkisstjóma hinna norrænu landa í utanríkis- og öryggismálum. Aug- ljóst er, að samráð þeirra í Evrópu- málum hlýtur að aukast um allan helming. Forystuhlutverk þeirrar þjóðar, sem í forsæti Norðurlanda- ráðs verður hverju sinni, verður aukið og ábyrgð hennar vex sam- kvæmt hugmyndum vinnuhópsins. Slík breyting er til þess fallin að efla áhuga viðkomandi lands, metnað og starf, og er líkleg til að skapa skilyrði til þess, að löndin leitist hvert fyrir sig við að taka fmmkvæðið að nýj- um verkefhum og nýju starfi innan samstarfsrammans. Enn sem komið er hefur megin- verkefni vinnuhópsins beinst að samstarfsgmndvelli ríkisstjómanna, en í næsta áfanga verður hugað sér- staklega að þeim þættinum, sem ekki er síður mikilvægur: samstarfi þingmannanna. Ég vona, að þetta starf muni skjóta nýjum traustum stoðum undir norrænt samstarf og skilgreina með hvaða hætti Norður- landaráð geti í framtíðinni unnið að forgangsverkefnum sínum á sviði menningarmála, félagsmála, um- hverfismála, efnahagsmála og sam- göngumála, og lagt aukna áherslu á samráð um utanríkis- og öryggis- mál. Um þær mundir, sem við höldum þessa fundi okkar hér í Helsinki, er í undirbúningi annar fúndur í Kaup- mannahöfn. Undirbúningsfundur að svonefndu Eystrasaltsráði. Á þeim fundum eru öll Norðurland- anna utan íslands, sem hefði gjam- an viljað eiga kost á að fylgjast með starfi þar, því að Ijóst er, að stofnun ráðs af því tagi, ef af verður, hlýtur í framtíðinni að skarast mjög við starfsvettvang Norðurlandaráðs. Ekki náðist samstaða um, því miður, að ísland gæti tekið þátt í þeirri ráð- steíhu, þótt eftir slíku væri leitað af íslands hálfu. En á fúndi forsætis- ráðherra Norðurlanda í gær var ein- ing um það, að ísland geti tekið þátt í því samstarfi ríkjanna við Eystra- salt, sem ísland hefur áhuga á. Þessi ráðstefna í Kaupmannahöfn er enn ein vísbendingin um, að norrænt samstarf er á tímamótum, og þegar á þessu ári verði þjóðimir að gera upp við sig, hvert skuli stefna í þeim efnum. Afstaða okkar íslendinga er ljós og liggur fyrir. Okkur er keppi- kefli, að menn leiti leiða til að gera norrænt samstarf og norræna sam- vinnu virka í hinum breytta heimi, og við teljum að því hlutverki, sem Norðurlandaráð hefúr gegnt, sé alls ekki lokið, þó koma megi því hlut- verki í annan búning, ef svo verkast vill.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.